Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 Vindasöm viðbrigði Þær geta komið mörgum erlendum ferðamanninum á óvart, sem óvanur er ferðum hingað til Íslands, ákafar viðtökur vindsins í þessari nyrstu höfuðborg jarðkringlunnar. Eggert Aðventan, þessi uppáhaldstími margra Íslendinga, er gengin í garð. Biðin eftir jól- unum. Jólin eiga sér ævaforna sögu hér á slóðum, tengda vetr- arsólstöðum. Síðar féllu jólin að fæðingarhátíð Jesú Krists. Jólin eru rótgróin í íslenska menningu og við eigum erfitt með að greina ræturnar hvora frá annarri, menn- inguna og trúna. Við syngjum jóla- lög. Sum þeirra fjalla um Jesúbarnið en önnur um hvort við erum of blönk til að gefa ástinni okkar jólagjöf. Við bökum smákökur, sendum jólakort og hugsum sérstaklega vel um okkar nánustu. Við minnumst látinna ástvina, heimsækjum leiði þeirra og kveikjum á ljósum. Sum okkar fara jafnvel í kirkju. Og í kirkjunni hlust- um við á boðskap trú- arinnar sem við játum. Grunngildin okkar, sem eru kærleikur, fyr- irgefning, miskunnsemi og mannvirðing. Að bjóða þeim hina kinnina sem gefur þér kinnhest – að fara með þeim tvær mílur sem neyðir þig með sér eina. Að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Ef þú átt mikið þá skalt þú nota það til þess að hjálpa öðrum. Eigir þú lítið skaltu samt miðla öðrum af því.“ (Tóbítsbók 4.8) Við erum sannarlega lánsöm að búa í þjóðfélagi þar sem kristin gildi eru samofin menningunni. Þessi boðskapur er mikilvægur fyrir alla. Og blessunarlega órjúf- anlegur hluti íslenskrar sögu og menningar. Engu að síður hafa sum- ir söfnuðir þjóðkirkjunnar nú ákveð- ið að loka dyrum sínum fyrir jóla- heimsóknum barna á skólatíma. Heimsóknum sem rótgróin áratuga hefð er fyrir. Börn og kennarar hafa þannig átt notalegar samverustundir í kirkjunni, fengið piparkökur og sungið jólalög. Upplifað einstöku kyrrðina og hátíðleikann sem umvef- ur kirkjurnar okkar. Þetta gera söfn- uðirnir að sögn í nafni friðar; til þess að valda ekki deilum. Til þess að friða þá sem gætu þótt heimsóknirnar óþægilegar. Þetta þykja mér ekki góð skilaboð frá kirkjunni til okkar. Hér höfum við stjórnarskrárvarða þjóðkirkju og lög- bundið að starfshættir skólanna skuli mótast af kristinni arfleifð. Hún er líka samofin íslenskri sögu og menn- ingu. Það er meginhlutverk kirkj- unnar að halda grunngildum okkar á lofti. Undanfarin ár hefur verið sótt að kristinni trú og kristnu fólki um allan heim, m.a. fyrir tilstilli borgaryfir- valda. En af hverju lætur kirkjan undan þessum áróðri? Og ef kirkjan bognar undan örlitlum mótgusti, eig- um við safnaðarbörnin þá að halda áfram að taka til varna þegar okkur finnst að henni vegið? Er ekki auð- veldara að forðast bara alla tog- streitu? Ekki viljum við nú valda deilum. Við ættum ekki að láta segja okkur að það sé gestrisni kirkjunnar sem valdi deilum eða hugarangri. Að verslunarmiðstöðvar megi hafa sér- stakan jólaþjónustutíma en ekki kirkjan. Við ættum frekar að bjóða fleirum að njóta aðventunnar í kirkj- unni og á öllum tímum dagsins. Bjóða ekki bara börnunum að koma til okkar, heldur öllum. Diljá Mist Einarsdóttir »Undanfarin ár hefur verið sótt að krist- inni trú og kristnu fólki um allan heim, m.a. fyr- ir tilstilli borgar- yfirvalda. