Morgunblaðið - 02.12.2022, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.12.2022, Qupperneq 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Tokyo línan Fáanlegt í svörtu, hnotu og eik Áuppboði BruunRasmussen í Kaupmannahöfn nú í vikunni var íslenskt hópflugsbréf frá árinu 1933 slegið á 80 þúsund danskar krónur. Við það bætist 25% söluþóknun til uppboðshaldara sem þýðir að loka- verðið var um 100 þúsund danskar krónur eða um tværmilljónir íslenskar. „Bréf tengd leiðangri Balbos eru þekkt meðal frí- merkjasafnara. Þau eru fágæt og eftirsótt, til dæmis meðal Ítala. Verðið sem gefið var fyrir bréfin á uppboðinu í Kaupmannahöfn er afar hátt en fylgir eðlilega eftir- spurninni. Ég hef þó aldrei heyrt um bréf tengd þessari sögufrægu flugferð seljast fyrir viðlíka upp- hæð og nú gerðist í Kaupmanna- höfn. Þetta er algjört met,“ sagði Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagan á bak við bréf þessi og frímerki er sú að ítalski hershöfð- inginn Italo Balbo, þá flugmála- ráðherra þjóðar sinnar, kommeð flugsveit til Íslands snemma sumars 1933. Í sveitinni voru 24 flugvélar í leiðangri yfir Atlantshafið. Flugmennirnir bjuggu á Hótel Borg þann tíma sem þeir dvöldu á Íslandi, en héldu svo áfram vestur um haf með alls 298 bréf. Slík eru í dýru gildi höfð meðal frí- merkjasafnara og eftirsótt um allan heim. Talið er að 10-15 af þessum bréfum ef ekki fleiri séu í söfnum a Íslandi. Þá eru tíu bréf í eigu Íslendingsins Andrésar Fjeldsted sem býr í Þýskalandi, en hann lagði mikla vinnu í að eignast bréf þessi. Segir hann að takmarkið hafi náðst en halda hafi þurft athyglunni vakandi og fylgjast vel með mörkuðum og uppboðum í mörg ár. sbs@mbl.is lFlugferðin yfirAtlantshafið 1933 Balbo-bréf fyrir metfé á uppboði SögulegtMerkt Reykjavík og frí- merkin eru rækilega stimpluð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon. Umræður Bjarni Benediktsson var gestur Kompanís, viðskiptaklúbbsMorgunblaðsins ogmbl.is, í gærmorgun. Sambærilegt og 2007 lFjármálaráðherra ræddi efnahagsmál á fundiKompanís Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í gærmorg- un á fjölsóttum morgunverðar- fundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og mbl.is, að árið 2022 væri miklu sterkara en stjórn- völd hefðu séð fyrir. Hann sagði að tekjurnar væru mun meiri og hagvöxturinn sömu- leiðis. Þá sagði hann að slátturinn í hagkerfinu væri sambærilegur og árið 2007. Allar vélar væru á yfirsnúningi sem birtist á ýmsan hátt. „30% fleiri stjórnendur telja að skortur sé á starfsfólki en að meðaltali, sem segir að það vantar fólk í vinnu,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að samkvæmt nýjum tölum fyrir þriðja fjórðung ársins væri hagvöxtur 7% miðað við sama tíma í fyrra. Það væri langt umfram það sem gert hefði verið ráð fyrir. „2022 er ár mikilla umsvifa. Það birtist okkur í verð- bólgutölum og mikilli eftirspurn í hagkerfinu. Það er skortur á íbúð- um og einkaneysla er mikil.“ Spurður að því hvað hafi farið öðruvísi á árinu en gert hafi verið ráð fyrir segir Bjarni að ferðamenn séu til að mynda fleiri. „Kaup- máttur bandarískra ferðamanna er mjög sterkur og þeir eru að koma í meira mæli en við höfum séð í spálíkönum. Ferðaþjónustan gekk frábærlega frá vorinu og fólk er aðeins byrjað að ganga á sparnað sem safnast hefur upp.“ Þá sagði Bjarni vel hægt að finna mjúka lendingu fyrir hagkerfið. Þar skipti niðurstaða kjaraviðræðna miklu máli og ekki væri ástæða til að fara út í skattahækkanir. Frekar þyrfti að halda aftur af ríkisútgjöld- um. Áhyggjur af fjármögnun Bjarni lýsti á fundinum áhyggjum af fjármögnunarkjörum innlenda bankakerfisins, bæði í erlendri mynt en einnig kjörum á innan- landsmarkaði. „Í mínum huga eru kjör íslenska bankakerfisins fáránlega slæm á erlendum mörkuðum, sem er áhyggjuefni fyrir þá sem treysta á þá til að lána í erlendri mynt. Kjörin eru ekki í neinu samræmi við styrk fyrirtækjanna. Þau endurspegla mögulega þennan litla markað sem við erum á og við verðum dálítið jaðarsett þegar þrengir að á alþjóð- legum fjármálamörkuðum.“ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is „Það var heilmikil aukning hjá okk- ur á milli ára, bæði í innlendri og erlendri netverslun,“ segir Hrólfur Andri Tómasson framkvæmdastjóri Dropp um fjölda sendinga í kringum stóru netsöludagana þrjá í nóvem- ber. Íslendingar hafa svo sannarlega tileinkað sér þá hefð að kaupa dug- lega inn á degi einhleypra, svörtum föstudegi og netmánudegi. Rætt er um að jólaverslun hafi að einhverju leyti færst yfir á þessa daga og þess sér merki á fjölda heimsendinga. Póstboxin nýtast vel „Ef við horfum á nóvember í heild sinni er fjöldi sendinga svona rúm- lega tvöfalt meiri en í fyrra,“ segir Hrólfur en Dropp sendir heim fyr- ir ríflega 300 verslanir hér á landi auk erlendra netverslana á borð við Boozt. „Netverslunin jókst mikið í Covid og hefur haldið áfram að vaxa, en þó ekki með sama hraða,“ segir Hrólfur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir for- stjóri Póstsins segir að póstbox fyrirtækisins hafi nýst mjög vel til að sinna fjölmörgum sending- um í kringum þessa annasömu afhendingardaga. Tæplega 40% af sendingum í liðnum mánuði voru afhent í póstboxum sem nú er víða að finna. „Innlent og erlent pakka- magn hjá Póstinum í nóvember var í kringum 15% minna en árið áður. Topparnir í tengslum við stærstu verslunardagana eru þó hærri í ár en í fyrra,“ segir Þórhildur. Færri sendingar að utan Hannes Alfreð Hannesson, for- stöðumaður hjá TVG Express, segir að innlend netverslun hafi aukist í ár en á móti hafi sendingum frá er- lendum netverslunum fækkað. „Við erum að sjá alveg 50% aukningu í sendingum milli ára. Þetta er sam- bland af nýjum viðskiptavinum og því að innlend netverslun hefur tekið kröftuglega við sér.“ Jólaverslunin færist fram Hann segir ljóst að jólaverslunin hafi færst yfir á þessa stóru net- söludaga. „Við sjáum hvernig þessi tilhneiging er orðin. Fólk kaupir föt, snyrtivörur og raftæki svo dæmi séu tekin. Allt í allt er þetta 50% vöxtur og þar af er 75% aukning í innlendri netverslun. Þetta eru skemmtilegar tölur.“ lMiklar annir hafa verið hjá dreifingar- fyrirtækjum á stórum netsöludögum Allt að tvöfalt fleiri sendingar ená síðasta ári Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Morgunblaðið/Hari Netverslun Það var nóg að gera í vöruhúsum íslenskra netverslana á stórum söludögum í nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.