Morgunblaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Opið 20. des 11-18, 21.-23. des 11-20,
aðfangadagur 10-13.
* Undirföt
* Náttföt
* Náttkjólar
jólagjafir
Glæsilegar
Þú pantar og sækir
vöruna í verslun, fallega
innpakkaða og tilbúna
undir jólatréð.
Vefverslun
selena.is
* Sloppar
* Gjafabréf
63% sáu úrslitaleikinn
lYfir 150 þúsund manns fylgdust með
Um 63 prósent landsmanna
horfðu á úrslitaleik heimsmeist-
aramótsins á milli Argentínu
og Frakklands í Katar á sunnu-
daginn en þetta staðfestir Einar
Logi Vignisson, aulýsingastjóri
Ríkisútvarpsins, í samtali við
Morgunblaðið.
RÚV styðst við mengi tólf til 80
ára Íslendinga í útreikningum
sínum. Það eru 255 þúsund manns
og því að minnsta kosti 160 þús-
und manns sem kveiktu á leiknum
í gær. Einar telur töluna vera í
kringum 200 þúsund ef reiknað
er með yngri áhorfendum. Til
samanburðar horfði svipaður
fjöldi á Eurovision-söngvakeppn-
ina, karlalandsliðið í handbolta í
byrjun árs og leiki kvennalands-
liðsins í fótbolta í sumar.
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Sigur Meirihluti Íslendinga fylgdist með Messi bera sigur úr býtum.
Mæðginin Kristín Sigfúsdóttir og Sig-
fús Helgi Kristinsson hafa sett saman
matreiðslubókina Hvað er í matinn,
mamma? og selja hana nú fyrir jólin
til styrktar Píeta-samtökunum.
„Þetta var búið að veltast um í koll-
inum á okkur í svolítinn tíma. Svo
fyrir tveimur árum ákváðum við að
láta verða af þessu og settum okkur
það markmið að skrifa tvær upp-
skriftir á viku hvort það árið,“ segir
Kristín. Uppskiftirnar sem þau hafa
sett saman eru af ýmsu tagi og við
allra hæfi og með hverri þeirra fylgir
stuttur og skemmtilegur texti.
Kristín starfar sem matráður hjá
Landsvirkjun, í Búrfellsvirkjun, og
hefur gert síðastliðin 12 ár. Hún segir
soninn einnig áhugasaman um mat-
reiðslu og geri mikið af því að leika sér
í eldhúsinu. „Við erum miklir matar-
áhugamenn, bæði tvö.“
Unnu saman yfir hafið
Kristín játar að eldhúsið hafi verið
mikil miðja á heimilinu. „Sérstaklega
á árum áður þegar börnin bjuggu
enn heima.“ Þá heyrðist gjarnan
sagt „Hvað er í matinn, mamma?”.
Því lá beint við að bókin fengi þann
titil enda er þetta setning sem ekki er
ólíklegt að fleiri kannist við af sínum
heimilum.
Sigfús býr í Bandaríkjunum þar
sem hann er prófessor í tauga- og
talmeinafræði. Samvinnan fór því
fram yfir hafið. Þau sendu uppskriftir
og myndir á milli sín en Sigfús sá að
mestu um uppsetningu bókarinnar.
„Þegar þetta fór að nálgast úgáfu þá
langaði okkur að gera meira úr þessu
og styrkja eitthvað góðgerðarmálefni.
Píeta-samtökin urðu þar fyrir valinu.“
Samtökin sinna forvarnarstarfi gegn
sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja
við aðstandendur.
„Við höfum þurft að nýta þessi sam-
tök sjálf. Það hurfu tveir nákomnir
mjög snögglega, faðir barnanna
minna og bróðir konu Sigfúsar. Okk-
ur fannst þessi samtök vera að gera
rosalega góða hluti.“ Það rennur því
hluti af andvirði hverrar seldrar bók-
ar til samtakanna.
Viðbrögðin hafa ekki látið á sér
standa en Sigfús er væntanlegur til
landsins með fyrstu kassana af bók-
inni nú í upphafi vikunnar.
Áhugasamir geta haft samband við
þau mæðgin, til dæmis á Facebook,
enda selja þau bókina beint frá býli.
„Ef bókin selst upp þá geri ég ráð fyrir
að við látum prenta meira og höldum
áfram.“
lMæðgin gefa út matreiðslubók og styrkja Píeta
Skrifuðu tvær upp-
skriftir á viku í eitt ár
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Matgæðingar Sigfús og Kristín, móðir hans, gefa út matreiðslubók saman
fyrir jólin og styrkja um leið Píeta-samtökin sem hafa reynst þeim vel.
Mishermt var í frétt í Morgunblað-
inu sl. laugardag að Hvalur 8 hafi
verið smíðaður árið 1962. Hið rétta
er að hvalbáturinn var smíðaður
í Tönsberg í Noregi árið 1948 en
keyptur til landsins 1962. Hann er
því 74 ára en ekki sextugur eins og
stóð í fréttinni.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
Smíðaður 1948