Morgunblaðið - 29.11.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 2022
11
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Nýir bílar
á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Onyx black/svartur að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro
opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira.
Heithúðaður pallur með gúmmimottu,
sóllúga, toppljós.
2023 GMC Denali 2500HD
VERÐ
16.730.000 m.vsk
Án vsk. 13.492.000
Litur: Iconic Silver/svartur að innan. 475 hö, 1050 pund tog og 10 gíra sjálfskipting.
Innifalið í TREMOR-pakki. Topplúga, Quad Beam LED ljós, heithúðaður pallur, húdd-
hlíf. Lariat Sport útlitspakki með meðal annars samlitað grill. Ultimate pakki sem
innheldur meðal annars lyklalaust aðgengi, start og fjarstart og tröppu í hlera.
Heithúðaður pallur, quad beam LED aðalljós,
360 myndavélakerfi með back up assist.
2022 Ford F-350 Tremor Lariat Sport
VERÐ
18.490.000 m.vsk
Án vsk. 14.900.000
Þú finnur fallegar
og vandaðar
jólagjafir hjá Eirvík
Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is
„Þetta er einstök náttúruperla sem
kallar á hógværa, sjálfbæra og vand-
aða nálgun hvað framkvæmdir og
rekstur varðar. Þetta er jú fegursti
staðurinn í fallegasta firði landsins,“
segir Runólfur Ágústsson, verk-
efnastjóri og einn aðstandenda verk-
efnis sem snýr að byggingu sjóbaða
í landi Þórustaða í Önundarfirði.
Eignarhaldsfélagið Blævængur
ehf., í samstarfi við verkfræðistof-
una Eflu, arkitektastofuna Sen&-
Son, heimafólk og landeigendur
hafa kynnt íbúum á Flateyri og í
Önundarfirði tillögur að byggingu
sjóbaðanna, að því er segir í til-
kynningu. Þar kemur fram að næstu
skref í þróun verkefnisins séu nátt-
úrufarsgreinng og deiliskipulag
svæðisins.
„Böðin verða meginsegull í
ferðamennsku á Vestfjörðum og
byggjast á sjálfbærri nýtingu á
varmaorku úr sjó, einstakri náttúru-
fegurð og þessari dásamlegu gullnu
skeljasandsfjöru sem nú þegar er
miðstöð sjóbaða á norðanverðum
Vestfjörðum,“ segir Runólfur.
Hann segir enn fremur að bygg-
ingin og böðin verði hönnuð þannig
að þau falli inn í umhverfið og verði
hluti af því. „Þannig notum við enda
gömu flugbrautarinnar í Holti sem
bílastæði. Þaðan munu gestir ganga
rúmlega 100 metra stíg niður í
laugarhúsið sjálft sem verður fellt
þar inn í melgresishól niðri við fjör-
una sjálfa. Stígurinn mun liggja um
æðarvarp í landi Þórustaða og geta
gestir fylgst með varpi æðarfugl-
anna og fjölda annarra fugla úr sérs-
töku fuglaskoðunarskýli á varptíma.
Öll okkar hugmyndafræði snýst um
að skapa einstaka náttúruupplifun
fyrir gestina og að lágmarka áhrif
starfseminnar á umhverfið.“
Áformin fela í sér að tvær bryggj-
ur liggi frá lauginni um fjöruna í sjó-
inn. Annars vegar stígur tengdur
stuttri flotbryggju, hins vegar ný,
löng trébryggja út í fjörðinn þar sem
gestir geti á bryggjusporðinum yljað
sér í stórum heitum potti eftir að
hafa synt í firðinum.
Veitingastaður og gufubað
Í tilkynningunni er rakið að
hönnunin öll byggist á hagkvæmni,
virðingu fyrir staðaranda og ítar-
legri markaðsgreiningu. „Sérstök
áhersla er á fjölbreytileika mann-
lífsins samhliða einstakri náttúru-
fegurð og þeirri frelsistilfinningu
að synda í sjálfu Norður-Atlants-
hafinu. Í böðunum verða í boði
einkaklefar fyrir einstaklinga og
pör, hefðbundnir karla- og kvenna-
klefar ásamt sérstökum kynsegin/
blönduðum búningsklefa fyrir þá
sem ekki vilja skilgreina sig inn í
hefðbundna kynjaramma og aðra
þá sem slíkt kjósa, t.d. foreldra sem
vilja hjálpast að með ung börn.
Ásamt laugum, pottum og bað-
ströndinni, verður veitingastaður
fyrir 50 gesti hluti aðstöðunnar, auk
gufubaða, snyrti- og nuddstofu,“
segir þar enn fremur.
lVerða hönnuð inn í umhverfiðlVeitingastaður og nudd
Sjóböð í Önundarfirði
verði segull fyrir túrista
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Uppbygging Gullna skeljasandsfjaran í Önundarfirði á að draga til sín ferðafólk sem vill baða sig í sjónum.
Vilhelm Þorsteins-
son dreginn í höfn
lBilun í skrúfubúnaði skipsins
„Það koma sérfræðingar á
morgun [í dag] og kíkja á skipið
til að sjá hvað hafi gerst,“ segir
Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri
Vilhelms Þorsteinssonar EA.
Skipið strandaði á leið sinni til
hafnar í Neskaupstað í gær og
þurfti að draga það að bryggju
rétt eftir hádegið.
Svo virðist sem einhver bilun
hafi orðið í skrúfugangi skipsins
sem olli því að skipið fór stjórn-
laust aftur á bak og varð síðan
vélarvana sem endaði með því
að skipið strandaði á bröttum
sandkanti rétt sunnan við hafnar-
mynnið.
Vilhelm Þorsteinsson EA var að
koma af veiðum og var með 900
tonn þegar óhappið varð. Haft var
strax samband við björgunarsveit
og Landhelgisgæsluna, en ekki
þótti ástæða til að senda þyrlu,
enda slysið rétt í hafnarmynninu.
Björgunarskipið Hafrún kom fyrst
á staðinn og aðstoðaði skipverja
við að losa skipið af sandrifinu og
Barði NK 120, skip Síldarvinnsl-
unnar, kom síðan til aðstoðar og
dró Vilhelm að bryggju.
Það kom sér vel að mikil blíða
var, sem gerði allt björgunarstarf
auðveldara. Í dag mun væntanlega
koma í ljós hvað gerðist nákvæm-
lega. „Ég er bjartsýnn á að við-
gerðin gangi fljótt og vel fyrir sig,“
sagði skipstjórinn Guðmundur Þ.
Jónsson.
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Tog Systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Börkur NK 122 á togi.