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. dilja.mist@althingi.is Jólaþjónustutími kirkjunnar? Undir liðnum Störf þingsins í síðustu viku nýtti ég tækifærið og ræddi um þann lækna- skort sem við búum við hér á landi miðað við þá heilbrigðisþjónustu sem við viljum veita. Á komandi árum eru áhyggjur um að skort- urinn verði jafnvel al- varlegri en sá sem við stöndum frammi fyrir í dag. Mannekla á heilbrigðisstofn- unum er vandamál víða og fólks- fjölgun og öldrun þjóðarinnar mun, eðli málsins samkvæmt, krefjast aukinna umsvifa í heilbrigðiskerf- inu. Háskóli Íslands er eini háskólinn á Íslandi sem útskrifar lækna en hann getur einungis tekið inn 60 nema á ári. Sá fjöldi nægir hins veg- ar ekki til að bregðast við þeim skorti sem við horfum fram á. Við bregðumst við, annars vegar með því að flytja inn sérmenntað fólk og hins vegar með því að tryggja íslenskum námsmönnum tækifæri til læknanáms og auk- innar sérhæfingar. Mikill fjöldi íslenskra námsmanna heldur út í nám og meirihluti þeirra snýr heim með haldbæra reynslu og sérþekkingu sem samfélagið nýtur góðs af. Íslenskir læknanemar sem stunda nám sitt erlendis hafa bent á að þeir fái ekki sama stuðning og þeir sem læra hér á landi. Stór hluti námsgjalda þeirra þarf að greiðast úr eigin vasa eða með stuðningi frá öðrum, sem veldur því að margir missa af tækifærinu til að gerast læknar eða neyðast til að hætta í miðju námi. Ávinningur samfélags- ins af því að styðja betur við lækna- nema erlendis er mikill. Sértækar aðgerðir menntasjóðs Í menntasjóði námsmanna er fjallað um sérstakar ívilnanir náms- greina. Í 27. grein laganna er ráð- herra gert heimilt með auglýsingu að ákveða sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina. Fyrir þeim ívilnunum liggja ákveðin skil- yrði eins og að upplýsingar liggi fyr- ir um viðvarandi skort í starfsstétt eða að skortur sé fyrirsjáanlegur og að fyrir liggi skýrsla unnin af stjórnvöldum í samráði við hlut- aðeigandi atvinnurekendur um mik- ilvægi þess að bregðast við að- stæðum. Þessar aðgerðir hafa ekki verið nýttar. Ráðherra hefur ekki nýtt þessar heimildir til þess að koma til móts við greinar eða byggðir sem þurfa á sértækum aðgerðum að halda. Við finnum helst fyrir þessu í heilbrigðisgeiranum. Skortur á sérfræðingum í sveitarfélögum Í lögunum er einnig fjallað um sérstaka ívilnun vegna námsgreina á sérstökum svæðum í 28. grein. Þar er ráðherra heimilt með auglýsingu að ákveða sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána til lánþega sem búsettir eru á svæð- um skilgreindum í samráði við Byggðastofnun. Skilyrði fyrir íviln- unum skv. þessu eru að fyrir liggi tillaga frá sveitarfélagi eða sveitar- félögum til stjórnvalda um þörf á menntuðu fólki í byggð sinni og að fyrir liggi skýrsla unnin af Byggða- stofnun í samráði við Samband ís- lenskra sveitarfélaga um mikilvægi þess að bregðast við aðstæðum. Þá segir enn fremur að skilyrði sé að lánþegi hafi lokið námi og sé búsett- ur á skilgreindu svæði og nýti menntun sína þar að lágmarki í 50% starfshlutfalli í a.m.k. tvö ár. Það er þörf á sérfræðimenntuðu fólki í mörg sveitarfélög og sveit- arfélög þurfa að vita að þessi mögu- leiki sé til staðar. Ég vil því hvetja þau sveitarfélög sem telja sig upp- fylla framangreind skilyrði til að óska eftir því að þessar sértæku að- gerðir séu nýttar á þeirra svæði. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir » Í 27. grein laganna er ráðherra gert heimilt með auglýsingu að ákveða sérstaka tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna náms- greina Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Höfundur er þingmaður Framsóknar. Vannýtt tækifæri Menntasjóðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.