Morgunblaðið - 20.12.2022, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
✝
Jón Árnason
fæddist í
Reykjavík 12. maí
1954. Hann lést á
heimili sínu 7. des-
ember 2022.
Foreldrar Jóns
voru Árni Árnason
Hafstað, starfs-
maður á tæknideild
Landssíma Íslands,
f. 2. febrúar 1915, d.
20. nóvember 1994,
og Arngunnur S.
Ársælsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, f. 13. október 1919, d. 6.
júní 2012.
Synir þeirra auk Jóns eru:
Kolbeinn jarðeðlisfræðingur, f.
24. júlí 1950, Árni grunnskóla-
kennari, f. 23. desember 1951,
Ársæll Þorvaldur bókbindari, f.
30. mars 1953, og Finnur fram-
kvæmdastjóri, f. 27. maí 1958.
Jón kvæntist Halldóru Magn-
úsdóttur, forritara, f. 9. ágúst
1954, d. 1. nóvember 2020. Son-
ur þeirra er Grímur stærðfræð-
ingur, f. 23. nóvember 1977.
Kona Gríms er Svana Björk
Hjartardóttir, og eiga þau
Gunnlaug Magnús. Jón og Hall-
dóra skildu.
Seinni kona Jóns er Íris Ólöf
Sigurjónsdóttir, textíllistakona,
f. 29. september
1958. Börn þeirra
eru: Ragnheiður
tónmeistari, f. 18.
mars 1986; Árni
myndlistarmaður, f.
20. febrúar 1989.
Sambýliskona hans
er Sigurrós G.
Björnsdóttir; Finn-
bogi, BS í sálfræði, f.
19. desember 1994.
Sambýliskona hans
er Sigurbjörg Ósk
Klörudóttir. Jón og Íris Ólöf
skildu.
Um tíma bjó Jón með Rögnu
Ólafsdóttur sálfræðingi, f. 27.
febrúar 1954. Börn hennar eru
Vigdís Hrefna Pálsdóttir, f. 5.
október 1977, Solveig Pálsdóttir,
f. 15. janúar 1985, og Páll Zop-
hanías Pálsson, f. 26. júlí 1986.
Jón lauk B.Ed.-prófi frá Kenn-
araskóla Íslands og innanhúss-
arkitektúr frá Myndlista- og
handíðaskólanum í Ósló og vann
hann við það fag í nokkur ár.
Lengst af vann Jón sem deild-
arstjóri hönnunardeildar Stöðv-
ar 2.
Jón verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 20. desem-
ber 2022, og hefst athöfnin kl.
15.
Elsku faðir minn, Jón Árnason,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
7. desember 2022.
Við sátum saman á Kaffi
Mokka á sunnudeginum fyrir og
virtist hann vera brattur fyrir ut-
an að vera svolítið óglatt. Daginn
eftir spjölluðum við í símann og
áfram talaði hann eins og hann
væri í góðu stuði fyrir utan maga-
vandamál. Á þriðjudeginum svar-
aði hann ekki í símann.
Alla mína tíð vildi pabbi ekki
kvarta eða láta hafa fyrir sér, sem
kom oft því miður til baka í andlit-
ið á honum. Hann var gjafmildur,
góðhjartaður, kurteis og fyndinn
maður. Ég mun sakna hans mikið.
Einhvern veginn er þetta allt
ennþá óraunverulegt. Pabbi var
búinn að vera einstaklega glað-
vær og bjart yfir honum síðustu
mánuði, stoltur af fréttum sem
tengdust framþróun mála hjá
systkinum mínum og mér. Um
daginn, eftir að hann kvaddi, leið
mér eins og ég þyrfti nú að taka
eitt af nokkrum símtölum vikunn-
ar og skipuleggja kaffihitting eða
skákkeppni eins og okkur þótti
gaman upp á síðkastið. Svo var
erfitt að átta sig á að maður sem
var eins seigur og pabbi hefði gef-
ið sig. Að lokum var það svo raun-
in.
Minning mín um pabba verður
af manninum sem leiddi mig út
um allar trissur, grínaðist, kenndi,
knúsaði og bjargaði mér frá
myrkfælninni með róandi rödd
sinni og sögum.
Hann átti þátt í að kenna mér
að elska tónlist af öllu tagi, allt frá
reggae til enskra folk-músíkanta
eins og The Albion Dance Band.
