Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur oftar
fengið mótframboð í formanns-
embættið en nokkur núlifandi for-
veri hans í formannssætinu. Guð-
laugur Þór Þórðarson ráðherra
hefur boðað framboð gegn Bjarna
á næsta landsfundi og er það
fjórða mótframboðið gegn Bjarna.
Mótframboð voru fátíð
Þorsteinn
Pálsson var kos-
inn formaður
Sjálfstæðis-
flokksins 6. nóv-
ember 1983.
Hann fékk mót-
framboð þegar
Davíð Oddsson,
þáverandi borg-
arstjóri, bauð
sig fram til for-
manns á landsfundi 1991. Alls
greiddu 1.388 atkvæði. Davíð hlaut
733 eða 52,4% atkvæða og Þor-
steinn hlaut 651 atkvæði eða
46,9%. Það munaði því 82 atkvæð-
um á þeim, samkvæmt upplýs-
ingum frá Ingvari Pétri Guð-
björnssyni, upplýsingafulltrúa
Sjálfstæðisflokksins.
Davíð Oddsson var formaður
Sjálfstæðisflokksins frá 1991 til
2005 og fékk aldrei mótframboð.
Geir H. Haarde tók við af Davíð
árið 2005 og gegndi formannsemb-
ættinu til 2009. Hann fékk ekki
mótframboð í formannssætið.
Bjarni Benediktsson tók við for-
mennsku í Sjálfstæðisflokknum
árið 2009. Hann fékk mótframboð
á landsfundi 2010 frá Pétri heitn-
um Blöndal alþingismanni. Alls
greiddu 925 landsfundarfulltrúar
atkvæði og fékk Bjarni 573 at-
kvæði (62%) en Pétur 281 atkvæði
(30,4%).
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
þáverandi oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í borgarstjórn, bauð
sig fram gegn Bjarna á landsfundi
2011. Alls greiddu 1.323 atkvæði
og sigraði Bjarni með 55% at-
kvæða en Hanna Birna fékk 44%.
Bjarni fékk aftur mótframboð á
landsfundi 2013 þegar séra Hall-
dór Gunnarsson í Holti bauð sig
fram gegn honum. Alls greiddu
1.229 atkvæði og fékk Bjarni
78,7% atkvæða og Halldór 1,6%.
Óvenjulegt mótframboð nú
„Við höfum engin dæmi um það
áður að sitjandi formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem er oddviti
flokksins í ríkisstjórn, fái
mótframboð í formannsembættið.
Ríkisstjórnarsamstarfið var end-
urnýjað í árslok 2021 og til-
tölulega stutt liðið á kjörtímabilið
og engin krísa komið upp sem
kallar á þetta mótframboð,“ segir
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmála-
fræðingur. Hún telur að það hljóti
að valda taugatitringi í stjórn-
arsamstarfinu ef inn kemur nýr
formaður Sjálfstæðisflokksins með
umboð til að beita sér fyrir nýjum
málum sem ekki var samið um upp-
haflega innan ríkisstjórnarinnar.
„Þegar Þorsteinn Pálsson fékk
mótframboðið var stutt í alþingis-
kosningar og Sjálfstæðisflokkurinn
var ekki í stjórn. Geir H. Haarde
var í ríkisstjórn sem lenti í mótbyr
og samstarfið brast. Geir vissi að
Bjarni ætlaði að bjóða sig fram
2009, eftir því sem ég man. Geir
hætti hins vegar í stjórnmálum og
því reyndi ekki á mótframboð gegn
honum á landsfundinum 2009. Þar
var kosið á milli Bjarna og Krist-
jáns Þórs Júlíussonar.“
Stefanía bendir á að mótfram-
boðin gegn Bjarna í formannssætið
2010, 2011 og 2013 hafi öll verið áð-
ur en Bjarni settist í ríkisstjórn.
Landsfundurinn 2013 var haldinn
fyrir alþingiskosningar það ár.
„Bjarni hefur setið í ríkisstjórn
samfellt frá 2013. Eftir því sem
mér hefur skilist þá hefur það ver-
ið venjan að sitjandi formaður
Sjálfstæðisflokksins, sem er odd-
viti í ríkisstjórn, fái ekki mótfram-
boð þar til nú,“ segir Stefanía.
Fyrri mótframboð gegn Bjarna
komu þegar verið var að vinna úr
afleiðingum efnahagshrunsins árið
2008. „Ýmsir höfðu efasemdir á
þeim tíma um að Bjarni væri rétti
maðurinn til að leiða flokkinn.
