Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. N Ó V E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 255. tölublað . 110. árgangur . BER HÖFUÐ OG HERÐAR YFIR AÐRA SPORNAÐ VIÐ FÆKKUN HEFUR ÞROSKAST MIKIÐ Á TÍMABILINU BROTHÆTTAR BYGGÐIR 14 BESTUR Í OKTÓBER 27bbbbb 28 Hrekkjavakan var haldin hátíðleg í gær og mátti víða á höfuð- borgarsvæðinu sjá krakka í skrautlegum búningum ganga á milli húsa og biðja húsráðendur um gotterí í stað grikks. Siðurinn hefur rutt sér mjög til rúms hér á landi hin síðustu ár og hefur það verið rakið til bandarískra menningaráhrifa. Á Árbæjarsafni var einnig efnt til hrekkjavöku, en með þjóð- legra sniði. Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, segir í samtali við Morgunblaðið skiljanlegt að fólk fussi yfir þessum sið, en að hátíðin sé þó stórmerkileg. »11 Þjóðlegur hryllingur á hrekkjavökunni í Árbæjarsafni Morgunblaðið/Árni Sæberg _ Líklegt þykir að miðjuflokkur Lars Løkke Ras- mussens, Moder- aterne, geti ráðið úrslitum um stjórnarmyndun í Danmörku í kjöl- far þingkosning- anna í dag, en flokkurinn var stofnaður í fyrra. Kosningarnar eru haldnar á miðju kjörtímabili í kjölfar þess að Radikale venstre hótaði vantrausts- yfirlýsingu vegna minkamálsins. Jafnaðarmannaflokki forsætis- ráðherrans Mette Fredriksen er spáð 44 þingsætum og fylgir Venstre þar á eftir með 24 sæti, sem yrði fækkun um 19 þingsæti miðað við núverandi stöðu. Að öllum lík- indum munu því hvorki vinstri- né hægriflokkarnir fá meirihluta. Fari kosningarnar eins og kann- anir hafa bent til gæti Rasmussen, sem var forsætisráðherra fyrir Venstre 2009-2011 og 2015-2019, því staðið uppi með pálmann í hönd- unum og í raun valið hvort hann vill leita til hægri eða vinstri við mynd- un ríkisstjórnar. »13 Fyrrverandi forsæt- isráðherra Dan- merkur í lykilstöðu Lars Løkke Rasmussen Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is „Nú, þegar við sjáum ferðamenn dvelja lengur á landinu en áður, vex þörfin fyrir hótelfjárfestingu um landið.“ Þetta segir Jó- hannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að aldrei fyrr hafa jafn mörg hótelher- bergi verið í notkun og nú í sept- embermánuði. Fjölgaði þeim um 882 frá ágústmánuði og voru orðin 11.677. Flest voru herbergin í boði fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, 11.232 í september 2019. „Þótt þessi uppbygging hafi átt sér stað á síðustu árum sjáum við að þörfin er meiri, ekki síst úti á landi. Það má segja að það þurfi að minnsta kosti eitt meðalstórt eða stórt hótel á Austurlandi, tvö slík á Norðurlandi og sitthvort á norðan- og sunnanverðum Vest- fjörðum,“ segir Jóhannes Þór. Segir hann að uppbygging af þessu tagi geti leikið lykilhlutverk við að fjölga ferðamönnum árið um kring. Svæðin seldust upp „Við sáum það í sumar sem leið að þessi svæði voru oft á tíðum hreinlega uppseld. Það var ekki hægt að taka á móti fleiri ferða- mönnum því gistirými var ekki nægt. Það einskorðast raunar ekki við þessi svæði sem ég hef nefnt heldur einnig Suður- og Vestur- land.“ Þörf á milljarða hótelfjárfestingu - Gistipláss er víða orðið flöskuháls á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason MFleiri gistinætur seldar … »12 '15 '16 '17 '18 '19 '20 '21 '22 Fjöldi hótelher- bergja í september* Heimild: Hagstofa Íslands 2015-2022, þúsundir 11,711,2 8,17,6 Ekki hefur verið venja að sitjandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sem jafnframt er oddviti hans í ríkis- stjórn, fái á sig mótframboð, að sögn Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmála- fræðings. Framboð Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar til formanns Sjálfstæðis- flokksins er fjórða mótframboðið sem Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, fær á formannstíð sinni. Fyrri þrjú mótframboðin komu öll fram á meðan flokkurinn sat í stjórnarandstöðu. »4 Morgunblaðið/Eggert Valhöll Tekist verður á um for- mannsembættið um helgina. Framboð án fordæma - Fjögur mótfram- boð gegn Bjarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.