Morgunblaðið - 18.10.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 18.10.2022, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum lensks eldislax megi t.d. segja sögu sem hampar sjálfbærni eldisins og því að framleiðslan er vottuð sam- kvæmt ströngum stöðlum og reglum. „Eitt af því sem aðgreinir íslenska laxinn frá framleiðslu annarra þjóða er að hann er ræktaður í mjög hreinu umhverfi þar sem minna er um laxa- Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is H örð samkeppni er á milli laxeldisstöðva á heims- vísu og ekki seinna vænna að skoða vandlega hvernig má skapa ís- lenskum eldislaxi sérstöðu á mörk- uðum. Kjersti Haugen hefur starfað við sölu og dreifingu á eldislaxi um langt skeið, bæði í Noregi og Skotlandi, en hún tók á síðasta ári við stöðu sölu- stjóra hjá Arnarlaxi. Á ráðstefnunni Lagarlíf mun Kjersti halda erindi sem fjallar um hvort og hvernig megi gera íslenskan eldislax að sterku al- þjóðlegu vörumerki og hver ávinn- ingurinn gæti verið af hnitmiðuðu markaðsstarfi. „Markaðurinn er sneisafullur af seljendum og þurfa íslenskir fram- leiðendur að keppa við lax frá Nor- egi, Færeyjum, Skotlandi og víðar, sem öll eru að selja nokkurn veginn sömu vöruna. Gæti það verið vænlegt til árangurs að reyna að búa til nýja syllu á þessum markaði og gera það með því að miðla til neytenda sögu um sérstöðu íslensku vörunnar,“ segir Kjersti. Framboðið þarf að vera stöðugt Í íslenskum sjávarútvegi hefur lengi verið rætt hvernig mætti læra af ár- angri Norðmanna við markaðs- setningu á sjávarfangi en þar er rek- in öflug og fjölmenn markaðsstofa sem vinnur að því að breiða út hróð- ur norskra sjávarafurða um allan heim. Er til dæmis frægt hvernig norskir markaðsmenn afrekuðu það á 9. áratugnum að fá japanska mat- reiðslumenn til að nota lax sem aðal- hráefni í súshí, sashími og nígíri þeg- ar sama sem engin hefð var fyrir því að nota þessa fisktegund í japanskri matargerð. Var það ekki síst norska laxinum að þakka að súshí náði í kjöl- farið útbreiðslu á heimsvísu enda virðist laxa-súshí gleðja bragðlauka fólks í öllum löndum. „Meðal þess sem íslenskt laxeldi getur byggt á er að íslenskt sjávar- fang er þekkt fyrir gæði um allan heim. Ef rétt er á spilunum haldið veitir þetta strax ákveðið forskot, enda íslenski eldislaxinn seldur í sömu fiskmörkuðunum og matvöru- verslununum og íslenski hvítfisk- urinn,“ segir Kjersti og bætir við að í ljósi þess hvað laxeldi á Íslandi er smátt í samanburði við heimsins stærstu laxeldisþjóðir þá verði að velja markaði af kostgæfni og tryggja að þar fari saman gott mark- aðsstarf og stöðugleiki í framboði: „Til að markaðsstarfið beri árangur verður varan alltaf að vera til staðar, gæðin þurfa að vera stöðug, og örugg afhending allar 52 vikur ársins. Það er mun erfiðara að byggja upp sterkt vörumerki ef varan er ekki stöðugt sýnileg kaupendum árið um kring.“ Hrein og umhverfisvæn vara Telur Kjersti að í markaðsefni ís- sjúkdóma en víða annars staðar, auk þess sem fiskeldið – eins og allt ís- lenskt atvinnulíf – notar orku sem framleidd er með sjálfbærum og um- hverfisvænum hætti. Er því hæglega hægt að hampa því hvað varan er hrein, örugg og umhverfisvæn. Er- um við einmitt núna að sjá vaxa úr grasi nýja kynslóð neytenda sem láta matarinnkaup heimilisins ekki síst ráðast af þessum þáttum.“ Að mati Kjersti ætti líka að leggja ríka áherslu á Bandaríkjamarkað. „Á Evrópumarkaði er það íslenskum framleiðendum til trafala að flutn- ingsleiðir annarra framleiðenda eru styttri og má reikna með að íslensk- ur eldislax sé 2-3 dögum lengur á leiðinni til kaupenda en fiskur keppi- nautanna. Hins vegar bjóða skipa- siglingar milli Íslands og Portland í Maine upp á að koma laxinum á markað á hraða sem er samkeppnis- hæfur og með hlutfallslega lítið kol- efnisspor.“ Samstarf í sátt og samlyndi Til að hafa nægan slagkraft þurfa ís- lensku laxeldisfyrirtækin helst að snúa bökum saman í markaðsstarf- inu og minnir Kjersti á að mælt í framleiðslumagni myndi allur ís- lenski laxeldisgeirinn ekki nema um 1% af framboði á eldislaxi á heims- vísu. Vitaskuld hafa fyrirtækin ólíkar skoðanir á því hvert á að stefna og hvaða aðferðum á að beita en Kjersti segir að læra megi af norska mód- elinu þar sem fulltrúar framleiðenda ráða ráðum sínum og ákveða í sam- einingu hverjar áherslurnar verða í markaðsstarfi hvers árs. „Reynt er að gera allt í sátt og samlyndi. Eitt árið gæti áherslan verið á Frakk- land, það næsta á Japan og á þriðja árinu mikið púður verið lagt í sókn á Spánarmarkað. Þeir sem taka þátt vita að allir græða á samstarfinu til lengri tíma litið, og að það fylgir því virðisauki að geta skrifað það á öskj- una eða umbúðirnar að þær innihaldi norskt sjávarfang.“ Kjersti segir að íslenskt laxeldi megi heldur ekki láta smæðina draga úr sér kjarkinn, en hins vegar kalli smæðin á að finna skilvirkustu leið- irnar til að ná til kaupenda. Gæti t.d. vöxtur netverslunar með matvæli boðið upp á skilvirkara markaðsstarf enda á margan hátt auðveldra að koma góðri sögu um uppruna vör- unnar til skila yfir vefinn frekar en í kæliborði matvöruverslana. „En jafnvel bara það að setja lítinn QR- kóða á fiskpakkningarnar eða á merkimiða í fiskkælinum, sem tengir neytendur við nánari upplýsingar um uppruna vörunnar og eiginleika, gæti verið stórt skref í rétta átt – svo fremi sem framboðið haldist ótruflað og íslenska varan nái að halda sama hilluplássinu viku eftir viku og ár eft- ir ár. Það tekur nefnilega tíma að fræða neytandann um að íslenskur eldislax sé sérstök vara, í hæsta gæðaflokki og aðeins fáanlegur í tak- mörkuðu magni.“ Það má segja áhugaverða sögu um íslenskan eldislax Íslenskt laxeldi státar af hreinu umhverfi, sjálfbærni og notkun endurnýjanlegrar orku. Æ stærri hópur neytenda leggur áherslu á einmitt þessa þætti. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kjersti Haugen segir norska framleiðendur hafa góða reynslu af samstarfi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fiskurinn sóttur í kvíarnar. Íslenskt laxeldi er svo sannarlega á heimsmælikvarða. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíar á Berufirði á góðviðrisdegi. Kjersti segir Bandaríkjamarkað einkar áhugaverðan valkost fyrir íslenskt laxeldi. Í Evrópu eiga keppinautarnir auðveldara með að koma vörum sínum til kaupenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.