Þess vegna bauð þetta fólk sig
fram gegn honum en Bjarni sigr-
aði alltaf. Síðan þá hefur Bjarni
ekki fengið mótframboð og verið
óumdeildur leiðtogi flokksins þar
til nú.“
Formenn Sjálfstæðisflokksins og mótframboð síðan 1983
Þorsteinn Pálsson Davíð Oddsson Geir H. Haarde Bjarni Benediktsson
Þorsteinn Pálsson fékk mótframboð á landsfundi
1991 þegar Davíð Oddsson bauð sig fram til
formanns og hlaut 52,4% atkvæða.
Bjarni Benediktsson fékk
mótframboð árið 2010 frá Pétri
Blöndal. Bjarni hlaut 62%.
Mótframboð 2011 frá
Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur. Bjarni hlaut 55%.
Mótframboð 2013 frá
Halldóri Gunnarssyni.
Bjarni hlaut 78,7%.
Mótframboð 2022
frá Guðlaugi Þór
Þórðarsyni.
Framboð sem ekki á sér fordæmi
- Óvenjulegt að framboð komi gegn formanni Sjálfstæðisflokksins sem er oddviti flokksins í ríkis-
stjórn - Fjórða mótframboðið gegn Bjarna Benediktssyni á formannsferli hans frá árinu 2009
Morgunblaðið/Golli
Landsfundur 2011 Hanna Birna Kristjánsdóttir bauð sig fram gegn Bjarna
Benediktssyni í embætti formanns. Bjarni sigraði með 55% atkvæða.
Stefanía
Óskarsdóttir
Morgunblaðið/Úr safni
Fyrir slaginn Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen á
landsfundinum 1989. Davíð fór svo gegn Þorsteini tveimur árum síðar.
Þrír af þingmönnunum sex sem ekki
höfðu lýst yfir afstöðu sinni til for-
mannskjörsins í gær vildu ekki gefa
upp afstöðu sína eða sögðust ekki
hafa ákveðið hvorn þeir myndu styðja
á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
þegar mbl.is náði tali af þeim í gær.
Haraldur Benediktsson, þingmað-
ur Norðvesturkjördæmis, sagðist
ekki vita í gær hvort hann myndi
styðja annan hvorn frambjóðandann
opinberlega. „Ég er svolítið þannig
stemmdur að þetta er komið í hend-
urnar á landsfundinum. Þá talar
landsfundurinn, óháð því hvað okkur
þingmönnunum finnst,“ sagði Har-
aldur.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður
Suðurkjördæmis, sagðist ekki ætla að
skipta sér af formannsslagnum, en
Vilhjálmur hefur sjálfur boðið sig
fram til ritara flokksins og ætlar hann
að einbeita sér að því. Sagði Vil-
hjálmur að hann hefði ekki viljað
styðja ákveðnar fylkingar innan
flokksins til þessa og að hann myndi
ekki gera það nú. Þá sagðist Ásmund-
ur Friðriksson að hann yrði búinn að
gera upp við sig á föstudaginn hvorn
hann myndi styðja.
Birgir Þórarinsson sagðist í gær
ekki sjá ástæðu til þess að breyta til í
forystu flokksins svo skömmu eftir
kosningar og Njáll Trausti Friðberts-
son, þingmaður flokksins í Norðaust-
urkjördæmi, lýsti því yfir um kvöld-
matarleytið í gær að hann myndi
styðja „núverandi formann Sjálf-
stæðisflokksins, Bjarna Benedikts-
son, áfram til góðra verka og að hann
fái ráðrúm, eins og hann hefur óskað
eftir, til að klára þau verkefni sem
hann hefur beitt sér fyrir á þessu
kjörtímabili“. Eru þá ellefu af 17
þingmönnum flokksins búnir að lýsa
yfir stuðningi við Bjarna.
Ekki náðist í Diljá Mist Einars-
dóttur, þingmann í Reykjavík norður,
en hún var á sínum tíma aðstoðar-
maður Guðlaugs Þórs í utanríkis-
ráðuneytinu.
Birgir
Þórarinsson
Styður Bjarna
Ásmundur
Friðriksson
Óákveðinn
Vilhjálmur
Árnason
Gefur ekki upp
Njáll Trausti
Friðbertsson
Styður Bjarna
Diljá Mist
Einarsdóttir
Svarar ekki
Haraldur
Benediktsson
Gefur ekki upp
Tveir með Bjarna og
þrír varkárir í svörum
- Minnst ellefu af sautján þingmönnum styðja Bjarna
Formannskjör í Sjálfstæðisflokknum
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is