Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
✝
Kristján Jón-
asson fæddist
4. maí 1947 í
Reykjavík. Hann
varð bráðkvaddur
í Orlando, Flórída,
1. október 2022.
Foreldrar Krist-
jáns voru Jónas
Sigurður Jónsson,
garðyrkjufræð-
ingur, f. 9. júlí
1917, d. 30. maí
1987, og Kristín Halldóra
Kristjánsdóttir, versl-
unarkona, f. 8. janúar 1922, d.
24. maí 2018.
Bræður Kristjáns eru:
Magnús, f. 15. júlí 1944, d. 8.
júlí 2017, Ásmundur, f. 21.
desember 1948, d. 20. maí
2022, og Jón Ingvar, f. 25. júlí
1958.
Börn þeirra eru Tómas Geir,
Marteinn Már, Rebekka Ósk
og Bryndís Día.
Kristján ólst upp í Reykja-
vík, fyrstu árin í Fossvog-
inum, þar sem foreldrar hans
ráku gróðrarstöð. Kristján
byrjaði ungur að árum að
læra prentiðn og starfaði nær
alla starfsævina á því sviði,
lengst af við prentmiðla.
Kristján var alla tíð mikill
áhugamaður um garðyrkju og
skógrækt. Undir lok starfs-
ævinnar sinnti hann störfum
því tengdum hjá Golfklúbbi
Kópavogs og Garðabæjar.
Kristján var í stjórn Skóg-
ræktarfélags Kópavogs og á
síðustu árum kom hann að
uppbyggingu Guðmund-
arlundar í landi skógrækt-
arfélagsins þar sem hann átti
ófá smiðshöggin.
Kristján verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag, 1.
nóvember 2022, kl. 13.00.
Kristján kvænt-
ist Kristínu Brynj-
ólfsdóttur, f. 16.
febrúar 1947,
þann 3. desember
1966.
Börn Kristjáns
og Kristínar eru:
1) Kristín Hall-
dóra, f. 28. maí
1966. Eiginmaður
Kristínar er Sig-
urður Gestsson.
Börn Kristínar eru Linda
Björk, Kristján Freyr og
Sesselja Sif. 2) Bryndís Björk,
f. 17. júlí 1968. Eiginmaður
Bryndísar er Júlíus Smári.
Börn þeirra eru Steinar Þór,
Kristín Anna og Styrmir Jón.
3) Elmar Freyr, f. 25. maí
1974. Eiginkona Elmars er
Karin Erna Elmarsdóttir.
Fyrir um einum og hálfum
áratug síðan kynntist ég Krist-
jáni tengdaföður mínum. Við
fyrstu kynni áttaði ég mig strax á
því að þarna færi maður sem for-
réttindi væri að fá að kynnast
enn frekar, enda myndaðist
strax með okkur góð vinátta. Það
sem mér fannst svo heillandi við
þennan yfirvegaða, hægláta en
kraftmikla mann var hversu mik-
il jákvæðni, ást og kærleikur
stafaði frá honum. Á öllum þeim
árum sem ég þekkti Kristján þá
sá ég hann aldrei skipta skapi,
hann leysti öll mál af skynsemi
og yfirvegun.
Það sem mér fannst svo ein-
stakt og skemmtilegt við Krist-
ján var að það var nákvæmlega
sama hvaða umræðu ég tók við
hann um mín áhugamál, hvort
það voru íþróttir, smíðar, hönn-
un, vélar og bílar eða garðrækt
þá var hann hafsjór af fróðleik og
í garðræktinni var hann algjör-
lega á heimavelli. Ef mig langaði
til að planta nýrri plöntu eða tré í
garðinum okkar þá hringdi mað-
ur bara í tengdapabba og spurði
hvort, hvernig eða hvenær ætti
að gróðursetja og maður fékk
svarið um hæl því hann vissi allt
á því sviði.
Ég keypti mér sportbíl fyrir
nokkrum mánuðum síðan og sá
mér þá leik á borði og hringdi í
tengdapabba og bað hann að fara
og skoða bílinn fyrir mig áður en
ég keypti. Ekki málið, sagði
Kristján glaður í bragði enda
annálaður áhugamaður um bíla.