Að sjálfsögðu þarf einnig að minn-
ast óbrigðullar ástar hans á rokk-
urum eins og Frank Zappa og
John Lennon. Óteljandi klukku-
stundum eyddum við saman í stof-
unni á Bergstaðastræti að hlusta
á plötur þar sem hann sagði mér
sögur frá flytjendunum og þeim
tónlistarstefnum sem hann hafði
kynnt sér.
Sterk minning situr í mér þar
sem eftir hver einustu áramót fór-
um við um miðbæinn og fundum
afganga og sprek eftir sprenging-
ar, kökur, rakettur, froska og
hvað sem er – sem við nýttum svo
í hættulegasta bálköst í Reykja-
víkurborg, í bakgarðinum hjá
pabba og Rögnu.
Frasinn „allegógó – dúút dúút“
sem var nýttur við alls kyns tilefni
lýsir svo vel súrrealíska bull-grín-
istanum sem hann pabbi var.
Hann gat búið til listaverk úr
engu og var einstaklega góður
hönnuður að mínu mati. Húmor-
inn hjá honum var aldrei langt í
burtu, eins og þegar hann ætlaði
að ræna kjörbúð með íslenskri
gúrku.
Pabbi kenndi mér margt og á
stóran þátt í því að búa til mann-
inn sem ég er í dag. Harmurinn er
mikill sem fylgir því að missa
hann og tapa voninni um endur-
heimt mannsins sem hann var fyr-
ir veikindin. Á sama tíma mun ég
sakna hans og vera þakklátur
ævilangt. Þakklátur fyrir gleðina
og hamingjuna sem hann veitti
mér á lífsleiðinni. Þakklátur fyrir
þá fjölskyldu og tengingar sem
myndast hafa í kringum hann.
Þakklátur fyrir Rögnu og börnin
hennar, yndislegu plast-systkini
mín. Þakklátur fyrir alla brand-
arana, fróðleikinn og listina.
Þakklátur fyrir tónlistina. Þakk-
látur fyrir ástina. Þakklátur fyrir
vin minn.
Hvíl í friði elsku besti pabbi
minn.
Minning um góðan mann lifir.
Finnbogi Jónsson.
Ég vakna með stútur í hárinu,
beinustu leið út í fjöru og við
hrúgum saman stórum steinum.
Kjallarabollur, kókómjólk og
við keyrum þrjú frammí út á Stöð
2. Kók og prinspóló á meðan ég
snýst í stóru stólunum og færi til
merkingarnar á veðurfréttakort-
inu.
Svo kíki ég á milli fingranna á
bannaða mynd í sjónvarpinu á
meðan þú þværð varlega á mér
hárið.
Góða nótt gamli JólaJeppi.
Þinn
Árni.
Þegar móðir mín tilkynnti mér
að hún ætti kærasta sem héti Jón
dró ég þá ályktun samstundis af
nafninu að um væri að ræða hinn
venjulegasta mann en andstæðan
varð raunin. Maðurinn sagði hún
að líktist George Clooney; hann
var fagureygur og með blíða nær-
veru en ekkert líkur George Cloo-
ney. Með Jóni fylgdu þrjú börn,
þau Ragnheiður, Árni og Finn-
bogi, sem var þá bara lítill dreng-
ur en við hin það sem mætti kalla
táningar. Á heimilinu okkar í den
á Bergstaðastræti var slett á
dönsku í djóki og stundum tók
hann Jón upp á að tala á vissu
bullmáli í fíflagangi. Barnaskar-
inn sem fann sig i nýjum hlutverk-
um var nefndur plastikbror og
plastiksystir af Jóni og okkur
börnunum samdi vel.
Ég myndi lýsa honum Jóni
Árnasyni sem miklum fagurkera
með smekk fyrir sérstæðum lita-
samsetningum, sem einhvern
veginn alltaf virkuðu. Með komu
Jóns á æskuheimili okkar fylgdu
einnig hinir áhugaverðustu gripir.
Þar ber að nefna forláta teknó-
kubb sem var hans uppáhaldsstof-
ustáss og settur í samband á rétt-
um andartökum til að sprella smá
í fólki eða ef boðið var leiðinlegt.
Til að hýsa allan þennan barna-
skara varð að sýna vissa útsjón-
arsemi og fann Jón þá lausn að
smíða tveggja metra háar bóka-
hillur sem voru einnig veggir og
bjó þar með til tvö ný rými sem
urðu hvort að sínu herberginu.
Framhliðar bókahillanna málaði
hann því næst kóngabláar og fyllti
þær svo af bókum sem náðu upp í
rjáfur og var engin leið að nálgast
efstu hillurnar nema með stiga.
