Morgunblaðið - 02.12.2022, Qupperneq 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL24
LÁTTU FAGFÓLK SELJA ÞÍNA EIGN
FAGLEG RÁÐGJÖF VIÐ KAUPOG SÖLU
HLÍÐASMÁRA 4 KÓPAVOGI - AUSTURVEGI 6 SELFOSSI & ESJUBRAUT 49 AKRANESI - SÍMI 527 1717 - WWW.DOMUSNOVA.IS
Hafliði Pétur Gíslason, prófessor við Háskóla Íslands – 70 ára
Vísindin efla alla dáð
H
afliði Pétur Gíslason
fæddist árið 1952 á
Hringbraut 48 í
Reykjavík og ólst þar
upp. Afi hans og Pétur
föðurbróðir fórust með Goðafossi
1944 þegar skipið var skotið niður
og Hafliði var skírður í höfuðið á
þeim.
„Frá efstu hæðinni á Hringbraut
gátum við horft á leikina á Mela-
vellinum. Við strákarnir lékum
okkur i portinu sem var á milli
Ljósvallagötu, Ásvallagötu og
Hringbrautar og við hittumst enn-
þá æskuvinirnir.“
Hafliði gekk í Ísaksskóla,
Melaskóla, Hagaskóla, lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1972 og varð dúx
þaðan. Hann lauk fyrrihlutaprófi í
eðlisverkfræði frá Háskóla Íslands
árið 1974. Hann lauk prófi í eðlis-
verkfræði frá Tækniháskólanum
í Lundi árið 1977 og doktorsprófi
þaðan árið 1983. „Verkfræðin dugði
mér skammt, ég vildi fara í meiri
fræði og fór því í eðlisfræðina.“
Hafliði fékk nafnbót dósents við
háskólann í Linköping árið 1984
og var ráðinn í embætti prófessors
í tilraunaeðlisfræði við Háskóla
Íslands í ársbyrjun 1987. „Ég var
að senda lausnarbréf mitt og er
að vinda ofan af öllum mínum
skyldum.“
Hafliði hefur rannsakað veil-
ur í hálfleiðandi og einangrandi
þéttefni allt frá doktorsnámi sínu.
Veilur stjórna flestum hagnýtum
eiginleikum þéttefnis, til að mynda
stýra aðskotafrumeindir rafleiðni
hálfleiðara sem er grundvöllur allr-
ar tölvutækni, og ljóseiginleikum
sem ljóstvistar byggjast á.
Í meistaraverkefni sínu við
Tækniháskólann í Lundi árið 1977
tókst Hafliða og félögum að mæla
blátt ljós frá hálfleiðara. Þetta voru
meðal fyrstu mælinga af þessu
tagi, en takmark rannsóknanna
var að þróa hvíta ljóstvista sem
allir þekkja nú. Gallinn var að
tvisturinn lýsti aðeins við hitastig
nálægt alkuli. Stórstígar framfar-
ir í efnistækni og efnisvísindum
hafa hins vegar rutt veginn sem
eðlisfræðin varðaði fyrir áratugum
og eru hvítir ljóstvistar nú meðal
orkunýtnustu ljósgjafa sem völ er
á.
„Með þessu breyttust allir skjáir,
litrófið varð miklu meira, en áður
höfðu skjáirnir verið grænleitir.“
Í námi og starfi sínu hefur
Hafliði beitt ýmsum greiningarað-
ferðum til að nálgast hið smásæja
umhverfi veilna í lotubundinni
grind kristalla. Hafliði stundaði
um árabil rannsóknir á ljós- og
rafeiginleikum hálfleiðara við
eðlisfræðistofu Raunvísindastofn-
unar Háskólans, en auk þess
starfaði hann löngum erlendis,
meðal annars við Lehigh-háskóla í
Bandaríkjunum, Jussieu-háskólann
í París og Linköping-háskóla, auk
háskóla í Tókýó og Beijing.
Fyrstu tvo áratugina eftir að
Hafliði hóf störf við Háskóla
Íslands batnaði aðstaða til rann-
sókna í eðlisfræði þéttefnis til mik-
illa muna og lagði sú uppbygging
grunninn að síðari rannsóknum í
örtækni við skólann.
„Ég hóf þetta rannsóknateymi og
nú er þetta ein af sterkustu stoðum
tilraunaeðlisfræðinnar í háskólan-
um og fjórir eða fimm prófessorar
að vinna í þessum fræðum.“
Hafliði hefur að auki tekið þátt
í samstarfi fjölda rannsóknahópa
um mælingar við rannsóknastofu
í eðlisfræði þéttefnis, ISOLDE, við
CERN í Genf.
Hafliði gegndi starfi stofustjóra
eðlisfræðistofu Raunvísindastofn-
unar Háskólans í ein 17 ár, hann
var forseti Raunvísindadeildar
Háskóla Íslands árin 2012-2016
og var formaður stjórnar Raun-
vísindastofnunar Háskólans
VísindamaðurinnHafliði er prófessor í tilraunaeðlisfræði við HÍ.
Formaður RannísHafliði lengst til hægri ásamt öðrum stjórnarmönnum í
Rannsóknarráði Íslands og framkvæmdastjóra þess árið 2002.
CERNHafliði í evrópsku rannsóknastofnuninni í háorkueðlisfræði.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Birna Dröfn Birgisdóttir
40 ÁRA Birna ólst upp á Akranesi
og í Hlíðarbæ í Hvalfirði en býr í
Ólafsvík. Hún er hjúkrunarfræðingur
og neyðarflutningamaður á Heil-
brigðisstofnun Vesturlands. Áhuga-
málin eru ferðalög og fjölskyldan.
FJÖLSKYLDAMaki Birnu er
Sæbjörn Elvan Vigfússon, f. 1979,
sölumaður hjá Fiskmarkaði Íslands.
Dóttir þeirra er Kamilla Elvan, f.
2021. Sonur Birnu er Hrannar Birgir,
f. 2006, og stjúpdætur hennar og
börn Sæbjörns eru Aníta Elvan, f.
2001, og Bríet Elvan, f. 2006. Foreldr-
ar Birnu: Harpa Hrönn Davíðsdóttir,
f. 1961, búsett á Akranesi, og Birgir
Skúlason, f. 1961, d. 2016.
Nýr borgari
Ólafsvík Kamilla Elvan Sæbjörns-
dóttir fæddist 9. desember 2021
kl. 18.25 á Akranesi. Hún vó 3.624 g og
var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru
Birna Dröfn Birgisdóttir og Sæbjörn
Elvan Vigfússon.
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Reyndu að sýna fólki þolinmæði
á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr
buxunum í dag. Þú berð sigur úr býtum í
keppni sem þú tekur þátt í.
20. apríl - 20. maí B
Naut Nú er kominn tími til þess að
brjóta gamalt mál til mergjar. Reyndu að
finna frið, líklega þarftu að fara meira út í
náttúruna til að slaka á.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Kapp er best með forsjá og
það er langur vegur frá því að þú þurfir
að eignast alla skapaða hluti. Þér finnst
best að taka daginn snemma.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Eitt og annað veldur þér
sérstakri kátínu þessa dagana. Þú vefur
makanum um fingur þér. Ekki misnota
vald þitt.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Einhver í fortíð þinni hefur enn mik-
il áhrif á þig. Þig klæjar í fingurgómana
eftir að komast á fleiri námskeið í nýja
áhugamálinu þínu.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Þótt þú eigir bágt með að skilja
hugmyndir vinar þíns er engin ástæða
til þess að leggja vináttuna á ís. Kapp er
best með forsjá.
23. september - 22. október G
Vog Segðu hefðbundnum viðhorfum
stríð á hendur, nú er þörf fyrir ferskar
hugmyndir. Vinur reynir að fiska upp úr
þér upplýsingar.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Láttu ekki tilfinningarnar
villa þér sýn í ágreiningi þínum við aðra.
Hlustaðu á það sem innsæi þitt segir þér.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Að reyna að kasta ryki í augu
fólks hefnir sín alltaf svo þú skalt láta
það ógert. Þér finnst þú hjakka í sama
farinu, það getur enginn breytt því nema
þú.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Það er nauðsynlegt að eyða
tíma með börnum eða að finna barnið
í sjálfum sér. Njóttu þess að vera með
ættingjum.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Yfirmaður þinn eða yfirboðari
er tilbúinn til að ræða ýmis óvissuat-
riði. Þú kýst að láta vin njóta velgengni
þinnar með þér.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Sjálfstraust þitt er í hæstu
hæðum. Þú smitar út frá þér lífsgleði og
hamingju. Ekki rétta vissri manneskju
litla fingurinn.