Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
Endurmenntun atvinnu-
bílstjóra á íslensku
Nánari upplýsingar: www.okuland.is
Alltaf
í boði
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Viðræðufundur samflots iðn- og
tæknifólks og Samtaka atvinnulífsins
(SA) stóð frá kl. 10-18 í gær. Kristján
Þórður Snæbjarnarson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins, sagði eftir
fundinn að viðræður þokuðust lítið
áfram. „Við sátum við og reyndum
að ýta málum áfram en það gerðist
voðalega lítið,“ segir hann og bætir við
að helst hafi verið rædd áhersluatriði
iðn- og tæknifólks sem snúa að kjara-
samningsákvæðum. „Við höfum verið
að ræða ýmis atriði eins og vinnutíma,
yfirvinnu og slíkt. Þetta eru þau atriði
sem hafa komið til umræðu og verið
á borðinu.“
Spurður hvort hann sé bjartsýnn á
að viðræðurnar séu að þokast í rétta
átt segist Kristján vera hóflega bjart-
sýnn. „Við erum ekki búin að lýsa yfir
árangursleysi ennþá.“
Þá funduðu einnig Efling og SA milli
kl. 15-16 samkvæmt dagskrá hjá ríkis-
sáttasemjara. Halldór Benjamín Þor-
bergsson, framkvæmdastjóri SA, segir
að kröfugerðir í víðu samhengi hafi
verið til umræðu á fundinum. Hann
telur að viðræður séu efnislega á þeirri
leið sem hann telur að viðræðurnar
myndu vera eftir fjórða fund.
Efnislega ekkert breyst
Í dag er á dagskrá fundur SGS, VR,
LÍV og SA frá kl. 10-18 og einnig mun
samflot iðn- og tæknifólks og SA halda
áfram viðræðum í dag.
Sem kunnugt er sleit VR viðræðum
sínum við SA á föstudaginn var. Ragn-
ar Þór Ingólfsson, formaður VR, kvaðst
í gær hafa verið boðaður á samninga-
fundinn í dag og ætlaði að mæta.
„Ríkissáttasemjari vildi boða okkur
á fundinn og ég verð að sjálfsögðu við
því,“ sagði Ragnar í gær. „Efnislega hef-
ur ekkert breyst. Þótt viðræður fari í
þennan farveg þá höldum við áfram að
reyna. Við erum áfram boðuð á fundi
og verkefnið fer ekki frá okkur. Við ætl-
um að mæta á fundinn á morgun (í dag)
og tökum stöðuna eftir þann fund. Við
erum á fullu að vinna okkar vinnu.“
Lítið svigrúm hjá
sveitarfélögum
Talsmenn stéttarfélaganna hafa
meðal annars nefnt fyrirhugaðar gjald-
skrárhækkanir sveitarfélaga sem eina
af ástæðum þess að þörf sé á launa-
hækkunum.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga, seg-
ir að það hafi ekki verið mikið rætt inn-
an sambandsins að koma til móts við
stéttarfélög á almennum markaði hvað
þetta varðar. „Við höfum rætt meira
um það hvernig við getum náð í tekjur
til að geta lokað þessu ári þannig að
hallinn á sveitarfélögunum verði ekki
of mikill. Flest sveitarfélög hafa verið
að skila svolítið miklum halla núna,“
segir Heiða Björg. Hún segir að nú séu
sveitarfélögin að gera áætlanir fyrir
næsta ár og flest sveitarfélög ætli að
hækka gjaldskrár á grundvelli vísitölu-
hækkunar.
