Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 26

Morgunblaðið - 20.12.2022, Side 26
ÍÞRÓTTIR26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 England B-deild: Wigan – Sheffield United............................ 1:2 Staðan: Burnley 23 13 8 2 46:24 47 Sheffield Utd 23 13 5 5 38:20 44 Blackburn 23 13 0 10 27:26 39 Watford 23 10 7 6 30:22 37 Norwich 23 10 5 8 30:25 35 QPR 23 10 4 9 27:27 34 Preston 23 9 7 7 22:22 34 Birmingham 23 8 8 7 26:22 32 Millwall 22 9 5 8 27:26 32 Swansea 23 8 8 7 30:32 32 Reading 23 10 2 11 26:33 32 Sunderland 23 8 7 8 31:26 31 Middlesbrough 23 8 6 9 32:30 30 Coventry 21 8 6 7 24:22 30 Luton 22 7 9 6 24:24 30 WBA 22 7 8 7 29:25 29 Stoke 23 8 5 10 26:30 29 Bristol City 23 7 6 10 31:32 27 Rotherham 23 6 8 9 26:32 26 Cardiff 23 7 5 11 20:28 26 Hull 23 7 5 11 26:40 26 Blackpool 23 6 6 11 25:34 24 Wigan 23 6 6 11 23:34 24 Huddersfield 22 5 4 13 19:29 19 Ítalía B-deild: Perugia – Venezia ...................................... 2:1 Kristófer Jónsson var varamaður hjá Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason og Hilmir Rafn Mikaelsson voru ekki í hópnum. ÓttarMagn- ús Karlsson verður löglegur með liðinu á ný um áramótin. Beitir hættur í fótboltanum Beitir Ólafsson, sem hefur varið mark KR-inga í fótboltanum í hálft sjötta ár, hefur lagt mark- mannshanskana á hilluna en KR- ingar skýrðu frá ákvörðun hans í gær. Beitir ólst upp hjá HK og lék lengi vel með Kópavogsliðinu en kom til KR snemma á tímabil- inu 2017 eftir að hafa spilað með Keflavík árið á undan. Hann lék 230 mótsleiki með KR, þar af 121 í efstu deild, en Beitir, sem er 36 ára, lék ekki í deildinni fyrr en hann var orðinn 31 árs að aldri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vesturbærinn Beitir Ólafsson hefur varið mark KR-inga frá 2017. Þremur höggum frá 20. sætinu Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 45.-54. sæti af 146 keppendum að loknum þremur hringjum af fimm á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem nú stendur yfir á LaManga á Spáni. Guðrún lék á 74 höggum í gær, einu höggi yfir pari vallarins, og er samtals á einu höggi yfir pari. Tuttugu efstu keppendurnir fá þátttökurétt á Evrópumótaröð- inni 2023 og Guðrún er þremur höggum á eftir þeim sem deila 20. sætinu. Ljósmynd/LET Spánn Guðrún Brá Björgvinsdóttir leikur fjórða hringinn í dag. Lionel Scaloni, þjálfari heimsmeist- araliðs Argentínu, notaði 24 leikmenn í lokakeppni heimsmeist- aramótsins í Katar, fleiri en nokkur þjálfari heimsmeistara karla í fótbolta hefur áður gert. Hóparnir voru stærri en áður, 26 leikmenn í stað 23 á síðustu mótum, en eftir sem áður náði Scaloni að tefla fram öllum 23 útispilurum sínum í leikjunum sjö á HM í Katar. Aðeins varamarkverðirnir tveir komu ekki við sögu. Sjálfur er Scaloni 44 ára, lék sjö landsleiki fyrir Argentínu og spilaði lengst af með Deportivo La Coruña á Spáni. Hann hefur aldrei þjálfað félagslið en hafði verið aðstoðar- þjálfari landsliðsins í eitt ár þegar hann tók við liðinu í október 2016. Argentína varð Suður-Ameríku- meistari 2022 undir hans stjórn, í fyrsta sinn í 28 ár, og er nú heims- meistari í fyrsta sinn í 36 ár. Skoðum betur heimsmeistara- liðið 2022 og til að byrja með þá ellefu leikmenn sem Scaloni notaði mest. Tíu þeirra, allir nema Marcos Acuña, voru í byrjunarliðinu þegar Argentína vann Frakkland í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli, 3:3, í mögnuðum úrslitaleik liðanna á sunnudaginn. Þessir spiluðu mest EmilianoMartínez, 30 ára markvörður Aston Villa á Englandi. Hafði aðeins leikið 19 landsleiki fyrir HM en varði