Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 2022
Það er ólýsanlegt
að hugsa til þess að
hún sé farin. Hún
Margret Dolma
Guttormsdóttir.
Hún Magga Gutt, eins og hún
var alltaf kölluð af þeim sem
þekktu hana á menntaskólaár-
unum. Hún var einstök mann-
eskja. Við hittumst á fyrsta
árinu í menntaskólanum og vin-
skapur okkar blómstraði fljótt.
Við höfðum báðar mikinn áhuga
á leiklist og það tengdi okkur
sterkum böndum. Þrátt fyrir að
við byggjum stóran part af okk-
ar vinskap hvor í sínu landinu,
þá var alltaf eins og enginn tími
hafði liðið þegar við loksins hitt-
umst. Við tókum upp þráðinn
þar sem frá var horfið eins og
ekkert væri. Það er ekki öllum
gefið. Og við héldum alltaf í þá
hefð að gefa hvor annarri jóla-
gjöf, sama hvar við vorum nið-
urkomnar eða hvernig stóð á.
Hún sagði mér einhvern tíma að
mamma sín hefði brýnt fyrir sér
Margret Dolma
Guttormsdóttir
✝
Margret Dolma
Guttormsdóttir
fæddist 24. janúar
1957. Hún lést 30.
ágúst 2022. Útför
hennar fór fram 8.
september 2022.
að það væri vottur
um sanna vináttu
að gefa vinum sín-
um litla gjöf á jól-
um. Við skulum
aldrei hætta því“,
sagði hún.
Magga var list-
ræn og skapandi
manneskja. Lifði
fyrir leiklistina og
leiklistarkennsluna.
Hún var einn af
frumkvöðlum í leiklistarkennslu
í framhaldsskólum á Íslandi og
fjöldinn allur af nemendum sem
fengu handleiðslu hjá henni,
enduðu í listnámi. Hún var
glögg á að koma auga á hæfi-
leika fólks og var óspör á að
örva og hjálpa þeim sem hún sá
að hefðu þá hæfileika sem til
þarf í leiklistarnám. Því miður
varð hún að hætta kennslu
vegna veikinda, en hún gekk úr
skugga um að fundinn yrði góð-
ur kennari til að taka við kefl-
inu. Hún fylgdist grannt með
fyrrverandi nemendum sínum
og var afar stolt af þeim. Fannst
hún eiga pínulítið í hverjum og
einum nemanda.
En lífið var ekki alltaf dans á
rósum. Magga átti við erfiðleika
að stríða. Sumir voru alvarlegri
en aðrir, en alltaf stóð hún uppi,
keik og trúði á að hún gæti kom-
ist í gegnum þessar hindranir,
hvort sem um var að ræða veik-
indi á sál eða líkama.
Mesta blessun hennar í lífinu
voru dætur hennar, tengdabörn
og barnabörn. Hún elskaði fjöl-
skylduna sína. Og fjölskyldan
stóð með henni eins og kletta-
bjarg. Þegar reiðarslagið kom í
lok júní, að krabbamein væri bú-
ið að koma sér fyrir í líkama
hennar, tók hún því af miklu
æðruleysi. Ég kom til hennar í
byrjun júlí, fljótlega eftir að hún
fékk þessar fréttir, og þá sagði
hún mér að sig langaði til að búa
til lagalista til að spila við útför
sína og vera með í að ákveða
hvernig allt yrði gert. Svo spurði
hún mig: „Finnst þér asnalegt ef
ég hef erfidrykkjuna núna, svo
ég geti verið með? Af hverju að
missa af góðu partíi?“ Okkur
fannst það báðum frábær hug-
mynd. Ekki varð þó af því, því
krabbameinið tók sér bólfestu
með hraði og dró úr henni kraft-
inn fyrr en við héldum. Mikið
sem þær dætur hennar studdu
við bakið á mömmu sinni. Og hún
vissi að hún var umvafin englum.
Ég er þakklát fyrir að hafa
átt þig að í öll þessi ár, elsku
vinkona. Við náðum góðum
stundum saman nú í sumar og
enduðum á að nýta okkur mynd-
símtalatækni og tala saman
nærri daglega yfir hafið. Ég
sakna þín. Og eins og við end-
uðum hvert símtal – Farðu vel
með þig. Ég elska þig.
