Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 24

Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 DÆGRADVÖL24 Kletthálsi 11 - Sími 511 0000 - bilalind.is Verð 6.69 TOYOTA LAND CRUISER 150 GX Gjafaaskja frá Ferðaeyjunni „Gisting og konfekt“ fylgir með 0.000 06/2014 Ek. 209 þ.km Sjálfskipting 6 gírar Dísel Gullbrúðkaup Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl A HrúturGömul deilumál gætu skotið upp kollinum í dag.Gleymdu öllum áhyggjum. Einhver semþú hefur ekki heyrt í lengi hefur samband. 20. apríl - 20. maí B NautÞér finnst þú kominn í ógöngur gagn- vart vini. Líttu á björtu hliðarnar og brostu, heimurinn er ekki að farast. 21. maí - 20. júní C TvíburarÞú hefur þörf fyrir að gera eitthvað til að bæta heilsu þína í dag.Ef þú vinnur á réttumhraða kemstu í gegnumalla skafla semá vegi þínumverða. 21. júní - 22. júlí D KrabbiÁður en þú tekur verkefni að þér skaltu ganga úr skugga um til hvers er raun- verulegaætlast af þér.Reyndu að gera sem mest úr kvöldinu.Vaktu samt ekki of lengi. 23. júlí - 22. ágúst E LjónÞú stendur alltaf við orð þín og það vita þeir semnæst þér standa.Ekkert og enginn er fullkominn, sættu þig við það. 23. ágúst - 22. september F Meyja Óvæntar uppákomur á vinnustað koma þér úr jafnvægi. Taktu skref aftur á bak og skoðaðu hlutina þegar hugurinn hefur róast. Þig langar til að ferðast meira. 23. september - 22. október G Vog Það að heimsækja lækni er ekki til í þinni orðabók en stundum kemur upp sú staða að það er ekki hægt að fresta því. Láttu ljós þitt skína ef þú getur. 23. október - 21. nóvember H SporðdrekiAð elska og vera elskaður er það semmáli skiptir í lífinu. Mundu að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Einhver tekur hlut sem þú átt traustataki. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Þú ert tilbúinn til þess að styrkja samband þitt við vini og kunningja. Það kveður við nýjan tón í ástarsam- bandinu. Gefðu tóninn í uppeldi nýja gæludýrsins. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Þér vefst tunga um tönn í dag. Það er líka allt í lagi, þú hefur ekki svör við öllu. Ekki binda trúss þitt við fólk sem þú þekkir ekki nógu vel. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Nú er rétti tíminn fyrir þig til þess að söðla alveg um. Ungt fólk þarfnast stuðnings í formi hugmynda, fjármagns eða einhvers sem hlustar. 19. febrúar - 20.mars L Fiskar Talaðu við unglinginn í rólegheitum og teldu upp að tíu áður en þú ferð að prédika. Eitthvað fer úrskeiðis í öllum hamaganginum. Þú getur lagað það hægt og rólega. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir umdæmisstjóri – 50 ára Vinnur að grænni framtíð Á gústa Ýr Þorbergsdóttir er fædd 20. desember 1972 í Reykjavík og ólst þar upp. „Ég er Breiðhylting- ur í húð og ár og flutti á fjórða ári í Breiðholtið þar sem foreldrar mínir höfðu byggt sér hús. Ég á mjög góðar minningar frá æskuárunum í Breiðholtinu en hverfið var umvafið náttúru og það voru bæði hestar og kindur á beit í nágrenninu þar sem ÍR-svæðið er nú. Það var mjög gaman að alast upp í hverfi sem var fullt af börnum. Ég minnist þess að við vorum úti öllum stundum, að leika okkur í læknum sem var á leið okkar í skólann, klifra í trjám og stillönsum nýbygginga sem var nóg af.“ Skólagönguna byrjaði Ágústa í Ísaksskóla. „Ég undi mér þó ekki fyrr en ég fór í frábæra hverfis- skólann Ölduselsskóla en ég á enn marga góða vini á frá þessum árum. Leiðin lá síðan í Verzló en flestir úr stórum frændgarði höfðu farið í MR og langaði mig að prófa eitthvað annað. Ég sá ekki eftir því enda átti ég frábær fjögur ár í Verzló. Eins og pabbi hef ég alltaf haft mikla ævin- týraþrá og elska að ferðast. Að loknu stúdentsprófi lá leiðin til München í Þýskalandi þar sem ég lærði þýsku ásamt því að passa börn.