Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022 ✝ Svava Berg Þorsteinsdóttir fæddist á Akureyri 22. febrúar 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 11. nóv- ember 2022 Foreldrar Svövu Berg voru Emilía Jónasdóttir leik- kona, f. 1901, d. 1984 og Þorsteinn Sigurðsson vélstjóri, f. 1901, d. 1979. Systkini Svövu: Ágústína Berg, f. 1929, d. 2017, Jón Ólaf- ur, f. 1932, d. 2003, Júlí Sæberg, f. 1935, d. 2018, Marinó, f. 1938 og Sigurður Sæberg, f. 1942, d. 2014. Svava Berg giftist 21. ágúst 1948 Ágústi Val Guðmundssyni, f. 26. júní 1926, d. 17. júní 2011. Foreldrar hans voru Nikólína Henrietta Katrín Þorláksdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Svava og Ágúst byggðu sér hús í Smáíbúðahverfinu á Soga- vegi 16 og bjuggu þar í um 50 ár, en fluttu svo í nýbyggt fjöl- Reykjavíkur 14 ára og byrjaði fljótlega að vinna í versluninni Nora Magasín í Pósthússtræti. Hún og samstarfskonur í versl- uninni stofnuðu þar sauma- klúbb og vinátta þeirra hefur haldist ævilangt. Svava var heimavinnandi húsmóðir á meðan börnin voru lítill, en vann einnig hjá Hanska- og töskugerðinni í Reykjavík. Hún vann ýmis verslunarstörf, m.a. í fataversl- uninni Ásu á Skólavörðustíg, var verslunarstjóri í Skóverslun Steinars Waage og vann síðar í Dömunni í Lækjargötu. Á seinni árum starfaði Svava svo í mörg ár sem sjálfboðaliði í verslun Rauða krossins á Borgarspít- alanum. Svava gekk ung í skátahreyf- inguna og eignaðist þar marga góða vini og var hún sannur skáti allt sitt líf. Svava og Ágúst voru bæði í skátunum og sinntu útivist tengdri skátastarfinu af krafti. Mörgum góðum stundum vörðu þau hjónin uppi á Hellis- heiði ásamt vinum sínum í skátaflokknum Hreysiköttum þar sem hópurinn byggði saman glæsilega skátaskálann Hreysið inni í Innstadal. Útför Svövu Berg fer fram frá Guðríðarkirkju Grafarholti í dag, 29. nóvember 2022, og hefst athöfnin kl. 13. býlishús í Sóleyja- rima 3 fyrir 17 ár- um. Börn Svövu og Ágústs eru Guð- mundur Örn, f. 30. júlí 1950, d. 5. des- ember 1995. Börn Guðmundar eru Ingólfur Örn, Ingi- björg, Ágúst Valur og Brynjar Örn. Jónas Ágúst, f. 16. júlí 1953, giftur Halldóru Guðríði Árnadóttur. Dætur þeirra eru Sigríður Elín og Svava Björk. Sólveig Björk, f. 20. apríl 1959, gift Óskari Ísfeld Sigurðs- syni. Börn þeirra eru Selma Sif Ísfeld og Ari Freyr Ísfeld. Þorsteinn Valur, f. 10. ágúst 1965, giftur Írisi Dröfn Heiðu- dóttir. Börn þeirra eru Aron Valur, Eva Dröfn og Emilía Heiða. Langömmubörnin eru 30 talsins og fyrsta langalang- ömmubarnið væntanlegt í byrj- un næsta árs. Svava flutti frá Akureyri til Hún heitir Svava Berg, tengdamóðir mín sem ég nú kveð. Akureyri var hennar bær og ætíð henni kær. „Hún er fögur hún Kea,“ átti hún til að kveða. Gerðist skáti sunnan heiða. Í árdaga hún ákvað þann veg að leiða. Kynntist manni mætum. Henni fannst hann Gústi alltaf sætur. Hann byggði henni húsið fína, hugsaði vel um sína. Hún eignaðist börnin fjögur, sem nú geyma hennar sögu. Bakaði skonsur og sandköku og marengsinn frægi á merka sögu. Heimili hennar fagurt og hlýtt. Ætíð blómum prýtt. Elskuleg heim að sækja. Engu hægt við það að bæta. Í eldhúsinu hellurnar glóðu og með svuntuna hún færði okkur kræsingarnar góðu. Leikhúsáhugi henni í blóð borinn, enda af leikkonu í heiminn komin. Við kveðjumst nú að þessu sinni, því nú er lokið göngu þinni. Vegurinn var stundum með holum og pollum, en oftast beinn og fagur með þínum sporum. Nú hafa himnarnir opnast þér. Þú ert ekki lengur hér. Ný heimkynni á vegi tærleikans, þar sem ástvinir fagna þér með ást og kærleika. Í faðmi þeirra þú nú hvílir. En minning þín ætíð hjá mér lifir. Elsku Svava, Takk