Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
GJAFAKORT SINDRA
BEINT Í SÍMANN
Svindla á stóru
netsöludögunum
lVarað við bófumog verðhækkunum
„Fólk er teymt hingað og þangað
um netið og látið samþykkja hitt og
þetta. Því miður eru þessir netbófar
að verða færari og færari,“ segir
Breki Karlsson, formaður Neytenda-
samtakanna.
Talsvert hefur borið á því í kring-
um stóra söludaga í netverslun að
undanförnu að fólk verði fórnarlömb
svindlara. Breki segir að setið sé fyrir
fólki og þeir sem kannski eru óvanir
því að stunda viðskipti á netinu séu
vitaskuld auðveldari fórnarlömb en
hinir.
„Við hvetjum fólk til þess, þegar það
fær tilkynningar í tölvupósti eða með
sms-i, að kanna hvort slóðin, sem ver-
ið er að leiða það inn á, sé sú rétta,“
segir Breki. Hann segir að ekki sé
líklegt að umræddir netbófar nái að
troða sér inn í sjálf viðskiptin meðan
þau eiga sér stað. „En á bak við þau
eru oft tölvupóstsamskipti sem þeir
komast inn í. Þá geta þeir sent fólk
tölvupóst í kjölfar viðskiptanna og
sagt að greiðslan hafi ekki gengið í
gegn og það verði að greiða á ný.“
Breki bendir á að fyrir skemmstu
hafi Neytendasamtökin tekið þátt
í átakinu Taktu tvær. Undir því
heiti megi finna ýmsan fróðleik sem
fólk geti sótt í. „Þessir netbófar
leggja snörur sínar fyrir neytendur
í kringum þessa stóru daga en við
ímyndum okkur að það ástand geti
varað fram að jólum. Fólk tapar oft
háum fjárhæðum og þarf að sýna
sérstaka varúð þegar kemur að því
að samþykkja greiðslur.“
Hann segir enn fremur að það
sé mat Neytendasamtakanna að
neytendur eigi ríkari rétt til endur-
greiðslu eftir að hafa lent í netsvindli
en bankar vilji meina. „Við ætlum
að láta reyna á þau tilvik þar sem
bankar hafa hafnað endurgreiðslu-
kröfum og hvetjum neytendur sem
hafa lent í netbófum til að hafa sam-
band við okkur. Við getum þá kannað
hvort þeir eigi ríkari rétt til endur-
greiðslu en útgefendur kreditkorta
vilja vera láta.“
Neytendasamtökin hafa fengið
töluverðan fjölda ábendinga um að
verslanir hafi hækkað verð á stóru
netsöludögunum undanfarið til þess
eins að geta kynnt meiri verðlækkun
en ella. Tilkynningum um slík tilvik
er beint til Neytendastofu en þar lágu
ekki fyrir tölur um fjölda tilkynninga
í gær.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
virkjunar til að anna því, segir Ragn-
hildur. Í slíkum tilfellum getur þurft
að létta á álagi með því að stýra orku-
notkun í samráði við viðskiptavini.
Landsvirkjun áformar að auka afl í
virkjunum sínum á Þjórsársvæðinu,
en sú aflaukning mun auka sveigjan-
leika þannig að hægt verði að mæta
breytilegri eftirspurn. „Stækkun og
aflaukning virkjananna tekur hins
vegar nokkur ár. Aflskortur getur sett
strik í reikninginn, jafnvel þótt nægt
vatn sé í lónum,“ segir Ragnhildur.
Eins og menn rekur minni til, var
vatnsstaðan afleit í fyrravetur. Grípa
þurfti til skömmtunar, semm.a. bitn-
aði á fiskimjölsverksmiðjum. Var
þetta einkar bagalegt því síðasta
loðnuvertíð var sú stærsta um árabil.
Landsvirkjungræðir á vætunni
lHækkað hefur í lónum á hálendinu í nóvemberlLitlar líkur á að grípa þurfi til skömmtunar í vetur
Tíðarfar í nóvember hefur verið mjög
hagfellt fyrir vatnsbúskap Landsvirkj-
unar. Suðaustanáttir með hlýindum
og úrkomu hafa aukið mjög rennsli
til Hálslóns, sem og til Tungnaár og
Þórisvatns.
Vatnsborð í Þórisvatni og Hálslóni
hefur hækkað þannig að nú eru þessi
lón á svipuðum stað og í upphafi nóv-
ember. Þórisvatn sér orkuverum á
Þjórsársvæðinu fyrir vatnsforða á
vetrum og Hálslón við Kárahnjúka
sér Fljótsdalsstöð fyrir vatnsforða.
Yfirborð lónanna er nú allt að fjór-
um metrum hærra en á sama tíma
í fyrra.
„Þetta er mjög jákvæð þróun og
staða miðlunarforða er nú um 650
GWh betri en fyrir ári síðan. Líkur á
að grípa þurfi til aðgerða til að spara
vatn líkt og gert var á síðasta vetri
eru nú mjög litlar,“ segir Ragnhild-
ur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar.
