Morgunblaðið - 02.12.2022, Síða 18

Morgunblaðið - 02.12.2022, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 ✝ Guðmundur Í. Ívarsson fædd- ist í Vestur-Meðal- holtum í Flóa 18. júní 1930. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Móbergi 13. nóvember 2022. Foreldrar hans voru hjónin Ívar Helgason, bóndi í Vestur-Meðal- holtum, f. 9.2. 1889, d. 28.12. 1962, og kona hans Guð- ríður Jónsdóttir, húsfreyja í Vestur-Meðalholtum, f. á Syðri- Hömrum í Holtum 18.8. 1896, d. 14.5. 1974. Systkini Guðmundar voru Jón, bóndi í Vestur-Meðalholt- um, f. 17.2. 1924, d. 6.8. 2013, Helgi, bóndi í Vestur-Meðal- holtum, f. 31.1. 1926, d. 21.6. 2002, Sigurður bóndi, f. 8.2. 1927, d. 25.1. 1964, Sigríður, f. 23.3. 1928, d. 22.4. 1951, Helgi, bóndi á Hólum í Stokkseyrar- hreppi, f. 2.6. 1929, d. 13.2. 2009, Barnabarnabörnin eru fjögur. Árið 1982 hóf Guðmundur sambúð með Steinunni G. Björnsdóttur, f. 4.10. 1944, d. 3.7. 2004. Börn hennar: Bjarni, Björn Ingi, Sigurbergur (látinn) og Guðmundur Geir (látinn). Guðmundur ólst upp í Vestur- Meðalholtum við almenn bústörf. Snemma kom þó í ljós að hugur hans stóð ekki til bústarfa, bílar, vélar og tæki áttu hug hans all- an. Guðmundur fór ungur að heiman og sótti ýmsa vinnu á Selfossi, meðal annars var hann hestasveinn hjá Jóni Pálssyni dýralækni. Guðmundur lærði vélvirkjun og bifvélavirkjun hjá Kaupfélagi Árnesinga og lauk þaðan sveinsprófi 1957. Hann stundaði jafnframt leigubíla- akstur og var með fyrstu leigu- bílstjórum á Selfossi. 1958 keypti Guðmundur sinn fyrsta vörubíl og gekk í kjölfarið í Vörubíl- stjórafélagið Mjölni. Síðustu ára- tugina starfaði hann eingöngu fyrir Vegagerðina sem verktaki, jafnframt því að smíða yfirbygg- ingar, palla og sturtur á vöru- bíla. Útför Guðmundar fer fram í Selfosskirkju í dag, 2. desember 2022, klukkan 14. og Helga, hús- móðir í Reykjavík, f. 4.1. 1934. d. 21.12. 2007. Árið 1967 giftist Guðmundur Sess- elju Ólafsdóttur, f. 30.4. 1942. For- eldrar hennar voru Ólafur Einarsson, bóndi á Þjótanda, f. 30.6. 1902, d. 25.6. 1962, og eiginkona hans Ingileif Guðmundsdóttir, f. 5.6. 1909, d. 5.12. 1993. Þau slitu samvistir. Dætur Guðmundar og Sess- elju eru: 1) Ingunn Hulda, f. 8.7. 1961, gift Pétri Péturssyni, börn þeirra eru Bylgja Lind, Sunna Rún og Magni Þór. 2) Harpa, f. 24.4. 1968, gift Guðmundi Þór Péturssyni, börn þeirra eru Pét- ur Steinn, Diljá og Una Björk. 3) Ólöf Eir, f. 2.4. 1971. 4) Guðríður Alda, f. 25.8. 1972, börn hennar eru Ívar Örn, Katrín Erla og Kári Freyr. Ég kynntist Guðmundi Ívars- syni fyrir réttum fjörutíu árum þegar ég varð tengdasonur hans. Konan mín er elsta dóttir hans, Ingunn Hulda Guðmundsdóttir. Mér leist strax vel á manninn. Myndarlegur, hávaxinn, sterk- byggður og bar sig vel. Handtak- ið þétt og traust. Þá var hann á góðum aldri, rétt rúmlega fimm- tugur og í blóma lífsins. Með okkur tókust góð kynni og vinátta sem aldrei bar skugga á. Guðmundur var afar rólyndur og yfirvegaður og flanaði aldrei að neinu. Traustur og áreiðanleg- ur maður. Frábær verkmaður bæði á tré og járn enda menntað- ur bifvélavirki og