Morgunblaðið - 20.12.2022, Síða 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
Einstök jólastemning, lifandi tónlist og ljúffengur matur í fallegu umhverfi
Jól á Borg Restaurant
Pósthússtræti 11, 101 Reykjavík, sími 419 1555, borgrestaurant.is
Jólahlaðborð á kvöldin
Jólamatseðill í hádeginu
Áhugamenn um
vindorku dásama vind-
myllur til rafmagns-
framleiðslu og segja
þær hagkvæmar og
umhverfisvænar. Sum-
ir eru sem næst róm-
antískir og nota fag-
uryrði um þessi ferlíki.
Nefna má grein í
Morgunblaðinu 20.10.
sl. þar sem notað er
orðið „vindlundur“ og
þá e.t.v. höfðað til lunda íslenskra
birkiskóga. Hugsýnin gæti þá verið
ásthöfgir elskendur sitjandi undir
tuga metra háum stálturnum í „ljúf-
um“ ymi trefjaplastsspaðanna sem
þyrlast ofar höfðum þeirra. Lítið er
hins vegar rætt um efnin sem í vind-
myllunum eru eða umhverfisáhrifin
þegar verið er að reisa þær og eftir
að þær eru komnar upp.
Vindmyllan
Vindmylla til rafmagnsfram-
leiðslu er í fjórum höfuðhlutum. Of-
anjarðar eru: sívalur stálturn;
tækjaskýli efst á turninum með gír-
kassa, rafal, rofum og ýmsum stýri-
búnaði og loks spaðarnir. Fjórði
höfuðhlutinn er undirstaðan, sem er
neðanjarðar; mikill steinsteypu-
hnallur, sem vindmyllan hvílir á og
er fest við.
Turninn
Sé miðað við 2 MW vindmyllu er
turninn tíðum 100 til 120 metra hár.
Hann er úr 20 til 30 m einingum;
kónískum stálrörum (mjókka upp á
við). Neðsta einingin er boltuð á
steinsteypuhnallinn og hinum bætt
ofan á og þær boltaðar saman þar til
komið er í rétta hæð.
Vídd turnsins er gjarn-
an yfir 4 m neðst og
um 2 m efst. Hann er
næstþyngsti hluti sam-
stæðunnar og vegur
skv. Freeing Energy
(2020) vel yfir 200
tonn. Stálið er endur-
vinnsluhæft.
Tækjaskýlið
Á 2 MW vindmyllu
er tækjaskýlið á stærð
við bærilega rútu. Það
er á snúningsbúnaði og vel traust til
þess að þola þunga tækjanna sem í
því eru. Skýlið er að mestu úr
trefjaplasti og almennt ekki endur-
vinnsluhæft. Unnt að komast inn í
það til þess að sinna viðhaldi. Til
slíks þarf tíðum að nota þyrlu, því
að stígar eru gjarnan hvorki inni í
turninum né utan á honum. Skýli 2
MW Vestas-vindmyllu vegur með
öllu upp undir 70 tonn.
Öxull sem gengur út úr enda
skýlisins tengist gírkassa sem stýrir
snúningshraða rafalsins. Bremsu-
búnaður jafnar hraðann auk þess
sem spöðunum er stýrt í sama
skyni. Í þessum búnaði eru nokkur
hundruð lítrar af sértækri smurolíu,
sem fylgst er með og skipt um u.þ.b.
þriðja hvert ár. Mörg dæmi eru um
það að olían leki.
Rafallinn er búinn síseglum
(permanent magnet). Í þeim eru fá-
gæt jarðefni, skaðleg umhverfinu í
framleiðslu og endurvinnslu eða
eyðingu. Þau eru að mestu unnin í
Kína (um 90%), sem er líka ráðandi
í námi þeirra úr jörðu. Í rafalnum
og öðrum rafbúnaði er kopar (um
1.500 kg) og ál (um 840 kg) – auk
stáls. Í búnaðinum í tækjaskýlinu
eru líka, skv. Freeing Energy, um
20,5 tonn af steypujárni, rúmt tonn
af stáli og um 51 tonn af krómi.
Rafbúnaður fellir rafmagnið sem
framleitt er að raforkukerfinu sem
myllan tengist. Búnaðurinn er í lok-
uðu rými og honum þjappað saman
sem framast er unnt, sem veldur
mikilli hættu á skammhlaupum. Í
rýminu er gjarnan gas sem kallast
SF6 (Sulphur hexafluoride). Það
hefur afar litla rafleiðni en er skv.
Norwegian SciTech News (2020)
22.000 til 23.500 sinnum öflugri
gróðurhúsalofttegund en CO2 og
hefur 3.200 ára líftíma. Þetta gas
hefur sloppið út í verulegum mæli,
t.d. í Þýskalandi, og er orðið vel
mælanlegt þar.
Spaðarnir
Til þess að ná styrk og lágmarks-
þyngd eru spaðarnir gerðir úr
trefjaplasti: gler- eða kolþráðum
sem þaktir eru með epoxíresíni. Á 2
MW Vestas-myllu vega þeir um sjö
tonn hver. Epoxíresín eru mikið
unnin úr olíutengdum efnum með
efnafræðilegum aðferðum. Á 2 MW
myllu er snúningsþvermál spaðanna
um eða yfir 100 m og hraðinn á
spaðaenda getur náð vel yfir 200
km/klst. Til að minnka mótstöðu eru
spaðarnir húðaðir að utan. Húðin
slitnar af og berst út í umhverfið
sem öragnir. Spaðana er almennt
ekki unnt að endurvinna. Þeir eru
því oftast urðaðir þegar þeir eru
orðnir ónothæfir.
Undirstaðan
Steinsteypuhnallurinn sem vind-
myllan er fest við er steyptur á
staðnum. Tekin er gryfja allt að 3 m
djúp og gjarnan yfir 15 m í þvermál.
Jarðrask er því mjög mikið og gjör-
tækt. Í gryfjuna er undirstaðan
steypt. Í hana fara allt að 1.300 tonn
af steinsteypu, sem er kirfilega
járnbent til að styrkur sé fullnægj-
andi.
Frekari spjöll
Mikið þarf til þess að koma upp
öllu því sem að framan er talið. Til
þess þarf þung og mikil tæki svo að
ekki duga malarslóðar heldur verð-
ur að leggja vegi og púkka plön sem
þola það álag sem fylgir stórum
krönum, flutningatækjum og vinnu-
vélum. Við bætast lagnir í jörðu,
gjarnan um langa leið, svo að orkan
sem til verður nýtist því rafkerfi
sem fyrir er. Allt þetta veldur enn
frekari röskun og mikilli hættu á
óafturkallanlegum skemmdum á
viðkvæmri náttúru, s.s. vatnsbúskap
og gróðurfari.
Hvað fæst?
Reyndar fæst raforka, en hún er
ótrygg og veldur vanda í aðlögun að
raforkukerfinu vegna þess hve ójöfn
hún er. Reynsla annarra þjóða sýnir
að til verður tvöfalt kerfi sem veldur
mikilli hækkun á verði raforku.
Slíkt er tæpast eftirsóknarvert fyrir
almenna borgara. Þeir eru reyndar
ekki með í ráðum, heldur fá þeir
reikninginn og sitja uppi með spjöll-
in á náttúrunni, útsýninu og lífs-
gæðum sínum.
Hvað er vindmylla?
Haukur Ágústsson » Til verður tvöfalt
kerfi sem veldur
mikilli hækkun á verði
raforku.
Haukur Ágústsson
Höfundur er fyrrverandi kennari.
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að
opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Matur