fyrir samveruna, mildina og kærleikann. Það er gjöfin þín og það er gæf- an mín. Þín tengdadóttir, Halldóra Guðríður Árnadóttir. Elsku besta amma Svava, þeg- ar við hugsum til þín kemur allra fyrst upp í hugann hversu ynd- islegt það var alltaf að vera hjá ykkur afa á Sogaveginum. Við upplifðum okkur alltaf velkomn- ar, hvenær sem er og hvernig svo sem stóð á, og það var alltaf til- hlökkunarefni að koma til ykkar. Þegar við komum í heimsókn tók ósjaldan á móti okkur ilmur af ný- bökuðum skonsum og tei. Í minn- ingunni ert þú alltaf í eldhúsinu, með svuntuna þína, brosandi og bakandi skonsur og alls kyns góð- gæti. Það var alltaf svo notalegt að setjast í eldhúskrókinn, gæða sér á gómsætum heimabakstri og spjalla við ykkur afa. Við systurnar eigum okkar yndislegu minningar af samveru- stundum, sumar minningarnar eigum við saman en aðrar eru ein- staklingsbundnar enda eru sjö ár á milli okkar í aldri. En báðar munum við þegar þú hlustaðir með okkur á Cats-plötuna, Kardimommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi. Þá sagðirðu okkur oft sögur af langömmu, henni Ömmu Emilíu. Þú gerðir jólin einstök og ógleymanleg fyrir okkur barna- börnin þín með því að skreyta heimilið með fallegu jólaskrauti, en allt skrautið átti sinn sérstaka stað. Minnisstæð er einnig laufa- brauðsgerðin, jólakökurnar allar, frómasinn, sjöbotnatertan og lengi mætti telja. Svo má nú alls ekki gleyma að minnast á víð- frægu marengstertuna þína elsku amma, sem hefur verið ómissandi í öllum veislum fjöl- skyldunnar árum saman og alltaf verið fastur liður á 17. júní. Elsku amma, þú kenndir okk- ur að biðja bænirnar okkar og sagðir okkur frá því hvernig þú varst vön að biðja alltaf fyrir öðr- um, enda var kærleikurinn alltaf þitt aðalsmerki og þú snertir við öllum sem kynntust þér í gegn- um árin. Við munum eftir bæj- arferðum með Ingu frænku í strætó, þá fórum við á söfn og kaffihús og komum við í Döm- unni þar sem þú spjallaðir við vinkonur og fyrrum samstarfs- konur. Á unglingsárunum varstu dugleg að ræða við okkur um líð- an okkar, um skólagönguna, um framtíðina og sagðir okkur frá þínum unglingsárum. Það var alltaf gott að geta leitað til þín. Líka þegar við eignuðumst börn- in okkar en þá var gaman að ræða við þig um hvernig þú upp- lifðir það hlutverk að verða móð- ir. Aldrei brást það að þú hringd- ir í okkur á afmælisdaginn og söngst fyrir okkur afmælissöng- inn. Það er okkur líka minnis- stætt að við fengum alltaf póst- kort frá þér þegar þú fórst erlendis t.d. til Spánar og Kanarí. Elsku amma, við verðum þér ávallt þakklátar fyrir alla ástina og kærleikann sem þú gafst okk- ur alla tíð. Þú ert okkar fyrir- mynd í svo mörgu og við munum leggja okkur fram um að gefa þessa ást áfram til okkar fjöl- skyldu, vina og afkomenda. Við vitum að nú líður þér vel og við vitum að það hafa án efa verið fagnaðarfundir þegar afi Gústi og allt fólkið þitt hinum megin tók á móti þér. Við sjáum þig fyrir okk- ur vera að njóta lífsins núna með öllu fólkinu þínu sem farið er og er þér svo kært. Hafðu ávallt þökk fyrir allt sem þú gafst okkur elsku besta amma Svava. Ljósið þitt, kær- leikurinn þinn, jákvæðni þín og drifkraftur munu lifa áfram með okkur um alla tíð. Þínar alltaf, Svava Björk og Sigríður Elín. Elsku amma, þó líkami þinn væri líklega feginn að fá hvíldina var hugurinn kvikur og frjór og ekki tilbúinn að kveðja. Fyrir stuttu sagði ég þér að við værum að koma heim um jólin, bros færð- ist yfir fallega andlitið þitt, upp að hlýju augunum þínum. Þú sagðist ekki geta beðið eftir því að eyða jólunum með okkur. Ég vildi óska þess að við fengjum bara ein ömmujól í viðbót. Þökk