vélvirki. Mjög röskur til vinnu og það gekk nú oft glatt þegar kappinn var kom- inn af stað í verkið. Áhugamálin voru mjög tengd ævistarfi hans. Bílar,vélar og framkvæmdir. Vegaframkvæmdir, stórar sem smáar, áttu hug hans. Eitt af hans uppáhaldsverkum var að opna Kjalveg og leiðina inn í Kerlingarfjöll, venjulegast sein- nibpartinn í júní ár hvert. Þá var hann í faðmi fjalla og öræfa í oft hálfan mánuð. Þessu verkefni sinnti hann í fjölda ára. Hann var líka sérstakur áhugamaður um bíla. Byggði palla á vörubíla, setti upp sturtubúnað á þá og sinnti alls konar viðhaldi. Toyota var bíllinn hans. Landcruiser-jeppa átti hann marga og lengi vel var bílnúmerið hans X-90. Hann fylgdist vel með stjórnmálum og hafði ákveðnar skoðanir sem hann trúði á. Ferðalög um Ísland áttu hug hans meðan heilsan leyfði. Strandirnar voru í uppá- haldi og hálendi landsins. Fór oft utan alfaraleiða og vildi kynnast landinu sínu sem best. Vetrar- ferðir í sólina fór hann nokkrar. Kanaríeyjar voru í uppáhaldi hjá honum. Hann var sólarþyrstur, elskaði að sitja í sólinni, hvort sem það var hérlendis eða utan- lands. Líkamlegt atgervi hans var mikið, geysilega sterkbyggð- ur og vel á sig kominn, gekk und- ir nafninu íslenska heljarmennið á góðum stundum á sínum yngri árum. Hann stundaði fjallgöngur og gekk oft daglega á Ingólfsfjallið þegar vel viðraði. Síðan voru það Atlas-æfingarnar að göngu lok- inni. Þegar hann var áttræður hjólaði hann frá Selfossi til Reykjavíkur og oft hjólaði hann Votmúlahringinn eins og ekkert væri sjálfsagðara, kominn á ní- ræðisaldur. Eitt sinn átti hann tíma hjá hjartalækni í Reykjavík, þá orðinn um áttrætt. Tímapönt- un hafði eitthvað skolast til þann- ig að hann hafði mætt of snemma. Til að drepa tímann á meðan þá gekk hann á Esjuna, alveg upp á Þverfellshorn. Þegar hann mætti svo til hjartalæknisins að fjall- göngu lokinni þá var læknirinn ekki alveg sáttur með þetta til- tæki hans. Guðmundur átti erfitt með að sætta sig við að verða smám sam- an undir í baráttunni við Elli kerlingu. Skildi oft ekkert í því hvað hann var að verða slappur, kominn hátt í nírætt. Ræddi þetta oft og virtist hálfhissa á þessari þróun. Hann bjó í sínu húsi og hélt heimili alla tíð fram á þetta ár. Þurfti þá að fara á hjúkrunar- heimili. Heilsan farin að bila og lífskrafturinn að dvína. Að leiðarlokum kveð ég kæran og traustan vin og þakka góðar stundir. Fjölskyldu og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Pétur Pétursson. Í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Selfosskirkju Guðmundur Ív- arsson vörubifreiðarstjóri á Sel- fossi. Hann var kominn á tíræð- isaldurinn þegar kallið kom og hafði lengst af á sinni löngu ævi notið góðrar heilsu utan síðustu áranna. Ungur að árum kynntist ég þessum nafna mínum þegar hann fór að gera hosur sínar grænar fyrir Sesselju föðursystur minni frá Þjótanda í Flóa. Mér er það minnisstætt frá þeim tíma, þegar hann kom eitt sinn að Þjótanda á rútu sem hann átti og bauð heim- ilisfólki í ökuferð um Árnesþing. Ekið var um uppsveitir sýslunnar og farið yfir Hvítárbrú við Brúar- hlöð, sem á þessum