Morgunblaðið - 18.10.2022, Side 12

Morgunblaðið - 18.10.2022, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is V ið erum framarlega í myndavélabúnaði og þá sérstaklega fóðurmynda- vélum. Það er mjög gam- an hve mikil framþróun er í myndavélatækni og notkun myndavéla til að hámarka árangur í fóðrun er alltaf í þróun. Það er þekkt að verið er að nota mynda- vélar þegar verið er að fóðra en það er einstaklingur sem situr og horfir á myndavélarnar og stjórn- ar fóðruninni á grundvelli upplýs- inga úr myndavélunum,“ útskýrir hann. Það eru þó spennandi tímar í vændum og líklegt að fóðurkerfi framtíðarinnar verði ekki í jafn miklum mæli háð mati einstaklings sem ýti á takka. Unnið er að því að þróa kerfi sem sjálft getur aflað upplýsinga og stýrt fóðruninni í auknum mæli. Í því felst að gervi- greind lesi í hegðun fiska sem eru í sjókvíunum. En hvað er verið að skoða? „Ef fóðrið fellur fram hjá fiskinum þá er hann ekki svangur, en þá er skaðinn skeður – fóðrið er farið. Spurningin er hvort hægt sé að greina hegðun fisksins betur. Er hann svangur? Hvernig hegðar fisk- urinn sér? Svo er líka verið að tak- ast á við hvernig dreifingin er. Það eru kannski 100 þúsund fiskar í kvínni og þeir þurfa allir að nær- ast.“ Með slíkri tækni verður starfs- fólk í auknum mæli að gegna eft- irliti frekar en að stýra fóðrun, út- skýrir Höskuldur. „Á fóðurstöð sitja fóðrarar í skipstjórastólum og eru með einhverja 12 til 15 skjái fyrir framan sig og stýra fóðr- uninni. Þetta eru mjög flott kerfi, en þetta er erfitt starf. Það er ekkert auðvelt að glápa á alla þessa skjái í fleiri klukkutíma og halda einbeitingunni. Þetta er krefjandi fyrir fólkið. Allt sem við getum gert til að láta kerfin segja okkur meira og stjórna meira, byggt á þeim upplýsingum sem koma frá myndavélakerfinu, það vinnur allt með eldisfyrirtækinu.“ Snjalldreifarar Þá skiptir einnig töluverðu máli að hafa dreifara sem getur dregið úr óþarfa sóun fóðurs, útskýrir Hösk- uldur. Vekur hann athygli á því að dreifarar, sem eru í miðju sjókví- anna, hafa hingað til verið keyrðir með loftþrýstingi og einfaldlega kveikt eða slökkt á honum eftir því hvernig fóðrari metur stöðuna. „Þá eru blásarar á landi eða á fóður- pramma sem halda uppi þrýstingi og senda fóðrið fljúgandi í gegnum rörin. Það sem Scale AQ er að bjóða núna eru vélknúnir snjalld- reifarar. Þá er hægt að stýra dreif- ingunni um kvína, hægt að lesa í vindinn og beitt afli meira upp í vindinn til að koma í veg fyrir að fóður fari út fyrir eða að fóður safnist hlémegin. Þetta er mikil- vægur hlekkur í keðjunni um há- mörkun fóðurnýtingarinnar.“ Hann bendir á að fóður er lang- stærsti útgjaldaliðurinn í fiskeldi. „Allt sem viðkemur fóðrun er það sem fiskeldisfyrirtækin byggja sína afkomu á. Þetta er svo stór þáttur. Þess vegna erum við að vinna með kúnnunum okkar til þess að tryggja að þeir fái sem mest út úr hverju kílói af fóðri.“ Þetta hafi orðið enn mikilvægara í kjölfar inn- rásar Rússlands í Úkraínu, en með því urðu þó nokkrar verðhækkanir á hráefni og þar með fiskafóðri. Tækifæri í landeldi Scale AQ hefur sérhæft sig í heildarlausnum fyrir fyrirtæki sem stunda sjókvíaeldi og býður því allt sem því tengist. Allt frá sjókvíunum sjálfum með festum og römmum til fóðurpramma og -kerfa. Höskuldur segir hins veg- ar ekkert útiloka að fyrirtækið sinni í auknum mæli landeldi einn- ig. „Með auknum áhuga á landeldi eru fyrirtæki eins og Scale AQ að aðlagast markaðnum og mark- miðið er auðvitað að okkar bún- aður standi öllum til boða. Við sjáum til dæmis að landeldisstöðvarnar eru farnar að leita í myndavélakerfin okkar. Meðal annars er landeldi á Íslandi að prófa sig áfram með mynda- vélar einmitt út af þessum atrið- um með fóðrun- ina, enda er það jafn mikilvægur þáttur í rekstr- inum þar.“ Höskuldur segir að samhliða öllum búnaðinum sé fyrirtækið með hugbúnað sem aflar upplýs- inga um starfsemina og verður til gríðarlegt gagnamagn. „Við reyn- um að leiðbeina kúnnum okkar því að kerfin sem þeir kaupa af okkur gætu nýst þeim betur í tengslum við upplýsingagreiningu. Það er hægt að hagnýta allar þessar upp- lýsingar sem öll kerfin eru að safna á degi hverjum. Fyrirtækin sitja á gríðarlegu magni af upplýs- ingum sem þau ná ekki endilega að nýta sjálf, við erum að hjálpa þeim að nýta betur gögnin sem þau sjálf búa til.“ Miklar framfarir Töluverðar framfarir eru einnig að eiga sér stað í orkuskiptum, fullyrðir Höskuldur og vekur at- hygli á að Moen Marine er hluti af Scale AQ-samsteypunni, en fyrir- tækið framleiðir vinnubáta og smærri skip. „Það er mikil þróun í tengiltvinn- og rafmagnsknúnum bátum. Rafmagnsknúnir bátar ættu augljóslega að henta vel í fiskeldi, sérstaklega þegar um innfjarðarvinnu er að ræða og styttri vegalengdir. Þetta vinnur allt með grænu ímyndinni sem við viljum hafa í greininni á Íslandi. Þú getur til dæmis keyrt á raf- magni alla siglinguna en keyrt á ljósavélum í vinnuhlutanum við kvíarnar þegar það er vafi um að rafmagnið dugi, til dæmis ef þú ert með krana. Það á sér stað mjög mikil þróun á þessu sviði svo sem í þróun rafhlaðna, en einnig hvað varðar orkunotkun fóð- urpramma og annarra kerfa sem greininni eru nauðsynleg.“ Ljósmynd/Scale AQ Öflugar myndavélar aðstoða við að hámarka nýtingu á fóðri. Ljósmynd/Scale AQ Gervigreind er framtíð fóðrunar Aukin sjálfvirknivæðing í fóðrun með öflugum myndavélakerfum og gervigreind kemur líklega til með að setja svip sinn á eldisgreinarnar á komandi árum, að sögn Höskuldar Steinarssonar, fram- kvæmdastjóra Scale AQ á Íslandi. Það skiptir miklu máli að hagnýta allar þær upplýsingar sem hægt er að fá úr nútímaeldiskerfum. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson „Allt sem við getum gert til að láta kerfin segja okkur meira og stjórna meira, byggt á þeim upplýsingum sem koma frá myndavélakerfinu, það vinnur allt með eldisfyrirtækinu.,“ segir Höskuldur Steinsson, framkvæmdastjóri Scale AQ Íslandi, Snjalldreifarar eru ekki knúnir með loftþrýst- ingi heldur eru vélrænir og er því hægt að nýta þá þannig að fóðurdreifingin verði jafnari um kvína, meðal ananrs með tilliti til vinds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.