Morgunblaðið - 02.12.2022, Side 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
BJB þjónustar flesta
þætti endurskoðunar á
nngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
nn í endurskoðun,
r að kostnaðarlausu.
sa
au
þi
é
„Tilkoma Esjuferju mun styrkja
Reykjavík sem framúrskarandi
áfangastað ferðamanna og gera má
ráð fyrir fjölþættum, jákvæðum áhrif-
um Esjuferju á ferðaþjónustu og ann-
að atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu,“
segir í erindi Esjuferða ehf. sem hefur
óskað eftir lóðum í landi Mógilsár í
Reykjavík fyrir starfsemi kláfferju.
Sami hópur viðraði hugmyndir um
farþegaferju í Esjuhlíðum fyrst árið
2013.
Erindi félagsins var lagt fram í borg-
arráði Reykjavíkur í gær og tillaga
Dags B. Eggertssonar borgarstjóra
um að lagt verði mat á raunhæfni
hugmyndanna var samþykkt. Innan
borgarinnar verður því kannað hvort
vilji sé af hálfu ríkisins til að gera nýj-
an leigusamning um landið og hvort
skipulagslegar forsendur séu fyrir
uppsetningu og rekstri farþegaferju
í Esjuhlíðum.
„Verði niðurstaða þeirra athug-
ana að halda áfram með verkefnið
verður auglýst eftir áhugasömum
aðilum sem myndu þá ráðast í gerð
umhverfismats, hönnunar, fjármögn-
unar og reksturs. Endanleg ákvörðun
um það ræðst hins vegar af niður-
stöðum skipulagsvinnu og þess um-
sagnar- og samráðsferlis sem fram
færi samhliða,” sagði í bókun fulltrúa
meirihlutans.
lBorgarráð samþykkir að kanna grundvöll fyrir rekstri ferju
Hugmyndir um ferju á
Esjuna lagðar fram á ný
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Esjan Hugmyndir lagðar fram á ný
um að kláfur ferji fólk á toppinn.
Sala jólaálfs SÁÁ hafin og afraksturinn fer að mestu í sálfræðiþjónustu fyrir börn
Flogið með
fyrsta álfinn
í þyrlu
SÁÁ hóf í gær sölu á jólaálf-
inum. Flogið var með fyrsta
álfinn af Esjunni. Þangað sótti
Anna Hildur Guðmundsdóttir,
formaður SÁÁ, hann ásamt Jóni
„spaða“ Björnssyni þyrluflug-
manni Norðurflugs. Farið var
með álfinn á Vog og þar tók Ás-
mundur Einar Daðason barna-
málaráðherra á móti honum.
Góðar móttökur á Vogi
Eins og myndin ber með sér er
álfurinn vel haldinn eftir að hafa
dvalið í góðu yfirliti við graut-
arsmakk í Esjunni hjá Grýlu og
Leppalúða. Fékk álfurinn góðar
móttökur á Vogi en þar söng
einnig Skólakór Kársnesskóla.
Með sölu álfsins að þessu sinni
er m.a. ætlunin að afla fjár fyrir
sálfræðiþjónustu barna hjá SÁÁ.
Stendur salan yfir fram yfir helgi
og verður sölufólk á ferð við fjöl-
farna staði um allt land. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Opinberir verkkaupar eru að fara
fram úr sér með því að gera kröfur
um að verktakar noti hreinorkuvinnu-
vélar í dag, að mati Sigþórs Sigurðs-
sonar, formanns Mannvirkis – félags
verktaka í SI og framkvæmdastjóri
Colas. Hann bendir á að hreinorku-
tæknin sé rétt að detta inn á vinnu-
vélamarkaði og tækin séu enn mjög
dýr.
Mannvirki var nýlega með ráð-
stefnu þar sem m.a. seljendur
vinnuvéla kynntu það sem er í boði
af hreinorkuvinnuvélum. Eins töluðu
fulltrúar opinberra verkkaupa um
þær kröfur sem farið er að gera í op-
inberum útboðum um hreinorkutæki.
