Morgunblaðið - 02.12.2022, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
✝
Katrín Mar-
grét Ólafs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 21.
febrúar 1942. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 18. nóvem-
ber 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Gréta Sig-
urborg Guðjóns-
dóttir verslunar-
kona, f. 4.11. 1910 í Reykjavík,
d. 22.5. 1993, og Ólafur Haf-
steinn Einarsson kennari, f.
1.8. 1908 í Reykjavík, d. 16.10.
1988. Systkini Katrínar Mar-
grétar eru Elín G., fv. borg-
arfulltrúi, kennari og skóla-
stjórnandi, f. 28.11. 1933, d.
2.1. 2015, Edda Sigrún lög-
maður, f. 17.4. 1936, d. 13.3.
2017, og Guðjón Eiríkur,
fræðslustjóri og sérkennslu-
fræðingur, f. 10.4. 1945.
Katrín Margrét giftist 12.7.
1963 Matthíasi Matthíassyni
skipstjóra, f. 29.4. 1943.
Börn Katrínar og Matthías-
ar eru: 1) Gréta náms- og
starfsráðgjafi, f. 15.4. 1964,
gift Gunnari Gunnarssyni tón-
listarmanni. 2)
Matthías fram-
kvæmdastjóri, f.
26.9. 1966, í sam-
búð með Helen
Neely fjárfesti. 3)
Guðríður flug-
freyja, f. 24.7.
1971, í sambúð
með Sigurði Ein-
ari Sigurðssyni
flugmanni.
Katrín Margrét
lætur eftir sig átta barnabörn,
þau Birtu, Heiðdísi, Katrínu
Sól, Matthías Knút, Ólaf Hauk,
Markús Mar, Steinar Kára og
Fönn; og þrjú barnabarnabörn,
Jón Gunnar, Birki Kára og
Katrínu Kríu.
Katrín Margrét gekk í Leik-
listarskóla Reykjavíkur og
lauk prófi þaðan 1963 og
stundaði endurmenntun hjá
Leiklistarskóla Íslands árið
1978. Hún starfaði lengi hjá
RÚV við textavélritun, starfaði
í Útvegsbanka Íslands og á
Landakoti sem meðferðar-
fulltrúi.
Jarðarför Katrínar Margrét-
ar fer fram frá Guðríðarkirkju
í dag, 2. desember 2022, kl.15.
„Bless ástin mín, farðu varlega
og passaðu þig“ voru oft kveðju-
orð mömmu. Elsku mömmu okk-
ar, sem gaf okkur svo ótal margt.
Við munum hana sem einstaklega
næma, hjartahlýja og hugmynda-
ríka. Hún fann upp á svo mörgu
skemmtilegu og það má með
sanni segja að hún hafi farið
ótroðnar slóðir í mörgu. Fór með
okkur í ímyndunarleiki þar sem
slegið var í silfurfat með priki og
galdraði okkur inn í ævintýri.
Enda var mamma leikkona sem
hafði ástríðu og áhuga fyrir leik-
húsi. Hún sendi okkur með vasa-
ljós í skólann þegar það var
dimmt og skapaði kósístundir
þegar heim var komið. Henni var
svo annt um okkur og allt sitt fólk
og gerði allt sem í hennar valdi
stóð til að vernda okkur öll og
gera lífið ævintýri líkast. Mamma
skapaði margar hefðir sem okkur
eru mjög kærar. Við fengum
einnig tækifæri til að ferðast víða
með þeim mömmu og pabba og
alltaf var til staðar gleði og þrá
eftir að skoða og skapa. Þetta var
fyrir okkur ómetanlegt veganesti
út í lífið. Mamma var frumkvöðull
og frumleg í svo mörgu. Hún fór
út að hlaupa á áttunda áratugn-
um og horft var á hana sem stór-
undarlega, hún kallaði það að fá
sér frískt loft og láta hjartað
pumpa. Hún var mikið náttúru-
barn og elskaði ferska loftið og
hreifst með, dáðist að og tók eftir
hinu smáa; fallegum steinum og
sá ævintýrin í skýjunum. Mamma
hafði alla tíð áhuga á tísku og að
klæða sig fallega. Oftar en ekki
fór hún ótroðnar slóðir í því. Allt-
af svo töff og smart, með blómin
sín í hárinu. Það er lýsandi fyrir
mömmu að hún fór í hárgreiðslu
tveim dögum áður en hún dó, þá
mikið veik, og fór svo í hamingju-
búðina á Grund og keypti sér
peysu. Heimili hennar og pabba
var alla tíð listrænt og fallegt og
hafði hún mikið yndi af að búa til
fallega stemningu í kringum sig
og okkur. Mamma og pabbi voru
samstiga hjón sem elskuðu hvort
annað. Þau höfðu bæði mikinn
áhuga á listum og menningu,
þræddu listasöfn og sýningar
hérlendis og erlendis og fóru á
djasshátíðir og tónleika. Drógu
hippahúsið sitt (fellihýsi) á eftir
sér og nutu þess að vera saman í
Hosíló, litla fallega sumarbú-
staðnum sínum við Þingvallavatn.