markið í öllum sjö leikjunum. Var varamarkvörður Arsenal 2011 til 2020. Valinn besti markvörður keppninnar. Nahuel Molina, 24 ára hægri bakvörður sem kom til Atlético Madrid á Spáni frá Udinese á Ítalíu í september. Hafði leikið 20 lands- leiki fyrir HM en spilaði alla sjö leikina og skoraði gegn Hollandi. Cristian Romero, 24 ára mið- vörður sem kom til Tottenham á Englandi frá Atalanta á Ítalíu í ágúst 2021. Hafði leikið 12 landsleiki fyrir HM en spilaði alla sjö leikina. Nicolás Otamendi, 34 ára miðvörður sem kom til Benfica í Portúgal frá Manchester City árið 2020. Lék alla sjö leikina og spilaði sinn 100. landsleik fyrir Argentínu gegn Frakklandi á sunnudaginn. Nicolás Tagliafico, 30 ára vinstri bakvörður sem kom til Lyon í Frakklandi frá Ajax í júlí 2022 eftir fjögur ár í Hollandi. Lék sex leiki af sjö og á nú 48 landsleiki að baki. Rodrigo De Paul, 24 ára miðju- maður sem kom til Atlético Madrid á Spáni frá Udinese á Ítalíu í júlí 2021. Lék alla sjö leikina og á nú 51 landsleik að baki. Enzo Fernández, 21 árs miðju- maður sem kom til Benfica í Portú- gal frá River Plate í Argentínu í júní 2022. Hafði aðeins leikið 3 landsleiki fyrir HM en spilaði alla sjö leikina og skoraði í 2:0 sigrinum á Mexíkó. Valinn efnilegasti leikmaður keppn- innar. Alexis Mac Allister, 23 ára miðjumaður sem kom til Brighton á Englandi frá Argentinos Juniors í ársbyrjun 2019. Hafði aðeins leikið átta landsleiki fyrir HM en spilaði sex leiki og skoraði í 2:0 sigrinum á Pólverjum og lagði upp mark í úrslitaleiknum gegn Frakklandi. Marcos Acuña, 31 árs vinstri kantmaður eða bakvörður sem kom til Sevilla á Spáni frá Sporting í Portúgal árið 2020. Lék sex leiki á HM og hefur spilað 49 landsleiki. Julián Álvarez, 22 ára framherji sem Manchester City keypti af River Plate í Argentínu í janúar 2022. Hafði leikið 12 landsleiki og skorað 3 mörk fyrir HM en skoraði fjögur mörk í sjö leikjum Argent- ínu í Katar. Skoraði tvö mörk gegn Króatíu í undanúrslitunum og skor- aði einnig gegn Póllandi og Ástralíu. Lionel Messi, 35 ára framherji og fyrirliði heimsmeistaranna. Kom til PSG í Frakklandi sumarið 2021 eftir 17 ár með aðalliði Barcelona. Skoraði 7 mörk í 7 leikjum Argent- ínu á HM, tvö þeirra í úrslitaleikn- um, og var valinn besti leikmaður keppninnar, sá eini í sögunni sem hefur fengið þann titil tvisvar. Markahæstur í sögu Argentínu og líka Suður-Ameríku á HM. Leikjahæstur allra í lokakeppni HM frá upphafi. Leikja- og markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi með 172 landsleiki og 98 mörk. Þessir spiluðu talsvert Lautaro Martínez, 25 ára fram- herji sem hefur leikið með Inter Mílanó frá 2018. Lék sex leiki á HM og hefur skorað 21 mark í 46 landsleikjum. Ángel Di María, 34 ára kantmað- ur sem kom til Juventus á Ítalíu í sumar eftir sjö ár með París SG. Skoraði mark og krækti í víti í úr- slitaleiknum og lagði upp eitt mark fyrr í keppninni. Spilaði fimm leiki á HM og hefur skorað 28 mörk í 129 landsleikjum. Leandro Paredes, 28 ára miðju- maður sem kom til Juventus í sumar á láni frá París SG. Lék fimm leiki á HM og hefur skorað fjögur mörk í 51 landsleik. LisandroMartínez, 24 ára mið- vörður sem kom til Manchester United í sumar frá Ajax. Lék fimm leiki á HM og hefur spilað 15 lands- leiki alls. Gonzalo Montiel, 25 ára hægri bakvörður sem kom til Sevilla frá River Plate í Argentínu sumarið 2021. Lék fjóra leiki á HM, hefur spilað 22 landsleiki alls, og skoraði úrslitamarkið í vítaspyrnukeppn- inni í úrslitaleiknum. Þessir spiluðu lítið Germán Pezzella, 31 árs mið- vörður sem kom til Real Betis á Spáni frá Fiorentina