Morgunblaðið - 29.10.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.10.2022, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2022 Það var á regnvotu kvöldi fyrir hálfri öld að sextíu til sjötíu manns komu saman á Hótel Esju. Tilgangurinn var að stofna félag sóríasis- og exemsjúklinga. Fundarboðendur höfðu gert ráð fyrir um tutt- ugu manns, þannig að fundarherbergið var alltof lítið. Annar stofn- fundur var haldinn skömmu síðar og gríðarlegt brautryðjandastarf beið fyrstu stjórna. Snemma á sjöunda áratugnum var þekking almennings og lækna á sórí- asis takmörkuð við húðeinkenni og aldrei minnst á alla fylgisjúkdómana, suma mjög hatramma, s.s. sóríasisl- iðagigt. Lyfin voru mest tjörulyf sem notuð höfðu verið áratugum saman. Þau voru erfið í notkun; það komu fjólubláir blettir eftir lyfið og svo datt allt í göt í þvottinum. Á þessum tíma var skömmtun á fatnaði. Sömuleiðis voru t.d. lyf í hársvörð, sem er þrálátt sóríasissvæði, svo áhrifarík að hárið fylgdi með, þannig að maður fékk blettaskalla. Aðgang- ur að ljósum var enginn, þ.e.a.s. utan sjúkradeildar sem hýsti örfáa. Þær lyftu grettistaki fyrstu stjórn- irnar, allt kapp var lagt á að koma upp göngudeild sem m.a. hentaði vinnandi fólki. Það voru engir sjóðir, en þau lögðu ótrauð á brattann, ekki varð unað við ónóga meðferð og umönnun. Með eldmóði, dugnaði og elju tókst að lokum að kaupa hús- næði og koma göngudeildinni af stað. Það varð gerbreyting á aðgengi og upplýsingum, sjúklingum til hags- bóta. Við stöndum í mikilli þakk- arskuld við allt þetta fólk sem lagði hönd á plóginn. Gríðarleg vanþekk- ing ríkti um eðli sjúk- dómsins, þ.e. margir töldu hann smitandi. Fyrstu fræðslubækl- ingarnir fjölluðu um þetta. Á þessum tíma, meðan lítil sem engin meðferð var, voru sjúk- lingar með stór, blæð- andi sár og eðlilegt að fólk sem þekkti ekki til yrði hrætt við slíkt. Árið 1999 er fyrst byrjað að nota líftæknilyf hér á landi, þetta eru lyf sem gagnast t.d. við sjálfsónæmis- sjúkdómum s.s. sóríasis. Í fyrstu voru aðeins þrjú lyf af þessu tagi á markaðnum en nú eru þau á þriðja tuginn. Örfáir sjúklingar byrjuðu 2003 á þessum lyfjum, sem sýndu strax góðan árangur. Nú eru u.þ.b. eitt þúsund manns jafnaðarlega á þessum lyfjum sem ollu byltingu í líð- an og meðferð sóríasissjúklinga. Fjöldi fólks getur áfram stundað vinnu en það sem mest er um vert er bætt líðan sjúklinganna. Þegar litið er yfir farinn veg hálfr- ar aldar sjást stórstígar framfarir í erfðafræði og vísindum sem komu okkur til góða. Á netinu er mýgrútur upplýsinga um meðferðir og lyf. Í þessu flókna kerfi lífeðlisfræði er okkur nauðsyn á réttum upplýs- ingum. Snemmtæk meðhöndlun skiptir enn sköpum. Ég hef aðeins haft sóríasis og sórí- asisliðagigt í 82 ár! Fyrsta lyfið sem ég fékk var hrá kartafla á hverjum degi, sem ég át samviskusamlega eins og öll lyf sem ég fékk! Gríðarlegt stökk á þessu sjötíu ára tímabili til nútímans; líftæknimeðferðar á göngudeild Landspítala. Nýlega lýsti WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, sóríasis sem alvarlegum heilsufars- vanda. Mér er efst í huga mikið þakklæti, einkum til forkólfanna sem með seiglu og dugnaði keyptu húsnæði og komu upp göngudeildinni