Hann brunaði svo upp í Reykja-
nesbæ, skoðaði bílinn og sendi
mér svo skýrslu. Fann að sjálf-
sögðu að nokkrum atriðum sem
líklegast enginn annar hefði tek-
ið eftir en sagði: þú tekur bílinn,
hann er nánast fullkominn og ég
keypti hann. En því miður þá
náðum við ekki bíltúrnum saman
á honum eins og við ætluðum.
Kristján var listamaður þó
hann liti aldrei á sig sem slíkan.
Hann elskaði að skapa og það eru
mörg falleg verk til eftir hann.
Kristján smíðaði einstaklega fal-
lega gripi úr tré þar sem hand-
bragðið er fullkomið.
Fyrir mig að koma inn á heim-
ili Kristjáns og Kristínar eigin-
konu hans fyrir fimmtán árum
síðan var bara svo fallegt. Þau
höfðu kynnst hvort öðru áður en
þau náðu 20 ára aldri og höfðu
því verið saman mestan hluta ævi
sinnar. Manni fannst alltaf þau
tvö vera bara eitt, svo samstíga
og dásamlegt var samband
þeirra hjóna.
Kristján var algerlega ein-
stakur þegar kom að fjölskyld-
unni sem var honum kærari en
allt annað. Börnin og barnabörn-
in höfðu endalausan stuðning frá
pabba og afa sem alltaf var til
staðar ef einhvers staðar var ver-
ið að smíða eða laga.
Á ófáar íþróttakeppnirnar
mætti Kristján til þess að styðja
sitt fólk en þar var hann oftast til
staðar ef hann mögulega gat
komið því við.
Kristján var mikill golfáhuga-
maður og stundaði hann þá iðju
af mikilli ástríðu. Kristján varð
bráðkvaddur þann 1. október í
Bandaríkjunum þar sem hugðist
dvelja í nokkrar vikur til þess að
stunda þar golf.
Kristján var einstaklega
hjartahlýr og góður maður og
þar af leiðandi vinamargur. Þessi
hlýja og umhyggja sem hann
sýndi okkur sem voru svo heppin
að fá að ganga veginn með hon-
um í lífinu gerði okkur öll að
betri manneskjum.
Með innilegu þakklæti fyrir
mig elsku Kristján.
Sigurður Gestsson.
Ekki óraði mig fyrir því, þegar
ég kvaddi Kristján á Keflavíkur-
flugvelli laugardaginn 1. októ-
ber, að örfáum tímum síðar væri
hann allur. Hann geislaði af
gleði, var fullur tilhlökkunar að
fara loks í langþráða golfferð til
Flórída en undanfarin ár, eftir að
hafa lokið störfum á almennum
vinnumarkaði, höfðu þau hjónin
haft að sið að dvelja í október við
golfiðkun á suðlægari slóðum.
Ég kynntist Kristjáni fyrir ald-
arfjórðungi þegar við Bryndís
dóttir hans hófum búskap. Ávallt
var hann reiðubúinn að aðstoða
okkur við hin ýmsu verkefni sem
til féllu við framkvæmdir og
breytingar, enda þúsundþjala-
smiður í öllum verklegum fram-
kvæmdum. Þau Kristín undu sér
vel í sumarbústað okkar fjöl-
skyldunnar þar sem samveru-
stundirnar voru margar og
ánægjulegar. Þar, eins og heima
við, á tengdafaðir minn ófá hand-
tökin. Tengdaföður mínum féll
aldrei verk úr hendi. Þegar hann
var ekki að aðstoða börn eða
barnabörn naut hann sín við list-
málun og aðra sköpun í bílskúrn-
um heima við. Hin síðustu ár
sinnti hann störfum fyrir Skóg-
ræktarfélag Kópavogs. Í skóg-
rækt var hann á heimavelli, upp-
alinn í gróðrarstöð foreldra sinna
og bræðra. Þótt hann hafi ekki
fetað þá braut til starfs og
mennta, ólíkt foreldrum og
bræðrum, var hann alla tíð mikill
áhugamaður um skógrækt og
aðra ræktun. Undir það síðasta
var hann farinn að nostra við
ræktun grænmetis og annarra
matjurta við sumarbústað fjöl-
skyldunnar og hafði uppi áform
um frekari uppbyggingu þar á
komandi árum, sem hann hlakk-
aði til.
