Morgunblaðið - 02.12.2022, Side 13

Morgunblaðið - 02.12.2022, Side 13
FRÉTTIR Erlent 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 Árlegar starfsmannakannanireru úreltar! Í dag er það, HR Monitorrauntíma starfsánægjumælingar Aldrei eins gaman að taka inn VÍTAMÍN D3000 munnúða vítamín Sniðgengur meltingarveginn Fer beint í blóðrásina Náttúrulegt piparmyntubragð Þegar sólarljósið fer minnkandi Vel fór á með Joe Biden Banda- ríkjaforseta og Emmanuel Macron forseta Frakklands er hinn síðarnefndi kom til Wash- ington í opinbera heimsókn. Sagði Biden að Bandaríkin gætu ekki óskað eftir betri bandamanni en Frakklandi, og minntist þess að ríkin tvö hefðu verið bandamenn frá dögum frelsisstríðsins. „Frakkland er okkar elsti bandamaður, óbilandi félagi okkar fyrir málstað frelsisins,“ sagði Biden. Macron tók í sama streng og sagði að ríkin tvö hefðu staðið hlið við hlið í gegnum mörg stríð, og að nú væri aftur þörf á að þau stæðu saman í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. „Við þurfum að verða vopnabræður enn á ný,“ sagði Macron, en heimsókn hans er ætlað að bæta samskipti ríkjanna, sem hafa stirðnað nokkuð síðustu ár, m.a. vegna viðskiptadeilna Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins. Opinber heimsókn Frakklandsforseta til Bandaríkjanna AFP/Saul Loeb Verði „vopna- bræður“ á ný hermenn Rússa á svæðinu nú úr vara- liði Rússahers. Frakkar styðja dómstólinn Frakkar lýstu í gær yfir stuðningi sínum við hugmyndir Evrópusam- bandsins, sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti í fyrradag um að setja á fót sérstakan dómstól, sem gæti rann- sakað hvort innrás Rússa í Úkraínu hefði verið lögleg. Dmitrí Peskov, talsmaður Rúss- landsforseta, sagði hins vegar í gær að Rússar myndu ekki viðurkenna lögmæti neins dómstóls sem settur yrði á fót til að sækja Rússa til saka. „Þegar kemur að tilraunum til að stofna einhvers konar dómstóla, þeir hafa ekki neitt lögmæti, verða ekki samþykktir af okkur og verða fordæmdir af okkur,“ sagði Peskov. Fleiri bréfasprengjur á Spáni Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún væri að rannsaka a.m.k. fimm tilvik, þar sem bréfasprengjur voru sendar á skotmörk sem tengjast Úkraínustríðinu, degi eftir að ein slík særði öryggisvörð í úkraínska sendiráðinu. Eitt skotmarkið var skrifstofa Pedros Sanchez, forsætisráðherra Spánar, en sprengjan uppgötvaðist áður en skaði hlaust af henni. Þá voru einnig sendar sprengjur á bandaríska sendiráðið, varnarmálaráðuneytið og á herstöð sem framleiðir sprengju- vörpur sem Spánverjar hafa sent til Úkraínu. Úkraínuher lýsti því yfir í gær, að þess sæust teikn að Rússar væru farnir að draga til baka hluta herliðs síns á eystri bakka Dnípró-fljótsins gegnt Kerson-borg. Kom fram að Rússar hefðu á móti aukið stórskotahríð sína á borgina en rafmagnslaust var í Kerson í gær eftir árásir þeirra. Rússar hafa þegar skipað óbreytt- um borgurum að yfirgefa byggðir sem eru innan 15 kílómetra frá árbakkan- um. Sagði í tilkynningu Úkraínuhers að nú þegar væru færri hermenn í bænum Olesjkí, sem er hinum megin við fljótið frá Kerson-borg, en brú- in á milli var eyðilögð þegar Rússar hörfuðu frá borginni. Þá væru flestir Merki um frekara brotthvarf Rússa lÚkraínuher segir Rússa einkum tefla fram varaliði í Kerson-héraðilRússar ætla ekki að viðurkenna neinn dómstól sem rannsakar meinta glæpi þeirralFimm bréfasprengjuárásir til rannsóknar á Spáni Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is AFP/Yevhen Titov Stórskotahríð Hábyssa af gerðinni 2S3 Akatsíja sést hér skjóta á víglínu Rússa í austurhluta Úkraínu, þar sem harðir bardagar geisa enn. KÍNA Mögulega slakað á sóttvarnaraðgerðum Sun Chunlan, 2. varaforsætis- ráðherra Kína, sagði í gær að ómíkron-af- brigði kórónu- veirunnar væri að veikjast á sama tíma og fleiri Kínverjar fengju bólu- setningu. Gaf Sun til kynna að þessi nýja staða kynni að kalla á nýja stöðu í sóttvarnaraðgerðum Kínverja. Sun minntist ekki beint á nú- verandi stefnu kínverskra stjórn- valda, sem kölluð er „núll-Covid“, þar sem reynt er að koma í veg fyrir öll tilfelli, en sú afstaða er sögð hafa verið kveikjan að mót- mælum gegn kínverska kommún- istaflokknum um síðustu helgi. Yfirvöld í höfuðborginni Peking tilkynntu í gær að þau myndu slaka á skimunarreglum en að íbúar þyrftu áfram að framvísa neikvæðu prófi sem væri ekki eldra en tveggja sólarhringa til að sækja kaffihús og veitingastaði. Sun Chunlan Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.