Morgunblaðið - 18.10.2022, Page 24

Morgunblaðið - 18.10.2022, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S tarfsemi Algalífs er í mikl- um blóma og hefur vöxtur fyrirtækisins verið ævin- týri líkastur. Það sem byrjaði árið 2012 sem þró- unarverkefni úti í Noregi er núna orðið að um það bil fimmtíu manna fyrirtæki sem velti 1,5 milljarði króna á síðasta ári og vinnur núna að stækkun sem mun auka veltuna upp í 5 milljarða. Aðalvara fyrirtækisins er fæðubótarefnið astaxantín sem unnið er úr þörungum sem ræktaðir eru við fullkomin skilyrði í verk- smiðju Algalífs í Keflavík. Orri Björnsson er forstjóri Alga- lífs og segir hann stofnendur fyrir- tækisins hafa valið að reisa verk- smiðju á Íslandi svo að stóla mætti á aðgang að nægu rafmagni á stöðugu og sanngjörnu verði, en þörungarnir vaxa í rörakerfum sem böðuð eru birtu frá sérhönnuðum rafmagns- ljósum. „Félagið tók húsnæði á leigu árið 2013 á svæðinu sem áður heyrði undir varnarliðið og árið 2014 var standsetningu lokið framleiðsla hófst í smáum stíl. Framleiðslugetan hefur vaxið í áföngum og veltan auk- ist eftir því,“ segir hann en á þessu ári stefnir í allt að 1.800 milljóna veltu. Smíði nýrrar verksmiðju er á lokametrunum en með henni stækk- ar verksmiðjan um 7.500 fermetra, í 12.500 fermetra alls, og framleiðslu- getan þrefaldast. Þegar húsnæðið er tilbúið verður ræktunarbúnaði bætt við í áföngum og stefnan sett á að ár- ið 2024 verði fullri framleiðslugetu náð. Hrein og skilvirk Fer þá öll framleiðslan fram undir einu þaki, allt frá ræktun og út- drætti yfir í blöndun og pökkun. „Astaxtantín er framleitt víða um heim með ólíkum aðferðum. Sums staðar fer ræktunin fram í opnum tjörnum þar sem þörungarnir nær- ast á sólarljósi en þar þarf um það bil tíu til fimmtán sinnum meira vatn í framleiðsluna. Þó að ræktun með sólarljósi spari rafmagn að einhverju leyti þá kallar slík framleiðsla á um- talsverða rafmagnsnotkun þar sem dæla þarf meira vatni og skilja þör- unginn frá mun meira vatnsmagni. Okkar framleiðslukerfi er líka ein- angrað og varið gegn umhverfis- áhrifum og notast við hreint íslenskt vatn við framleiðsluna, og sú vara sem við seljum er fyrir vikið hreinni og laus við óæskileg efni á borð við örplast og þungmálma í lokaafurð- inni. Þegar við bætist að orkukostn- aður okkar er lægri en hjá flestum samkeppnisþjóðunum, og framleiðni mikil á hvern lítra af framleiðslu- kerfum, þá er útkoman að íslenska astaxantínið er mjög samkeppnis- hæft í verði og gæðin þau mestu sem þekkjast í þessari framleiðslu.“ Gerir líkamanum gott Astaxtantín er mikið undraefni og eitt öflugasta andoxunarefni sem völ er á. Orri segir heimsmarkaðinn ennþá tiltölulega smáan enda eru neytendur rétt að byrja að uppgötva kosti vörunnar. „Ætla má að um tíu milljónir manna noti astaxtantín reglulega en til samanburðar er talið að á bilnu 300 til 500 milljón manns noti ómega fitusýrur sem fæðubótarefni. Enn sem komið er hafa eiginleikar astaxtantíns ekki fengið mikla athygli rannsakenda en það stendur til bóta og sterkar vís- bendingar eru um að astaxtantín hafi t.d. mjög góð áhrif á liðamót og vinni gegn bólgum, s.s. í vöðvum, lungum, hjarta eða lifur,“ útskýrir Orri og bætir við að árlega stækki náttúrulegi astaxtantín-markað- urinn um 15% eða þar um bil. „Framleiðendur þessa efnis eru ekki margir og við höfum markað okkar sérstöðu með háþróuðu framleiðslu- ferli sem tryggir að okkar kaup- endur geta treyst að ekki verði sveiflur í framboði eða gæðum.