sem ger- breytti allri aðstöðu. Svo og til for- mannanna sem komu okkur í sam- band við IPFA, alþjóðasamtökin sem hafa stutt okkur með ráðum og dáð. Sérstakar þakkir til norrænu systra- og bræðrafélaganna fyrir vinsemd og velvilja í okkar garð. Síðast en ekki síst hjartans þakkir til hinna frábæru starfskvenna sem önnuðust okkur frábærlega vel. Eftir tæprar aldar samferð með sjúkdómnum tel ég að við verðum að bera ábyrgð á eigin heilsu og fylgjast vel með allri framþróun. Læknirinn sem ráðlagði hráa kartöflu vissi ekki betur! Félagið heldur að venju upp á dag- inn og afmælið með veglegum fundi. Sýnið samstöðu, mætið öll! Frá hrárri kartöflu til líftæknilyfja Erna Arngrímsdóttir » Á fimmtugsafmæli Félags psoriasis- og exemsjúklinga er mér efst í huga mikið þakk- læti, einkum til forkólf- anna sem með seiglu og dugnaði keyptu húsnæði og komu upp göngu- deildinni sem gerbreytti allri aðstöðu. Erna Arngrímsdóttir Höfundur er sagnfræðingur. Stundum verða stökur til … og stundum ekki. Þegar ég sá ljóða- bók séra Hjálmars Jónssonar komu mér í hug orð Einars Bene- diktssonar: Alltaf græðir þessi þjóð þegar skáldin yrkja. Við sem þekkjum Hjálmar höfum lengi beðið eftir þessari bók. Við ótrúlegustu tækifæri varpar þessi afkomandi Bólu- Hjálmars fram snjöll- um ferskeytlum sem ævinlega eru skot í mark, tengdar tæki- færinu og tilefninu. Vissulega sjáum við eftir honum af Alþingi en vonum að nú verði honum enn drýgri tími til vísnagerðar. Þegar Hjálmar flutti sig frá Alþingi yfir í Dómkirkjuna orti Steingrímur J. Sigfússon í anda vísunnar Einu sinni átti ég hest, ofurlítið skjóttan: Á Alþingi við áttum prest, á honum var stólpakjaftur. Það var sem mér þótti best þegar drottinn tók hann aftur. Á mannamótum eru vísur Hjálmars ævinlega gleðigjafi, oft óvæntar ábendingar og innskot, vinsamlegar og glettnar. Oft verður mér hugsað til þess hvað veldur óskýr- anlegum töfrum bundins máls sem hrífur okkur. Ferskeytlan á vafalítið þátt í að vernda og við- halda íslenskunni, elsta núlifandi menntamáli norðurálfu. Snjöll fer- skeytla vekur oft athygli á orðagnótt og auði tung- unnar. Í bókinni birtir Hjálm- ar margar vísur eftir samferðamenn sína og félaga, vísur sem opna nýja útsýn á strjálum samverustundum. Vonandi á ferskeytlan bjarta framtíð og vonandi nær hún til æsk- unnar sem mun erfa landið. Stundum verða stökur til Guðm. G. Þórarinsson Guðmundur G. Þórarinsson » Ferskeytlan á vafalítið þátt í að vernda og viðhalda ís- lenskunni, elsta núlifandi menntamáli norðurálfu. verkfræðingur. gudm.g.thorarinsson@gmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Sími 587 1717 www.sulatravel.is Stangarhyl 1 , 110 Reykjavík MIÐJARÐARHAF 12.-26. maí 2023 ALLT INNIFALIÐ Í ÖLLUM SIGLINGUM EKKI BORGA MEIRA EN ÞÚ ÞARFT Free at Sea YFIR ATLANDSHAF FRÁ NEW YORK 19. apríl til 9. maí 2023 MIÐJARÐARHAFIÐ 17.-29. nóvember 2022 RÓM OG GRÍSKA EYJAHAFIÐ 11.-23. ágúst 2023 JÓLASIGLING Í KARÍBAHAF 14.-26. desember 2023 MIÐJARÐARHAF 14.-26. maí 2023 GRÍSKA EYJAHAFIÐ FRÁ FENEYJUM 1.-14. ágúst 2023 LONDON REYKJAVÍK 3.-15. júní 2023 Gerum tilboð fyrir hópa og einstaklinga Nánar á www.sulatravel.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.