sé þér er barnæska mín full af hlýju og dásamlegum minn- ingum um nýbakaðar skonsur og sandkökur í hrönnum, frystikista full af íspinnum, klink í buddunni til þess að kaupa pylsu í sjoppunni og ef það var ekki nóg var til meira í Hagkaup! Ófáar næturnar gisti ég í besta rúminu, kom niður snemma morguns í ristað brauð og teið ykkar afa. Það er víst heil- agur sannleikur að rúmið og mat- urinn er miklu betri í ömmuhúsi! Þú kenndir mér að baka, pínu písl í ömmu eldhúsi að leika í hveitinu. Þú reyndir þitt besta til að kenna mér að strauja, settir mig í straubúðir með öll hand- klæðin sem fundust á Sogavegin- um. Ekki gekk það þó betur en svo að mér er bannað að koma ná- lægt straujárninu núna! Þar hefur það samt verið nemandinn sem slugsaði frekar en kennarinn. En baksturinn er annað mál, þar bý ég að ráðum þínum, einn daginn ætla ég mér jafnvel að reyna við marengsinn! Við vorum tengdar sérstökum böndum, amma og Semilla, skáta- stelpurnar. Ég gat ekki beðið eftir því að byrja í skátunum, enda hafði ég heyrt um frækin ská- taævintýri ykkar afa og svo mömmu frá blautu barnsbeini. Alltaf var ég stolt að eiga ömmu sem deildi afmæli með Baden Po- well! Þið afi áttuð ykkar bestu minningar úr skátunum, af Hellis- heiðinni, í félagsskap sem entist ævina á enda. Þegar kom að mér eignaðist ég líka dýrmæta vini, lenti í ævintýrum á Hellisheiðinni. Þessi skátagen eru sterk, margir þessara vina eru barnabörn skátavina ykkar afa. Og nú er langömmubarnið byrjað í skátun- um hinum megin við hafið! Svona gengur lífið í hringi við Undra- landið blátt. Ferðalögin okkar eru dýrmæt. Akureyrarferðirnar, húsin þín á Eyrinni, Brynjuís og hún er fögur hún Kea! Afmælisferðin þín til Glasgow og „afternoon tea“ eins og drottningin. Við skoðuðum Ed- inborg og þú komst að heimsækja okkur litlu fjölskylduna til Stock- ton. Ég bjó um þig í rúminu okkar og við borðuðum morgunmat úti. Mér þótti svo vænt um að sýna þér lífið okkar í útlandinu. Og þú ert með okkur í Brussel þó þú haf- ir aðeins séð ævintýrið hér í gegn- um skjáinn. Ég held við höfum báðar vitað það innst inni að knúsið okkar 17. júní væri það síðasta, þess vegna var kveðjustundin svona sár. Skrýtið að hugsa til þess að það var á dánardegi afa. Nú ertu komin í fangið á afa aftur. Elsku Gústa þínum. Eftir stöndum við sem elskum þig með tárin í augunum en hlýtt í hjart- anu, því það eru áhrifin sem þú hafðir á alla sem á vegi þínum urðu. Þú varst hlýjan og gleðin og ljósið mitt, elsku amma mín. Mikið sakna ég þín, elsku amma. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Þín dótturdóttir, Selma Sif. Elsku langamma Svava. Takk fyrir alla hlýjuna og kær- leikann sem þú hefur gefið okkur. Við söknum þín og munum aldrei gleyma þér. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Þín barnabarnabörn, Halldóra Valdís, Ágústa Vigdís, Þórkatla Rún og Jónas Jökull. Elsku amma, eftirfarandi minningar eru okkur efst í huga þegar við rifjum upp tímann okk- ar saman. Þú varst einstök, hjartahlý og ávallt var hægt að treysta á stál- minni þitt. Við gátum alltaf stólað á að fá nýjustu fréttir af fjölskyld- unni yfir kaffinu með þér. Þú hvattir okkur alltaf til að vera við sjálf og fyrir það erum við þakk- lát. Þú fórst alltaf þínar eigin leiðir og lést engan segja þér hvernig þú ættir að vera. Þú fórst með harðfisk sem nesti í bíó, hélst upp á 91 árs afmælið þitt með pítsu og bjór, tókst strætó hvert sem þú þurftir að fara og lést ekki skort á ökuréttindum stoppa þig. Sogavegur 16 var miðstöð minninga sem við munum aldrei gleyma. Gleðin sem fylgdi hverri heimsókn til ykkar afa mun lifa lengi í minningum okkar. Í þau skipti þegar