Morgunblaðið - 18.10.2022, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
ökk sé þrotlausu kynbóta-
starfi er laxeldi í dag mun
skilvirkara en það var fyr-
ir þrjátíu árum. „Allir vilja
fá sem mestan vaxtar-
hraða svo að megi slátra fiskinum
sem fyrst og koma vöru á markað.
Það hefur tekist að tvöfalda vaxtar-
hraðann á undanförnum þremur
áratugum,“ segir dr. Jónas Jónas-
son, framkvæmdastjóri Benchmark
Genetis Iceland, sem áður var Stofn-
fiskur.
Jónas er einn fremsti sérfræð-
ingur landsins þegar kemur að kyn-
bótum á fiski og segir hann enn
hægt að gera betur. „Takmarkið er
að á næstu 100 árum megi fjórfalda
vaxtarhraða eldislax frá því sem nú
er, og stytta eldistímann sem því
nemur. Á sama tíma þarf að hafa
hemil á kynþroska laxins en sá vandi
sem við glímum við er að sterk
tengsl eru á milli þess hve hratt lax-
inn vex og hve fljótt hann verður
kynþroska en í kynþroska laxi verða
holdgæðin lítil. Er til mikils að vinna
ef tekst að finna leiðir til að gelda
laxinn, bæði svo að vaxtarhraða séu
ekki settar skorður en einnig til að
lágmarka hættuna á að eldislax geti
blandast villtum stofnum.“
Hafa rannsóknir Benchmark
Genetics m.a. leitt í ljós að með því
að meðhöndla laxahrognin með
ákveðnum hætti má búa til geldan
fisk. „Eftir frjóvgun eru hrognin
meðhöndluð með miklum þrýstingi
sem hefur áhrif á litninga fóstursins
svo að það verður þrílitna í stað tví-
litna. Við viljum finna aðrar leiðir til
að gelda lax og erum að skima eftir
svæðum á erfðamenginu sem hugs-
anlega mætti afvirkja til að hafa
áhrif á kynþroska fisksins svo hann
verði geldur,“ segir Jónas en þróun
þessarar aðferðar fer fram í sam-
starfi við Hafrannsóknastofnun og
Háskóla Íslands.
Lúsin loðir síður við
Til að laxinn þrífist vel þarf hann líka
að vera hraustur og hafa kynbætur í
greininni m.a. miðað að því að auka
þol gegn sjúkdómum og sníkjudýr-
um. „Við höfum notað aðferðir til að
meta hversu vel eldislax þolir laxa-
lús. Sýkjum við þá tilraunastofna
með lús og skoðum síðan hvern ein-
stakling og metum hve margar lýs
hafa náð að festa sig. Með ættarskrá
er hægt að meta áhrif erfðanna og
hvers má vænta í kynbótastarfinu í
framtíðinni. Árangurinn er umtals-
verður og geta laxeldisstöðvar í
Færeyjum og Noregi vænst þess að
þurfa að meðhöndla lax gegn lús í
þrjú til fjögur skipti áður en fisk-
urinn nær fullri stærð, en án kyn-
bóta myndi sennilega þurfa fimm til
sex meðferðir.“
Hjá Benchmark Genetics eru
framleiddar 200 laxafjölskyldur á ári
og beitir fyrirtækið nýjustu erfða-
tækni við kynbæturnar og eru gerð-
ar ítarlegar rannsóknir á tengslum
erfðamarka við jákvæða og nei-
kvæða eiginleika. Kynbæturnar fara
fram með hefðbundnum hætti þar
sem ræktað er undan efnilegustu
einstaklingunum en erfðamengið er
greint í þaula og m.a. lögð rík
áhersla á að viðhalda sem mestum
erfðabreytileika. „Í hverri kynslóð
sem við ræktum er innan við 1%
aukning í skyldleikaræktun og þann-
ig höldum við mjög breiðu erfða-
mengi í stofninum,“ útskýrir Jónas.
Stórum hluta veltu varið í rannsóknir
Rætur Benchmark Genetics á Ís-
landi ná aftur til ársins 1991 þegar
fyrirtækið Stofnfiskur var sett á
laggirnar. Starfsemin fór vel af stað
en auk þess að kynbæta eldislax hef-
ur félagið m.a. stundað kynbætur á
bleikju, regnbogasilungi og sæeyr-
um en hrognkelsi bættust við árið
2013.
Árið 2014 var reksturinn seldur til
félagsins Benchmark plc. sem skráð
er á markað í Lundúnum. „Eigendur
móðurfélagsins hafa verið framar-
lega í lyfjalausnum fyrir fiskeldi og
framleiða umhverfisvænar lausnir
til að meðhöndla laxalús auk þess að
vera framlega í framleiðslu á fóðri
fyrir rækjueldi í Asíu. Samtímis
kaupunum á okkur keyptu þeir einn-
ig laxakynbótakerfi í Noregi sem
nefnt var Salmobreed. Eftir kaupin
á okkur jókst framleiðslan á Íslandi
og í Noregi þar sem við höfðum þró-
að eldisaðferðir á klaklaxi sem gerir
okkur kleift að afhenda hrogn allt
árið. Þetta eru aðferðir sem þróaðar
voru í Stofnfiski á undanförnum ára-
tugum og við yfirfærðum svo í nýja
klakstöð okkar í Noregi og Síle. Í
dag höfum við yfir að ráða fram-
leiðslustöðvum sem geta framleitt
um 400 milljón hrogn á ári sem dug-
ar til að framleiða um eina milljón
tonna af laxi,“ útskýrir Jónas.