Sigþór telur að þetta sé dæmi um
þegar hið opinbera er komið lengra
en fyrirtækin og almenningur. Þetta
geti litið vel út á blaði en veruleikinn
sé ekki alveg í samræmi við þetta.
„Tæknin er að verða til en hún er
ekki enn orðin aðgengileg fyrir verk-
taka,“ segir Sigþór. Hann segir að
t.d. Reykjavíkur-
borg gefi punkt
fyrir hreinorku-
tæki í verkefni.
Hugmyndin sé
góð því punkta-
kerfið sé hvata-
kerfi sem veiti
möguleika á að
vera með örlítið
hærra verð en
verða samt fyrir
valinu. Landsvirkjun er einnig með
hvatakerfi sem stuðlar að því að nota
sem minnsta olíu. Umbun fylgir ef
olíueyðsla er minni en áætlað var en
refsing verði hún meiri. Sigþór segir
að hvatar séu það sem muni keyra
orkuskiptin í vinnuvélum áfram en
verkkaupar og verktakar þurfi að tala
saman áður en lengra er haldið.
Hann segir að rafknúnar minni
vinnuvélar séu byrjaðar að koma á
markað. „Því miður eru þær tvöfalt
og jafnvel þrefalt dýrari en hefðbund-
in díselknúin tæki. Við hjá Colas
föluðumst eftir litlum rafknúnum
gangstéttavaltara, þriggja tonna
tæki. Hann kostar um fimm milljón-
ir í hefðbundinni díselútgáfu en tólf
milljónir rafknúinn. Það gefur auga
leið að það er mjög þungt fyrir verk-
taka að endurnýja tækjaflota sinn,
jafnvel bara smátækin, með hrein-
orkutækjum á meðan verðið á þeim er
svona hátt,“ segir Sigþór. Hann segir
að hefja þurfi samtal við stjórnvöld
um það hvort hægt sé að fá ívilnanir,
að minnsta kosti á meðan orkuskipt-
in ganga yfir. Finna þurfi hvata sem
virka í stað þess að skella fram ein-
hliða punktakerfum.
Sigþór segir að fólk þekki vel
ívilnanir sem veittar voru vegna
innleiðingar rafbíla þar sem sleg-
ið var af opinberum gjöldum. „Vilji
ríkið keyra hratt í gegn orkuskipti í
dýrum vinnuvélum þá verður það að
horfast í augu við að það gerist ekki
nema með einhvers konar ívilnun eða
niðurgreiðslu,“ segir Sigþór.
Hann segir að verktakafyrirtæk-
in séu flest mjög metnaðarfull hvað
varðar umhverfismál. Flest hafi sett
losunarmarkmið fyrir árið 2030 og
ætli að ná því. Það muni m.a. gerast
með innleiðingu raf- og vetnisknúinna
véla. Talið er að vetnisknúnar vinnu-
vélar komi á markað eftir um tvö ár.
Þá eru fyrstu rafknúnu trukkarnir
að líta dagsins ljós en talið er að í
framtíðinni verði þeir bæði vetnis- og
rafknúnir. Þannig hyggjast verktaka-
fyrirtækin ná losunarmarkmiðunum.
lRafknúnar vinnuvélar eru nú 2-3 sinnum dýrari en díselknúnar vélarlOpinberir verkkaupar eru
farnir að gera auknar kröfur um hreinorkuvélarlMikilvægt að hið opinbera fari ekki fram úr sér
Hreinorkuvinnuvélar þurfa hvata
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Vinnuvélar Þær hafa flestar verið knúnar með olíu en nú eru farnar að
koma rafknúnar vélar. Þá hillir undir vetnis- og rafknúnar vinnuvélar.
Sigþór
Sigurðsson