Kristján var alls staðar au-
fúsugestur og naut sín í fé-
lagsskap annarra. Hann var ein-
staklega jafnlyndur og vildi
hvers manns vanda leysa. Fjöl-
skyldan var honum mikilvæg og
ósjaldan leit hann aðeins inn í
heimsókn, þótt ekki væri nema
til að fá sér kaffibolla og fylgjast
með hvaða verkefni við og barna-
börnin værum að vinna að hverju
sinni.
Brottfall Kristjáns var skyndi-
legt. Missir Kristínar, tengda-
móður minnar, er mikill, enda
hjónin ákaflega samrýnd og
hjónaband þeirra farsælt.
Með ævinlegri þökk fyrir sam-
fylgdina, kæri tengdafaðir og
vinur.
Júlíus Smári.
Ég kynnist Kristjáni í ágúst
1997 þegar ég og Elmar sonur
hans fórum að stinga saman
nefjum. Tengdaforeldrar mínir,
Kristján og Kristín, tóku mér frá
fyrsta degi af mikilli hlýju og
buðu mig velkomna í fjölskyld-
una. Kristján tengdapabbi var
ávallt stór hluti af okkar daglega
fjölskyldulífi. Hann var óþreyt-
andi að aðstoða Elmar við að
byggja okkur heimili, fyrst í
Glaðheimum og svo í Lofnar-
brunni. Einnig höfðu þeir feðgar
sameiginlegan áhuga á plöntum
og handverki og ánægjustundir
tengdar því margar. Kristján
fylgdist vel með barnabörnum
sínum, samgladdist í sigrum og
bauð fram hlýjan faðm þegar
undan lét. Barnabörnunum þótti
ávallt gott og gaman að fá afa
sinn í heimsókn eða fara heim-
sókn til þeirra hjóna spila, baka
og mála. Einnig voru þau hjónin
dugleg að búa til góðar stundir
með barnabörnunum, fóru í ófáa
bíltúra í miðbæinn til að gefa
öndunum brauð, sjá jólasveinana
í Guðmundarlundi eða kíkja í
sveitina. Nokkrum sinnum í viku
leit Kristján inn heima hjá okk-
ur, fékk sér einn kaffibolla, svo
kannski einn enn. Oftar en ekki
var ég heima þegar hann renndi
við og áttum við góðar spjall-
stundir yfir kaffibolla. Þessar
hversdagslegu stundir voru okk-
ur í fjölskyldunni svo dýrmætar.
Takk fyrir allar samverustundir
elsku Kristján. Þín er svo sárt
saknað.
Við fjölskyldan vottum Krist-
ínu tengdamóður minni okkar
dýpstu samúð. Minning um góð-
an mann lifir og býr í hjörtum
okkar.
Þín tengdadóttir,
Karin.
Elsku hjartans afi okkar.
Mikið er þetta sárt.
Ekki er hægt að lýsa hversu
mikið við söknum þín, en fyrst þú
ert kominn yfir í sumarlandið þá
vitum við að þú getur spilað eins
mikið golf og þú vilt og mundu að
þú ert bestur í því.
Við vitum að það var tekið vel
á móti þér og að þú ert umvafinn
fallegum englum.
Eitt skulum við lofa þér og það
er að við munum gera okkar allra
besta að passa ömmu fyrir þig en
þú gerðir það best.
Okkur þætti vænt um að þú
myndir láta vita af þér með ýms-
um hætti enda lofaðir þú því.
Takk fyrir allt, öll töfrabrögð-
in, öll spilin í ólsen ólsen, alla
golfboltana, allar sögurnar, öll
prakkarastrikin, öll málverkin og
auðvitað allar minningarnar sem
okkur þykir svo vænt um.
Við vitum að þú passar alltaf
upp á okkur öll sem eitt.
Elskum þig og söknum þín
mest.
Kossar og knús.