Erla B. Skúladóttir.
✝
Reynir Valtýs-
son fæddist í
Hafnarfirði 14.
febrúar 1946. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 22. október
2022. Foreldrar
hans voru Valtýr
Júlíusson og Sig-
urbjörg Kolbrún
Guðmundsdóttir.
Systkini Reynis eru
Ingibjörg Nancy Kudrick Morg-
an og Bjarni Valur Valtýsson.
Börn Reynis eru 1) Ingi
Björgvin, eiginkona Jónína
Guðrún Kristbergsdóttir. Börn
þeirra eru Margrét Steinunn og
Kristberg Snær. Móðir Inga er
Ragnar, kvæntur Karlottu
Helgadóttur. Saman eiga þau
Andreu Lilju og Birki Val.
Reynir ólst upp í Hítar-
neskoti í Kolbeinsstaðarhreppi
og gekk í farskóla. Þegar hann
var 17 ára fór hann að vinna í
sláturhúsinu í Borgarnesi og
vann jafnframt heima á bænum.
Um 19 ára aldur flutti hann á
Rif og byrjaði að vinna á línu-
bátnum Saxhamri. Þegar Reyn-
ir var 32 ára flutti hann til
Reykjavíkur og fór að vinna á
flutningaskipi hjá Skipadeild
Sambandsins en eftir að hafa
lent í vinnuslysi fór hann að
vinna á hinum ýmsum verk-
stæðum. Upp úr aldarmótum
fékk Reynir starf hjá Marel þar
sem hann vann til starfsloka.
Útför fer fram frá Selja-
kirkju í dag, 1. nóvember 2022,
klukkan 13.
Margrét Steinunn
Ingadóttir. 2) Vala
Kolbrún, unnusti
Óli Pétur Ped-
ersen. Börn Völu
eru Gunnar Þór
Berg, Michael Berg
og Elínborg Henný.
Móðir Völu var
Henný Ósk Gunn-
arsdóttir.
Þann 1. júlí 1989
gekk Reynir í
hjónaband með Berglindi Jón-
ínu Gestsdóttur og börn þeirra
eru: 3) Gestur Már, sambýlis-
kona Sandra Sif Gunnarsdóttir.
Saman eiga þau Garðar Kára
og Söru Malín. Dóttir Gests er
Díana Lilja. 4) Gunnlaugur
Elsku Reynir.
Nú hefur leiðir okkar skilið í
bili og þrautagöngu þinni lokið,
sem var oft erfið hjá þér síðustu
árin. Við áttum gott líf saman og
eigum dásamleg börn, barnabörn
og tengdabörn.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Bless Reynir minn,
Berglind (Begga).
Ég man það eins og það hefði
gerst í gær þegar ég sat í rauða
Subaru foreldra minna, á leið
með pabba í hesthúsið til þín í
Andvara í Garðabæ. Við vorum
stödd á Rjúpnahæðinni en hefð-
um allt eins getað verið á Hellis-
heiði eystri, það afskekktri leið
mér í vetrarhríðinni, seint á síð-
ustu öld. Það var svo gaman að
koma í hesthúsið til ykkar Beggu
með pabba og fá að vera í kring-
um hestana og fara á hestbak. Þú
kenndir mér svo margt í kringum
hestana, gafst mér tækifæri til að
kynnast gæðingum úr Hítar-
neskotsræktuninni og ég er
meira að segja svo heppin að eiga
ennþá hross úr þeirri ræktun.
Allt undir það síðasta gátum við
spjallað um hesta, að því er virtist
endalaust. Ég minnist þín með
miklum hlýhug og ég veit að gæð-
ingarnir hafa beðið þín í röðum í
sumarlandinu. Hvíldu í friði.
Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og
hest
og hleyptu á burt undir loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm. Það er best.
Að heiman, út, ef þú berst í vök.
Það finnst ekki mein, sem ei breytist
og bætist
ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei
kætist
við fjörgammsins stoltu og sterku tök.
Lát hann stökkva, svo draumar þíns
hjarta rætist.
(Einar Benediktsson)
Selma Rut Gestsdóttir.
