Morgunblaðið - 02.12.2022, Page 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
HVAÐ ER Í MATINN?
FÖSTUDAGA
Ungnautalund
Í trufflusveppa marineringu
Ungnautafillet
Í black garlic marineringu
tilboð alla vikuna
Grensásvegur 48, 108 Reykjavík | Sunnukriki 2, 270 Mosfellsbær
Á MORGUN LAUGARDAG
-20%
-20%
Haldari 8.990 kr.
Nærbuxur 4.850 kr.
Fantasie Lucia
Fáðu þér nýtt sett
til að koma þér
í jólaskapið
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14
Skoða
„Þetta eru skemmtilegar og
magnaðar sögur af fólki héðan úr
Flóanum, bændum og búaliði og
þjóðþekktum mönnum. Ég tíni
svona rósir meðfram veginum
og skreyti bókina með sögum af
atburðum sem áttu sér stað í æsku
minni og fram á þessa daga,“ segir
Guðni Ágústsson, fv. þingmaður og
ráðherra Framsóknarflokksins, um
nýja bók sína, Guðni: Flói bernsku
minnar, sem skrásett er af Guðjóni
Ragnari Jónassyni menntaskóla-
kennara í félagi við Guðna.
Sagan nær yfir 70 ár og margar
skrautlegar persónur eru kallaðar
til leiks. „Ég sýni fram á að Flóa-
menn eru miklu skemmtilegri en af
er látið,“ segir Guðni og að allt tal
um bragðdaufa Flóamenn eigi sér
ekki neina stoð í raunveruleikanum.
Olli brottför herliðsins
„Þetta er ástaróður til hinnar
gömlu íslensku sveitar og ég hugsa
að þegar menn lesa þessa bók
hringinn í kringum landið þá þekki
þeir karakterana úr sinni sveit, því
víða var stórbrotið fólk og þetta
er kynslóðin sem gekk nú ekki í
skóla, var jafnvel bara í farskóla eða
barnaskóla, en var sjálfmenntuð
og auðvitað ein duglegasta kynslóð
Íslandssögunnar.“
Guðni minnist á skákmeistarann
Bobby Fischer. „Ég geri hann að
sveitunga mínum, en hann liggur í
Laugardælakirkjugarðinum og er
mikill áhrifavaldur á íslenskt sam-
félag. Ég færi að því rök að hann sé
valdur að því að herinn fór og að
Bandaríkjamenn neituðu okkur um
lánalínur og stuðning í bankahrun-
inu. Ég tel að það hafi verið þung
örlög fyrir Bandaríkjamenn að litla
Ísland skyldi frelsa þennan um-
komulausa og frægasta skákmann
allra tíma.“
Guðni minnist draums Bjarna í
Túni sem varaði hann við pólitík-
inni í upphafi ráðherraferilsins og
hann talar um Kristin í Halakoti
Helgason, sem var leikari af guðs
náð og komst á hvíta tjaldið í gegn-
um Pétur Gunnarsson í myndinni
Punktur, punktur, komma, strik.
Sláturfélagið og Bandaríkin
„Svo er það Siggi á Neistastöðum
sem var Þingeyingur og gjörólíkur
okkur Flóamönnum, óskaplega
fjörugur og kátur og skemmtilegur.
Kommúnisti alveg fram í fingur-
góma og þegar hann keypti sér
rússann þá kallaði hann á kommana
í sveitinni, sem voru nokkrir, til
kaffiboðs. Þar tók hann hvert
dekkið af rússanum á fætur öðru
og hleypti vindinum úr svo þeir
gætu nú andað að sér almennilegu
rússnesku lofti. Svo sigldi hann um
heimsins höf og komst inn í Banda-
ríkin, þrátt fyrir að þeir vildu alls
ekki alþýðubandalagsmenn þangað
inn, því þeir töldu þá hættulega. En
hann sagði þeim að í bandalaginu
væru bara kjaftforir ungir drengir
sem engu hefðu áorkað, en sjálfur
hefði hann verið í hreyfingu sem
alltaf hefði stutt Bandaríkin og
það væri SS-sveitin Sláturfélag
Suðurlands. Og þá hleyptu þeir
honum inn.“
Guðni minnist æskustöðvanna á
Brúnastöðum, en þar ól móðir hans
16 börn á 21 ári. Öll fæddust þau í
hjónarúminu, en amma Guðna tók
á móti þeim öllum. Gamli bærinn
var aðeins 70 fm en það voru 15-16
manns í heimili þar til nýtt hús var
byggt og börnin sváfu tvö í hverju
rúmi. Hann segir að miðað við kröf-
urnar í dag væri það undur að þau
hefðu öll komist til manns.
„Ég minnist móður minnar, sem
var mjög hógvær kona, þessarar
mögnuðu dugnaðarkonu sem var
stundum kölluð huldukonan á
Brúnastöðum. Hún var ekkert fyrir
sviðsljósið. En pabbi var alþingis-
maður í 20 ár og héraðshöfðingi
þannig að það kvað að honum. Svo
var mjög gestkvæmt á Brúnastöð-
um, pabbi var oddviti sveitarinnar
og mamma tók á móti gestum af
miklum skörungsskap.“
lFjölbreytilegt persónugallerí að finna í Flóanum
Önduðu að sér rúss-
nesku lofti í kaffiboði
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sagnabrunnur Guðni er mikill sögumaður og horfir til baka á stórbrotið
mannlífið í Flóanummeð hlýju, söknuði og miklum húmor.
Morgunblaðið/Þorkell
Klébergsskóli Þar verður samrekið skóla- og almenningsbókasafn.
Nýtt bókasafn
lAlmennings- og skólabókasafn verður
sett upp í Klébergsskóla á Kjalarnesi
Menningar-, íþrótta- og tómstunda-
ráð Reykjavíkurborgar samþykkti
samhljóða 28. nóvember að sett
verði á fót samrekið almennings-
og skólabókasafn í Klébergsskóla
á Kjalarnesi. Einnig að bókakostur
bókabílsins Höfðingja verði lagður
til safnsins og að Borgarbókasafnið
og Klébergsskóli geri með sér
samkomulag um bókasafnsþjónustu
fyrir almenning og Klébergsskóla
á Kjalarnesi. Um verði að ræða til-
raunaverkefni til eins árs þar sem
fyrirkomulagið verði metið og síðan
tekin ákvörðun um framhaldið.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og
Viðreisnar lögðu fram bókun þar
sem m.a. kemur fram að Borgar-
bókasafnið reki sjö útibú í hverf-
um borgarinnar. Auk þess hafi
það haldið úti rekstri bókabílsins
og Sögubílsins um árabil. Rekstri
bókabílsins sem m.a. hefur þjónað
íbúum á Kjalarnesi undanfarin ár
verður hætt um áramótin. Glæsi-
legt bókasafn var opnað á þessu ári í
menningarmiðstöðinni Úlfarsárdal.
Lagt er til að sett verði á fót samrek-
ið skóla- og almenningsbókasafn á
Kjalarnesi sem þjóni bæði Klébergs-
skóla, leikskólanum Bergi og íbúum
hverfisins. gudni@mbl.is