tíma var nokkuð þröng. Nafni átti það til að vera svolítill hrakfallabálkur og ekki vildi betur til en svo þeg- ar ekið var yfir að rútan lenti ut- an í brúarhandriðinu, sem kippti hurðarhúninum af í leiðinni. Þeg- ar heim var komið urðu svo ferða- langarnir að skríða út um glugga til að yfirgefa farkostinn. Áratug- um síðar var nafni aftur á ferð um þessar slóðir á rútu. Þegar Brú- arhlöð nálguðust greindi hann farþegum sínum frá því óhappi sem hent hafði hann þarna fyrir margt löngu og nú skyldi þess gætt að sú saga endurtæki sig ekki. Það fór nú samt svo að rút- an minntist við brúarhandriðið, en á gagnstæðri hlið við þá sem fékk að kenna á því í fyrra sinnið. Nafni var síðar meir oft minntur á þessar hrakfarir og tók hann því jafnan með góðlátlegu glotti. Einar faðir minn og Guðmund- ur voru báðir vörubílstjórar og voru nánir vinir meðan báðir lifðu. Þeir unnu oft á tíðum sam- an við vegagerð og upp úr 1960 keyptu þeir eina af fyrstu trak- torsgröfunum sem fluttar voru til landsins. Notuðu þeir hana til að moka á bíla sína og grafa skurði víðs vegar um Suðurland. Nafni var stundum meðal kunningja sinna kallaður Heljarmennið, enda átti hann til að nota þá nafn- gift um sjálfan sig þegar hann var búinn að fá sér í tána. En við þær aðstæður átti hann það líka til að breytast í Tarzan og þá með því- líkum tilþrifum að fyrirmyndin hefði mátt vera stolt af. Eitt sinn á góðsumarsdegi brá hann sér einu sinni sem oftar austur að Ægissíðu til að heimsækja Einar vin sinn. Við feðgar vorum að hirða heybagga þegar nafni kom og skellti hann sér í hirðinguna með okkar og þá mátti sjá bagga fljúga hátt á loft áður en þeir lentu á vagninum. Um kvöldið að loknu góðu dagsverki gerðum við okkur glaðan dag, sem endaði með því að rölt var niður á Hellu og kíkt á sveitaball. Að loknu balli var svo tölt sömu leið til baka, en þegar komið var að Rangárbrú tjáði nafni okkur feðgum að nú skyldi hann sýna okkur hreysti sína. Í sömu andrá sveiflaði hann sér yfir brúarhandrið og las sig eftir því á höndum hangandi nið- ur í átt að ánni. Tjáði hann okkur að nú sæjum við Tarzan. Karli föður mínum leist ekki á tiltækið og sagði: „Hættu þessu, Gvend- ur! Þú ert orðinn allt of gamall til að vera Tarzan.“ Á það var ekki hlustað og yfir fór kappinn og vippaði sér svo eins og gormur upp á hinn brúarendann. Ég vil við leiðarlok þakka nafna mínum fyrir samfylgdina og votta dætrum hans og fjöl- skyldum þeirra samúð mína. Guðmundur Einarsson. Guðmundur Ívar Ívarsson ✝ Guðrún Jónína Ragnarsdóttir fæddist í Reykjavík 18. október 1962. Hún lést á heimili sínu á Eyrarbakka 22. nóvember 2022. Foreldrar henn- ar voru Kristín Stefánsdóttir, f. 18.9. 1936, d. 22.3. 1983, og Ragnar H. Eiríksson, f. 4.8. 1930. Systkini hennar eru Stef- án Þ., f. 22.9. 1958, Anna Sigríð- ur, f. 31.1. 1961, og hálfbróðir samfeðra, Ragnar Heiðar, f. 30.12. 1982. Móðir hans er Hrafnhildur Baldvinsdóttir, f. 31.8. 1942. Guðrún Jónína og Þorsteinn Kragh, f. 9.5. 1961, d. 18.11. 2017, eignuðust dóttur, Krist- ínu, f. 27.3. 1986. Eiginmaður Petter Stuberg, f. 7.8. 