Heiða Björg bendir á að Samband
íslenskra sveitarfélaga sé að fara í
kjaraviðræður við sitt starfsfólk eft-
ir áramótin og þau þurfi að eiga fyrir
þeim hækkunum. Hún bendir á að
tekjur sveitarfélaganna hafi verið að
lækka og staðan sé alvarleg í rekstri
þeirra margra.
lSamflot iðn- og tæknifólks ekki lýst yfir árangursleysilViðræður við Eflingu efnislega á þeim stað
sem búist var viðlSGS, VR, LÍV og SA funda í daglSÍS ekki rætt að koma til móts við stéttarfélög
Stíft fundað í kjaraviðræðum
Guðni Einarsson
Kristján Jónssson
Urður Egilsdóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samningar Viðræðufundur samflots iðn- og tæknifólks og Samtaka at-
vinnulífsins (SA) stóð frá kl. 10-18 í gær í húsi ríkissáttasemjara.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
utanríkisráðherra var stödd í Kænu-
garði í Úkraínu í gær ásamt hópi ut-
anríkisráðherra Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna. Þau funduðu
meðal annars með Volodimír Selen-
skí forseta og ráðherrum í ríkisstjórn
Úkraínu.
„Dagurinn í dag var ótrúlega upp-
lýsandi, áhrifamikill og gagnlegur,“
segir Þórdís Kolbrún og bætir við að
það hafi verið ótrúlega gagnlegt að fá
að sjá hver staðan er í Úkraínu með
eigin augum.
„Borgin bæði ber þess merki að hér
er stríð, en hún ber þess líka merki
að fólkið hér gerir sitt allra besta til
að lifa sem eðlilegustu lífi,“ segir hún
og nefnir að nýjustu skemmdarverk
Rússa, sem beinast að nauðsynlegum
innviðum, séu til þess fallin að hræða
almenning í Úkraínu.
Umræðan á alvarlegum nótum
Þórdís Kolbrún segir að fundurinn
með Selenskí hafi verið góður en hún
hafði ekki hitt hann áður í persónu.
Forsetinn setti fundinn og þar á eftir
voru utanríkisráðherrarnir með stutt
innlegg. Í framhaldinu átti hópurinn
samtal við Selenskí sem hún segir
hafa verið gott, þótt umræðuefnið hafi
ýmist verið á „alvarlegum nótum eða
hálfhryllilegum“.
Í gærkvöldi ferðaðist hún til
Búkarest þar sem utanríkisráðherrar
NATO munu funda í dag.
lSegir gagnlegt að sjá stöðuna í Úkraínu með eigin augum
Þórdís Kolbrún fundaði
með Selenskí í Kænugarði
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Fundur Þórdís Kolbrún ráðherra og
Volodomír Selenskí forseti.
78 listaverk voru boðin upp hjá Gallerí Fold í gærkvöldi
Kjarval
seldist á 6,2
milljónir
Alls voru 78 listaverk á uppboði í
Gallerí Fold í gærkvöldi. Dýrasta
verk kvöldsins var Sumarfantasía
eftir Jóhannes S. Kjarval en olíu-
málverkið seldist á 6,2 milljónir
króna. Uppboðshaldarinn Jóhann
Ágúst Hansen segir að ekki sé um
að ræða met fyrir verk Kjarvals,
„en þetta er í hærri kantinum“.
Hann segir að flest verkin hafi
selst nálægt verðmati listmunasal-
ans en nefnir þó bronsstyttu eftir
Ásmund Sveinsson sem var metin
á 650 til 750 þúsund krónur en fór
þriðjung yfir mat. Þá fór olíumál-
verk Nínu Tryggvadóttur fjórðung
yfir mat en verðmat verksins var
1,3 til 1,5 milljónir. „Það má segja
að Nína, Ásmundur og Kjarval
hafi staðið upp úr,“ segir Jóhann
en á myndinni má sjá verkið
Haustliti eftir Kjarval ásamt vegg-
teppi eftir Júlíönu Sveinsdóttur.
Teppið fór einnig á matsverði sem
var 1,1 til 1,3 milljónir. Jóhann
segir að það séu tíðindi þar sem
ekki mörg veggteppi eftir Júlíönu
hafi farið á uppboð.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon