Morgunblaðið - 02.12.2022, Síða 26
ÍÞRÓTTIR26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 2022
Fimmtánda ár
fyrirliðans
Knattspyrnudeild HK hefur
framlengt samning sinn við
fyrirliða karlaliðs félagsins,
Leif Andra Leifsson, til eins árs.
Leifur Andri er 33 ára gamall
varnarmaður. Hann hefur leikið
með meistaraflokki HK frá 2009
og er leikjahæstur í sögu félags-
ins með 365 mótsleiki. Hann er
því að hefja sitt 15. meistara-
flokkstímabil með HK. Leifur á að
baki 246 leiki með HK í þremur
efstu deildum Íslandsmótsins og
þar af eru 47 í efstu deild.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HK Leifur Andri Leifsson hefur
leikið með HK frá 2009.
Haukar áfram
í bikarnum
Niðurstaðan í kærumálinu
vegna leiks Tindastóls og
Hauka í bikarkeppni karla í
körfuknattleik liggur fyrir.
Áfrýjunardómstóll KKÍ úr-
skurðaði Haukum 20:0-sigur
eftir áfrýjun Tindastóls. Haukar
kærðu leikinn þar sem fjórir er-
lendir leikmenn Tindastóls voru
inni á vellinum í einu. Þar með
munu Haukar sækja Njarðvík-
inga heim í 16-liða úrslitum og
sigurvegarinn í þeim leik mætir
Keflavík í átta liða úrslitunum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bikar Hilmar Smári og samherjar
í Haukum halda áfram keppni.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Smárinn: Breiðablik – Stjarnan ............ 18.15
Hlíðarendi: Valur – Keflavík .................. 20.15
1. deild karla:
Höfn: Sindri – Skallagrímur................... 19.15
Dalhús: Fjölnir – Ármann....................... 19.15
Flúðir: Hrunamenn – Selfoss ................. 19.15
Akranes: ÍA – Þór Ak .............................. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Kórinn: HK – Valur U............................. 19.30
Höllin Akureyri: Þór – Selfoss U.......... 19.30
Úlfarsárdalur: Fram U – Fjölnir................ 20
Ásvellir: Haukar U – Víkingur................... 20
KA-heimilið: KA U – Kórdrengir ......... 20.15
1. deild kvenna:
Fylkishöll: Fjölnir/Fylkir – Afturelding 18.30
Seltjarnarnes: Grótta – Fram U........... 19.30
Subway-deild karla
KR – ÍR...................................................... 88:95
Þór Þ. – Njarðvík .................................... 88:119
Höttur – Grindavík................................... 87:91
Haukar – Tindastóll ............................... 80:75
Staðan:
Valur 7 6 1 627:571 12
Breiðablik 7 5 2 705:699 10
Keflavík 7 5 2 651:625 10
Njarðvík 8 5 3 709:639 10
Haukar 8 5 3 701:675 10
Tindastóll 8 4 4 679:643 8
Stjarnan 7 4 3 604:588 8
Grindavík 8 4 4 650:681 8
Höttur 8 3 5 680:684 6
ÍR 8 3 5 646:697 6
KR 8 1 7 732:829 2
Þór Þ. 8 1 7 765:818 2
1. deild karla
Álftanes – Hamar .................................... 98:94
Staðan:
Álftanes 11 10 1 1018:935 20
Sindri 10 8 2 939:821 16
Hamar 9 6 3 838:785 12
Selfoss 10 6 4 919:803 12
Hrunamenn 9 5 4 869:879 10
Ármann 9 5 4 808:789 10
ÍA 10 4 6 819:913 8
Skallagrímur 10 3 7 890:879 6
Fjölnir 10 2 8 844:900 4
Þór Ak. 10 0 10 736:976 0
HM í Katar
E-RIÐILL:
Japan – Spánn ............................................ 2:1
Ritsu Doan 48., Ao Tanaka 51. – Álvaro
Morata 12.
Kosta Ríka – Þýskaland ........................... 2:4
Yeltsin Tejeda 59., Juan Pablo Vargas 70. –
Serge Gnabry 10., Kai Havertz 73., 85., Niclas
Füllkrug 90.
Staðan:
Japan 3 2 0 1 4:3 6
Spánn 3 1 1 1 9:3 4
Þýskaland 3 1 1 1 6:5 4
Kosta Ríka 3 1 0 2 3:11 3
Japan og Spánn fara í 16-liða úrslit en Þýska-
land og Kosta Ríka eru úr leik.