Fyrir framan stigann setti hann
svo tvö hásæti sem hann hafði eitt
sinn hannað fyrir fegurðarsam-
keppni sem vöktu undrun gesta.
Þeir stólar þykja mér lýsandi fyr-
ir hversu klár hönnuður hann var;
einfaldir en margbrotnir.
Eitt sinn tók Jón upp á því að
draga mig með á kóræfingu, í bíla-
kór undir stjórn Magnúsar Páls-
sonar. Ég söng hljóð Mercedes
Benz en ég man ekki hvaða bíl
hann Jón söng því þegar fjöl-
skyldumeðlimir spurðu sagði
hann alltaf nýja og nýja bíltegund;
Lada Sport, Skoda, Lamborghini,
Volkswagen … svo gerði hann
bílahljóð og hló.
Húmorinn hans Jóns var ekki
af þessum heimi stundum og
stundum alveg absúrd, sem gerði
brandarann betri, finnst mér.
Eldamennska hins vegar var ekki
hans sterka hlið, en hann var
þekktur á Bergstaðastræti 9 fyrir
að elda afar framúrstefnulega
rétti fyrir okkur unglingana við
misjafnar undirtektir. Einn réttur
þó kom öllum að óvörum og varð
að uppáhaldi sumra heimamanna
en það var ofnbakaður haus af
blómkáli, í einhverju óræðu soði
með osti bræddum yfir. Í fyrsta
skipti sem rétturinn kom á borðið
tókum við unglingarnir andköf, en
þau breyttust brátt í kjams. Hann
kom stöðugt á óvart hann Jón
Árnason með húmor og hugrakkri
tilraunamennsku.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa
átt jafn blíðan, fyndinn, fróðan og
furðulegan stjúpföður og hann
Jón var. Ég vil votta þeim Grími,
Ragnheiði, Árna og Finnboga
samúð mína, minningin um góðan
mann lifir og hann lifir í ykkur.
Ykkar plastsystir,
Solveig Pálsdóttir.
Við Jón kynntumst þegar við
unnum saman á Stöð 2 fyrir um
þremur áratugum. Þetta var á
frumkvöðlaárunum og við vorum
hluti af kreatífu gengi sem vann
að því að búa til sjónvarp sem átti
engan sinn líka.
Hann var ráðinn upphaflega
sem leikmyndahönnuður og sýndi
strax óvanalega hæfileika og ótrú-
legt listrænt næmi fyrir sjónræn-
um lausnum, allt frá hönnun
vinnurýma til smáhluta í leik-
myndum. Hér var á ferðinni ein-
stakt hæfileikabúnt og áður en
varði var hann orðinn yfirmaður
okkar allra. Þarna mynduðust
tengsl og vinátta sem hefur hald-
ist æ síðan.
Við sátum öll saman við hring-
borð á árshátíð sem haldin var á
Hótel Örk í Hveragerði. Þá var
ákveðið að við myndum hittast
einu sinni í mánuði það sem eftir
væri ævinnar. Sex fjölskyldur, öll
með börn á svipuðum aldrei, öll í
svipuðu basli, uppeldi, húsnæði og
svo framvegis. Við héldum mat-
arboð þar sem hver reyndi að
toppa annan í matargerð, stund-
um drukkið ósleitilega, stundum
ekki, en alltaf gaman og alltaf gott
að borða. Við skipulögðum útileg-
ur á sumrin þar sem allur skarinn
mætti eina helgi einhvers staðar í
góðu veðri. Þetta voru góðir tímar.
Eitt verkefni sem við unnum á
stöðvarárunum er sérlega minnis-
stætt. Ekki vegna þess að það
væri svo brilljant hönnun í gangi,
sem auðvitað var; jarðlitir, grjót
og möl í fréttaleikmynd var ekki
alveg það sem áhorfendur sjón-
varps voru vanir, þá var allt í ís-
köldu bláu gleri og stáli en við vor-
um ekki þar. Nei, það voru
mannlegri þættir sem ég man
frekar eftir enda eru vinátta og
mannleg tengsl eilífari en góð
hönnun. Við þurftum að ná í litríka
og formfagra möl og grjót til að
setja í glerskápa í bakgrunnum í
fréttasettinu. Ég mundi eftir
kringlóttu grjóti á Djúpalónss-
andi, litrík möl í Drápuhlíðarfjalli
og hörpuskeljarsalli í Stykkis-
hólmi svo við ákváðum að taka túr
um nesið og safna grjóti og möl í
settið. Strákarnir okkar, Andri og
Árni, jafnaldra, fengu að fara með
svo úr varð skemmtileg helgarferð
um Snæfellsnes. Sannkallaður
gæðatími með pöbbum og sonum.
