Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 STAKSTEINAR Þversagnir okkar tíma Högni Elfar Gylfason, sauðfjárbóndi frá Korná í Skagafirði og varaþingmaður Miðflokksins, tók sæti á þingi um daginn og sagði þar meðal annars að við lifðum á „þversagnar- kenndum tímum þar sem eitt er sagt en annað gert. Talað er fyrir bættum hag öryrkja og aldraðra en efndir skortir. Rætt er um orkuskipti en komið er í veg fyrir virkjanir. Haft er á orði að minnka báknið en það blæs út sem aldrei fyrr. Fögur fyrirheit um styrkingu iðnnáms koðna niður vegna fjársveltis. Rætt er um uppbyggingu vegakerfisins en lagt er til að láta íbúa greiða sérstaklega fyrir að komast leiðar sinnar. Orð falla um stuðning við inn- lenda matvælaframleiðslu en fremur er hlúð að innflutningi matvæla og aukinni skatt- heimtu af bændum. Heilbrigð- iskerfinu er hampað sem því besta í heimi en biðlistar lengj- ast sem aldrei fyrr og aðstoð sjálfstætt starfandi lækna er afþökkuð. Fólk er lokkað til landsins í þúsundavís með gylliboðum um betra líf en annars staðar býðst, þrátt fyrir að innviðir ráði ekki við ástandið og fjár- muni skorti til að halda uppi öllu þessu ógæfusama fólki og þeim hælisleitendaiðnaði sem byggst hefur upp í kringum það. Talað er fyrir eflingu löggæslu en fjárveitingar skortir. Því ríða atvinnuglæpahópar um héruð án mikils aðhalds.“ Þetta eru óneitanlega athyglisverðar ábendingar hjá Högna Elfari. Högni Elfar Gylfason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar 200krónur í varaflugvallagjald lSkili stjórnvöldum 1.500milljónum ár hvert sem nýtist í uppbyggingu flugvalla Hver farþegi í millilandaflugi á Ís- landi þarf að greiða 200 krónur í svokallað varaflugvallargjald verði nýtt frumvarp til laga, um upp- byggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, að lögum. Drög að frumvarpinu hafa verið lögð fram til kynningar í samráðs- gátt stjórnvalda. Í þeim má sjá að hið svonefnda varaflugvallagjald á að skila stjórnvöldum 1.200-1.500 milljónum króna ár hvert ef gert sé ráð fyrir því að um sex milljónir farþega greiði gjaldið. Þessar upp- hæðir gætu þó orðið enn hærri þar sem farþegaspá Isavia gerir ráð fyr- ir allt að átta milljónum farþega um Keflavíkurflugvöll árið 2024. Í greinargerð frumvarpsins seg- ir að þessar tekjur muni renna í frekari uppbyggingu flugvallanna á Egilsstöðum og Akureyri en það sé nauðsynlegt svo þeir geti talist fullnægjandi varaflugvellir fyrir alþjóðaflug. „Ef horft er á Egils- staðaflugvöll þá má gera ráð fyrir að árlegur kostnaður vegna þarfa millilandaflugsins verði um 608 milljónir króna. Á Akureyraflugvelli er kostnaðurinn hins vegar áætlað- ur 345 milljónir króna árlega. ... Með innheimtu varaflugvallagjalds verð- ur fjármögnun innanlandsflugvalla tryggð,“ segir í greinargerðinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Egilsstaðaflugvöllur Þörf á rúmum 600milljónum króna ár hvert. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Eitt tilboð barst í Breiðafjarðarferju Aðeins barst eitt tilboð í að leigja Vegagerðinni ferju til siglinga á Breiðafirði í byrjun næsta árs í stað ferjunnar Baldurs. Vegagerðin auglýsti eftir skipi til siglinga á Breiðafirði, Breiðafjarð- arferju. Skipið mun sigla milli Stykkishólms og Brjánslækjar sem er flokkað sem hafsvæði af gerð C. Áætlað var að gera samning um leigu á skipinu án áhafnar í fimm mánuði, frá 1. janúar 2023 til 31. maí 2023, með möguleika á að kaupa skipið. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni 25. nóvember sl. Eitt tilboð barst, frá Torghatten Nord AS í Noregi. Hljóðaði það upp á 2.082.530 evrur eða jafnvirði ríflega 300 milljóna íslenskra króna. Var það nær 50% hærra en ráð var fyrir gert i kostnaðaráætlun. Hún hljóðaði upp á 1.400.000 evrur, eða jafnvirði rúmra 200 milljóna króna. Er hér miðað við viðmiðunargengi evru, rúmar 146 krónur. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýs- ingafulltrúa Vegagerðarinnar, bauð útgerðin ekki fram ákveðið skip í tilboðinu. Vegagerðin er nú að fara yfir tilboðið. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi BaldurVegagerðin leitar nú að nýrri ferju til Breiðafjarðarsiglinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.