Sesselja Sif og
hin afagullin.
Kristján Jónasson
HINSTA KVEÐJA
Elsku besti pabbi
Mikið sem við systkinin
vorum heppinn þegar við
vorum valin að fá þig sem
pabba. Takk fyrir allt elsku
besti pabbi. Elska þig til
alla leið til geimsins og svo
mikið meira og mun alltaf
gera.
Og ef það er líf eftir
þetta líf þá mun ég elska
þig líka þar.
Þín dóttir,
Kristín Halldóra.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
GUÐNA ÁSMUNDSSONAR
húsasmíðameistara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
heimahjúkrunar Ísafjarðar og hjúkrunarheimilisins Eyrar fyrir
góða umönnun og ljúft viðmót.
Sigrún Vernharðsdóttir
Ásta Albertsdóttir Kare Engelsen
Ásmundur Guðnason Ólína Jónsdóttir
Vernharð Guðnason Ester Martinsdóttir
Jóhanna Jóhannesdóttir Pálmi Jónsson
Margrét Katrín Guðnadóttir Jón Arnar Sigurþórsson
Guðný R. Hólmgeirsdóttir Sigurður Mar Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og
samhug við andlát og útför okkar elskaða
eiginmanns, föður, sonar, tengdasonar,
bróður og mágs,
JÓNS HALLDÓRS HALLDÓRSSONAR
flugvirkja,
Austurgötu 1,
Sandgerði.
Sérstaklega þökkum við samstarfsmönnum
hjá Icelandair vináttu og skilning.
Elsku starfsfólk 11E á LSH og líknardeild Kópavogi, þið eruð
englar í mannsmynd. Takk fyrir allt og allt!
Nawel Djouihel
A. Halldór Jónsson Karim Djouihel
Ouanis Djouihel Meriem Djouihel
Hólmfríður Jónsdóttir
Halldór Gíslason Anne May Sæmundsdóttir
Sverrir Halldórsson Rungarun Manoo
Vilborg Halldórsdóttir G. Grétar Guðmundsson
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
föður, sonar og bróður,
BRYNJARS ÞÓRS GUÐMUNDSSONAR
bakara,
sem lést 21. ágúst.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Iðunn Ósk Brynjarsdóttir
Helga Sólveig Jóhannesdóttir
Guðmundur Paul Scheel Jónsson
Jón Pétur Jónsson Katrín Magnea Jónsdóttir
Albert Már Scheel Guðmundsson
Þóra Dögg Scheel G. Hjörtur Ingi Sigurðsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR,
Strikinu 4,
lést laugardaginn 29. október á
Landspítalanum Vífilsstöðum.
Hákon Gunnarsson Guðný Helgadóttir
Helga Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Unnar Reynisson
Hrefna Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURBJÖRG ÁSTA JÓNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu Laugarási 21. október.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 4. nóvember klukkan 10.
Bjarni Þormóðsson Aldís Guðmundsdóttir
Stefán Þormóðsson Anna Jóna Jónmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
NÍELS PÉTUR JÓSEFSSON,
Ránargötu 7, Akureyri,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
26. október. Útför hans fer fram frá
Möðruvallaklausturskirkju laugardaginn 5. nóvember
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja
Heimahlynningu á Akureyri.
Anna Jóna Vigfúsdóttir
Regína Ósk Óðinsdóttir Anton Rafn Gunnarsson
Sunnefa Níelsdóttir Ágúst Bjarki Hilmarsson
Silva Rún Níelsdóttir
Ingibjörg Dís Níelsdóttir
Kristófer Príor Jósefsson
Mikael Þór, Sóldögg María
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANNES TÓMASSON,
blaðamaður og fyrrverandi
upplýsingafulltrúi,
lést föstudaginn 28. október
á Landspítalanum.
Málfríður Finnbogadóttir
Helgi Jóhannesson
Anna Jóhannesdóttir Brynjúlfur Jónatansson
Þórdís Jóhannesdóttir Brynjar Valþórsson
Jóhannes, Ísar Ágúst, Sara Björk,
Einar Björn, Salvör Móeiður, Elsa María,
Valþór Hrafnkell og Eva Málfríður