Morgunblaðið - 20.12.2022, Page 19
fróð og hnyttin í tilsvörum. Þeg-
ar við hittumst var ekki skortur
á umræðuefnum heldur þvert á
móti og er mér minnisstætt þeg-
ar við bjuggum á tímabili í sama
húsi að ef við hittumst í stiganum
stóðum við þar heillengi og
spjölluðum þar til báðar voru að
verða of seinar þangað sem ferð-
inni var heitið. Í gegnum tíðina
voru samskipti okkar mest í
gegnum síma þó við hittumst af
og til en hin síðari ár fórum við á
tímabili reglulega á kaffihús og
djasstónleika á laugardögum og
eins í stiganum forðum daga
teygðist úr samtölunum þannig
að yfirleitt þurftum við að flýta
okkur af kaffihúsinu til að koma
ekki of seint á tónleikana.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa haft Björgu sem þátttak-
anda í mínu lífi og ég sendi af-
komendum hennar mínar inni-
legustu samúðaróskir.
Auður Ólína Svav-
arsdóttir.
Í dag kveðjum við Björgu Ein-
arsdóttur, fyrrverandi formann
Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna
í Reykjavík. Björg sat í stjórn
Hvatar árin 1975-1981, þar af
sem meðstjórnandi árin 1975-
1977 og 1981-1982, ritari 1977-
1978, formaður 1979-1981 og loks
sem heiðursfélagi frá árinu 1997.
Björg sat enn fremur í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins og sat í
fyrstu stjórn Sambands eldri
sjálfstæðismanna, ásamt því að
gegna fleiri trúnaðarstörfum
innan flokksins í gegnum árin.
Björg var ötul baráttukona í
þágu kvenfrelsis og tók hún virk-
an þátt í ýmsum hreyfingum og
störfum því tengdum. Björg
þótti duglegur formaður, metn-
aðargjörn og atorkusöm og það
þótti skemmtilegt að vera í
kringum hana. Hún hafði lag á
því að fá konur til liðs við flokks-
starfið með sér.
Sjálfstæðiskonum er efst í
huga þakklæti fyrir framlag
Bjargar í þágu Sjálfstæðis-
flokksins og ekki síst til kven-
frelsismála. Hún er ein þeirra
kvenna sem rutt hafa brautina
fyrir okkur hinar sem á eftir
komu.
Ástvinum Bjargar sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Bjargar
Einarsdóttur.
Andrea Sigurðardóttir,
formaður Hvatar,
Nanna Kristín Tryggvadóttir,
formaður Landssambands
Sjálfstæðiskvenna.
Í dag kveð ég kæra vinkonu,
Björgu Einarsdóttur, merka
konu og brautryðjanda.
Ég kynntist Björgu fljótlega
eftir að ég hóf þátttöku mína í
stjórnmálum. Hún tók að sér að
vera trúnaðarmaður minn og
leiðbeinandi um refilstigu stjórn-
málanna. Það var ótal margt sem
ung kona þurfti að læra og til-
einka sér. Ekki síst voru próf-
kjörin krefjandi áskorun.
Björg átti sjálf merkan ævi-
feril. Hún var rithöfundur og
kom víða við í störfum sínum,
m.a. fyrir Kvenréttindafélag Ís-
lands. Hún var eindreginn tals-
maður kvenréttinda og mjög virk
í þeirri baráttu. Við vorum svo
heppin að hún kaus að starfa inn-
an vébanda Sjálfstæðisflokksins
og gegndi þar ótal trúnaðarstörf-
um. Hún var mikill Sjálfstæðis-
maður og naut virðingar og hafði
áhrif bæði innan flokks en líka út
fyrir flokkslínur.
Björg var óþreytandi í starfi
sínu við að styðja við baráttu
kvenna í Sjálfstæðisflokknum og
var stuðningur hennar ómetan-
legur á því sviði.
Um leið og ég kveð þessa
mætu konu vil ég þakka henni
fyrir einstaka vináttu og stuðn-
ing.
Fjölskyldu sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Minningin lifir.
Sólveig Pétursdóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
✝
Dísa Her-
mannsdóttir
fæddist á Mikla-
hóli, Viðvíkursveit
í Skagafirði, 21.
júní 1932. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans 6. desem-
ber 2022.