Við fórum á Djúpalónssand til
að stela kringlóttu grjóti. Jón
hafði tekið með gamlan bakpoka,
ekki til þess að fylla af möl, til-
gangurinn var annar. Faðir hans
hafði dáið nokkru áður og Jón vildi
setja yfir gröf hans sæbarinn
stein. Og steininn fundum við í
fjörunni. Þetta var sem betur fer
ekki einn af þessum frægu stein-
um fyrir kraftakarla á vertíð að
reyna sig við, Amlóði, Hálfsterkur
og Fullsterkur, en sá sem við
fundum var ýkjulaust einhvers
staðar nær Fullsterk en Hálfsterk
í minningunni. Við veltum stein-
inum upp eftir fjörunni þar til við
komum að nokkuð stórri þúfu. Við
komum steininum með saman-
lögðu átaki upp á þúfuna og Jón
lagðist niður með bakpokann á
öxlunum og ég gat velt steininum
inn í pokann og stutt Jón til að
standa upp. Hann gekk upp fjör-
una sirka eins kílómetra leið upp á
bílastæðið. Þetta fannst mér fal-
legt.
Einu sinni sátum við uppteknir
í vinnunni hvor á móti öðrum. Jón
lítur upp, horfir á mig og spyr:
„Warum sind die bananen kugel-
formet?“
Þetta var Jón og ég sakna hans.
Björgvin Ólafsson.
Jón Árnason
✝
Árni Steinar
Hermannsson
fæddist á Vöglum
á Þelamörk 12.
október 1934.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
á Akureyri 9. des-
ember 2022.
Foreldrar hans
voru Hermann
Valgeirsson, f. 16.
október 1912, d.
15. apríl 1990, og Þuríður Pét-
ursdóttir, f. 4. janúar 1912, d.
2. júní 1983.
Systkini: 1) Pétur Gauti, f.
1933, d. 2006; 2) Sólveig, f.
1935; 3) Þóra, f. 1937, d. 2011;
4) Kristján, f. 1939; 5) Steindór,
f. 1942, d. 2022; 6) Dagur, f.
Önnu og Einars Ásgeirssonar
er Daði Freyr; 4) Stefán, f.
1962, maki Ragnheiður Stein-
sen, f. 1963; 5) Þuríður Sólveig,
f. 1964, maki Hermann Karls-
son, f. 1967. Dætur: Berghildur
Þóra, Hulda Björg og Birta
Rós; 6) Sigríður Guðný, f. 1968,
maki Jakob Valgeir, f. 1963.
Börn: Guðni Valgeir og Hildur
Vala.
Árni Steinar ólst upp í Myrk-
árdal í Hörgárdal. Hann var
einn vetur í Héraðsskólanum á
Laugum í Reykjadal, í smíða-
deild. Árni Steinar hóf búskap
á Ytri-Bægisá árið 1958 og bjó
hann þar til ársins 2000 þegar
hann flutti til Akureyrar.
Á búskaparárum sínum á
Ytri-Bægisá vann hann auk bú-
starfanna ýmis störf fyrir
bændur og sveitarfélagið, má
þar nefna byggingarvinnu og
ýmis nefndarstörf.
Útför Árna Steinars fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 20.
desember 2022, klukkan 13.
1945, d. 2005; 7)
Anna, f. 1948; 8)
hálfbróðir Hreinn
Heiðar, f. 1937, d.
1999.
Árni Steinar
kvæntist 5. sept-
ember 1959 Rós-
línu Berghildi Jó-
hannesdóttur, f.
27. desember 1934,
frá Neðri-Vind-
heimum. Börn
þeirra eru: 1) Hermann, f.
1957; 2) Jóhannes, f. 1958,
maki Eva Bryndís Magn-
úsdóttir, f. 1956. Synir: Árni
Rúnar og Andri Már; 3) Anna
Ragna, f. 1959, maki Stefán
Stefánsson, f. 1963. Synir: Vikt-
or Logi og Stefán Árni. Sonur
Mikið lán er að eiga góða og
samheldna stórfjölskyldu sem
stendur saman í blíðu sem stríðu.
Árni Steinar, fyrrverandi bóndi á
Ytri-Bægisá, föðurbróðir okkar,
var næstelstur níu systkina frá
Myrkárdal og afar styrk stoð fjöl-
skyldueiningarinnar.
