Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire KEMUR Í BÍÓ 11. NÓVEMBER - FORSALA HAFIN 88% Tímar tröllanna í Bíó Paradís Heimildarmynd Ásdísar Thoroddsen, Tímar tröllanna, verður frumsýnd boðsgestum í kvöld í Bíó Paradís og hefjast almennar sýningar á myndinni á morgun, 2. nóvember. „Tröllin í fjöllunum, tröllin í okkur sjálfum. Tröll hafa fylgt mannkyni í goðsögum og raun- verulegri sögu, allt eftir því hvaða skilningur var settur í orðið á hverjum tíma. Tröllin eru hluti af íslenskri menningu og birtast í rituðum sögum, lagabókum og munnlegum arfi. Sögulega séð hafa tröllin staðið fyrir fólk sem stendur utan samfélagsins og er því hættulegt eða er innan vébanda þess, en sýnir andfélags- lega hegðun. Þá tákna tröllin líka ógnir þær sem að okkur steðja og eru oft handan skilnings okkar,“ segir um myndina í tilkynningu en myndin verður sýnd til skiptis textalaus og með enskum texta. Sýningartíma má finna á vef kvikmyndahússins, bioparadis.is. Tröll Úr heimildarmynd Ásdísar Thoroddsen, Tímum tröllanna. Opinn samlestur í Borgarleikhúsinu Í Borgarleikhúsinu verður í dag, þriðjudag, kl. 13 boðið upp á opinn samlestur á Mátulegum, sviðsút- gáfu sögunnar sem fyrst birtist í kvikmyndinni Druk eftir danska leikstjórann Thomas Vinterberg. Lesið verður í forsal leikhússins en frumsýnt verður 30. desember. Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri leikstýrir og leikarar eru þeir Hilmir Snær Guðna- son, Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason og Jörundur Ragnarsson. Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennar- ar á miðjum aldri að gera tilraun til að sannreyna kenninguna um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu – þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. Tilraunin kemur til með að hafa mikil áhrif á fjórmenningana, starf sem einkalíf. Kvikmyndin hefur verið umtöluð og hlotið fjölda verðlauna víða um lönd. Kaffi verður í boði og hægt er að panta veitingar. Brynhildur Guðjónsdóttir Kvöldstund með Maríu Markan Í vetur mun Listasafn Sigurjóns Ólafssonar standa fyrir tón- leikum, flutningi hljóðrita og kynningum á sögulegu efni í sal safnsins á Laugarnesi. Síðastliðið þriðjudagskvöld fjölluðu Trausti Jónsson og Hreinn Vilhjálmsson um söngkonuna Maríu Markan, þau systkini hennar sem þekkt voru af sönghæfileikum sínum og leiknar voru upptökur með söng og tónverkum þeirra, sýnd- ar myndir og sagt frá æviferli þeirra. Í kvöld munu Trausti og Hreinn hins vegar fjalla um Maríu eina og leiknar verða upp- tökur með söng hennar. María nam söng í Þýskalandi og starfaði þar fram að seinni heimsstyrjöld. Þaðan hélt hún til Bandaríkjanna og starfaði m.a. við Metropolitan-óperuna í New York. Eftir hana liggja margar upptökur, bæði útgefnar á plötum og í fórum Ríkisútvarpsins. MerkMaría Markan verður til umfjöll- unar í Listasafni Sigurjóns í kvöld. Í tilefni af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves verður haldin sérstök bransaveisla fyrir íslenska tón- listarbransann í dag og á morgun. ÚTÓN, STEF og Tónlistarborg Reykjavíkur með stuðningi frá Ís- landsstofu standa að dagskránni en þetta er í annað sinn sem þessir bransadagar eru haldnir. Markmiðið með bransa- veislu segir Sigtryggur Baldursson fram- kvæmdastjóri ÚTÓN vera að „auka alþjóðleg viðskipti með íslenska tónlist, hjálpa fólki með sinn feril út fyrir land- steinana og koma íslenskri tónlist í umferð sem víðast“. Á þessari viðburðadagskrá gefst íslensku tónlistarfólki tækifæri til þess að kynnast erlendu fagfólki í tónlistarbransanum sem er komið hingað til lands til þess að taka þátt í ráðstefnu Airwaves og tónlist- arhátíðinni sjálfri. Sigtryggur segir að um sé að ræða fólk sem sinnir ýmsum störfum innan bransans, t.d. umboðsmenn, útgefendur, fjölmiðla- menn og tónlistarforleggjarar. Á morgun, 2. nóvember, verður boðið upp á sérstaka tengslamyndunar- fundi þar sem sækja má um stutta fundi með þessu fólki. Boðið verður upp á námskeið í umboðsmennsku með Ali Raymond, umboðsmanni Arlo Parks, og tónlist- arstjórnun með Steven Tallamy, stofnanda WiseMusicGroup á Íslandi. Þá verða haldnar nokkrar vinnustofur á Kex hosteli. Á einni þeirra verður fjallað um útgáfu á tónlist fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk og á annarri um það að vera sinn eigin umboðsmaður. Þá mun Lewis Jamieson sjá um vinnu- stofu um það hvernig tónlistarbrans- inn getur tekist á við loftslagsvána. Skipulagðar hafa verið pall- borðsumræður þar sem fjallað verður um störf tónlistarforleggjara, þ.e. einkarekinna höfundarréttar- fyrirtækja sem vinna að því að auka tekjur tónhöfunda. Þrjú slík fyrirtæki starfa nú á Íslandi. Þátttakendur í pallborðinu verða þau Colm O’Herlihy frá INNI Music, Brynja Guðmundsdóttir frá Iceland Sync og Steven Tallamy frá WiseMusicGroup. Samtalinu stýrir Christiana Sudano sem hefur unnið hjá stórum tónlistarforleggjara í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram á Kex hosteli á morgun kl. 16.30. Eins og áður sagði eru margir þessara erlendu gesta komnir til landsins til þess að taka þátt í ráðstefnu Iceland Airwaves sem og hátíðinni sjálfri. Ráðstefnan verður haldin 3. og 4. nóvember. Þar verður m.a. fjallað um sameiningarkraft tónlistar á stormasömum tímum. ragnheidurb@mbl.is lNámskeið, vinnustofur og pallborð í bransaveislu Tækifæri til að kynnast erlendu fagfólki Sigtryggur Baldursson Tónlist Bransaveisla er haldin dagana á undan Airwaves. Myndin er af Valborgu Ólafs frá hátíðinni 2019. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.