á Ítalíu sumarið 2021. Lék þrjá leiki á HM og hefur skorað 2 mörk í 35 lands- leikjum. Exequiel Palacios, 24 ára miðju- Scaloni tefldi fram 24 leikmönnum í Katar lAllir nema varamarkverðirnir spiluðumeðArgentínu á heimsmeistaramótinu maður sem kom til Leverkusen í Þýskalandi frá River Plate í ársbyrj- un 2020. Lék þrjá leiki á HM og hefur spilað 23 landsleiki. Alejandro Gómez, 34 ára sóknar- maður sem kom til Sevilla á Spáni frá Atalanta á Ítalíu í janúar 2021. Lék tvo leiki á HM og hefur skorað þrjú mörk í 17 landsleikjum. Paulo Dybala, 29 ára framherji sem kom til Roma frá Juventus á Ítalíu í sumar. Lék tvo leiki á HM og hefur skorað þrjú mörk í 36 landsleikjum. Juan Foyth, 24 ára varnarmaður sem kom til Villarreal á Spáni frá Tottenham í október 2020. Lék einn leik á HM og hefur spilað 17 landsleiki. Thiago Almada, 21 árs miðju- maður sem kom til Atlanta í Banda- ríkjunum frá Velez í Argentínu í janúar 2022. Lék einn leik á HM og hefur spilað þrjá landsleiki. Guido Rodríguez, 28 ára miðju- maður sem kom til Real Betis á Spáni frá América í Mexíkó árið 2020. Lék einn leik á HM og hefur skoraði eitt mark í 27 landsleikjum. Ángel Correa, 27 ára sóknarmað- ur sem hefur leikið með Atlético Madrid frá 2015. Lék einn leik á HM og hefur skorað þrjú mörk í 23 landsleikjum. Komu ekki við sögu Franco Armani, 36 ára mark- vörður River Plate í Argentínu frá 2018. Hefur leikið 18 landsleiki. Gerónimo Rulli, 30 ára mark- vörður sem kom til Villarreal á Spáni frá Real Sociedad 2020. Hefur leikið 4 landsleiki. HM Í KATAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is AFP/Odd Andersen Heimsmeistarar Argentínumenn fagna á verðlaunapallinum eftir að Lionel Messi tók við styttunni eftirsóttu. „Knattspyrnukonurnar Erna Guðrún Steinsen Magnúsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir eru gengnar til liðs við Víking en þær koma báðar frá FH og eru báðar að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð. „Karim Benzema tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa framar kost á sér í franska landsliðið í knattspyrnu. Benzema, sem varð 35 ára í gær og var kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá UEFA 2021-22, meiddist á æfingu rétt áður en HM hófst í Katar og missti af keppninni. „Hans Óttar Lindberg er í 18 manna hópi sem Nikolaj Jörgensen, þjálfari heimsmeistaraliðs Dana í handknattleik, tilkynnti í gær fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Hans Óttar, sem á íslenska foreldra, er orðinn 41 árs gamall og hefur leikið með landsliðinu í 20 ár. „Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee voru í gær útnefnd sundfólk ársins 2022 hjá Sundsambandi Íslands. „Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson voru útnefnd knattspyrnufólk ársins 2022 hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Kristín Þórhallsdóttir og Guðfinnur Snær Magnússon voru útnefnd kraft- lyftingafólk ársins 2022 hjá Kraftlyft- ingasambandi Íslands. „Sébastien Haller, sóknarmaður þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund, mun hefja æfingar að nýju í næsta mánuði eftir að önnur aðgerð hans vegna illkynja æxlis í eista heppnaðist vel. Hann fór í fyrri aðgerðina í sumar, rétt eftir að Dortmund keypti hann af Ajax, þannig að hann hefur enn ekki leikið fyrir sitt nýja félag. „Vivianne Miedema frá Hollandi, ein besta knattspyrnukona heims, sleit krossband í hné fyrir helgina þegar hún lék með Arsenal gegn Lyon í Meistaradeildinni. Miedema, sem hefur skorað 95 mörk fyrir Holland, missir þar með af HM á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.