F-RIÐILL:
Króatía – Belgía ........................................ 0:0
Kanada –Marokkó .................................... 1:2
Sjálfsmark 41. – Hakim Ziyech 4., Youssef
En Nesyri 23.
Staðan:
Marokkó 3 2 1 0 4:1 7
Króatía 3 1 2 0 4:1 5
Belgía 3 1 1 1 1:2 4
Kanada 3 0 0 3 2:7 0
Marokkó og Króatía fara í 16-liða úrslit en
Belgía og Kanada eru úr leik.
16-LIÐAÚRSLIT:
3.12. Holland – Bandaríkin..................... 15.00
3.12. Argentína – Ástralía....................... 19.00
4.12. Frakkland – Pólland....................... 15.00
4.12. England – Senegal .......................... 19.00
5.12. Japan – Króatía............................... 15.00
5.12. G1 – H2 .............................................. 19.00
6.12. Marokkó – Spánn ........................... 15.00
6.12. H1 – G2 .............................................. 19.00
MARKAHÆSTIRÁHM:
Cody Gakpo, Hollandi.................................... 3
Kylian Mbappé, Frakklandi.......................... 3
Álvaro Morata, Spáni .................................... 3
Marcus Rashford, Englandi ......................... 3
Enner Valencia, Ekvador .............................. 3
Ritsu Doan, Japan.......................................... 2
Bruno Fernandes, Portúgal.......................... 2
Niclas Füllkrug, Þýskalandi ......................... 2
Olivier Giroud, Frakklandi ........................... 2
Cho Gue-sung, Suður-Kóreu ........................ 2
Kai Havertz, Þýskalandi ............................... 2
Andrej Kramaric, Króatíu............................ 2
Mohammed Kudus, Gana ............................. 2
Lionel Messi, Argentínu................................ 2
Richarlison, Brasilíu ...................................... 2
Bukayo Saka, Englandi ................................. 2
Mehdi Taremi, Íran........................................ 2
Ferran Torres, Spáni ..................................... 2
Salem Al-Dawsari, Sádi-Arabíu .................. 2
LEIKIR Í DAG:
15.00 H Suður-Kórea – Portúgal
15.00 H Gana - Úrúgvæ
19.00 G Kamerún – Brasilía
19.00 G Serbía – Sviss
Ótrúlegir sigurvegarar
AFP/Gabriel Bouys
KróatíaDejan Lovren og LukaModric hafa marga fjöruna sopið og nú eru
þeir komnir í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramótinu.
AFP/Adrian Dennis
Japan Eftir endurkomusigra á Þjóðverjum og Spánverjum eru Japanir
komnir í 16-liða úrslitin og mæta Króötum ámánudaginn.
lJapan ogMarokkó efst í E- og F-riðlumHMlKróatía og Spánn í öðru sæti
lBelgar og Þjóðverjar halda heimleiðislVöldu Spánverjar sérmótherja?
HM Í KATAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hver hefði getað séð fyrir loka-
niðurstöðuna í E- og F-riðlunum á
heimsmeistaramótinu í fótbolta í
Katar?
Japanir unnu F-riðilinn, á undan
Spáni og Þýskalandi, og mæta
Króötum í sextán liða úrslitum
mótsins á mánudaginn.
Marokkómenn unnu E-riðilinn, á
undan Króatíu og Belgíu, og mæta
Spánverjum í sextán liða úrslitum á
þriðjudaginn.
Tvær af mestu knattspyrnuþjóð-
um Evrópu, Þýskaland og Belgía,
hafa lokið keppni í Katar og þurftu
að pakka niður í ferðatöskurnar
þegar riðlakeppninni lauk í gær-
kvöld.
Þegar dregið var í þessa riðla virt-
ust þeir ekki sérstaklega spennandi.
Spánn og Þýskaland „áttu“ að eiga
greiða leið áfram úr E-riðlinum og
Belgía og Króatía úr F-riðlinum. En
þannig er alþjóðafótboltinn ekki í
dag.
Þrátt fyrir eitt stig úr tveimur
leikjum voru Þjóðverjar taldir lík-
legir til að fara áfram með öruggum
sigri á Kosta Ríka. Það reyndist
hins vegar torsóttur sigur eftir
að Kosta Ríka komst í 2:1 í seinni
hálfleik. Varamennirnir Kai Havertz
og Niclas Füllkrug lönduðu þýskum
sigri, 4:2, með þremur mörkum á
lokakaflanum.
Karaktersigrar hjá Japönum
Þá hefðu Spánverjar þurft að ná
stigi af Japönum. Þar með hefðu
þeir tekið Þjóðverjana með sér
áfram. En eftir yfirburði Spánverja
og mark Álvaros Morata í fyrri
hálfleik skoruðu Ritsu Doan og Ao
Tanaka fyrir Japan á fyrstu sex
mínútum síðari hálfleiks. Japanir
vörðu forskotið með kjafti og klóm
og þeirra niðurstaða er mögnuð –
sigrar á Þjóðverjum og Spánverjum
eftir að hafa lent undir í báðum
leikjum.
Japanir verðskulda fyllilega að
vera komnir áfram. Þeir hafa sýnt
gríðarlegan karakter og mæta
nú króatíska stálinu. Japan hefur
þrisvar áður komist í 16-liða úrslitin
og nú er spurning hvort liðið sé
tilbúið til að fara skrefinu lengra.
Þýskaland hverfur hins vegar
heim eftir riðlakeppnina á öðru
heimsmeistaramótinu í röð.
Voru Spánverjar að velja sér and-
stæðing, nágranna sína í Marokkó,
með því að tapa fyrir Japan? Sú
kenning fór á kreik í gærkvöld en
er frekar ótrúleg. Þeir voru sjálfir í
hættu á meðan Kosta Ríka var yfir
gegn Þýskalandi en á þeim tíma-
punkti var Kosta Ríka fyrir ofan
Spán. Auk þess sem „Atlas-ljónin“
frá Norður-Afríku eru augljóslega
skeinuhættur andstæðingur fyrir
alla.
Marokkó nýtti tækifærið
Marokkóbúar voru í dauðafæri
eftir að hafa fengið fjögur stig gegn
Belgum og Króötum. Þeir nýttu
tækifærið til hins ítrasta og tryggðu
sér sigur í F-riðlinum með því að
leggja Kanada að velli, 2:1. Þetta er í
annað sinn sem Afríkuþjóðin kemst
í 16-liða úrslit en fyrra skiptið var
árið 1986. Tveir helstu markaskorar-
ar liðsins, Hakim Ziyech og Youssef
En-Nesyri, sáu um mörkin en
Ziyech, sem leikur með Chelsea, er
orðinn þriðji markahæsti leikmaður
þjóðar sinnar frá upphafi.
Á meðan gerðu Króatía og Belgía
markalaust jafntefli sem nægði
Króötum til að halda áfram. Romelu
Lukaku lék síðari hálfleikinn með
Belgum og fór illa með þrjú góð
marktækifæri, þar af átti hann eitt
stangarskot í leiknum.
Ævintýri Marokkó er eitt það
magnaðasta í sögu HM. Liðið var
ekki talið eiga neina möguleika í
riðli með Króatíu og Belgíu, þjóðun-
um sem enduðu í öðru og þriðja
sæti síðasta heimsmeistaramóts, en
stendur uppi sem sigurvegari. Nú
glíma Marokkómenn við Spán-
verja og fara eflaust óttalausir í þá
viðureign eftir frammistöðuna gegn
Belgum og Króötum.
Síðasti dans Belganna?
Á meðan hafa Belgar, sem eru í
öðru sæti heimslista FIFA, lokið
keppni eftir að hafa aðeins skor-
að eitt mark í þremur leikjum í
Katar. Brotthvarf þeirra er eitt hið
óvæntasta í sögu keppninnar. Þetta
átti að vera „síðasti dansinn“ fyrir
gullaldarlið Belga, lokatækifærið
til að fara alla leið á stórmóti með
þennan magnaða mannskap og
breiða hóp. Það fór öðruvísi en
ætlað var.
Kanadamenn fóru stigalausir
heim en voru með frískt og sókn-
djarft lið sem gæti náð lengra á
næsta heimsmeistaramóti á sínum
heimavelli. Þeir fengu á sig ódýr
mörk og það varð þeim að falli.
Síðustu leikirnir í kvöld
Í dag og kvöld lýkur riðlakeppn-
inni og þar skýrist hver tvö síðustu
liðin verða í sextán liða úrslitunum.
Brasilía og Portúgal eru þegar
örugg áfram úr G- og H-riðlum,
en þar bítast annars vegar Sviss,
Kamerún og Serbía um að fylgja
Brasilíumönnum og hins vegar
Gana, Suður-Kórea og Úrúgvæ um
að fylgja Portúgölum áfram. Bæði
Sviss og Gana eiga möguleika á að
vinna riðlana ef Brasilía og Portúgal
tapa sínum leikjum.
AFP/Fadel Senna
Marokkó Afríkuliðið fagnaði sigri í riðlinum eftir að hafa lagt Kanada.