Morgunblaðið - 01.11.2022, Side 6

Morgunblaðið - 01.11.2022, Side 6
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Dettifoss er í vetrarbúningi þessa dagana og fallegur regnbogi myndaðist um helgina frá vatnsúðanum frá hinum tignarlega fossi. Erlendir ferðamenn eru þarna daglegir gestir en færið á Dettifossvegi er ekki alltaf tryggt eftir að vetrarþjónusta var lögð niður. Hafa heima- menn kallað eftir úrbótum, nú síðast á aukaþingi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Dettifoss í vetrarbúningi 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022 Stjórn Vinnslu- stöðvarinnar og hluthafar í Ósi ehf. og Leo Sea- food ehf. skrifuðu í gær undir vilja- yfirlýsingu um kaup Vinnslu- stöðvarinnar á öllu hlutafé í fé- lögunum tveimur. Ef samningar ganga eftir mun Vinnslustöðin því eignast Þórunni Sveinsdóttur VE-401 sem er núna rekin af Ós ehf. og aflaheimildirnar og fiskvinnsluna sem rekin er nú af Leo Seafood ehf. Stóru útgerðirnar stækka „Þetta eru rétt rúmlega 4000 þorskígildistonn,“ segir Sigurgeir Brynjar, sem alla jafna er kallaður Binni í Vinnslustöðinni, um afla- heimildir Þórunnar VE-401. „Ég er nú þeim megin í lífinu að ég hef ekki gaman af því að sjá sjálfstæðum útgerðum fækka. En við erum ánægð með að þegar sala stendur fyrir dyrum hjá útgerðum hér þá hafa þær nánast undan- tekningalaust snúið sér til annarra útgerðarfélaga í Eyjum.“ Binni seg- ir engar sérstakar breytingar fyrir- hugaðar á starfseminni. „Við erum bara að gera út og vinna fisk, svo það breytist ekkert. Þórunn er glæsilegt og gott skip og þetta er góð útgerð.“ Hann segir verðið vera trúnaðar- mál en ekki sé verið að hugsa um hlutabréf í Vinnslustöðinni sem greiðslu. Nú hefst vinna við uppgjör fyrirtækjanna og áætlað er að salan gangi í gegn á næsta ári. Á starfsmannafundi í gærmorgun kom fram að útgerðarmaðurinn Sig- urjón Óskarsson og fjölskylda hans, sem eiga bæði félögin, ætli að ein- beita sér meira að laxeldinu og byggja það upp í Eyjum. Vinnslustöðin efl- ist við ný kaup - Tekur yfir Ós og Leo Seafood Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Eyjar Þórunn Sveinsdóttir VE-401 fer til Vinnslustöðvarinnar.Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Guðni Einarsson Agla María Albertsdóttir „Það var algjör einhugur í samninga- nefnd Eflingar um þessa niðurstöðu sem bæði byggist á vinnu samninga- nefndarinnar og þessari stóru kjara- könnun sem við framkvæmdum og metþátttaka var í,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar um kröfugerð sem var birt Samtök- um atvinnulífsins (SA) í gær. „Ein- hugur og mikill vilji félagsfólks til þess að standa saman og berjast fyrir réttlátari skiptingu gæð- anna og því að fá sinn skerf af hag- vextinum sem vinna þeirra skapar. Ég tel að það verði til þess að við náum miklum ár- angri í vetur.“ Í kröfugerð Eflingar er farið fram á hækkun allra mánaðarlauna um samtals 167 þúsund krónur með framfærsluuppbót á þriggja ára samningstíma. Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, samkvæmt fyr- irmynd lífskjarasamninganna. Krónutöluhækkanir tryggi kaup- mátt hinna efnahagslega verst settu og vinni gegn launaskriði í efri lög- um samfélagsins. Efling vill að samið verði til þriggja ára, eða til 1. nóvember 2025, og byggt á forsendum og árangri lífskjarasamningsins. Samninga- nefnd Eflingar vill að launaliður verði endurskoðaður fari verðbólga meira en 1% yfir þær spár sem byggt er á. Þá krefst Efling 30 daga orlofs fyrir alla og segir að ræða þurfi í alvöru um möguleika til stytt- ingar vinnuvikunnar hjá Eflingar- félögum á almenna vinnumarkaðin- um. Kröfugerðinni er skilað með fyrir- vara um viðbætur og breytingar. Efling segir að félagið muni setja fjölda annarra mála utan launaliðar á dagskrá í kjarasamningagerðinni. Krefst 167.000 króna hækkunar - Efling birtir SA kröfugerð sína - Vill byggja á lífskjarasamningnum - Samið verði til þriggja ára Sólveig Anna Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.