„Laxahrogn eru okkar langstærsta
tekjulind en félagið stundar einnig
kynbætur á rækjum og tilapíu og fer
eldi á þeim tegundum ört vaxandi.“
Starfsemin er umfangsmikil og
bara á Íslandi eru starfsmenn
Benchmark Genetcis 85 talsins og
starfsstöðvarnar fimm. Félagið á
viðskiptavini í 28 löndum og velti
rúmlega fjórum milljörðum króna á
síðasta ári.
Eins og gefur að skilja eru kyn-
bótarannsóknirnar dýrar og segir
Jónas að á Íslandi verji Benchmark
að jafnaði 300 til 350 milljónum
króna í rannsóknir og þróun. „Við
erum að tala um mjög háar upp-
hæðir í hlutfalli við veltu en þetta er
það sem iðnaðurinn kallar eftir:
Fiskeldisfyrirtækin vilja miklu frek-
ar að sérhæfð félög eins og við
stundi kynbæturnar og við seljum
þeim æ betri laxastofna.“
Holl vara með lítið kolefnisspor
Virðist ekkert lát ætla að verða á
vexti laxeldis á heimsvísu og er því
spáð að á komandi áratugum verði
vöxturinn einkum í landeldi og út-
sjávareldi. „Laxeldi á Íslandi fram-
leiðir í dag í kringum 40.000 tonn og
er útgefið burðarþol laxeldis í sjó við
strendur landsins um það bil 110.000
tonn. Þá er von á að laxeldi á landi
verði yfir 20.000 tonn áður en langt
um líður og útlit fyrir að árið 2032
verði árleg framleiðslugeta laxeldis
á Íslandi komin upp í 130.000 tonn,“
segir Jónas. „Eftirspurnin eftir laxi
virðist vera botnlaus, og leikur þar
stórt hlutverk að hugarfarsbreyting
hefur orðið hjá fólki hvað varðar val
á matvælum. Neytendur sækja í
meira mæli í hollari sjávarafurðir og
þar er laxinn góður kostur, en eld-
islax státar líka af því að vera með
miklu lægra kolefnisspor en hefð-
bundinn landbúnaður.“
Þessi þróun mun mögulega þýða
að kynbæturnar taka nýja stefnu og
segir Jónas að tilraunir kunni að
leiða í ljós að tilteknir stofnar henti
betur fyrir landeldi en fyrir eldi í sjó.
„Við erum þegar byrjuð að bera
saman fjölskyldur og hvernig þeim
reiðir af í landeldi annars vegar og í
sjókvíum hins vegar. Ef niður-
stöðurnar benda til þess að það sé
ávinningur af því að vera með sér-
stakan stofn fyrir landeldið þá ger-
um við það, og munum þá þurfa að
gera samhliða kynbætur á tveimur
stofnum.“
Vilja fjórfalda vaxtarhraðann
Aðstæður til kynbóta á
eldislaxi eru mjög góðar
á Íslandi og mikil vinna
lögð í rannsóknir.
Ljósmynd/Benchmark Genetics
Nákvæmum og vísindalegum aðferðum er beitt við kynbæturnar og ítarlegar ættarskrár haldnar til að meta áhrif erfðanna á eiginleika eldislaxins.
Jónas segir kynbætur á laxi m.a. snúast um að koma í veg fyrir að aukinn vaxtarhraði flýti kynþroska.
Fyrirtækið framleiðir 400 milljón hrogn á ári sem verða að milljón tonnum af laxi.
Að stunda rannsóknir og kynbætur
á Íslandi veitir fyrirtækinu greini-
legt forskot og bendir Jónas á að
með því að nýta borholusjó og
tandurhreint grunnvatn nái Bench-
mark Genetics að verja klakfiskinn
gegn sjúkdómum. „Þær aðstæður
sem bjóðast á Íslandi þýða að við
höfum það fram yfir aðrar þjóðir
að geta selt okkar vöru um allan
heim án nokkurra vandræða enda
sjúkdómsstaða stofnsins svo
góð,“ segir Jónas. „Einnig höfum
við þá sérstöðu að geta framleitt
hrogn allt árið og hentar það vel
nýjustu kynslóðum seiðaeldis-
stöðva sem byggja á nokkurs kon-
ar endurnýtingarkerfi, svo og nýju
laxeldisstöðvunum sem þurfa að
hafa aðgang að hrognum allt árið
og fá nýjar sendingar á fjögurra til
átta vikna fresti.“
Laus við
sjúkdóma og
með hrogn í
boði allt árið