Hún hét fullu
nafni Heiðrún Dísa
Hermannsdóttir en
notaði ekki nafnið
Heiðrún og því þekktu hana
allir sem Dísu.
Foreldrar Dísu voru Her-
mann Sveinsson, f. 30.11. 1893,
d. 8.1. 1968, og Jónína Guð-
björg Jónsdóttir, f. 16.4. 1897,
d. 16.5. 1972.
Sonur Dísu er Jóngeir
Hjörvar Hlinason, f. 30.8. 1955,
faðir hans var Hlini Jónsson, f.
5.1. 1932, d. 14.6. 1958. Eig-
inkona Soffía Melsteð, f. 27.3.
1960. Synir Jóngeirs og Soffíu
eru: a) Hlini Melsteð Jóngeirs-
son, f. 18.8. 1980, hann á þrjú
börn, Selmu Rán, f. 26.2. 2001,
Magnús Ara, f. 23.12. 2004, og
Kormák, f. 6.1. 2009. b) Þór
Melsteð Jóngeirsson, f. 29.4.
1982. c) Freyr Melsteð Jón-
geirsson, f. 3.4. 1995.
Dóttir Dísu er Heiðrún Hlín
Guðlaugsdóttir, f. 5.8.1960, fað-
ir hennar var Guðlaugur
sá um búskap að miklu leyti
ásamt börnum sínum.
Skólaganga Dísu var ekki
löng, hún lauk fullnaðarprófi
frá barnaskólanum sem var í
samkomuhúsinu á Læk í Við-
víkursveit. Það hefur ekki ver-
ið auðvelt fyrir ung börn að
ganga um fimm km í skólann í
öllum veðrum.
Veturinn 1950-1951 var hún
í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Fyrir skólavist sinni þar hafði
hún unnið sér sjálf. Dísa vann
ýmis störf á ævinni, meðal ann-
ars starfaði hún í Varmahlíð
við þjónustustörf og við
Bændaskólann á Hólum í
Hjaltadal. Eftir að hún flutti til
Reykjavíkur starfaði hún hjá
Pósti og síma frá 1968, fyrst
sem bréfberi og síðar við flokk-
un bréfpósts, þar til hún lét af
störfum vegna aldurs 1999. Þá
hafði hún starfað hjá Pósti og
síma í rúm 30 ár.
Dísa var mikil handavinnu-
kona og þar bjó hún að því sem
hún lærði í Kvennaskólanum á
Blönduósi. Hún hafði gaman af
því að ferðast og fór í allmörg
ferðalög til sólarlanda með vin-
um og ættingjum.
Útför Dísu fer fram frá
Langholtskirkju í Reykjavík í
dag, 20. desember 2022, klukk-
an 13.
Bjarnason, f. 2.12.
1940, d. 18.2. 1988.
Eiginmaður Hann-
es Siggason, f.
24.9. 1958. Synir
Heiðrúnar og
Hannesar eru: a)
Guðlaugur Siggi, f.
8.6. 1988. Sam-
býliskona Josabeth
Melendres Albar-
ando, f. 12.11.
1986. Þau eiga
einn son, Hannes Þór, f. 18.9.
2018. b) Hermann Kári, f. 9.1.
2000.
Systkini Dísu eru: Anna
Sölvadóttir, f. 6.8. 1923, d. 17.7.
2000. Sigríður Sölvadóttir, f.
31.12. 1924, d. 23.12. 1925. Sig-
ríður Sölvína Sölvadóttir, f.
1.1. 1926, d. 26.10. 2015. Sig-
urlaug Anna Hermannsdóttir,
f. 3.6. 1929. Jón Hermannsson,
f. 27.4. 1931, d. 16.1. 1947. Sig-
rún Hermannsdóttir, f. 19.4.
1935. Hallfríður Kristbjörg
Hermannsdóttir, f. 14.9. 1936,
d. 19.7. 2017. Björn Pálmi
Hermannsson, f. 16.7. 1938, d.
22.9. 2019.
Dísa ólst upp ásamt systkin-
um sínum hjá foreldrum sínum
Hermanni og Jónínu á Mikla-
hóli í Viðvíkursveit, Skagafirði.
