Morgunblaðið - 02.12.2022, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
14
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Verðuraðmetaeinstaka tilboð
K
atrín svaraði því að henni þætti
ekki rétt að fjármálaráðherra
legðist yfir kaupendalistann og
legði eitthvert mat á hann, enda
hefði það ekki verið gert. Vissu-
lega væri þó „óheppilegt“ að fjölskyldutengsl
væru til staðar milli Bjarna og einhvers á
kaupendalistanum. Faðir Bjarna, Benedikt
Sveinsson, var á meðal kaupenda.“
Sjáið til. Í greinargerð frumvarpsins um
sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármála-
fyrirtækjum segir:
„Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að það sé
ráðherra sem tekur ákvörðun um samþykki
eða höfnun tilboða fyrir hönd ríkisins eins
og eðlilegt má teljast. Nauðsynlegt er að
við mat á tilboðum og ákvörðun um töku
tilboða hafi þessir aðilar að leiðarljósi þær
forsendur og þau skilyrði sem lögð voru til grundvallar
við sölumeðferð skv. 2. gr. og koma fram í auglýsingu
eða boði til væntanlegra kaupenda um tilboðsgerð.
Ráðherra skal sömuleiðis undirrita samninga fyrir hönd
ríkisins um sölu eignarhluta“ (https://www.althingi.is/
altext/141/s/0151.html).
Það er mjög skýrt, það á að leggja mat á tilboðin.
Á þessu er þó undantekning, þegar um almennt útboð
er að ræða:
„Ýmsar leiðir koma til greina við sölu á eignarhlutum
í fjármálafyrirtækjum, t.d. almennt útboð verðbréfa,
skráning bréfa fjármálafyrirtækis á skipulegum verð-
bréfamarkaði eða tilboðssala. Sala hluta með útboði
eða skráning bréfa í kauphöll er ferli sem er
frábrugðið hefðbundinni tilboðssölu. Sem
dæmi er ekki um mat á einstaka tilboðum eða
eiginlegar samningaviðræður við einstaka
kaupendur að ræða þegar almennt útboð eða
skráning bréfa fer fram.“
Ekki mat á einstaka tilboðum þegar al-
mennt útboð fer fram. Annars þarf að meta
einstaka tilboð.
Það er nákvæmlega ekkert flókið við þetta
og öll gögn málsins fyrir söluna sögðu að
þessi tilboðsleið væri lokað söluferli. Það
væri ekki almennt útboð. Þetta var svo einnig
staðfest af Bankasýslunni á opnum fundi eftir
útboðið.
Þegar einstaka boð er metið þá ætti að vera
augljóst að nafn föður fjármálaráðherra hefði
komið upp. Þá er augljóst að ráðherra hefði
metið það sem svo að hann væri vanhæfur til þess að
taka ákvörðun um að taka eða hafna tilboði föður síns
eða ákveða um skerðingar eða verð í útboðinu yfirleitt.
Það er með ólíkindum hversu mikið er hægt að þvæl-
ast með þessa einföldu staðreynd og hversu mikið allir
rembast eins og rjúpan við staurinn að verja fjármála-
ráðherra í þessu máli. En það er auðvitað augljóst að
þau eru að verja eigin stóla og völd á sama tíma. Þannig
taka þau persónulega hagsmuni fram yfir almannahags-
muni og það er skilgreiningin á spillingu.
Þetta er ekki boðlegt.
Björn Leví
Gunnarsson
Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is
félagsfólki KÍ hjá ríkinu. Yfirvinnu-
greiðslur í maí vógu hlutfallslega
mest, 22,5%, í reglulegum heildar-
launum félagsmanna KÍ hjá ríkinu,
sem eru flestir framhaldsskóla-
kennarar,“ segir þar einnig.
Lægstu grunnlaunin er að finna
meðal launamanna í stéttarfélög-
um Starfsgreinasambandsins á
almennum markaði, 442 þúsund
á mánuði. Grunnlaun launafólks
í Landssambandi ísl. verslunar-
manna voru að jafnaði 673
þúsund kr. á mánuði og regluleg
heildarlaun þeirra 743 þúsund en
heildarlaun iðn- og tæknifólks í
iðnaðarmannafélögum á almenna
markaðinum eru nokkru hærri eða
805 þúsund kr. á mánuði og vega
yfirvinnugreiðslur þeirra þungt en
þær voru 128 þúsund kr. að jafnaði í
maímánuði.
Kjaratölfræðinefnd fer ítarlega
yfir þróun launa á umliðnum árum
og þróun efnahagsmála. Fram
kemur að á síðustu tveimur kjara-
samningstímabilum, 2015-2018 og
2019-2022, var hagvöxtur á hvern
íbúa langtum meiri á Íslandi en í
samanburðarlöndum í OECD eða
12,6%. Danmörk er næst í röðinni
með 7,9% hagvöxt. „Almennt verð-
lag hækkaði um 17,6% frá mars
2019 til júní 2022. Á sama tímabili
hækkaði vísitala grunntímakaups
um 24,2% til 34,5%, eftir mörk-
uðum. Hækkun vísitölu reglulegs
tímakaups var á bilinu 25,3% til
40%,“ segir í skýrslunni. Á tímabil-
inu jókst kaupmáttur grunntíma-
kaups á bilinu 5,6% til 14,4% eftir
mörkuðum.