Þau stigu lífsdansinn saman af
mikilli fegurð og ást. Barnabörn-
in voru mömmu einkar kær og
dýrmæt. Hún lagði sig eftir því að
leika við þau og skapa hefðir og
stemningu fyrir þau. Hún bakaði
t.d. alltaf sírópskökur fyrir jólin,
las jólasögu og spilaði alltaf sömu
jólaplötuna.
Mamma greindist með parkin-
sons eða pestina eins og hún kaus
að kalla sjúkdóminn. Hún var
æðrulaus og ótrúlega dugleg að
lifa með sjúkdómnum. Hún var
heima í pabba fangi fram á vorið
2022. Saman tókust þau á við lífs-
ins verkefni og pabbi stóð sig
ótrúlega vel í að hugsa um
mömmu. Fyrir það erum við
þakklát. Mamma dvaldi á Grund
síðasta hálfa árið og talaði um að
hún væri á „Hilton“; gerði alltaf
gott úr öllu og snerti við öllum
sem um hana sáu á þessum tíma.
Hún var komin aftur í besta Vest-
urbæinn sinn og elskaði að kom-
ast út og ganga í gegn um
„bakkó“ og skoða sínar æskuslóð-
ir á Ljósvallagötunni. Við systk-
inin viljum þakka starfsfólki
Grundar fyrir einstaka umönnun
og hlýju. Lífið verður litlausara
og fátæklegra án mömmu. Við
munum halda minningu hennar á
loft með því að halda áfram að
skapa ævintýri og lifa fallega. Líf-
ið er ævintýri – takk fyrir allt,
mamma okkar besta. Við elskum
þig.
Gréta, Matthías (Matti)
og Guðríður (Gurrý).
Elsku amma okkar! Amma
Dadý! Amma Ó-ó!
Það er svo óskaplega sárt að
horfa á eftir þér. Tómarúmið sem
þú skilur eftir verður aldrei hægt
að fylla.
Við systurnar erum samt svo
óendanlega þakklátar fyrir minn-
ingarnar sem við eigum um þig
og við munum að eilífu búa að
þeirri takmarkalausu ást sem þú
barst til okkar. Ástinni sem þú og
afi eigið og báruð hvort til annars,
til allra í fjölskyldunni og til alls
lífsins.
Þú varst nefnilega þannig. Þú
varst full af ást, gjafmildi og
væntumþykju, og við fengum svo
sannarlega að njóta hennar.
Þú varst frábær amma. Frekar
skrítin og dálítið óvenjuleg, en
það var líka eins gott því „hver
vill eiginlega vera venjulegur?!“
sagðir þú stolt.
Auðvitað eru allar ömmur ein-
stakar en þú varst eitthvað ann-
að! Alltaf svo hlý, svo einlæg og
skilningsrík. Þú hafðir svo ósvik-
inn áhuga á öllu sem við gerðum,
varst okkar helsti aðdáandi og að-
al-peppari. Til dæmis áttirðu það
til að hjóla borgina þvera til þess
að heilsa upp á okkur og verða
vitni að misáhugaverðri sumar-
vinnu og tilbúin að hrósa okkur
fyrir minnsta „afrek“. (Grænmet-
inu var áberandi vel raðað í Krón-
unni þarna á tímabili.)
Stoltust af öllum settirðu dans-
myndböndin af okkur á YouTube,
og deildir þeim svo á Facebook,
sem og ófáum statusum af mis-
merkilegum áföngum í lífi okkar
barnabarnanna.