“ Þegar heim var komið lærði Ágústa stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og tók þar þátt í félagsstarfi félags stjórnmálafræðinema, m.a. í verk- efninu Ungt fólk – takið afstöðu, til að hvetja ungt fólk að nýta kosninga- réttinn. „Hluta námsins varði ég sem skiptinemi við Kaupmannahafnarhá- skóla sem var ómetanleg reynsla.“ Að námi loknu vann Ágústa í nokk- ur ár í neytendamálum hjá Neytenda- samtökunum og stýrði neytendadeild ASÍ. Haustið 2002 fór hún í starfs- nám hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel og í framhaldi af því í mastersnám í þjóðarétti í Brussel kampus Kent háskóla í Bretlandi. Ágústa ílengdist í Brussel í rúm níu ár og starfaði hjá EFTA-skrifstof- unni, lengst af hjá Uppbyggingarsjóði EFTA sem umdæmisstjóri fyrir Spán, Portúgal, Grikkland, Kýpur, Möltu og Rúmeníu. „Ég starfaði náið með Fjárfestingabanka Evrópu við rekstur eins sjóðsins í okkar umsjá og var hluti af teyminu sem byggði upp Uppbyggingasjóð EFTA í núverandi mynd. Brussel-árin voru ómetanleg, ég sinnti skemmtilegu og lærdóms- ríku starfi, ferðaðist út um allan heim og vinahópurinn stækkaði talsvert. Við hlæjum oft af því að út hafi ég far- ið með tvær ferðatöskur og kom heim með 40 feta gám, mann og barn!“ Eftir heimkomu í lok árs 2011 stofnaði Ágústa Navigó ráðgjöf og sinnti ráðgjöf til fyrirtækja aðal- lega í orkugeiranum, með áherslu á uppbyggingu jarðvarmaverkefna fyrir utan Ísland. Hún lauk einnig diplóma-námi í verkefnastjórnun frá Haskólanum í Reykjavík. „Á Navigo-árunum veitti ég aðallega ráðgjöf í orku- og loftslags- málum tengdum stefnu og löggjöf ESB sem og ráðgjöf um alþjóðlega kolefnismarkaði. Einnig veitti ég ráðgjöf í fjármögnun verkefna, allt frá orkuverkefnum til nýsköpunar- verkefna sem tengdust styrkjum og lánum frá alþjóðastofnunum og bönkum. Til gamans má nefna að ég vann með frábæru teymi Carbfix að því að landa stærsta einstökum styrk sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið en það var styrkur sem Carbfix fékk fyrir Coda-verkefnið frá Nýsköpunar- sjóði Evrópu.“ Í mars á þessu ári gekk Ágústa til liðs við ástralska fyrirtækið Fortescue Future Industries, þar sem hún er umdæmisstjóri fyrir Ísland. „Ég vinn einnig náið með kollegum mínum að verkefnaþróun grænna vetnisverkefna í Evrópu. Það má því segja að ég sé komin í draumastarfið að vinna með alþjóðlegu teymi að grænni framtíð. Yngri dóttir mín komst svo skemmtilega að orði um daginn þegar hún sagði: „Mamma, draumar þínir hafa ræst, þú ert að vinna að því að gera heiminn betri.“ Engin smá ábyrgð það að standa und- ir væntingum! Ég hef alltaf brunnið fyrir nýsköp- un og hef verið svo heppin að geta nýtt þekkingu mína í þágu nýsköp- unarfyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis, mörg tækifæri nýsköp- unarfyrirtækja liggja í Evrópulög- gjöfinni. Í miðju Covid byrjaði ég að vinna að hugmynd með Sigurjóni Magnússyni að nýsköpunarsjóði sem fjármagnar sprotafyrirtæki á fyrstu stigum. Hugmyndin er þróuð út frá hugmyndafræði viðskiptaengla (e. business angels). Við fengum við til liðs við okkur hóp norskra viðskipta- engla sem ég hafði lengi starfað með og fljótlega gekk Ragnheiður Magnúsdóttir til liðs við okkur og er hún stjórnarformaður félagsins. Við stofnuðum fjárfestingarfélagið Nordic Ignite fyrr á þessu ári, höfum lokið tveimur engla fjárfestingalotum og stefnum á fyrstu fjárfestingu fljót- lega. Einnig erum við að undirbúa næstu fjárfestingarlotu sem verður stærri en þær sem við höfum lokið, en sú fjárfesting mun gefa okkur tækifæri á að fjárfesta í allt að 10-15 fyrirtækjum. Markmiðið er að skrá FjölskyldanÁgústa, Silvía Ása, Parker og Eva Sofia í Maine sumarið 2022. Afmælisbarnið Ágústa er einn stofnenda fjár- festingarfélagsins Nordic Ignite. Í dag, 20. desember, eiga Sif Knudsen sjúkraliði og Stefán Ásgrímsson blaðamaður 50 ára brúð- kaupsafmæli. Þau hittust fyrst 1. desember 1972 og voru gefin saman í Háskóla- kapellunni þann 20. sama mánaðar af sr. Hannesi Guðmundssyni. Börn þeirra eru Guð- mundur Elías og Sigur- laug. Barnabörnin eru 6.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.