Hermann var smiður og vann
mikið utan heimilis en Jónína
Látin er tengdamóðir mín
Dísa Hermannsdóttir, fyrrver-
andi starfsmaður Pósts og
síma. Með henni er gengin ein
af þessum manneskjum sem ég
hef borið gæfu til að vera sam-
ferða um áratugi og get flokkað
sem velgerðarmanneskju mína.
Hún Dísa var ákaflega vel
gerð manneskja – dugleg og
fylgin sér. Alltaf var hún tilbúin
til að rétta fram hjálparhönd.
Dísa hafði létta lund og lét fátt
koma sér úr jafnvægi þó svo að
á móti blési. Hún hafði orðið
fyrir þeim harmi þegar hún var
26 ára gömul að unnusti hennar
og barnsfaðir féll frá. Þá var
sonur þeirra þriggja ára.
Tveimur árum síðar eignaðist
hún Heiðrúnu Hlín sem síðar
varð eiginkona mín. Þessi tvö
börn voru sólargeislar hennar
alla tíð.
Æðrulaus var hún og henni
var tamt að segja „ég er ekki
hissa á því“ þegar henni voru
sögð tíðindi. Hún kvartaði aldr-
ei. Hún hafði gaman af lífinu –
sá alltaf spaugilegu hliðina –
hafði létta lund.
Það var árið 1985 sem ég
kynntist Dísu þegar við Heið-
rún vorum að rugla saman reyt-
um okkar. Þá var Dísa 53 ára
og vann vaktavinnu. Ég skynj-
aði fljótt að ég var að kynnast
fjölskyldu þar sem mikil sam-
staða og frændrækni ríkti.
Þannig ræktaði Dísa vel sam-
band sitt við systkini sín. Það
var henni mikið áfall þegar
„litli“ bróðir hennar Björn Her-
mannsson féll frá árið 2019 en
hann var sex árum yngri. Milli
þeirra var einstakt samband.
Það vakti athygli mína hve
sjálfstæð Dísa var – hún hugs-
aði sjálf um allt viðhald í sinni
íbúð – málaði og gerði við –
með sinni aðferð.
Þegar ég kynntist Dísu bjó
hún í notalegri íbúð við Gnoð-
arvog. Þangað hafði hún flutt
árið 1972 vestan af Grímsstaða-
holti þar sem hún hafði búið frá
árinu 1966 þegar hún flutti á
mölina ásamt börnum og öldr-
uðum foreldrum úr sveitinni í
Skagafirði. Árið 1999 fór Dísa á
eftirlaun, þá 67 ára gömul. Í
Gnoðarvoginum bjó hún til árs-
ins 2005 þegar hún minnkaði
við sig og fluttist í lyftublokk
við Þangbakka. Þar undi hún
sér vel og naut eftirlaunaár-
anna. Naut sín vel í einveru,
hlustaði mikið á útvarp, fylgdist
með sjónvarpsdagskránni og
las. Sérstakt yndi hafði hún af
því að horfa á íþróttaviðburði –
sérstaklega þegar landsliðið var
að keppa í handbolta. Fyrir
u.þ.b. fimm árum fór heilsa
Dísu að gefa eftir og færni til
ýmissa verka að verða minni.
Áfram hélt hún þó sinni reisn
og stolti og vildi vera sjálfstæð.
Í Þangbakkanum bjó Dísa þar
til yfir lauk – hún lést á líkn-
ardeild Landspítalans í Kópa-
vogi 6. desember sl. af völdum
krabbameins sem nýlega hafði
uppgötvast.
Fyrir liðnar samverustundir
er mér þakklæti efst í huga. Ég
þakka fyrir allar ánægjustund-
irnar á ferðalögum bæði innan-
lands og erlendis. Ég þakka
fyrir pössunina á drengjunum
mínum. Ég þakka fyrir þegar
við Heiðrún fengum að búa hjá
þér um eins árs skeið þegar við
vorum að skipta um húsnæði.
Ég þakka fyrir öll störf þín á
heimili mínu en þar var ekki
slegið slöku við – aldrei hætt
fyrr en allar óhreinar flíkur
höfðu verið þvegnar og allur
þvottur straujaður.