Við erum svo þakklátar fyrir
hvernig þú áttir alltaf tíma fyrir
okkur. Þú gafst þér tíma til að
sitja með okkur og hlusta. Setja
þig inn í allt sem vorum að takast
á við, og reyna að skilja. Hjá þér
mættum við alltaf öryggi og
hlýju. Það verður seint hægt að
toppa það hvernig þú árvökul
fylgdist með okkur og passaðir
áður en við höfðum nokkurt vit
sjálfar. Tókst varla af okkur aug-
un, en það er einmitt ástæðan fyr-
ir því að þú fékkst gælunafnið
Amma Ó-ó. Okkur skilst að það sé
frekar óalgengt að börn séu látin
vera með hjólahjálm innandyra
til að forða þeim frá tjóni.
En svona varstu líka fyndin og
skemmtileg! Full af gleði og ham-
ingju og alltaf tilbúin til að leika
við okkur í hinum ýmsu ímynd-
unarleikjum og lenda með okkur í
ævintýrum. Knúsaðir okkur svo,
baðst um eina kinn til að kyssa og
sagðir svo: „Þetta er best í
heimi!“
Þú hafðir ógleymanlega út-
geislun, og auga fyrir öllu sem
var fallegt. Þú varst alltaf svo
smart og mikil skvísa. Í fallegum
fötum með blóm í hárinu. Umvaf-
in fallegum hlutum og listaverk-
um. Heimilið ykkar afa er ekki
bara fyllt af ást og væntumþykju,
heldur líka bara svo mikilli fegurð
og birtu.
Við munum sakna þín að eilífu
og búa að ástinni sem þú gafst
okkur.
P.s. Við lofum að kjósa skrítn-
asta Eurovision-lagið fyrir þig.
Þínar
Heiðdís, Birta og
Katrín Sól, Grétu-
og Gunnarsdætur.
Amma lumaði alltaf á góðgæti
handa okkur og átti alltaf eitt-
hvað gott til í skúffunni sinni og
gaf sig ekki fyrr en við vorum
búnir að fá okkur og helst taka
með okkur eitt prins póló í nesti. Í
hanskahólfinu í bílnum voru
brjóstsykursmolarnir síðan alltaf
á sínum stað.
Amma spilaði á gítar og söng
alltaf fyrir okkur þegar við kom-
um í heimsókn og svo þegar hún
hafði ekki heilsu til að spila þá bað
hún okkur að lesa fyrir sig upp úr
ljóðabókum og hafði mest gaman
af ýmsum gömlum gamanvísum
úr litlu rauðu ljóðabókinni sinni.
Amma gerði besta rækjusalat í
heimi og sama hvað mamma
reyndi var það aldrei alveg eins
og hjá ömmu og afa.
Við bjuggum lengi erlendis og
hittum ömmu því bara um jól og á
sumrin þegar við komum til Ís-
lands en amma og afi komu líka í
heimsóknir til okkar og eigum við
margar góðar minningar tengdar
þeim heimsóknum. Eftir að við
fluttum heim hittum við ömmu
reglulega og búum við að því og
þykir vænt um allar fallegu minn-
ingarnar um ömmu.
Við kíktum oft í heimsókn til
ömmu og afa í Hosíló, litla krútt-
lega bústaðinn þeirra, enda var
bústaðurinn okkar nánast við
hliðina á þeim. Eftir veiðiferðir á
bátnum komum við alltaf við,
sýndum þeim aflann og gáfum afa
og ömmu ferska bleikju. Í Hosíló
var amma með fallega steinasafn-
ið sitt og þótt steinarnir væru
nánast óteljandi margir þá átti
amma minningar og gat sagt okk-
ur skemmtilegar sögur um hvern
og einn einasta, hvar hún fann þá,
hvernig veðrið og jafnvel himinn-
inn var, marga þeirra hafði hún
flutt með sér heim frá útlöndum.
Amma var einstök kona, hún
var svo jákvæð og dugleg að
hrósa okkur, alveg sama hversu
litlu eða miklu okkur fannst við
hafa áorkað. Hún hafði alltaf
endalausa trú á okkur, alveg
sama hvað við tókum okkur fyrir
hendur, og hvatti okkur áfram í
því, hún lagði bara upp úr því að
okkur liði vel. Amma var bara
þannig að manni leið alltaf vel í
hennar nálægð; alveg sama hvað
gekk á þá var amma alltaf jafn
hjartahlý góð og jákvæð við okk-
ur strákana og svo var hún alltaf
svo flott og töff til fara.
Þegar við vorum að koma úr
heimsókn til ömmu og afa á
Kristnibrautina þá stóð hún alltaf
úti í glugga og veifaði okkur þeg-
ar við keyrðum niður götuna
fram hjá húsinu þeirra afa og eig-
um við alltaf eftir að horfa upp í
gluggann hennar þegar við keyr-
um þennan veg, horfa í gluggann
og hugsa fallega til ömmu.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú hefur gefið okkur og
kennt í gegnum ævina. Að vera
jákvæðir og góðir við allt og alla,
finna gleði og hamingju í litlu
hlutunum, til dæmis hjartalaga
steinum sem við finnum niðri í
fjöru, og fylgja hjartanu í einu og
öllu.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Þínir ömmustrákar,
Matthías (Matti) Knútur,
Ólafur (Óli Haukur) og
Markús Mar.
Elsku hjartans fallega og ynd-
islega Dadý frænka, móðursystir
okkar, er búin að kveðja þessa
jarðvist. Það er óraunverulegt að
hún skuli ekki lengur vera á lífi
með sitt yndislega bros, hlýju og
dásamlegu nærveru. Það eru fáar
manneskjur sem búa yfir öllum
þeim yndisþokka og fegurð sem
hún Dadý bjó yfir. Hún var alltaf
svo fögur að hún minnti helst á
Hollywood-kvikmyndastjörnu.
Dadý var líka alltaf sú flottasta í
klæðaburði og bar af alls staðar
þar sem hún kom. Svo var hún
líka svo rómantísk. Síðustu árin
hennar þegar hún þurfti að nota
göngugrind vegna parkinsons-
veiki gerði hún til dæmis göngu-
grindina töff með bleikum blóm-
um og skrauti því Dadý varð
alltaf að hafa allt fallegt í kring-
um sig og þá var göngugrindin
engin undantekning. Og heimili
hennar var alveg einstaklega fal-
legt og listrænt með ótal mál-
verkum á öllum veggjum eftir
alla helstu listmálara landsins.
Þar voru þau hjónin Dadý og
Matti samstiga og söfnuðu list til
þess að auðga andann og njóta í
hversdeginum.
En Dadý var ekki bara falleg
að utan. Hún var alveg einstak-
lega yndisleg manneskja, hlý og
nærgætin, skemmtileg og eld-
klár. Það var alltaf gaman að
koma heim til hennar, því hún
fylgdist vel með og þar á meðal í
listaheiminum og hún spilaði iðu-
lega meðal annars jazztónlist sem
var sameiginlegt áhugamál
þeirra hjóna.
Dadý lét alltaf öllum líða vel í
kringum sig og lagði sig fram um
það, þannig að eftir var tekið.
Dadý frænka hreinlega lýsti upp
sitt nánasta umhverfi með sinni
dásamlegu nærveru. Mikið sem
við munum sakna hennar.
Innilegar samúðarkveðjur,
elsku Matti, Gréta, Gurrý, Matti
yngri, tengdafólk og öll barna-
börnin og langömmubörnin stór
og smá. Megi Guð vera með ykk-
ur.
Valgerður, Sigurborg,
Haraldur, Brynja
Dagmar, Ása Björk
og fjölskyldur.
Ég minnist Katrínar eða Da-
dýjar sem einstaklega litríkrar
manneskju. Hún kunni öðrum
fremur að punta upp á tilveruna.
Allt í kringum hana var smekk-
legt og fallegt og hún var bæði
skemmtileg og hlý. Henni fylgdi
líf og yndi. Og svo var hún svo fal-
leg sjálf.
Margs er að minnast en þó
stendur ein minning upp úr nú
þegar þessi kveðjuorð eru skrif-
uð. Það var þegar elsku Kári son-
ur okkar Þorleifs fæddist og þau
Matti færðu okkur lítinn fugl-
hnoðra úr kristal að gjöf. Þessi
gjöf var svo falleg og táknræn,
það skilja allir sem þekktu til
Kára, hún segir meira en þúsund
orð. Einnig lýsir þessi gjörningur
Dadý svo vel. Allt valið af smekk-
vísi og fegurð og einstakri ást á
vinum sínum.
Veikindi og fleira olli því að ég
sá ekki Dadý í langan tíma áður
en hún lést en heyrði þó af og til í
henni. Til dæmis hringdi hún í
mig fyrir réttu ári til að sýna mér
stuðning þegar ég þurfti á því að
halda. Fyrir það vil ég þakka, svo
og velvilja og kærleika alla tíð.
Samúðarkveðjur til elsku
Matta og afkomenda.
Guðný Bjarnadóttir.
Elsku systir mín, Katrín Mar-
grét Ólafsdóttir, er látin eftir erf-
iða baráttu við illvíga sjúkdóma.
Það er huggun harmi gegn að nú
er hún laus við þraut og pínu sem
svo sannarlega var mikil síðustu
misserin. Dadý, eins og hún var
kölluð af sínum nánustu, tók erf-
iðleikum og sársauka veikind-
anna af ótrúlegri þrautseigju og
æðruleysi. Það var öllum ljóst að
efst í huga hennar var að aðrir
þyrftu ekki að hafa af henni
áhyggjur, fyrirhöfn eða mæðu.
Hún gerði líka allt til að vera „fín
og sæt“ allt til síðustu stundar.
Daginn áður en hún kvaddi fór
hún í hárgreiðslu og keypti sér
nýja peysu í verslun Grundar.
„Trúboði mætti lítilli kínverskri stúlku
sem rogaðist með strákanga. Þú hefur
þunga byrði að bera,“ sagði trúboðinn.
„Þetta er engin byrði,“ svaraði hún.
„Þetta er hann bróðir minn.“
(Kínversk dæmisaga)
Þessi dæmisaga á vel við og
lýsir sambandi okkar Dadýjar.
Hún studdi mig og varði alla okk-
ar daga. Hún kunni best að
hugga mig og leiðbeina og gerði
það ávallt á uppbyggilegan og
styðjandi hátt. Ég man vel eftir
fyrstu ástarsorg minni. Ég leitaði
til systra minna eftir aðstoð. Þær
eldri, Elín og Edda, héldu yfir
mér stuttar en hnitmiðaðar ræð-
ur og sögðu m.a. að tíminn lækn-
aði öll sár og að margir fínir fisk-
ar væru í sjónum og að ég myndi
fljótlega hitta aðra góða kærustu.
Dadý aftur á móti tók mig í fang-
ið og leyfði mér að gráta og hugg-
aði míg eins og smábarn eins og
ég var á þeirri stundu, án nokk-
urra ræðuhalda.
Dadý hafði oft áhyggjur, hún
taldi þær og sagði mér stundum
hvað þær væru margar í það og
það skiptið. Þær voru oft tvær og
stundum fimm. Hún fann til með
þeim sem áttu erfitt, nær og fjær,
hún vildi að öllum liði vel, að eng-
inn væri í vanda eða liði illa. Hún
var þeirrar gerðar að líta ekki
undan og látast ekki sjá eða
heyra. Hún gerði margt til að lið-
sinna og hjálpa en alla gat hún
ekki stutt, þá hafði hún áhyggjur.
„Víðsýnn andi hefur samúð með öllu. Í
samúðinni finnst konungdómurinn, í
konungdómnum himinninn, og í himn-
inum Alvaldið. Sá, sem dvelur með Al-
valdinu, líður ekki undir lok; þó að lík-
aminn leysist sundur er engin hætta á
ferðum.“
(Lao-Tse)
Ég sakna Dadýjar mikið en ég
vona að arfleifð hennar og lífs-
hlaup verði okkur vegvísir til
skynsamlegra, jákvæðra og
góðra ákvarðana og gleðiríks lífs.
Ég votta eftirlifandi eigin-
manni og öllum afkomendum og
vinum mína dýpstu samúð.
Gaukur (litli bróðir),
Guðjón E. Ólafsson.
Katrín Margrét
Ólafsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Katrínu Margréti Ólafs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
fósturmóðir, amma, langamma og
langalangamma,
HELGA MAGÐALENA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skólastíg 16, Stykkishólmi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í
Stykkishólmi mánudaginn 14. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fyrir hlýja og
góða umönnun á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi og
Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Skúli G. Ingvarsson Brynja Harðardóttir
Páll Kr. Ingvarsson Kolbrún Heiða Jónsdóttir
Atli Már Ingvarsson Sesselja Eysteinsdóttir
Hrefna Jónsdóttir Gunnar Ólafsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
LEIF KORDTSEN BRYDE,
lést á Sólvangi þriðjudaginn 22. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Þökkum starfsfólki Sólvangs í
Lónakoti góða umönnun.
Amalía Stefánsdóttir
Stefán Kordtsen Bryde Ásdís Helgadóttir
Anna María Bryde Þórður Ingvarsson
Unnur Lára Bryde Stefán Hjaltested
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar