Morgunblaðið - 20.12.2022, Síða 8
FRÉTTIR
Innlent8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
STAKSTEINAR
Allt fyrir opnum
tjöldum á Twitter
Seint verður sagt um Elon
Musk, Tesla-eiganda,
Twitter-eiganda og verðandi
Marsbúa, verði honum að ósk
sinni, að hann forðist sviðsljós-
ið. Hann hefur
hrært talsvert í
notendareglum
Twitter eftir að
hann tók þar við
stjórninni og
tekist að halda
umræðunni um
fyrirtækið gang-
andi, hafi það verið ætlunin,
sem er að minnsta kosti ekki
útilokað. Og nýjasta útspilið,
að láta notendur Twitter kjósa
um það hvort hann yrði þar
framkvæmdastjóri áfram eða
ekki, kallaði fram sautján millj-
ónir atkvæða, meirihlutann
gegn því að hann sæti áfram.
Nú stígur hann væntanlega upp
úr þessum nýjasta stól sínum,
semmun svo sem engu breyta
um hver ræður yfir Twitter. En
þetta eru þó ekki stóru tíðindin
af þessum samfélagsmiðli enda
þótt þau veki mesta athygli.
Meira máli skipta þær
uppljóstranir semMusk
hefur staðið fyrir á miðlin-
um um fyrri stjórnendur og
hvernig þeir beittu honum í
pólitískum tilgangi með því að
stýra birtingu efnis og ritskoða.
Twitter vann með demókrötum
við að stýra umræðunni fyrir
forsetakosningarnar 2020 og
gekk það einkum eftir vegna
þess að starfsmenn Twitter
voru mjög á bandi demókrata
en ekki repúblikana.
Engum dettur í hug að
Twitter hafi verið einsdæmi
í þessu, en eigendur Facebook
og annarra slíkra miðla eru
ekki líklegir til að opna dyrnar
fyrir óháðum blaðamönnum og
afhjúpa með því hvernig þessir
miðlar starfa.
Elon Musk
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
www.mbl.is/mogginn/leidarar
Loðnumælingin engin vonbrigði
lForstjóri Síldarvinnslunnar bjartsýnn
á vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar
„Það eru í raun engin vonbrigði, það
hefur ekki oft náðst að mæla loðnu
á þessum tíma, en að sama skapi
er mikilvægt að vera með stöðu-
mat á hvert gangan er komin, til
að tímasetja janúarleiðangurinn,“
segir Gunnþór Ingvason, forstjóri
Síldarvinnslunnar, um loðnuleið-
angur Hafrannsóknastofnunar.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu síðastliðinn föstudag þótti mæl-
ing desemberleiðangurs Hafró ekki
marktæk. Ráðgjöf um hámarksafla
vegna loðnuvertíðarinnar verður
því ekki endurskoðuð á grundvelli
leiðangursins. Meðal þess sem aftr-
aði yfirferð skipa í leiðangrinum
var hafís úti fyrir Vestfjörðum og
norðvesturmiðum.
Síldarvinnslan hefur hafið loðnu-
veiðar og spurður hvort loðnuskip
útgerðarinnar muni hægja á veið-
um segir Gunnþór: „Það liggur
alveg fyrir að við munum haga
veiðum og nýtingu með þeim hætti
að við eigum aflaheimildir í okkar
verðmætustu framleiðslu.“
Spurður hvort enn sé vonast til að
janúar/febrúarmæling Hafró leiði
til endurskoðunar, segir Gunnþór
bjartsýni ríkja með vetrarmæl-
ingarnar þar sem fyrirliggjandi
ungloðnumælingar hafi verið mjög
háar.
„Það er ekkert nýtt að loðnan
sé brellin og erfitt að ná utan um
þetta,“ segir Gunnþór.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Mæling Bjarni Sæmundsson tók
þátt í loðnuleiðangrinum.
Dularfulla kælismálið
reynir á þolinmæðina
„Húseigendur hafa enn ekki fundið
viðeigandi lausn fyrir okkur,“
segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir,
aðstoðarforstjóri ÁTVR. Bjórkælir
sem settur var upp í Vínbúð ÁTVR
á Eiðistorgi sumarið 2021 hefur ekki
enn verið tekinn í notkun. Íbúar á
Eiðistorgi kvörtuðu yfir hávaða frá
kælibúnaði þegar taka átti kælinn
í notkun og í kjölfarið kom í ljós að
ekki var leyfi fyrir hendi til að kæla
bjór í búðinni.
Tilkoma bjórkælisins var hluti af
endurbótum og stækkun á Vín-
búðinni á Eiðistorgi. Búðin er nú
um 400 fermetrar. Kostnaður við
endurbæturnar nam 53 milljónum
króna. Þar af var kostnaður við
bjórkælinn 6,1 milljón.
Sigrún segir við Morgunblaðið að
ekkert hafi þokast í að finna lausn
á málinu. Því þurfa Seltirningar
áfram að sætta sig við volgan bjór
„Að sjálfsögðu hefur þetta reynt á
þolinmæðina. Viðskiptavinir eiga
hins vegar hrós skilið fyrir mikla
þolinmæði og hafa sýnt málinu
skilning. En að sjálfsögðu er þetta
alls ekki ásættanlegt,” segir Sigrún.
hdm@mbl.is
Morgunblaðið/Unnur Karen
Vínbúð Seltirningar og nærsveitamenn fá ekki kaldan bjór í bráð.
ERU ELDVARNIR
Á ÞÍNU HEIMILI Í LAGI?
OSEC Slökkvitæki 6L
Léttvatn/Froða – 7.595 kr.
Eldvarnarteppi
100x100cm – 1.116 kr.
FINA Reykskynjari
Optískur – 1.116 kr.
Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 Reykjavík | Sími 533 2900 | lykillausnir.is