við laumuðumst í kexskúffuna þóttust þið ekki verða vör við neitt eins og góðum ömmum og öfum sæmir. Einnig eru ævintýraferðirnar niður í kjallara að ná í íspinna úr frysti- kistunni, brasa á verkstæðinu hans afa, sjónvarpsgláp og kökuát dýrmætar minningar. Við systkinin fengum alltaf símhringingu frá þér hvern af- mælisdag þar sem þú söngst af- mælissönginn í fullri lengd. Þessi símtöl voru hápunkturinn á hverj- um afmælisdegi. Við nutum þess alltaf að koma til þín og afa á Þorláksmessu þar sem jólatréð var skreytt og borð- uð var pítsa að verki loknu. Við vitum að þið afi eruð loks- ins sameinuð eftir langa bið og veitir það okkur hugarró og gefur okkur hlýju í hjartað. Nú getið þið dansað saman um ókomna tíð á Þingvöllum sem var alltaf ykkar uppáhalds staður. Við elskum þig amma. Þín barnabörn Aron, Eva og Emilía. Vinkona mín hún Svava Berg er látin. Vinátta okkar Svövu hófst fyrir meira en hálfri öld, sennilega fyrir um 70 árum, og hefur haldist óslitin síðan. Hún Svava myndi muna hve mörg árin voru því hún var stál- minnug. Svava var traustur vinur og alltaf reiðubúin að greiða götu og rétta hjálparhönd þeim sem þurftu á að halda. Þær eru margar minningarnar sem hrannast upp að leiðarlokum, í áratugi vorum við í saumaklúbb þar sem fyrstu áratugina var unn- ið af kappi, síðan var samveran orðin aðalatriði, fyrst og fremst ánægjan af að hittast og gleðjast saman. Frá þeim stundum eru ómetanlegar minningar. Fyrir all- ar þessar stundir vil ég þakka þér, Svava mín. Ferðalög með klúbbnum hvort heldur innanlands eða utan og þorrablótin, þar sem makarnir fengu að vera með, eru ógleyman- legar ánægjustundir sem aldrei bar skugga á. Það er sárt að sjá á eftir góðum vini en söknuðurinn er þó mestur hjá þeim sem næst henni stóðu, ég votta þeim öllum innilega sam- úð mína. Sigurrós (Rósa) Sigurðardóttir. Svava Berg Þorsteinsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, hjúkrunarheimlinu Eir 3N, áður til heimilis á Framnesvegi 33, lést mánudaginn 21. nóvember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 1. desember klukkan 13. Helga Björk Birgisdóttir Guðmundur Guðbrandsson Óskar Ingi Stefánsson Katarzyna Jakubowska Kjartan G. Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT ANDRÉSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn 26. nóvember. Guðrún Benediktsdóttir Halldór Jónsson Árni Hjaltason Auður Benediktsdóttir Guðni Karl Magnússon barnabörn og barnabarnabörn ERLA VIGDÍS KARLSDÓTTIR Hæðargarði 29, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 14. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur Elsku Essý. Við minnumst með hlý- hug vináttu okkar og áranna í Stjörnugrófinni. Við þrjár vorum gott teymi saman og erum við ævinlega þakklátar fyrir það samstarf. Þín er sárt saknað. Jarðvist á enda, lífsgöngu lokið. Ljósið þitt slokknað, fölnuð brá. Virðing og þökk, vegferðin öll, vel í huga geymd. Sigurbjörg Stefanía Sverrisdóttir (Essý) ✝ Sigurbjörg Stefanía Sverrisdóttir, Essý, fæddist 6. júní 1965. Hún lést 19. nóvember 2022. Útför Essýjar fór fram 28. nóvember 2022. Syrgjendur kveðja, söknuðinn finna, sárasta harminn, tregans tár. Virðing og þökk, vegferðin öll, vel í huga geymd. Faðmi þig ljósið, friðarins engill fylgi þér nú á æðra stig. Virðing og þökk, vegferðin öll, vel í huga geymd. (Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson) Elski Gylfi, Daníel og Eyþór, missir ykkar er mikill og hugur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iðu tímum. Fjölskyldu Essýjar vottum við okkar dýpstu samúð. Minning um góða konu lifir. Bryndís og Heba.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.