Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 12

Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 12
FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“ 20. desember 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 141.35 Sterlingspund 172.07 Kanadadalur 103.47 Dönsk króna 20.18 Norsk króna 14.318 Sænsk króna 13.627 Svissn. franki 151.94 Japanskt jen 1.0314 SDR 187.9 Evra 150.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.5191 STUTT félagsins. Áður hafði borgarráð sam- þykkt erindi frá stjórnOR sem fól í sér breytingar á skilmálumá lánasamningi OR ogEvrópska fjárfestingarbankans að fjárhæð 70milljónir evra, eða um 10 milljarðar króna, til að hægt væri að auka skuldir innan samstæðunnar, þ.e. meðal OR og dótturfélaga, enn frekar. Spurningum ekki svarað Þrátt fyrir opinberar tilkynningar um leiguna áNATO-strengnumog fyr- irhugaða uppbyggingu fjarskiptaneta út um allt land ríkir mikil leynd yfir öðrumáætlunumLjósleiðarans. Það á sérstaklega við umþá liði sem snúa að fjármögnun félagsins, en einnig þætti sem snúa að því hvort fyrirhuguð starfsemi félagsins á landsbyggðinni sé í samræmi við nýlega samþykkta eigendastefnu OR. Það sem liggur þó fyrir er aðmeirihluti stjórnarORhefur sem fyrr segir óskað eftir og fengið samþykktar skilmálabreytingar á lánum til að rýmka til fyrir aukinni skuldsetningu innan samstæðunnar. Erling Freyr hefur sem fyrr seg- ir ekki svarað símhringingum eða skilaboðum og þá hefur Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og fráfarandi stjórnarformað- ur OR, neitað að tjá sig um efnislega þætti málsins. Hún vill til dæmis ekki svara því hvort stjórn OR hafi gert fyrirvara við áætlanir Ljósleiðarans, hvort stjórnORhafi látið framkvæma áhættumat á áhrifumþess ef lán Ljós- leiðarans verða gjaldfelld eða hvort fyrirhuguð starfsemi sé í samræmi við eigendastefnu OR. Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR), stefnir nú að frekari skuldsetningu, en félagið skuldar nú þegar rúma 14 milljarða króna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hyggst félagið sækja um 4-5 milljarða króna fjármögnun með háum vaxta- kostnaði. Heimildir blaðsins herma að vextir af láni félagsins séu hátt í níu prósent. Til samanburðarmáætla að fjármagnskostnaðurMílu, sem ný- lega komst í eigu franska fjárfestingar- sjóðsins Ardian, sé um tvö prósent. Ljósleiðarinn mun, gangi áætlanir forsvarsmanna félagsins eftir, verða helsti samkeppnisaðiliMílu og annarra félaga í uppbyggingu fjarskiptaneta hér á landi. Erling Freyr Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ljósleiðarans, hefur ekki svarað ítrekuðum símhringing- um og tölvupóstum þar sem spurt er um fyrirhugaða fjármögnun félagsins. Mikil umsvif fram undan Ljósleiðarinn mun að öllu óbreyttu staðfesta kaup á grunnneti Sýnar í dag. Kaupverðið er um þrír milljarð- ar króna. Í lok júní var tilkynnt að Ljósleiðarinn og utanríkisráðuneytið hefðu samið um afnot Ljósleiðarans af tveimur af átta ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng Atlantshafsbanda- lagsins (svonefndum NATO-streng), sem liggur hringinn í kringum Ísland og til Vestfjarða. Samhliða því var tilkynnt að stjórn Ljósleiðarans hefði falið framkvæmdastjóra félagsins að hefja undirbúning að aukningu hluta- fjár félagsins til að „styrkja efnahag og fjármagnsskipan félagsins og gera því kleift að nýta þau tækifæri til fjárfestinga sem nú bjóðast við upp- byggingu landshrings” eins og það var orðað í tilkynningu frá félaginu. Erling Freyr Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ljósleiðarans, þvertók fyrir það í skriflegu svari til Viðskipta- Moggans 6. desember sl. að Ljósleiðar- inn hefði tryggt sér fjármagn með lánalínu í formi yfirdráttar og sagði þá að fjármögnun Ljósleiðarans fyrir fyrirhugaðar fjárfestingar á næstunni kæmi ýmist úr rekstri félagsins eða lántöku til lengri tíma. Ekki hefur náðst í Erling Frey síðan. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er nýrri fjármögnun ætlað að standa straum af kaupunum á grunnneti Sýnar og styðja betur við almennan rekstur Ljósleiðarans til skemmri tíma. Heimila aukna skuldsetningu Ljósleiðarinn er sem fyrr segir dótturfélag OR. Stjórn OR veitti frá- farandi forstjóra OR, Bjarna Bjarna- syni, umboð til að staðfesta ákvörðun stjórnar Ljósleiðarans umað ganga til samninga við Sýn umkaup á stofnneti lOpinbert félag tekur lán til að kaupa innviði af einkafyrirtæki fyrir þrjá milljarða lSpurningum um fjármögnun og stefnu hefur enn ekki verið svarað Takaný lánáháumvöxtum STEFNU REYKJAVÍKURBORGAR LIGGUR EKKI FYRIR Óvíst hvort hlutafé verði aukið Fyrirhuguð hlutafjáraukning Ljósleiðarans fer ekki fram nema með samþykki Reykjavíkurborgar, sem er stærsti eigandi OR. Áætlað er að sækja um 15 milljarða króna með hlutafjárútboði en þó er gert ráð fyrir því að eignarhlutur Orku- veitunnar verði um 60 prósent að loknu útboði. Ljósleiðarinn yrði, gangi þessar áætlanir eftir, þannig einkavæddur að hluta án þess þó að nokkurt fjármagn skili sér í borgarsjóð, sem stendur höllum fæti eins og ítrekað hefur komið fram á undanförnum misserum. Með auknu hlutafé stendur til að greiða niður óhagstæð lán og hefja uppbyggingu fjarskiptaneta á landsbyggðinni í samkeppni við einkaaðila. Sérstakur rýnihópur innan borgarstjórnar um fyrirhug- aða hlutafjáraukningu hefur verið skipaður en óvíst er hvenær hann lýkur störfum. Hópurinn hefur haldið þrjá fundi og mun ekki hittast fyrr en á nýju ári. Því liggur enn sem komið er ekki fyrir hvort hlutafjáraukning, eins og hún hefur verið kynnt, verður heimiluð af borgarstjórn eða ekki. Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Opinber fyrirtæki Forsvarsmenn Ljósleiðarans, Orkuveitunnar og Reykjavíkurborgar vilja lítið gefa upp um það hvernig fjármögnun eða öðrum rekstrarþáttum Ljósleiðarans verður háttað við kaupin á grunnneti Sýnar. Stefnir Hlöllabátum fyrir héraðsdóm l Smart ráðgjöf ehf., félag í eigu Snorra Marteinssonar, hefur stefnt Hlöllabátum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Fyrirtaka í málinu var þann 15. desember. Snorri staðfesti við Morgunblaðið að deilan sneri að fjárkröfu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig ummálið. Snorri er fyrrverandi framkvæmda- stjóri Hamborgarafabrikkunnar, og var hluthafi í fyrirtækinu um skeið. Auk þess hefur hann meðal annars komið að rekstri Keiluhallarinnar í Egilshöll og Skemmtigarðsins í Smáralind. Hlöllabátar ehf. eru nú í eigu Óla Vals Steindórssonar. Félagið var í sameigin- legri eigu hans og Sigmars Vilhjálms- sonar þangað til í janúar á þessu ári þegar því var skipt upp. Fram að skiptunum hélt félagið utan um rekstur samnefndra skyndibitastaða og voru vörumerkin Barion Mosó, Minigarðurinn og Bryggjan Brugghús undir sama hatti. Minigarðurinn og Bryggjan Brugghús féllu í skaut Sigmars við skiptin, en hann seldi síðarnefnda veitingahúsið frá sér í sumar til að einbeita sér að rekstri Minigarðsins. Minigarðurinn, sem nú er í eigu Sigmars og Vilhelms Einarssonar, er 1.900 fermetra afþreyingarmiðstöð þar sem einna helst er boðið upp á minigolf og fjölbreyttar veitingar. Að sama skapi er ókyrrð í kringum Minigarðinn, en Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf. hafði stefnt rekstr- arfélagi Minigarðsins, Munnbitanum ehf. og átti fyrirtaka í málinu að vera í síðustu viku. Samkvæmt lögmanni Rafmagnsverkstæðisins er búið að leysa það mál utan dómstóla. Fyrirtæki Snorri Marteinsson var áður framkvæmdastjóri Fabrikkunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.