Eftirspurnin er mikil
Staðan í vatnsbúskapnum er mjög
ákjósanleg og Landsvirkjun vonar
að hægt verði að anna allri orkuþörf
viðskiptavina fyrirtækisins í vetur,
bætir Ragnhildur við. Eftirspurn eft-
ir raforku er mikil þessi misserin og
þrátt fyrir góða vatnsstöðu er aflþörf
á háálagstímum við hámarksgetu og
jafnvel umfram getu aflstöðva Lands-
Morgunblaðið/RAX
KárahnjúkarVatnsyfirborð Hálslóns er nú miklu hærra en í fyrravetur.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Trúnaður á þingi á reiki hjá Pírötum
lNákvæmar reglur fastanefnda gilda um trúnaðlPíratar líta svo á að þeir geti „deilt trúnaði“
lÞingmennhafa áhyggjur af að slíkur trúnaðarbrestur geti breiðst útlTónninn sleginn áAlþingi
Píratar virðast hafa annan skiln-
ing á trúnaði í störfum Alþingis en
aðrir þingmenn og lesið verður úr
starfsreglum fastanefnda Alþing-
is. Þeir líta svo á að þeir geti „deilt
trúnaði“ með öðrum þingmönn-
um og þá fyrst og fremst sam-
flokksmönnum sínum. Efa verður
að trúnaður innan nefnda héldi
vel ef þetta væri skilningur allra
þingmannanna 63.
Nokkur umræða spannst af því
þegar margfrestaðri stjórnsýslu-
athugun ríkisendurskoðanda var
lekið degi áður en hún var form-
lega afhent. Það gerðist rétt eftir
að nefndarmenn í stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd Alþingis (SEN)
höfðu fengið skýrsluna senda
rafrænt, svo þeim gæfist færi á
að kynna sér efni hennar áður en
ríkisendurskoðandi kæmi á fund
nefndarinnar til þess að gera grein
fyrir henni.
Á göngum Alþingis var ýmislegt
um það hvíslað hver eða hverjir
væru líklegastir til þess að rjúfa
trúnað með þessum hætti, en tekið
var eftir því að Píratar virtust láta
sér það í nokkuð léttu rúmi liggja.
Það eitt vakti athygli í ljósi þess að
vanalega eru þeir manna stífastir á
hvers kyns formkröfur, en svo var
gefið til kynna í samtölum að fleiri
í þingflokknum eða þingflokkurinn
allur hefði haft aðgang að skýrsl-
unni fyrir afhendingu.
Björn Leví Gunnarsson, þing-
maður Pírata, svaraði því afdrátt-
arlaust, þegar hann var spurður
hvort hann hefði séð skýrsluna áður
en Ríkisendurskoðun birti hana á
mánudagsmorgni, 14. nóvember.
„Já, á fullkomlega löglegan hátt
sem við erummeð kvittað upp
á frá nefndasviði Alþingis. Það
kallast að trúnaður yfirfærist vegna
svona gagna. Nefndarmenn sem fá
trúnaðargögn önnur en þau sem
eru bara birt í lokuðu herbergi geta
deilt trúnaði með öðrum þingmönn-
um.“
Trúnaður og hreinskilni
Aðrir þingmenn hafa verið frem-
ur tregir til þess að ræða þessi
mál og alls ekki undir nafni. Birgir
Ármannsson, forseti Alþingis,
lét sér þannig nægja að vísa í
starfsreglur fastanefnda þingsins,
spurður út í svör Björns.
Reyndur þingmaður sagði
hins vegar að þarna væri um
fullkominn misskilning að ræða
og óhugsandi að nefndasviðið
hefði gefið einhvern afslátt af
reglunum. Trúnaður þingmanna
í þingnefndum væri hvorki um-
semjanlegur né framseljanlegur,
hann þyrfti að virða í hvívetna.
Um þetta virðast aðrir þing-
menn, sem rætt var við, mjög
sammála. Þau gögn og annað það,
sem fram fer á fundum nefnda
(nema á sérstökum opnum
fundum), eigi ekki að fara neitt
lengra. Þar væru aðrir þingmenn
ekki undanskildir, ekki heldur
varamenn í nefndum fyrr en þeir
taka þar sæti í forföllum. Það
hefði raunar komið fram í SEN í
aðdraganda afhendingar skýr-
slunnar vegna utanferðar eins
nefndarmanna, að gögnin skyldi
ekki senda til varamanns fyrr
en ljóst væri að aðalmaðurinn
kæmist ekki.
Sumir þingmenn nefndu
að trúnaðarbresturinn vegna
bankasöluskýrslunnar snerist
aðallega um ókurteisi gagnvart
ríkisendurskoðanda, í skýrslunni
hefðu ekki verið aðrar upplýsingar
en ætlaðar voru almenningi. Af-
leiðingarnar gætu hins vegar orðið
verri, því nú væri hættara við að
aðrir vantreystu nefndinni eða
jafnvel öllum nefndum þingsins.
„Að sjálfsögðu þurfa þeir gestir
sem koma fyrir nefndir Alþing-
is, oft og tíðum með viðkvæmar
upplýsingar, að geta treyst því
að trúnaður ríki um orð þeirra,“
sagði stjórnarandstöðuþingmað-
ur. Stjórnarliði tók í sama streng
og minnti á að trúnaðurinn væri
forsenda hreinskilni; óvíst væri
að þingnefndir fengju sömu
upplýsingar á opnum fundum og
lokuðum. Hið sama gilti um gögn,
sem þar eru afhent, jafnvel gögn
sem ætluð væru til birtingar síðar.
Í framhaldinu hefði drögum skýr-
slunnar svo verið lekið, enda hefði
tónninn verið sleginn á Alþingi.
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Starfsreglur
»Grunnreglan er sú að aðeins
nefndarmenn og áheyrnarfull-
trúar hafa aðgang að trúnaðar-
gögnum, en aðrir ekki.
»Ef varamaður tekur sæti fær
hann aðgang en ekki fyrr.
»Aðrir þingmenn hafa ekki
aðgang að trúnaðarupplýsing-
um nefndar.