1984. Syn- ir þeirra eru Jóhannes, f. 25.6. sem hún útskrifaðist sem grunn- skólakennari 1985. Árið 2007 lagði hún stund á viðskipta- fræðinám við HÍ. Einnig lauk hún viðbótardiplómu í djákna- námi árið 2015 við HÍ ásamt við- bótardiplómu í áfengis- og vímuefnafræðum frá HÍ árið 2017. Guðrún Jónína hóf störf sem grunnskólakennari árið 1985 í Hagaskóla. Í gegnum árin starf- aði hún sem kennari í fjölmörg- um skólum; Grunnskólanum í Vestmannaeyjum, Grunnskóla Bolungarvíkur, Vogaskóla og Hagaskóla. Árið 1998 fluttust þær Kristín til Noregs og starf- aði hún þar sem kennari í sex ár. Eftir að hún flutti aftur til Ís- lands hóf hún störf í Borgar- holtsskóla í Reykjavík og Barna- skólanum á Eyrarbakka, Stokkseyri. Um tíma starfaði hún sem áfengis- og vímuefna- ráðgjafi á Vogi. Árið 2017 hóf Guðrún Jónína störf í Sunnu- lækjarskóla á Selfossi og starf- aði þar til dauðadags. Útför Guðrúnar Jónínu fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 2. desember 2022, klukkan 14. 2007, Kristian, f. 2.6. 2011, og Einar Hjaltalín, f. 24.10. 2020. Guðrún Jónína giftist árið 1999 Håvard Kirkerud, f. 12.9. 1960, þau skildu. Árið 2006 kynntist hún eft- irlifandi eigin- manni sínum, Hall- dóri Pétri Þorsteinssyni, f. 12.10. 1956, og þau gengu í hjónaband 19.12. 2015. Sonur Halldórs frá fyrra hjónabandi er Örvar, f. 6.8. 1978, eiginkona Fríða Reyn- isdóttir, f. 3.12. 1971. Dætur þeirra eru Júlía, f. 30.4. 2005, Andrea Líf, f. 12.11. 2007, og Ísabella, f. 18.11. 2009. Guðrún Jónína útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982. Þaðan lá leiðin í Kennaraháskóla Íslands þar Það voru alltaf við tvær, ég og mamma. Ég man að ég fékk alltaf að kúra í fanginu á henni á kvöld- in og ég man hvernig hún strauk mér um ennið og söng „sofðu unga ástin mín“. Ég man þegar mamma breiddi yfir mig á kvöld- in og fór með „Faðir vorið“ með mér á hverju kvöldi þar til ég varð 13 ára. Ég man hvernig mamma greiddi hárið á mér og fléttaði á hverju kvöldi. Ég man þegar við hlupum niður í þvottahús af hræðslu og gistum úti í bíl. Ég man hvernig hún gerði það að leik svo ég yrði ekki hrædd. Ég man þegar við bjuggum á Öldugötu og hvernig hún gerði það sem hún gat til þess að veita mér betra líf. Ég man að mamma var sterkasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég man að þegar henni leið vel þá raulaði hún alltaf „Fly me to the moon“ (Frank Sinatra). Ég man eftir póstkortunum sem hún sendi mér sumarið sem hún fór á kúrs með nokkrum kennurum til Edinborgar. Ég man eftir íkorn- anum, hundinum og kanínunni sem voru á kortunum. Ég man hvernig hún vissi alltaf hver ég var og hvað ég þurfti. Ég man hvernig hún hafði alltaf róandi áhrif ef ég var reið. Ég man þegar við sungum „Welcome to the Hot- el California“ (Eagles) hástöfum á Reynimel. Ég man eftir skauta- ferðunum niður á Tjörn og ferð- irnar í ísbúðina við Melaskóla. Ég man þegar hún spurði hvort ég vildi flytja til Noregs og mér fannst það besta hugmynd í heimi. Ég man þegar við vorum að reyna að læra norsku með því að hlusta á norska tónlist og skildum ekkert nema „sukker“. Ég man þegar að við kynntumst hita, alvörurigningu, þrumum og eldingum og henni fannst það al- veg jafn spennandi og mér. Ég man þegar hún var úti í garði og gældi við blómin. Ég man hvað henni leið vel. Ég man hvað henni fannst gaman á gönguskíðum en var samt ekki vel við brekkurnar. Ég man hvað hún tók vel á móti vinum mínum og öllum þeim sem ég elskaði. Ég man hvað hún var yfir sig ástfangin af Halldóri þeg- ar þau kynntust og ég man hvað hún fann mikinn frið í þeirra sam- bandi. Ég man hvað hún var ham- ingjusöm á Eyrarbakka. Ég man eftir öllum fjöruferðunum með mömmu, strákunum og Heklu. Ég man hvað hún hjálpaði mér þegar ég var ólétt í fyrsta skipti og hélt að nú væri lífið búið. Ég man hvernig hún sagði að lífið væri rétt að byrja og að ég gæti gert allt sem ég vildi. Ég man hvað hún var stolt af mér þegar ég kláraði námið. Ég man hvað hún elskaði Jóhannesinn sinn þegar hann kom í heiminn og seinna meir Kristian og Einar Hjaltalín. Ég man hvað henni þótti vænt um Petter og norsku fjölskylduna mína og hvað henni leið vel í heimsókn hjá okkur um- kringd barnabörnunum sínum. Ég man hvað mamma var alltaf sterk kona og sigraðist á öllu mót- læti. Mamma er ekki lengur hér, en hún er alltaf með okkur. Án hennar væri ég ekki ég. Kristín Kragh. Elsku litla systir mín, Guðrún Jónína Ragnarsdóttir eða Gunsa, eins og ég kallaði hana alltaf, er fallin frá aðeins sextug eftir afar erfið árslöng veikindi. Hugurinn hverfur aftur í tímann, við ólumst upp með foreldrum og eldri bróð- ur, Stefáni, í austurbænum í Kópavogi, Snælandi. Kópavogur á þessum tíma var dásamlegur. Fullt af ungu fólki að byggja sína fyrstu eign og þar af leiðandi urmull af krökkum á öllum aldri í hverfinu. Nægt var plássið til að stússast ýmislegt enda minnti Kópavogurinn meira á sveit á þessum tíma en bæ. Tveir bóndabæir voru í hverfinu, smíðavöllur, hægt að fara á skauta í lækjum og endalaust pláss til að leika. Við vorum ekki líkar, t.d. var Gunsa alltaf að biðja um að fá að passa yngri börn en ég vildi bara leika mér. Æskan var mjög góð að flestu leyti en mamma okkar, Kristín, átti við erfið andleg veik- indi að stríða. Var lögð inn á sjúkrahús í nokkurn tíma og þá varð hálfgerð upplausn á heim- ilinu: Ég skellti glerhurð á Gunsu þannig að hún fékk stóran skurð rétt fyrir ofan auga, Stefán bróðir fiktaði við loftbyssu og slasaði sig á hné, endalaus karamellugerð og ég veit ekki hvað, skil ekki hvern- ig pabbi fór að. Gunsa systir var bráðgreind, alger stærðfræðihaus. Hún gekk menntaveginn og rúllaði náminu upp. Hún var kennari mestan part starfsævinnar og kenndi að- allega raungreinar á unglinga- stigi. Örugglega ekki léttasti hóp- urinn að kenna en hún var mjög farsæl í starfi og lynti vel við ung- linga, var stolt af sínum nemend- um og fylgdist með þeim eftir að skólagöngu þeirra lauk. Á erfið- um tíma í mínu lífi reyndist Gunsa mér afar vel þegar hún setti skrifstofutækninám fyrir mig á vísaraðgreiðslur, er ég henni ævinlega þakklát. Við fylgdumst mikið að syst- urnar, studdum hvor aðra þegar eitthvað bjátaði á, oftast mjög nánar en mismikið þó á tímabil- um. Við hittumst oft um jólin í smákökubakstri, eyddum saman jólum, tókum saman slátur, því- líkt myndarlegar húsmæður. Þegar Kristín dóttir hennar var tólf ára dró ástin Gunsu til Noregs þar sem hún átti nokkur mjög góð ár, Hún lærði norsku eins og innfædd og fór fljótlega að kenna þar á norsku. Kristín ílent- ist í Noregi og býr þar nú ásamt eiginmanni og þremur sonum. Ég fór til Noregs sumarið sem Gunsa gifti sig og við áttum mjög góðan tíma saman, þar fengu grænu fingurnir hennar svo sannarlega að blómstra sem svo héldu áfram að blómstra eins og ástin eftir að hún flutti á Eyrarbakka með hon- um Halldóri Pétri sínum sem hún kynntist fljótlega eftir að hún kom aftur heim. Hann er búinn að vera eins og klettur í veikindum hennar, algerlega ómetanlegur. Þau áttu gott líf saman á Eyrar- bakka með Lúlla og Heklu, hund- unum sínum, en bara allt of stutt. Ég veit að elsku Gunsa er núna komin til hennar mömmu okkar sem lést aðeins 46 ára gömul. Þær una sér vel í Sumarlandinu enda voru þær mjög nánar og Gunsa verður jarðsett hjá mömmu í Fossvogskirkjugarði. Hvíl í friði. Þín stóra systir, Anna Sigríður (Anna Sigga). Guðrún eða Nína, eins og hún var kölluð, góð, lífsglöð og hjartahlý kona er gengin, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Það er huggun harmi gegn að nú er hún laus við þraut og sárs- auka sem svo sannarlega var mik- ill síðustu misserin. Hún tók erfiðleikum og sárs- auka veikindanna af ótrúlegum styrk og þrautseigju. Nákomnum var ljóst að efst í huga hennar var að aðrir þyrftu ekki að hafa af sér áhyggjur, fyrirhöfn eða mæðu. Hún valdi að kveðja á fallegu heimili sínu með dyggri aðstoð og stuðningi eiginmannsins og dótt- ur. Það er ekki auðvelt að lýsa stórbrotinni manneskju eins og Nínu, til þess hafa mörg þau orð sem nota mætti verið ofnotuð og verðfelld og ég er langt frá því nógu snjall eða nákominn til að nota réttu orðin. Í mínum huga er minningin um Nínu fyrst og fremst minning um mannvin og þrautseigan eldhuga sem aldrei unni sér hvíldar né lét undan ef berjast þurfti fyrir rétti þeirra sem á aðstoð þurftu að halda. Hún tókst sjálf á við stór og erfið verkefni sem langan tíma tók að sigrast á, en með aðstoð eiginmanns sem studdi hana og hvatti hafði hún betur að lokum. Heimili þeirra hjóna á Eyrar- bakka ber einkenni vandaðs list- ræns og vel útfærðs stíls og ljóst að „fagurkerar“ ráða þar ríkjum. Það var einstaklega áreynslu- laust og notalegt að eiga þar stundir og njóta sem voru allt of fáar. Nína var kennari og gerði eins og hún gat til að gera heiminn ögn betri og mun því að sönnu verða hluti hans áfram. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Nínu og fá að hafa hana með mér áfram í minningunni, hlýja, sanngjarna og velviljaða. Hvað svo sem það er þetta sem hugsar, skilur, vill og framkvæmir, þá er það himneskt og guðlegt og þess vegna hlýtur það óhjákvæmilega að vera eilíft. (Cicero.) Eftirlifandi eiginmanni Hall- dóri Pétri Þorsteinssyni, dóttur, öðrum ættingjum og vinum, votta ég mína dýpstu samúð. Guðjón E. Ólafsson. Guðrún Jónína Ragnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.