Bendir nefndin á að líklegt sé
að aukin verðbólga á síðari hluta
ársins og hækkun vaxtagjalda muni
rýra kaupmátt ráðstöfunartekna
heimila og draga úr einkaneyslu.
Kaupmáttur reglulegs tímakaups
á vinnumarkaðinum er nú á svipuð-
um slóðum og í byrjun árs 2021.
N
ýjar upplýsingar um
dreifingu launa á
vinnumarkaðinum sýna
að hún er töluvert mikil
eftir hópum launafólks og mörk-
uðum. Munur á hæstu og lægstu
launum er til að mynda meiri á
almenna markaðnum en á hinum
opinbera. Ef launafólki er skipt upp
í tíundarflokka má sjá að launafólk
á almenna vinnumarkaðinum, sem
tilheyrir efstu tíundinni, þ.e.a.s. er
með hæstu launin, er með tæplega
þrisvar sinnum hærri grunnlaun að
meðaltali en þeir sem eru í neðstu
tíundinni. Munur á reglulegum
launum neðstu og efstu tíundar
launafólks er minnstur meðal ríkis-
starfsmanna.
Þetta má lesa út úr nýútkominni
haustskýrslu Kjaratölfræðinefndar
sem birtir m.a. greiningu á launa-
dreifingu á vinnumarkaðinum, sem
byggð er á gögnum úr launarann-
sókn Hagstofunnar þar sem horft
er til launa í maí. Nefndin skoðar
allt í senn grunnlaun, regluleg
laun (dagvinna og vaktavinna) og
regluleg heildarlaun (tilfallandi
yfirvinnulaun meðtalin). „Saman-
burður á meðaltali reglulegra
heildarlauna fullvinnandi á milli
markaða í maí 2022 sýnir að
þau voru á bilinu 695 þús. kr. hjá
sveitarfélögum utan Reykjavíkur
upp í 822 þús. kr. hjá ríki,“ segir
m.a. í skýrslunni. Vægi yfirvinnu-
greiðslna var mest hjá ríkinu eða
106 þúsund kr. að meðaltali meðal
ríkisstarfsmanna, 77 þúsund kr. að
meðaltali á almenna markaðinum
og 41-42 þúsund í mánuðinum hjá
starfsmönnum sveitarfélaga.
Ef litið er á dreifingu launa hjá
samtökum launafólks kemur m.a.
fram að ef eingöngu er horft á
almenna markaðinn voru regluleg
heildarlaun að jafnaði lægst hjá
launafólki í stéttarfélögum innan
Starfsgreinasambandsins eða 638
þúsund kr. á mánuði en hæst hjá
félagsmönnum í BHM-félögum, 993
þúsund kr. á mánuði. „Regluleg
heildarlaun hjá ríki og sveitarfé-
lögum eftir heildarsamtökum voru
frá 563 þús. kr. að meðaltali, hjá
félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ
sem starfa hjá sveitarfélögum utan
Reykjavíkur, upp í 943 þús. kr. hjá
Nær þrefaldur mun-
ur á hæstu og lægstu
ASÍ
ASÍ-iðnfél.
ASÍ-LÍV
ASÍ-SGS
BHM
BSRB
ASÍ
BHM
BSRB
KÍ
ASÍ
BHM
BSRB
KÍ
ASÍ
BHM
BSRB
KÍ
718
805
743
638
993
837
673
878
746
943
572
886
692
763
563
882
623
734
Regluleg heildarlaun fullvinnandi ímaí 2022
Almennur markaður
Ríki
Reykjavíkurborg
Sveitarfélög án Reykjavíkur
Grunnlaun Regluleg heildarlaun Heimild: Haustskýrsla kjaratöl-
fræðinefndar, nóvember 2022
578
647
673
442
958
576
502
772
546
730
466
710
459
691
466
741
501
686
54
30
32
90
7
172
85
20
96
0
66
166
113
4
60
98
75
8
Launa-
aukar
86
128
38
106
28
89
86
86
104
213
40
10
30
68
37
43
47
40
Yfirvinnu-
greiðslur
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Leki Pírata
Engir þing-
menn
forðast
umræður um efni
og innihald mála
eins og þingmenn Pírata.
Þeir hafa hins vegar öðrum
þingmönnum meiri áhuga á
umgjörð mála og formi og geta
haldið langar ræður og margar
um slík atriði. Þetta á við um
hvers kyns mál og er vel þekkt
enda er það svo að þessi flokk-
ur er mesti kerfisflokkur Al-
þingis, þvert á það sem hefði
mátt ætla af nafni flokksins og
kynningu á honum þegar hann
hóf störf.