Það vekur margar minningar
er slíkar stoðir falla því Bægisár-
fjölskyldan hefur verið snar þátt-
ur í lífi okkar Lönguhlíðarsystk-
ina. Bræðurnir Árni og Kristján
bjuggu samtíða í þrjátíu ár með
fjölskyldum sínum hvor sínum
megin Hörgár og oft var rennt
„ufrum“ í kaffi eða til þess að leysa
eitthvert verkefni. Ekkert viðvik
var svo stórt að ekki væri hægt að
biðja um aðstoð og ófá handtökin
sem fjölskyldurnar réttu hvor
annarri. Við vorum svo lánsöm að
þrjú barna hans unnu hjá foreldr-
um okkar um lengri eða skemmri
tíma og aðstoðuðu við búverkin og
reyndu líka að hemja okkur systk-
inin.
Skemmtilegar voru sögurnar
frá því hann var mjólkurbílstjóri
fyrir 1970 þegar vegir voru ekki
greiðfærir en hann var lánsamur
og góður bílstjóri. Einhverra hluta
vegna eru bílar hans minnisstæð-
ir, s.s. bláhvíti rússajeppinn og svo
vörubíllinn sem gegndi mörgum
hlutverkum; alls konar flutningur
og fjárbíll á haustin. Þvílík gleði
þegar hann leyfði, sem var alloft,
okkur krakkaskömmunum að
„standa upp’á“ og fylgja fénu á
sláturhús, þótt það kostaði hann
aukakrók og umstang.
Hefðir og siðir eru sterkir og á
aðfangadag var fastur liður að
Árni kæmi með kort og pakka um
þrjúleytið, jólamessa á Bægisá og
við öll í kaffi. Samvera á gamlárs-
kvöld þar sem horft var á Sirkus
Billy Smart og áramótaskaupið,
fyrstu árin í Lönguhlíð, því ekki
náðust sjónvarpssendingar á
Bægisá, en síðar þar því þau fengu
litasjónvarp á undan okkur og það
var nú heldur betur skemmtilegt
að sjá skaupið í lit!
Árni og Róslín eignuðust sex
börn og oft hefur vinnudagur
þeirra verið langur. Mikill var
gestagangur ættingja og vina og
öllum tekið svo afar vel. Bægisá er
kirkjujörð og því bættust við störf
er sneru að athöfnum og umsjón
kirkjugarðsins auk þess sem Árni
sinnti ýmsum nefndarstörfum.
Hann var afar handlaginn og bæði
smíðaði og gerði við vélar því mik-
ið verksvit hafði hann og áhuga.
Eftir að hann flutti í bæinn komu
hæfileikar hann svo glögglega í
ljós er hann gerði listavel upp
dráttarvélar og húsgögn.
Það var nærandi á alla vegu að
heimsækja Árna og Róslín í Mela-
teiginn; Árni við borðsendann
með kaffi í glasi, klórar sér í höfð-
inu, hlær og segir sögur og það er
þetta brosblik í augunum, Róslín
búin að dekka borð með skúffu-
köku, kleinum, rasptertu og öðru
góðgæti áður en gesturinn nær að
tylla sér á stólinn. Andrúmsloftið
þykkt af væntumþykju og gleði
þegar rifjaðar eru upp sögur úr
sveitinni og minningar af gengnu
fólki og sagðar nýjustu fréttir af
stórfjölskyldunni. Börnunum
gleymdi hann ekki að sinna og var
frábær afi og frændi, gaf sér alltaf
tíma til að spjalla og glettast við
þau.
Við sendum Róslín og afkom-
endum Árna innilegar samúðar-
kveðjur. Systkinin frá Lönguhlíð
þakka kærum frænda fyrir
samfylgdina sem var okkur dýr-
mæt.
María Björk Kristjánsdóttir.
Árni Steinar
Hermannsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MÁLFRÍÐUR ANDREA
SIGURÐARDÓTTIR,
áður til heimilis í Miðtúni 82,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugar-
stöðum mánudaginn 5. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir hlýju og umönnun.
Sigurður Harðarson Sigríður Guðjónsdóttir
Hörður Harðarson
Anna Harðardóttir Eiður Jónsson
Selma Vilhjálmsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
JÓN RUNÓLFUR KARLSSON,
Hallbjarnarstöðum 1,
Skriðdal,
varð bráðkvaddur 9. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Jórunn Anna Einarsdóttir
Anna Kristbjörg Jónsdóttir
Hrafnhildur Heiða Jónsdóttir
Jón Runólfur Jónsson
Sigurður Rúnar Ingþórsson
Eyjólfur Skúlason
Eyrún Heiða Skúladóttir
Jódís Skúladóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn