Morgunblaðið - 02.12.2022, Page 19

Morgunblaðið - 02.12.2022, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022 ✝ Jóhannes Guð- mundsson fæddist 18. desem- ber 1931 á Sauð- árkróki. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vestur- lands Hvamms- tanga 19. nóvem- ber 2022. Foreldrar Jó- hannesar voru El- ín Hermannsdóttir frá Hofsósi, f. 1903, d. 1982, og Guðmundur Jóhannesson frá Móbergi í Langadal, f. 1904, d. 1981. Nokkura mánaða gömlum var Jóhannesi komið í fóstur hjá Hólmfríði Helgadóttir, f. 1886, d. 1966, og Einari Jó- hannssyni, f. 1877, d. 1981, bónda og bókbindara í Mýr- arkoti í Höfðahreppi. Albróðir Jóhannesar var Jón Helgi, f. 1935, d. 2016. Auk þess eignaðist Jóhann- es sex hálfsystkin sammæðra og 15 hálfsystkin samfeðra. Jóhannes giftist 31.12. 1955 Sigrúnu Jóneyju Björns- dóttur, f. 18.6. 1933, d. 10.5. 2021. Foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir, f. 1892, d. 1972, og Björn Jósefsson, f. 1896, d. 1971, frá Hrapps- stöðum í Víðidal. Börn Sigrúnar og Jóhann- esar eru: 1) Óskar Sveinbjörn, f. 1954. Maki Rósa Stefáns- dóttir, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Elsa R., f. 1976. Eigin- maður Birgir Jónsson, f. 1970. b) Eva Sigrún, f. 1981. Sambýlismaður Einar Krist- jánsson, f. 1980. c) Stefán Örn, f. 1987. Sambýliskona Erna Arnardóttir, f. 1989. 2) Elísabet, f. 1955. Maki Sigfús Þráinsson, f. 1954. Sonur þeirra er Sigfús, f. 1976. 3) Jóhannes Rúnar, f. 1960. Sambýliskona Guðrún Mar- grét Birkisdóttir, f. 1967. Börn Jóhannesar og Sigríðar Nönnu Egilsdóttur, f. 1966, eru: a) Sig- rún Ósk, f. 1990. Sambýlismaður Þórir Bergsson, f. 1988. b) Egill Árni, f. 1994. 4) Baldvin Þór, f. 1960. Sambýlis- kona Sigríður Sig- mundsdóttir, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Daníel Örn, f. 1992. Sambýlis- kona Brynja Rúnarsdóttir, f. 1994. b) Marta Sif, f. 1998. c) Sonur Baldvins og Sigur- bjargar I. Magnúsdóttur, f. 1960, er Elías Ásgeir, f. 1982. Maki Elíasar er Karen Erlingsdóttir, f. 1980. 5) Berglind, f. 1971. Synir Berglindar og Rögnvaldar S. Hilmarssonar, f. 1963, eru: a) Hilmar Snorri, f. 1993. Sam- býliskona Írena Birta Gísla- dóttir, f. 1998. b) Jóhannes, f. 1996. Sambýliskona Mómey Ruth Ketmanee Torfadóttir, f. 1998. c) Sindri Snær, f. 2000. d) Dóttir Berglindar og Þor- bergs Friðrikssonar, f. 1973, er Andrea Líf, f. 2009. Langafabörnin eru 15 tals- ins. Skólanám Jóhannesar var lítið, aðallega heima- og fjar- kennsla. Um fermingu yfirgaf hann heimahagana og fór suð- ur. Hann sinnti ýmsum störf- um sem ungur maður en lengst af starfaði hann við sitt eigið fyrirtæki á sviði inn- flutnings og innrömmunar. Hann undi sér best úti í náttúrunni þar sem hann sinnti einnig sínum helstu áhugamálum og þá aðallega ljósmyndun. Útför Jóhannesar fer fram frá Víðidalstungukirkju í Víði- dal í dag, 2. desember 2022, klukkan 13. Það er endir á öllu. Faðir minn sem lærbrotnaði í byrjun október sl. hafði beðið eftir mati á heilsu sinni til að komast inn á heilbrigðisstofnun þar sem ég taldi víst að hann myndi dvelja til margra ára. Við höfð- um rætt það að hann yrði ef- laust að minnsta kosti 100 ára, sem hann dró þó í efa, en margir í hans föðurætt náðu háum aldri. Óhappið dró hins vegar dilk á eftir sér. Vegir liggja til allra átta, koma víða við í leik og starfi, í blíðu og stríðu. Leið foreldra hans lá ekki saman en pabbi átti einn al- bróður og fjölmörg hálfsystkini í báðar ættir. Nokkurra mán- aða gamall var pabbi settur í fóstur til Einars Jóhannssonar og Hólmfríðar Helgadóttur í Mýrarkoti á Höfðaströnd í Skagafirði þar sem hann undi hag sínum vel og minntist þar góðra tíma og hélt hann alltaf sambandi við þau. Það markaði þó pabba alla tíð að vera ekki í sambandi við blóðfjölskyldu sína. Í minni æsku var þó sam- band við Dísu hálfsystur hans frá Sjólyst í Grindavík. Seinna náði pabbi sambandi við móður sína á Hofsósi ættaða úr Fljót- unum og var það honum skilj- anlega mikilvægt. Sem unglingur fór hann að vinna fyrir sér með hinum ýmsu störfum til sveita. Pabbi gerðist líka ráðsmaður á nokkr- um góðum kúabúum á yngri ár- um, meðal annars Breiðabóls- stað í Fljótshlíð, Viðey, Blika- stöðum og Laugarvatni. Síðar reyndi hann fyrir sér stuttlega sem bóndi á Álftanesi á Mýrum og síðan á Syðstu-Grund undir Eyjafjöllum. Hann starfaði einnig sem bílstjóri og við bíla- réttingar um tíma. Hans að- alstarfsferill var við innrömm- un og innflutning á rammalistum hjá Rammavali sem hann stofnaði og rak í ára- tugi. Hann þótti vandvirkur og handlaginn. Pabbi kom víða við í áhuga- málum og þar mætti helst nefna skotveiði, útskurð, mynd- list, ættfræðigrúsk, harmon- ikkuleik og hina ýmsu útivist, m.a. stundaði hann skauta og skíði ásamt okkur systkinunum. Lengi var hann einnig með skrautfiska en fyrst og síðast var það hinn mikli ljósmyndaá- hugi sem fylgdi honum alla tíð. Minnist ég margra ferða með honum þar sem við fórum ým- ist á myndlistarsýningar eða í ljósmyndatúra þar sem við höfðum báðir okkar hugmyndir um myndefni og myndatöku. Pabbi hafði líka gaman af mönnum og málefnum og var óhræddur við að segja sínar skoðanir, sem gat fallið misvel, var næmur á hlutina og tilfinn- ingaríkur, ásamt því að fara oft sínar eigin leiðir. Eftir að mamma lést í maí í fyrra fór að halla undan fæti hjá pabba og hann fór að láta á sjá, sérstaklega síðustu mán- uðina. Eftir óhappið var ljóst í hvað stefndi. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka kærlega starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestur- lands á Akranesi og á Hvammstanga fyrir frábæra umönnun. Þá vil ég þakka sérstaklega Halldóri, Hjalta, Systu og Kristjáni fyrir ykkar hjálp og góðmennsku. Elsku pabbi, hinsta kveðja til þín frá okkur fjölskyldunni. Óskar. Jóhannes Guðmundsson ✝ Finnbogi Geir Guðmundsson fæddist á Hvoli í Innri-Njarðvík 4. október 1937. Hann lést 16. nóv- ember 2022 á hjúkrunarheim- ilinu Sæborg á Skagaströnd. Foreldrar hans voru Guðmundur Alfreð Finn- bogason frá Tjarnarkoti, Innri- Njarðvík, f. 8.11. 1912, d. 19.4. 1987, og Guðlaug Ingveldur Bergþórsdóttir frá Suðurgarði í Vestmannaeyjum f. 18.11. 1908, d. 4.4. 1985. Systkini Finnboga: Óskírður drengur, f. 22.11. 1933, d. 27.3. 1934, Stef- anía f. 28.10. 1934, d. 1.8. 2018, Vestmannaeyjum og síðar skip- stjórnarréttindum á 30 tonna bát. Finnbogi stundaði snemma vinnu bæði á sjó og landi. Hann starfaði aðallega við sjó- mennsku og fiskvinnslu m.a. á Austfjörðum og í Vestmanna- eyjum. Hann starfaði svo í mörg ár sem háseti á milli- landaskipum /farskipum hjá Víkurskipum og sigldi þá víða um lönd. Árið 1990 hóf hann eigin rekstur með smábát og stundaði þá útgerð í nokkur ár. Eftir það starfaði hann víða um landið við fiskvinnslu og önnur tilfallandi verkamannastörf. Hann bjó lengi vel í Kópavogi en fluttist síðar út á land og bjó m.a. í Búðardal og á Ak- ureyri. Frá því snemma árs 2021 dvaldist hann á hjúkrun- arheimilinu Sæborg á Skaga- strönd. Útför hans fer fram í dag, 2. desember 2022, í Hólaneskirkju á Skagaströnd og hefst athöfn- in klukkan 14. Guðbjörg Edda, f. 20.1. 