Reynir Valtýsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar end-
urgjaldslaust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargrein-
um til birtingar í öðrum miðlum nema að
fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu
efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar-
ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er
unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem
nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvað-
an og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn-
ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Minningargreinar
Í tilveru
mannsins er
fátt leynd-
ardómsfyllra en
svefninn.
Mannslíkaminn
er eins og raf-
magnsbíllinn;
það þarf að
hlaða geyminn
með 7 til 8 tíma
svefni á dag svo skrokk-
urinn geti gengið næstu 16
tímana eða svo. En meðan á
okkar hleðslu stendur höf-
um við draumana. Ég hefi
ekki heyrt að rafmagnsbíl-
arnir hafi draumfarir.
Draumarnir eru enn þá
dularfyllri en svefninn sjálf-
ur. Mig hefir alltaf dreymt
mikið og man ég mjög oft
draumana. Talið er að stór
hluti fólks muni lítið sem
ekkert af draumum sínum.
Foreldrar mínir sögðu mér
að þegar ég var um fjög-
urra ára gamall hefði ég
vaknað upp nótt eftir nótt
vegna slæmra drauma. Mér
hafði fundist stór villidýr
stöðugt vera að ráðast á
mig, sögðu þau. Það var svo
slæmt að ég vildi alls ekki
fara að sofa af hræðslu.
Endaði það með lækn-
isheimsókn og með tímanum
gekk þetta yfir.
Því hefir lengi verið hald-
ið fram að draumar geti
sagt til um framtíðina. Fólk
sem telur sig klókt að ráða
drauma er alltaf eftirsótt. Í
fornsögunum var oft fjallað
um drauma og ráðningar á
þeim. Í mínu tilfelli get ég
ekki sagt að draumar mínir
hafi sagt fyrir um ókomna
hluti. En í því sambandi
heyrði ég einu sinni um
mann sem þóttist geta ráðið
sína drauma. Kvenfélag í
Hafnarfirði hleypti af stokk-
unum happdrætti endur fyr-
ir löngu og var fyrsti vinn-
ingur vikudvöl á Hótel KEA
á Akureyri. Maður nokkur
birtist á skrifstofu félagsins
um leið og opnað var á
fyrsta degi og vildi kaupa
miða númer 51. Honum
varð að ósk sinni og hélt
hann heim kátur í bragði.
Viti menn; þegar dregið var
fékk númer 51 fyrsta vinn-
inginn. Þegar eigandi mið-
ans var spurður hvers
vegna hann
hefði valið
þetta númer
svaraði hann:
„Mig dreymdi
töluna 7 sjö
nætur í röð og
vegna þess að
7 sinnum 7 eru
51 var ég viss
um að það
númer myndi
hreppa vinn-
inginn.“
Nafnorðið
draumur og sögnin að
dreyma eru notuð fyrir
fleiri hluti en svefndrauma.
Þá er verið að tala um að
viðkomandi óski sér eða
þrái eitthvað. Mig dreymir
um að komast til Kanarí,
segir fólk. Þú ert minn
draumaprins o.s.frv. Í þessu
spjalli okkar ætlum við bara
að fjalla um svefndrauma.
Hápunkturinn á mínum
draumaferli tel ég að hafi
komið þegar ég var 12 ára.
Nokkrum skólafélögum
mínum hafði sinnast og úr
urðu smá slagsmál, sem ég
tók þátt í. Ég var enn æstur
þegar ég kom heim úr skól-
anum þann daginn. Um
nóttina vöknuðu foreldrar
mínir við hávaða utan úr
stofunni. Þar stóð ég stein-
sofandi og barði forláta leir-
styttu af kolsvörtum hrafni
eftir Guðmund frá Miðdal í
borðið. Þau tóku styttuna af
mér og leiddu mig í rúmið.
Morguninn eftir var ég
spurður hvað mig hefði ver-
ið að dreyma. Skýrði ég frá
því að mig hefði dreymt um
framhald á slagsmálunum
frá um daginn og hafði ég
náð að lumbra á skólabróð-
ur mínum Hrafni, sem oft-
ast var kallaður Krummi.