“ Algalíf selur aðeins lítið brot af eigin framleiðslu beint til neytenda og þá fyrst og fremst á innanlands- markaði. Fer megnið af framleiðsl- unni til erlendra fæðubótarefna- framleiðenda á borð við California Gold og Sports Research. Orri segir að þó að það sé meiri ábati af að geta selt fullbúna neytendavöru þá sé erf- itt að koma fæðubótarefnum á mark- að nema þau séu hluti af breiðari vörulínu. Samkeppnin er hörð og myndi ein pakkning af íslensku as- taxtantíni týnast í hillum stórversl- ana, apóteka og heilsubúða. „Í þess- um geira gildir að fá sem mest hillupláss og illgerlegt að ná fótfestu með aðeins eina vöru. Vöxtur net- verslunar kann að breyta þessu að einhverju leyti, en þá situr eftir að það tekur tíma og orku að sinna eig- in vörumerki og koma því á fram- færi. Þetta er eitthvað sem við mun- um halda áfram að hafa á bak við eyrað, enda varan góð og hægt að miðla góðri sögu til neytenda.“ Sækja inn á Asíumarkað Þá er eftir að skoða fleiri söluleiðir og segir Orri að mætti t.d. reyna að blanda astaxtantíni í ákveðnar mat- vörur. „Andoxunareiginleikar efnis- ins valda því að það getur verið vandasamt að blanda astaxtantíni í sumar vörur, og helst kæmi til greina að nota það í vörur sem hafa geymsluþol sem er innan við vika eða tíu dagar,“ útskýrir Orri. Einnig felast áhugaverð tækifæri í að selja astaxtantín til notkunar í laxeldi: „Astaxtantín er ekki bara andoxunarefni heldur gefur það lax- fiskinum líka bleika litinn. Lítið er um að fóðurframleiðendur noti nátt- úrulegt astaxtantín en þeir eru farn- ir að sýna þessu hráefni meiri áhuga og sennilegt að með vexti landeldis og aukinni áherslu á lífræna vottun velji æ fleiri laxeldisfyrirtæki að nota náttúrulega afurð í fóðrið.“ Þá er astaxtantín rétt að byrja að ná fótfestu á risastórum mörkuðum en þegar blaðamaður náði tali af Orra var hann á leið í vinnuferð til SA-Asíu til að kynna vöruna. „Við erum að vonast til að Kína, Japan, Kórea, Víetnam og Taíland geti orð- ið öflugir markaðir þegar fram í sækir og erum við þegar byrjuð að selja talsvert mikið þangað. Ef fram heldur sem horfir mun meirihlutinn af okkar framleiðslu fara til kaup- enda í Asíu.“ Markaðurinn vex um 15% á ári Eftir stækkun mun framleiðslugeta Algalífs þrefaldast. Fyrirtækið hyggur m.a. á sókn inn á Asíumarkað. Tekist hefur að þróa framleiðsluaðferð sem er skilvirk og hrein. Erlendir framleiðendur astaxtantíns glíma við aðskotaefni og háan orkukostnað. Morgunblaðið/Eggert Unnið að framleiðslunni í verksmiðju Algalífs. Senn verður ný viðbygging tekin í notkun. Ekki veitir af ef á að takast að anna eftirspurn eftir þessu öfluga andoxunarefni. Orri segir að í dag noti um tíu milljón manns astaxtantín reglulega en til samanburðar tekur allt að hálfur milljarður manna ómega-fitusýrur. Aðstæður til hátækni-astaxtantínræktunar á Íslandi eru eins og best verður á kosið. Nefnir Orri að félaginu gangi vel að manna lausar stöður en Algalíf hefur þurft að ráða til sín fjölda sérfræðinga í líffræði. „Störfin á gólfinu í sjálfri framleiðslunni eru ef til vill þau sem eru erfiðust í mönnun en þar er unnið á vöktum. Þá fær hver nýr starfs- maður talsverða þjálfun og því slæmt ef við missum fólk frá okkur. Við þurfum því að vanda okkur við að velja inn rétta fólkið. Ef það er eitt sem Orri getur kvartað yfir þá er það hvað íslensk regluverk gefur lífeyrissjóðunum lítið svigrúm til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Lífeyrissjóðirnir séu fjársterkir og gætu veitt nýstofnuðum fyrirtækjum mikil- væga vítamínsprautu en verði, reglum samkvæmt, að forðast áhættufjárfestingar. „En lífeyrissjóðirnir eru nógu margir og nógu stórir til að dreifa slíkum fjárfestingum og taka þannig virkari þátt í uppbyggingu, rannsóknum og þróun. Virðist mér stundum að sprotafyrirtæki séu föst í þeim sporum að þurfa að veðja á styrki sem oft eru tak- markaðir að stærð, og að mikil orka fari í að sækja um næsta styrk og þarnæsta til að reyna að lifa af,“ segir hann. „Sem betur fer vorum við aldrei í þessum sporum og hafa íslenskir og norskir aðilar lagt Algalífi til í kringum sjö milljarða króna. Þessa fjármuni munu þeir á endanum fá ríflega til baka, jafnvel ef miðað er við hófstilltustu áætlanir.“ Þarf að fjárfesta meira í sprotum Ljósmynd/Algalíf Ljósmynd/Algalíf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.