Morgunblaðið - 20.12.2022, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL 25
Vísnahorn
Varð öll sömul snjóug af snjó
ÞorsteinnValdimarsson yrkir:
Þó að öðrum ói við snjó
fæ ég aldrei nóg af snjó
– hvorki úti né inni –
og einu sinni
varð ég öll sömul snjóug af snjó!
Sr. Jón Þorláksson á Bægisá kvað:
Margur fengimettan kvið,
má því nærri geta,
yrði fólkið vanið við
vind og snjó að eta.
Enn yrkir Jón:
Æðir fjúk umÝmis búk,
ekki er sjúkra veður;
klæðir hnjúka hríð ómjúk
hvítum dúkimeður.
Pétur Stefánsson skrifar á
Boðnarmjöð að 16. des. sé árlegur
merkisdagur í sínu lífi:
Alla daga yrkir brag,
eldarmat og étur.
68 er í dag
eðalskáldið Pétur.
Nú í dag ég kætast kann,
kneyfa öl af vana
þó árin hellist yfir mann
eins og vatn úr krana.
Eins og við var að búast fékk
Péturmargar kveðjur. Steinn Lund-
holm kvað:
Látum ekkert á því bera
elsku góðu vinir
að okkur finnst við alltaf vera
yngri en flestir hinir.
Ingólfur ÓmarÁrmannsson:
Óðarstef þín enn á ný
ylja hugamínum.
Drjúgur fengur finnstmér í
ferskeytlunumþínum.
Guðmundur Beck:
Innra honum eldur brennur
oft sem gleður oss.
Út úr honumóður rennur
eins og Lagarfoss.
Enn skrifar Pétur: „Fór út á plan
áðan og lenti í þrekraun við aðmoka
bílinn út úr stærðar snjóskafli.“
Hér var engin sorg og sút,
sat ég lengi að tafli.
Búinn aðmoka bílinn út
úr býsna stórum skafli.
Aumur af öllu skakinu
sem ei skal nánar flíka.
Íbúfen bryð við bakinu
og bévítans gigtinni líka.
„Það birtir“ segirHallmundur
Guðmundsson:
Ávoru landi trauðla tjóar
að tuða þó að hrímimóar,
því birtuþrot í þanka róar
- þegar ögn að vetri snjóar.
„AÐ HLUTA TIL ER ÞETTA VIÐSKIPTA-
FERÐ, AÐ HLUTA SKEMMTIFERÐ OG AÐ
HLUTA TIL FLÓTTI FRÁ YFIRVÖLDUM.“
„HVAÐA AULI SEM ER GETUR NÁÐ HOLU
EFTIR 22 HÖGG.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að muna að vaða ekki
inn á skítugum skónum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VEISTU GRETTIR, SÓL-
GLERAUGU GERA MANN SVALAN
OG ÉG MEINA EKKI
BARA „SVALAN“…
MÁ ÉG FÁ LITLA SÓLHLÍF
Í DRYKKINN MINN?
ÞAU GERA
ÞENNAN MANN
OFURSVALAN!
SPEGILLINN ER Á
HINUM VEGGNUM.
ÞETTA ER MYND AF
MÖMMU ÞINNI
ÉG MUN LÍKLEGA FELLA NOKKUR
TÁR Í KVÖLD!
SÍMAR
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Nordic Ignite á markað til að gefa öll-
um tækifæri á að fjárfesta í nýsköp-
un. Ég sit í stjórn Nordic Ignite og
varastjórn nýsköpunarfyrirtækisins
Ýmir technologies.“
Ágústa er í stjórn foreldrafélags
Ölduselsskóla og situr fyrir hönd for-
eldrafélaganna í Breiðholti í íbúaráði
Breiðholts. Einnig er hún í stjórn
skíðadeildar ÍR.
„Ferðalög hafa alltaf verið stór
hluti af lífi mínu og útivist mikilvæg-
ur þáttur. Ég elska að vera úti og
bestu fríin eru þar sem útivera og
samvera fléttast saman, hvort sem
er göngur eða skíði. Við maðurinn
minn kynntumst á Laugaveginum á
fjöllum og deilum við því áhugamáli.
Sumrum eyðum við fjölskyldan
yfirleitt í heimabæmannsins míns í
Maine fylki í Bandaríkjunum og erum
svo lánsöm að vera við vatn þar sem
við syndum, förum á „paddleboard“
eða kanó.
Matur spilar einnig mikilvægan
þátt í lífinu og margar af mínum
ferðaminningum snúast ummat.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ágústu er Parker
Graves O’Halloran, f. 25.11. 1972,
sérfræðingur hjá Íslandsstofu. Þau
eru búsett í Breiðholti. Foreldrar
Parkers eru hjónin Susan Elisabeth
O’Halloran, f. 31.12. 1943, kennari,
og Robert O’Halloran, f. 31.10. 1939,
rafmagnsverkfræðingur. Þau eru
búsett í Hallowell, í Maine-fylki í
Bandaríkjunum.
Dætur Ágústu og Parkers eru
Silvía Ása O’Halloran, f. 11.4. 2011,
og Eva Sofia O’Halloran, f. 18.2.
2013.
Systkini Ágústu eru Birna Björk
Þorbergsdóttir, f. 1.1. 1968, sjúkra-
þjálfi, búsett í Reykjavík, og Halldór
Benjamín Þorbergsson, f. 5.4. 1979,
framkvæmdastjóri, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Ágústu eru hjónin
Þorbergur Halldórsson, f. 13.2.
1941, fyrrverandi innkaupastjóri,
og Ingibjörg Bergmann, f.16.3. 1945,
fyrrverandi gjaldkeri. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Ágústa Ýr
Þorbergsdóttir
Þorbergur Halldórsson
skipstjóri í Reykjavík
Sigríður Jensdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Halldór Benjamín Þorbergsson
sjómaður í Reykjavík
Guðrún Soffía Þorláksdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þorbergur Halldórsson
fv. innkaupastjóri í Reykjavík
Þorlákur Jón Jónsson
bóndi og organisti í Saurbæ
Sæunn Kristmundsdóttir
húsfreyja í Saurbæ á Vatnsnesi
Andreas Sigurd Jacob Bergmann
gjaldkeri í Reykjavík
Guðmunda Bergmann
húsfreyja í Reykjavík
Jón Guðmundur Bergmann
aðalféhirðir í Reykjavík
Ágústa Jónasdóttir Bergmann
húsfreyja í Reykjavík
Jónas Þóroddsson
blikksmíðameistari í Reykjavík
Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ætt Ágústu Ýrar Þorbergsdóttur
Ingibjörg Bergmann
fv. gjaldkeri í Reykjavík