Morgunblaðið - 20.12.2022, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.12.2022, Qupperneq 1
GÓÐAR MINNINGAR FRÁÆSKUNNI Í BREIÐHOLTINU ÁGÚSTAÝR FIMMTUG 24 NÝMATREIÐSLUBÓK SENDU UPPSKRIFTIR YFIR HAFIÐ 10 SKÁLDSAGAN LUNGU LITRÍK ÆTTARSAGA PEDRO G. GARCIA 28 • Stofnað 1913 • 298. tölublað • 110. árgangur • ÞR IÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 jolamjolk.is Gluggagægir kemur í kvöld dagar til jóla 4 Strandaglópar frelsinu fegnir eftir flugstöðvardvölina Ríflega þúsundmanns urðu innlyksa á Keflavíkurflugvelli í gær. Öllum flugferðum var aflýst vegna illviðris og fannfergis. Þar að auki var Reykjanesbrautinni lokað svo farþegar komust hvorki lönd né strönd. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var Reykjanesbrautin opnuð á ný, frá Keflavík til Reykjavíkur. Þegar fyrstu rúturnar gátu farið að ferja farþega til borgarinnar brutust út fagnaðarlæti í flugstöðinni. Átján rútur þurfti til þess að flytja fólkið. Rúmri klukkustund síðar var brautinni lokað á nýjan leik vegna veðurs. Endurmeta átti stöðuna aðmorgni, en Icelandair hefur nú þegar aflýst öllum flugferð- um sínum til Evrópulanda árdegis í dag.» 2 Morgunblaðið/Eggert Takaný ogdýr lán lVilja ekki svara spurningum Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hyggst sækja um 4-5 milljarða króna fjármögnun með háum vaxtakostnaði, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Fjármagnskostn- aðurinn yrði þá umtalsvert hærri en félaga sem einnig hyggja á upp- byggingu fjarskiptaneta hér á landi. Ljósleiðarinn nýtir fjármagnið til að kaupa grunnnet Sýnar og einnig til að fá aukið fé inn í almennan rekstur félagsins. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, hefur ekki svarað ítrekuðum símhringingum og tölvupóstum blaðsins. Borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir meirihluta borgarstjórnar fyrir að vilja ekki ræða málið. » 2 og 12 Erling Freyr Guðmundsson Ræða Katrín Jakobsdóttir ávarpar blaðamenn fyrir fundinn í gær. Má ekki vanmeta aðstoð Íslands Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, nefndi þátttöku Íslands í verkefni sem snýst um að þjálfa fólk til að leita að og eyða jarðsprengjum í Úkraínu í gær, þegar hann ávarpaði fund Sam- eiginlegu viðbragðssveitarinnar JEF (Joint Expiditionary Force). Ríkin sem JEF samanstendur af eru Norð- urlönd, Eystrasaltsríkin, Bretland og Holland. Fundurinn fór fram í Riga í Lett- landi og sótti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, fundinn. Í samtali við Morgunblaðið segir Katrín fundinn hafa gengið vel og að leiðtogar ríkja í Norður-Evrópu hafi rætt leiðir til að aðstoða Úkraínu enn frekar. Katrín ítrekar að ekki megi van- meta þau áhrif sem Ísland getur haft með sinni aðstoð og bendir á að stórt landsvæði í Úkraínu sé þakið jarð- sprengjum. Þjálfunin hefst í janúar og fer fram í Litháen en sprengju- sérfræðingar Landhelgisgæslunnar taka þátt í þjálfuninni. » 4 „Þetta er fólkið sem er að berjast við að koma undir sig fótunum ogmá síst við auknum útgjöldum og þjónustu- skerðingum. Tvöfaldar hækkanir á barnafjölskyldur og viðkvæma hópa sem minnstar hafa tekjurnar og eru kannski á leigumarkaði. Þetta er eig- inlega tíu prósenta hækkun á þremur mánuðum. Hvað gerist í júní?,“ spyr Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, sem furðar sig á því að borgaryfirvöld í Reykjavík ætli að hækka leikskóla- gjöld um áramótin. Leikskólagjöld hækka um 4,9% og fæðisgjöld um annað eins. Leikskólagjöld í borginni voru hækkuð um 4,5% í byrjun sept- ember og því er um tvöfalt högg að ræða fyrir fjölskyldufólk í borginni. „Til að snúa við neikvæðri stöðu borg- arsjóðs ætla þau í meirihlutanum að seilast í vasa barnafjölskyldna,“ segir Líf ennfremur. Bensínlítrinn hækkar Miklar hækkanir á opinberum gjöldum skella á landsmönnum um komandi áramót. Svokallaðir krónu- töluskattar hækka um 7,7% að þessu sinni. Þetta þýðir til að mynda að hið umdeilda útvarpsgjald er skriðið yfir 20 þúsund krónur á hvern skattgreið- anda og hver rauðvínsflaska og hver bjórdós mun kosta umtalsvert meira eftir áramót en nú er og þótti sjálfsagt flestum nóg um fyrir. Krónutöluskatt- ar ríkisstjórnarinnar leggjast einnig þungt á þá sem kjósa að ferðast um með einkabíl. Eldsneytisgjöldin hækka um 7,7% og samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda fyrir Morgunblaðið mun hækkun á hvern bensínlítra nema 8,56 krónum og 7,63 krónum á hvern dísillítra. lBorgarfulltrúi gagnrýnir að leikskólagjöld séu hækkuð í annað sinn á þremurmánuðumlGjöld hækka um áramót Höggá fjölskyldufólk Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hækkanir á áfengi» 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.