1936, d. 24.5. 2019, Laufey Ósk, f. 10.9. 1940, d. 30.10. 2019, Jón Björgvin, f. 16.12. 1941, d. 27.4. 1942, og Jón Már, f. 16.8. 1943, d. 5.8. 2022. Finnbogi ólst upp á Hvoli í Innri- Njarðvík en fór ungur á sumrin til Vestmannaeyja og dvaldist þar hjá móðurfjölskyldu. Eftir barnaskóla stundaði hann nám í Héraðsskólanum á Laugar- vatni. Var svo hjá KÁ á Sel- fossi, stundaði nám í pípulögn- um á Selfossi og lauk sveins- prófi 1963-1964. Hann lauk síðar vélstjórnarnámskeiði í Nú hefur hann Bogi, elskulegi föðurbróðir minn, kvatt okkur. Minningarnar sem koma upp um Boga eru hvort tveggja, hjúpaðar mikilum hressleika og kátínu, en einnig mikilli rósemd og yfirveg- un. Elsku Bogi minn! Það gat oft verið glatt á hjalla þegar þú greipst í gítarinn þegar ég og bróðir minn vorum í pössun hjá þér í kringum 1990. Sem barn var svo gaman að upplifa hvað þú áttir oft auðvelt með að vera þessi gleðigjafi í af- mælum, veislum eða jafnvel á ferðalögum en þau voru nokkur ferðalögin um landið sem þú komst með okkur fjölskyldunni minni í. Einnig fylgdi þér alltaf ákveðin gleði og hressleiki þér þegar þú kíktir í heimsókn í sveit- ina mína í Dölunum. Húmorinn og hláturinn á þess- um góðu stundum er heldur bet- ur eftirminnilegur! Svo þegar við horfðum á fót- boltann saman en þú varst harð- ur stuðningsmaður ÍBV og Man- chester United. Þá gat innlifunin verið mikill og heitt varð í hamsi en svo hlegið að öllu saman eftir á! Á rólegri stundum gastu spilað ólsen ólsen við okkur krakkana tímunum saman, teflt við okkur eða farið með okkur í langar sundferðir, líkt og tíminn væri ekki til. Þá var ekkert verið að flýta sér. Stundum gerðirðu þér ferð úr Kópavoginum inn í Hafn- arfjörðinn til að fara með mig og bróður minn í laugina! Um árabil bjóstu í Fífuhvamm- inum í Kópavogi, á efri hæðinni í tvíbýlishúsi og Stella frænka, systir þín, bjó á neðri hæðinni. Þvílíkt sem það gat verið gaman að heimsækja bæði Stellu og Boga í einni ferð! Bæði svo hjarta- hlýjar og indælar manneskjur! Já þær eru svo margar minn- ingarnar að þær verða ekki allar taldar upp hér. En að lokum verð ég að minnast á Guð. Guðsmaður varstu mikill eins og margra sjó- manna var siður. Ég veit að trúin og bænirnar voru þér hvort tveggja í senn, lífsfylling og hald- reipi þegar gaf á bátinn. Því er mér svo hlýtt í hjartanu að vita að þegar þú kvaddir á hinu indæla dvalarheimili Sæborg á Skagaströnd, að þá var prestur hjá þér að fara með Guðs orð. Já hann elskulegi Guð okkar er svo sannarlega alltaf nálægur Guðs- mönnum og öllum hinum líka! Takk fyrir allt elsku Bogi frændi. Finnbogi Þorkell Jónsson Þá er hann Bogi frændi búinn að kveðja okkur eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Það rifjast upp margar skemmtilegar minningar um góð- an frænda og þá ekki síst þegar hann var í essinu sínu á árum áð- ur. Bogi kom t.d. með okkur fjöl- skyldunni í eftirminnileg ferðalög um landið á árunum 1986-1989 en upp úr standa þó ótal heimsóknir til Boga í Fífuhvamminn í Kópa- vogi um og upp úr 1990, þar sem maður gat dvalið heilu helgarnar. Þá var gjarnan gripið í gítarinn, spilaður ólsen, tefldar óteljandi skákir, horft á fótbolta og hvað við gátum hlegið endalaust. Óteljandi voru svo allar sundferðirnar, jafn- vel tvisvar á dag. Þannig var ávallt gaman hjá okkur frændum, þetta voru skemmtilegir tímar og eftirminnilegar samverustundir sem urðu mjög margar í gegnum árin – enda gat maður oft kíkt til Boga með engum fyrirvara. Hann kom líka oft sjálfur við hjá okkur í Hafnarfirðinum og stoppaði þá stundum lengi. Við héldum svo alltaf reglulegu og góðu sambandi eftir því sem árin liðu, hringd- umst oft á, hittumst öðru hverju og fórum jafnvel líka í styttri ferðalög saman um landið. Í nokk- ur skipti heimsótti ég líka Boga þar sem hann bjó úti á landi hverju sinni. Í gegnum árin héld- ust því ávallt sterk og traust bönd. Bogi var umfram allt drengur góður og þótt lífið hafi stundum ekki verið sléttur sjór hafði Bogi húmor sem hann taldi sjálfur afar mikilvægt. Hann hafði gaman af því að gantast og sprella, var þannig barngóður og gat gefið af sér heilmikið. Oft hélt hann uppi fjöri með spili og söng, t.d. í af- mælum eða á jólunum sem hann varði stundum með okkur. Þess á milli tók hann það oft rólega, lagði kapal eða leit í blöðin. Síðustu árin fór að halla undan fæti, heilsunni hrakaði og nú síð- ast þegar ég heimsótti hann tví- vegis í sumar var nokkuð ljóst í hvað stefndi. Það er því með söknuði sem ég kveð Boga. Minningarnar um góðan frænda og óteljandi skemmtilegar samverustundir munu ávallt lifa. Hvíldu í friði Bogi frændi minn. Hann situr við gluggann gamall maður gengið dagur hefur tímans til Um hug hans flæðir fljót af orðum sem finna ekki skáldið sitt Í hrauninu svipir hins liðna líða látnir vinir stoppa um stund Og augu hans virðast vakna til lífsins þegar vofurnar hverfa á hans fund Um Herdísarvíkina vængstýfður situr völdum rúinn einn og sér Í Herdísarvík heyrist vængjaþytur vængjaþytur þegar skyggja fer (Bubbi Morthens) Karvel Aðalsteinn Jónsson. Finnbogi Geir Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ELLERT KÁRASON, Austurbyggð 17, Akureyri, lést miðvikudaginn 16. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásta L. Pálsdóttir Baldur Ellertsson Páll Á. Ellertsson Hallur Á. Ellertsson Kári Ellertsson Aldís B. Arnardóttir Ólöf Ellertsdóttir Þorvaldur Örlygsson og afabörnin öll BJÖRG EINARSDÓTTIR rithöfundur, er látin. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 20. desember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Guðmundur Ingi Haraldsson Bjarnfríður Guðmundsdóttir Einar Hrafnkell Haraldsson Guðrún Sigurjónsdóttir María Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT ANDRÉSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn laugardaginn 26. nóvember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. desember klukkan 13. Fjölskyldan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Seltjarnar. Guðrún Benediksdóttir Halldór Jónsson Árni Hjaltason Auður Benediktsdóttir Guðni Karl Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINAR BALDURSSON, Áshlíð 14, Akureyri, lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn 19. nóvember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Heiðbjört Svala Unnur Björk Ásdís Matthildur David Heath afa- og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, GUÐNÝ MAREN HJÁLMARSDÓTTIR, Klapparbraut 10, Suðurnesjabæ, lést fimmtudaginn 24. nóvember á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að einlægri ósk hennar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar fyrir einstaka umönnun og umvefjandi hlýju. Burkni Dómaldsson Elva Björk Gunnarsdóttir Silja Rut Ragnarsdóttir Bjarni Andrés Arason Brynjar Freyr Burknason Árný Jensen Freyja Ösp Burknadóttir Elmar Diego Burkni Dagur Burknason Kristín Arna Hjaltadóttir barnabörn og langömmubarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.