Vertu kært kvödd kæra
tengdamamma – hafðu þökk
fyrir samfylgdina.
Hannes Siggason.
Þegar kemur að kveðjustund
renna í gegnum hugann ótal
dýrmætar minningar sem gott
er að eiga og ylja sér við. Dísa
frænka var einstök manneskja
sem alltaf var gott að vera sam-
vistum við. Hún var hetja á svo
margan máta, kvartaði aldrei
yfir aðstæðum sínum og harðri
lífsbaráttu, var alltaf glöð, já-
kvæð og umhyggjusöm.
Hún fæddist á bjartasta tíma
ársins, þegar sólin skín allan
sólarhringinn í Viðvíkursveit-
inni. Kannski er það ástæða
þess að hún var sjálf sólargeisli
í lífi svo margra. Í blóma lífsins,
ástfangin og með framtíðina
mótaða, missir hún unnusta
sinn, Hlina Jónsson. Með hon-
um átti hún soninn Jóngeir
1955. Fimm árum seinna eign-
ast hún dótturina Heiðrúnu
Guðlaugsdóttur. Það að standa
einstæð tveggja barna móðir
hefur sennilega átt mestan þátt
í því að hún ílengdist heima.
Þegar Jónína amma og Her-
mann brugðu búi 1966 og flutt-
ust frá Miklahóli til Reykjavík-
ur fylgdi hún þeim og hélt með
þeim heimili til æviloka þeirra.
Þau keyptu í sameiningu húsið
Urðarhól á Grímsstaðaholtinu.
Þá var sá staður svolítil sveit í
borg, með torfbæinn hans Edda
í Dagsbrún við hliðina og Land-
leiðabraggana uppi á holtinu.
Það þurfti að hafa fyrir lífinu
þá eins og nú og Dísa réð sig í
póstburð hjá Pósti og síma. Það
varð hennar vinnustaður öll
starfsárin í Reykjavík. Póst-
burður var ekkert léttaverk. Á
hverjum degi og í öllum veðrum
rogaðist hún með níðþungar
pósttöskurnar um háskóla-
hverfið og stórt svæði vestur af
því. Ég sé hana fyrir mér,
þessa smávöxnu fíngerðu konu,
með hátt í jafnþyngd sína á öxl-
unum. Hún kveið alltaf mest
fyrir töskunum sem fylltust af
bókatíðindum fyrir jólin. Þá
fjölgaði líka töskunum og hún
þurfti að geyma hluta þeirra
heima og fara fleiri ferðir út.
Það var ekkert verið að slaka á.
Og það voru fleiri verk sem
þurfti að vinna. Hún var snill-
ingur á saumavél og tók að sér
sauma í hjáverkum. Henni
tókst með þessu að koma börn-
unum sínum til mennta og fjár-
magna kaup á íbúð í Gnoðar-
voginum, eftir að
Reykjavíkurborg innleysti
Grímsstaðaholtið fyrir bygg-
ingu stúdentagarða. Andvirði
Urðarhóls var ekki hátt og þá
bættist við að taka lán fyrir
kaupunum. En þetta var bara
ein af þessum brekkum sem
hún gekk með bros á vör.
Í gegnum árin hefur heimili
hennar verið athvarf fyrir
marga ættingjana, til skemmri
eða lengri tíma. Ég var ein
þeirra sem gistu oft og síðustu
fjögur árin á þriggja mánaða
fresti. það brást ekki að hún
hringdi i mig þegar nálgaðist
tímann til að vita hvort ég væri
ekki örugglega væntanleg.
Þessar stundir okkar saman
teygðust oftar en ekki inn í
nóttina, við upprifjanir og frá-
sagnir. Það var oft mikið hlegið.
Svo kom covid og skemmdi
þetta fyrir okkur, en oftast
kíkti ég samt aðeins við.
Fyrir nokkrum árum fórum
við tvær saman til Tenerife.
Það var dásamleg ferð og batt
okkur enn þéttar saman. Henni
var aldrei fullþökkuð sú aðstoð
sem hún veitti foreldrum mín-
um í veikindum mömmu en ég
veit að það gerði hún með gleði.
Nú eru þessi tímamót raun-
veruleiki og því verður ekki
breytt. Fjölskyldu Dísu votta
ég samúð mína.
Jónína Hjaltadóttir.
Dísa Hermannsdóttir
Vinkona mín og
fyrrverandi sam-
starfskona er fallin
frá langt um aldur fram. Málfríður
var skrifstofustjóri á ónæmis-
fræðideild, sem er í litlu notalegu
húsi á Landspítalalóðinni, og var
eins konar „mamma“ okkar sem
allir virtu. Hún taldi ekki eftir sér
aukasporin ef eitthvað stóð til í fé-
lagslífinu, hvort sem var að versla
eitthvað eða útbúa heitt súkkulaði
heima handa liðinu áður en mætt
var í vinnu. Þetta átti líka við um
fjölskyldu hennar, því betri
mömmu er ekki hægt að hugsa
sér, þannig talaði hún um börnin
sín og barnabörn.
Málfríður var einstaklega hlý
og góð manneskja og sá alltaf
björtu hliðarnar á hlutum og þeg-
ar hún var orðin veik talaði hún
um að hún þyrfti ekki að kvarta,
aðrir hefðu það miklu verra. Mann
grunaði samt ekki hve stutt var í
endalokin og er skrýtið að hugsa
til þess að það er rúmt ár síðan við
borðuðum saman þrjár fyrrver-
andi samstarfskonur, og Þóra er
líka fallin frá.
Ég þakka Málfríði samfylgdina
og votta fjölskyldu hennar mína
dýpstu samúð. Blessuð sé minning
hennar.
Elísabet.
Í dag kveðjum við elskulega
æskuvinkonu mína Mollý eftir
snarpa baráttu við illvígt krabba-
mein.Við kynntumst litlar stelpur
í Hlíðaskóla og tókst með okkur
innileg vinátta sem varað hefur
alla tíð síðan. Við Mollý gátum
aldrei hvor án annarrar verið í
langan tíma og þegar við vorum
unglingar komum við okkur upp
þeirri reglu að skiptast á að
hringja í hina ef við urðum ósátt-
ar, eins og vill gerast hjá vinkon-
um á þessum aldri. Það var því
alltaf á hreinu hvor myndi hringja
og hreinsa loftið. Líf okkar hefur
verið samofið alla tíð. Mollý varð
fyrir þeirri erfiðu reynslu að missa
pabba sinn þegar hún var 14 ára
gömul. Hann lést rúmlega fertug-
ur eftir erfið veikindi og varð
mamma hennar því ekkja innan
við fertugt með fjögur börn, það
voru erfiðir tímar en við áttum
samt góð unglingsár í Hlíðunum,
stunduðum Tónabæ eins og ung-
lingar gerðu á þeim tíma og áttum
góða vini. Við giftum okkur báðar
snemma og fórum að búa. Hún
kynntist honum Braga sínum 1974
og fljótlega tókust þau á við for-
eldrahlutverkið þegar Baldur
Geir fæddist 1976 og Hulda Guð-
rún 1978. Svanhildur Anna fædd-
ist 1981 og við Zophanías eignuð-
umst það sama sumar okkar
fyrsta barn, Svövu, og nokkru
seinna bættist Eva í hópinn hjá
okkur. Samgangur okkar hefur
verið mikill í gegnum árin. Við
hjálpuðum hvert öðru við barna-
pössun, húsbyggingar og flutn-
inga, stórveislur, svo sem skírn,
fermingar og útskriftarveislur og
aðra viðburði í fjölskyldum okkar.
Mollý var alltaf fyrst til að bjóða
aðstoð, sama hvað var. Dugnaður
þeirra hjóna var einstakur, eftir
að hafa byggt fyrstu íbúðina í
Fífuseli byggðu þau sér raðhús í
Logafold og síðan einbýlishús í
Vættaborgum í Grafarvogi. Á
þessum árum byggðu þau sér líka
sumarbústað í Eilífsdal þar sem
við áttum góðar stundir saman.
Í gegnum árin höfum við gert
mjög margt skemmtilegt saman,
sem nú geymist sem dýrmætar
Málfríður
Ásgeirsdóttir
✝
Málfríður Ás-
geirsdóttir,
Mollý, fæddist 11.