Undantekningar á þessum
áhuga Pírata á reglum og
umgjörð eru þó til og þær
koma fram þegar þeim sjálfum
verður á. Þannig gáfu þing-
menn flokksins ekkert fyrir
það þegar siðanefnd þingsins
kvað upp þann úrskurð á
síðasta kjörtímabili að einn
þingmaður Pírata hefði orðið
brotlegur við siðareglur þings-
ins. Þá hentaði þingmönn-
um Pírata ekki að fara eftir
siðareglunum og mótmæltu
niðurstöðunni og endurtóku
jafnvel brotin í mótmælaskyni.
Afsökunarbeiðni kom ekki til
greina, hvað þá iðrun.
Nú hefur það gerst að þing-
menn Pírata brutu reglur um
trúnað þingnefndar og það
meira að segja trúnað innan
stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar þingsins, þar sem
þingmenn ættu þó enn frekar
en annars staðar að gæta
sín. Eins og kunnugt er lak á
dögunum til fjölmiðla skýrsla
ríkisendurskoðanda sem send
var þingmönnum þessarar
nefndar í trúnaði. Furðu sætti
hve hratt hún lak, en nú er
komið í ljós að þingmaður
Pírata hélt ekki áskilinn trún-
að þó að ekki liggi fyrir að það
hafi valdið lekanum til fjöl-
miðlanna. Grunsemdir um það
hljóta þó að vakna við þessar
aðstæður.
Athygli vekur að það sama
gerðist við þennan leka og við
brotið á siðareglum þingsins á
síðasta kjörtímabili. Þingmenn
Pírata neita allri sök og halda
því fram að þeim hafi verið
heimilt að leka upplýsingun-
um. Í svari til Morgunblaðsins
sagði Björn Leví Gunnarsson
alþingismaður að til að geta
unnið vinnuna sína þyrftu
þingmenn að geta deilt upplýs-
ingum með öllum þingflokkn-
um. Til þess væri heimild sem
kallaðist „yfirfærsla trúnað-
ar“. Björn vísaði til svars frá
starfsmönnum þingsins um að
gera mætti þingflokki almenna
grein fyrir sjónarmiðum á
nefndarfundum og sagði að
það ætti „augljóslega einnig
við gögn sem og munnlegar
frásagnir sem gegna nákvæm-
lega sama tilgangi
í nefndarstörfun-
um.“
Öllum sem lesa
reglur þingsins
og bréfið sem þingmaðurinn
vísar til verður ljóst að þetta
er fráleit túlkun. Í reglunum
segir sérstaklega að aðrir
þingmenn en nefndarmennirn-
ir hafi „ekki aðgang að upp-
lýsingum nefndar“. Forstöðu-
maður nefndarsviðs Alþingis
staðfestir í svari til Morgun-
blaðsins að ákvæðið eigi við,
hvort sem um sé að ræða
gögn sem einungis séu kynnt
á lokuðum fundi eða gögn
sem nefndarmönnum sé veitt
heimild til að taka með sér af
lokuðum fundi, þar á meðal ef
sendandi gagna hafi heimilað
að gögn séu send nefndar-
mönnum með tölvupósti.
Allt er þetta augljóst öðrum
en þingmönnum Pírata sem
telja bersýnilega að reglur
þingsins eigi ekki að gilda um
þá nema þeim henti það sér-
staklega. Allar reglur, einkum
reglur um málsmeðferð, svo
sem um trúnað, skipta hins
vegar sköpum þegar aðrir eiga
í hlut og hafa iðulega orðið til
þess að Píratar hafa talið að
aðrir ættu að sæta ábyrgð og
víkja vegna smæstu yfirsjónar.
Það var grunsamlegt strax
í upphafi þegar lekinn varð
á skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar hvernig þingmenn Pírata
brugðust við. Nefndarmaður
Pírata, Arndís Anna Kristínar-
dóttir Gunnarsdóttir, sagðist
ekki vita hver hefði lekið
skýrslunni, nefndin væri reið
yfir lekanum, en hún sjálf væri
„ósköp slök gagnvart þessu“.
Þetta er afar sérstakt svar í
ljósi þess að það var Arndís
Anna sjálf sem „yfirfærði
trúnaðinn“ yfir á aðra, þvert á
reglur þingsins.
Nú kann einhverjum að
þykja þessi umræða auka-
atriði og aðeins snúast um
form en ekki innihald, líkt og
Pírata er háttur. Þá verður
þó að hafa í huga að stundum
skiptir formið máli og það
skiptir vissulega máli að þeir
sem eiga samskipti við þingið
geti treyst því að trúnaðar-
upplýsingar, sem veittar eru
þingnefndum, haldist innan
nefndanna en leki ekki til allra
þingmanna eða víðar. Augljóst
er að það mun hamla starfi
þingnefndanna og gera sam-
skipti við þær erfiðari ef ekki
má treysta því að trúnaður
haldi. Píratar kunna að vera
þeirrar skoðunar að siðareglur
eða reglur um trúnað eigi ekki
að gilda um þá, en sé svo er
hætt við að aðrir þingmenn,
að ekki sé talað um þá sem
eru utan þings, verði að fara
afar gætilega í samskiptum við
þingmenn Pírata.
Sömu reglur verða
að gilda um alla}