Morgunblaðið - 02.12.2022, Side 8

Morgunblaðið - 02.12.2022, Side 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 STAKSTEINAR Horfnar fréttir Örn Arnarson fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins vék í gær að „sögulegum sáttum athafna- skáldanna Róberts Wessmann og Halldórs Kristmannsson- ar“ en báðir hafa þeir tengst fjölmiðlavafstri, fyrst saman en síðar í sundur. Örn rakti mis- sættið og sáttina en sagði svo frá því að samdæg- urs og sáttin var kynnt „hurfu allar fréttir Mannlífs þar sem orði var hallað á Róbert“. Örn segir frá því að fréttastofa Rúv. hafi grennslast „fyrir um hvarf fréttanna, en þó að Reynir vildi ekki skýra það með beinum hætti gaf hann til kynna að ástæðan væru harðir úrskurðir siðanefndar Blaða- mannafélagsins yfir sér vegna þeirra í maí og um síðustu mánaðamót. Ásannleiksgildi þess verður lesandinn að leggja eig- in dóm, en það blasir við að umræddir „blaðamenn“ hafa leiðst út í eitthvað allt annað en blaðamennsku og sökina á því bera ekki bara einhverjir fjármálafakírar í störukeppni. Vandinn er að það eru ekki aðeins viðkomandi miðlar sem óhreinkast af slíku, heldur er grafið undan öllum fjölmiðlum. Báðir eru þeir [Reynir Trausta- son og Kristjón Kormákur] félagar í Blaðamannafélaginu eins og ekkert sé og Mannlíf þiggur Liljuna, fjölmiðlastyrk ríkisins. Svo eru menn hissa á veikri stöðu fjölmiðla.“ Getur verið að fréttirnar sem hurfu hafi haft annan tilgang en að upplýsa almenning? Reynir Traustason Örn Arnason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar Hætt við kaup á verksmiðjunni lViðræðumArion við PCC slitið lBæjarstjóri Reykjanesbæjar feginn Arion banki og PCC slitu formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík í gær. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segist feginn því að niðurstaða sé loks komin í málið. Í tilkynningu frá bankanum sagði að samhliða hafi Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var for- senda samningsins. „Við erum fyrst og fremst fegin að það sé komin niðurstaða í málið. Að það sé ekki frekari óvissa eins og er búið að vera núna um nokkuð langt skeið. Þetta er niðurstaða sem við getum alveg unað,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar. „Nú höldum við áfram að byggja upp í Helguvík einhverja aðra starfsemi.“ Arion banki eignaðist kísilverk- smiðjuna árið 2018 í kjölfar gjald- þrots fyrri eiganda, United Silicon hf. Síðan þá hefur dótturfélag bank- ans, Stakksberg ehf., unnið endur- bótaáætlun fyrir verksmiðjuna og leitað að hæfum kaupendum sem gætu rekið verksmiðjuna. „Í kjölfar þessarar niðurstöðumunArion banki horfa til sölu á þeim innviðum sem eru til staðar í Helguvík, annað hvort til flutnings eða með það að mark- miði að koma þar upp annars konar starfsemi en kísilframleiðslu,“ sagði í tilkynningunni frá bankanum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helguvík Kísilverksmiðjan hefur ekki verið starfrækt frá árinu 2017. Björg Einarsdóttir rithöfundur Andlát Björg Einarsdóttir rithöfundur lést á dvalarheimilinu Grund 28. nóvember sl., 97 ára að aldri. Hún fæddist í Hafnarfirði 25. ágúst 1925, dóttir hjónanna Einars Þorkelssonar, skrifstofustjóra Alþing- is og síðar rithöfundar, og Ólafíu Guðmunds- dóttur, húsfreyju, sem einnig vann við umsjón í þinghúsinu. Björg ólst upp í Hafnarfirði til 1929 er hún missti móður sína. Þá fór hún í fóstur til hjónanna Sigurjóns Oddssonar, framkvæmdastjóra við Dráttarbraut Akureyrar, og konu hans, Maríu Elísabetar Coghill Jónsdóttur, sem bjuggu á Akureyri. Þar átti Björg heima til 1937. Þá fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem hún var síðan búsett ef frá eru talin árin 2007-2014 þegar hún bjó í Hveragerði. Björg nam við Kvennaskólann í Reykjavík og aflaði sér síðan viðbótarmenntunar. Hún stund- aði lengstum skrifstofustörf með hléum, seinast 1976-1978 er hún var fulltrúi skólastjóra Þroskaþjálfa- skóla Íslands. Eftir það starfaði hún sjálfstætt að ritstörfum og útgáfumálum. Hún skrifaði m.a. Afmælis- rit Starfsmannafélags Reykjavíkur (1976) og Ljósmæður á Ís- landi I-II (1984). Hún stofnaði útgáfufélagið Bókrúnu ásamt fleiri konum og gaf það út ritsafnið Úr ævi og starfi íslenskra kvenna I-III sem byggðist á út- varpserindum Bjargar. Þá skrifaði hún Hringinn í Reykjavík – starfssögu (2002). Hún starfaði með Rauðsokka- hreyfingunni, í Kvenréttindafélagi Íslands og í stjórn Alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga um tíma. Björg var í hópi þeirra sem stóðu að kvennafrídeginum 1975 og flutti ávarp á Lækjartorgi. Þá starfaði hún mikið með Sjálfstæðisflokknum. Björg var sæmd fálkaorðunni 1988 fyrir störf að jafnréttismálum og ritstörf um málefni kvenna. Björg giftist Haraldi Guðmunds- syni (f. 1921, d. 2002) rafverktaka 1950. Börn þeirra eru Guðmundur Ingi, jarðfræðingur (f. 1951), Einar Hrafnkell, verkfræðingur (f. 1953), og María, sérkennari (f. 1957).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.