ágúst 1955. Hún
lést 27. nóvember
2022.
Útför Mollýjar
fór fram 15. desem-
ber 2022.
minningar. Við höf-
um ferðast bæði inn-
anlands og utan, sér-
staklega seinni árin
þegar börnin voru
komin á legg. Við
deildum einlægum
áhuga okkar á Ítalíu
og fórum þangað oft
saman og víða um
heimsálfurnar.
Mollý og Bragi voru
einstaklega sam-
stiga í lífinu og hjónaband þeirra
var mjög kærleiksríkt. Þau voru
miklar fyrirmyndir fyrir börn sín
og barnabörn. Mollý var dugleg-
asta manneskja sem ég hef
kynnst. Hún var ósérhlífin og
greiðvikin og vildi gera allt fyrir
alla. Það lýsir henni vel að þegar
hún greindist með krabbamein þá
sagði hún við mig: af hverju ekki
ég frekar en einhver annar, æðru-
leysið var algjört.
Hún Mollý mín var sannkölluð
ættmóðir í sinni fjölskyldu. Hún
studdi við bakið á börnum sínum
og hvatti þau áfram og var í sér-
staklega góðu sambandi við þau
öll. Barnabörnin elskaði hún ótak-
markað og þau hana og átti hún í
miklu og nánu sambandi við þau.
Elsku Bragi, Baldur Geir,
Hulda Guðrún, Svanhildur Anna,
tengdabörn, barnabörn og aðrir
ástvinir. Megi minningin um ynd-
islega konu gefa ykkur styrk og
kraft til að takast á við lífið án
Mollýjar okkar.
Elsku Mollý mín, þar til við
hittumst næst, þín vinkona alltaf.
Guðrún (Gunna).
Fallin er nú frá kona sem mark-
aði djúp og gæfurík spor í líf okkar
allra sem urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að fylgja henni eftir
á lífsins göngu. Málfríður var
sannarlegur máttarstólpi innan
ónæmisfræðideildar Landspítal-
ans þar sem náðargáfa hennar,
sem laut að einlægum náunga-
kærleika auk ótrúlegrar næmni á
litróf mannlífsins, umvafði okkur
öll. Næmt innsæi hennar var því
undirrituðum ómetanlegur stuðn-
ingur í þeim margvíslegu og oft á
tíðum erfiðu verkefnum sem á veg
okkar farsæla samstarfs urðu um
árabil. Það var sama hvað dundi á,
alltaf gat ég reitt mig á hennar
ráðleggingar og úrræði, sem
stundum voru færð fram af móð-
urlegri umhyggju og festu. Ráð-
heldni var henni í blóð borin og
naut rekstur deildarinnar þess í
ríkum mæli, skipti þá litlu hvort
um væri að ræða minniháttar
kaup á kaffi eða stórinnkaup frá
erlendum birgjum. Einlægur
áhugi hennar á verkefnum dags-
ins auk umhyggju um velferð okk-
ar smitaði auðveldlega út frá sér
og var án efa lykillinn að góðum
starfsanda deildarinnar. Henni
var sérstaklega annt um nemend-
ur okkar og var fljót að ávinna sér
traust þeirra og virðingu. En það
var velferð og hamingja fjölskyld-
unnar sem var hjarta hennar næst
og augljós sú ást og stolt sem hún
bar til þeirra allra. Tilhlökkun
hennar og eftirvænting til ham-
ingjuríkra ótakmarkaðra sam-
verustunda við þau þegar kom að
starfslokum var því eðlilega mikil
og gat ég ekki annað en hrifist
með þó að kvíði fylgdi tilhugsun-
inni um það tómarúm sem hún
óneitanlega skildi eftir í hjarta
okkar þegar að starfslokum kom.
Því miður var þessi síðasti kafli á
hennar glæsilega lífsferli alltof
stuttur þar sem hetjuleg barátta
hennar til lífs tók skyndilegan
enda. Missir Braga, barna og allra
barnabarnanna er því mikill og
megi góðar vættir styrkja þau og
vernda í sorg þeirra. Guð blessi
minningu hennar.
Björn Rúnar Lúðvíksson,
yfirlæknir ónæm-
isfræðideildar.