Draumheimarnir eru
furðulegir. Í mínu tilfelli
dreymir mig stundum heilu
sögurnar, eins og um bíó-
myndir væri að ræða. Á
yngri árum var ég sagður
tala mikið í svefni og var þá
eflaust að taka þátt í æs-
andi draumum. Þegar ég
var nýgiftur komst ég eitt
sinn í hann krappan vegna
þessa. Eiginkonan hafði
vaknað við það að ég var í
hrókasamræðum við mig
sjálfan steinsofandi. Hélt
hún því fram að ég hefði
hvað eftir annað kallað fram
nafn á konu sem ég hafði
verið lauslega bendlaður við
endur fyrir löngu. Mér
tókst að lempa hana niður
og sem betur fór endurtók
sagan sig ekki.
Draumar eru algengt um-
talsefni hjá fólki því alla
dreymir meira og minna.
Ekki veit ég hvort það er
satt sem sagt var um hana
Siggu Jóns. Hún missti
mann sinn, sem hún hafði
elskað mjög heitt, langt fyr-
ir tímann. Syrgði hún hann
af öllu hjarta. Vonaði hún
og þráði að hann myndi
vitja sín í draumi. Þess
vegna lagaði hún á sér hárið
og setti rauðan lit á var-
irnar á hverju kvöldi fyrir
svefninn. Fer ekki sögum af
því hvort Siggu varð að ósk
sinni. Ekki má gleyma frá-
sögninni af honum Gunna
gamla. Það var fullyrt að
hann svæfi með gleraugun
sín á nefinu svo hann gæti
borið kennsl á fólkið sem
birtist honum í draumi.
Í lokin er hér ein af mín-
um uppáhaldssögum af Nas-
reddin skólameistara, sem
uppi var á 14. öld í Litlu-
Asíu þar sem nú er Tyrk-
land. Eitt sinn dreymdi
hann að til sín kæmi ókunn-
ur maður, sem sagðist ætla
að gefa honum silfurpen-
inga. Honum fannst hann
setjast upp við dogg í rúm-
inu og rétta fram höndina.
Hægt og rólega taldi mað-
urinn níu peninga í lófa
hans. „Bættu nú einum við
svo að þeir verði tíu,“ þótt-
ist Nasreddin segja í
draumnum. En í því vaknaði
hann og sá þá að lófinn var
tómur. Hann andvarpaði,
lygndi aftur augunum, rétti
enn á ný fram höndina og
mælti: „Jæja, komdu þá
með þessa níu. Það er alla
vega betra en ekki neitt.“
Gamla manninn
dreymdi draum
Þórir S.
Gröndal
Þórir S. Gröndal
»Mannslíkaminn
er eins og raf-
magnsbíll. Það þarf
að hlaða geyminn
með 7-8 tíma svefni
á dag svo skrokk-
urinn geti gengið
næstu 16 tímana
eða svo.
Höfundur er fyrrverandi fisk-
sali og ræðismaður í Am-
eríku.
floice9@aol.com
Með sanni sýnir ríkið skatta-
klóna varðandi eldri borgara
út lífshlaupið.
Við smáhækkun á lágum
lífeyri frá VR 2021 kom TR
fram nokkru síðar með kröfu
um endurgreiðslu á svipaðri
upphæð sem búið var að
greiða af skatta og skyldur.
Hækkunin rann því að mestu
til ríkis og sveitarfélaga. Er
eðlilegt að ríki og sveitarfélög
skattleggi eldri borgara að
fullu út lífið, þ.e. eins og fólk í
fullri vinnu á besta aldri? Það
sama gildir um séreignar-
sparnað á meðan yngra fólk
fær vissa úttekt skattfría við
fyrstu íbúðarkaup, sem er hið
ágætasta mál.
Hvar eru þessi mál stödd
hjá FEB? Að hundelta eldri
borgara skattalega út lífs-
hlaupið er vart ásættanlegt,
fólk sem búið er að leggja
mikið til samfélagsins í ára-
tugi.
Framangreinda þætti þarf
að endurskoða sem myndi
skila sér til baka með ýmsum
hætti, t.d. meiri lífsánægju og
betra heilsufari eldri borg-
ara.
Þarf meiri ábendingu til
fyrir ríkisvaldið og sveitar-
félög að leiðrétta þetta órétt-
læti?
Ómar G. Jónsson
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Skattakló ríkisins á eldri borgara
Ljómynd/Unsplash, Alexas Fotos
Skattur „Að hundelta eldri borgara út lífið vart ásættanlegt.“