Morgunblaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í sfirðingurinn Gauti Geirsson er einn af yngstu framkvæmda- stjórum landsins en hann var 28 ára gamall á síðasta ári þeg- ar hann tók við stöðu fram- kvæmdastjóra Háafells ehf. Þrátt fyrir ungan aldur þekkir Gauti fisk- eldisreksturinn vel og hefur fylgst náið með hvernig starsfemin hefur þróast undanfarin ár. Gauti á að baki fimm ára nám í sjávarútvegsfræði í Noregi en meðfram náminu starfaði hann hjá Háafelli. „Háafell er alíslenskt eldisfyrir- tæki í eigu Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. (HG) sem hóf fiskeldi í Ísafjarðardjúpi árið 2001. Fyrstu tíu árin var áherslan aðallega á eldi á þorski en síðan beindi félagið sjón- um sínum að eldi á laxi og regnboga- silungi,“ segir Gauti. „Árið 2011 sendi félagið inn umsókn um leyfi fyrir 7.000 tonna lax- og regnbogsil- ungseldi og í fyrrasumar fengum við loksins leyfi fyrir laxeldinu. Var fyrsti laxinn settur í kvíar félagsins í maí síðastliðnum.“ Styttri tíma tók að fá leyfi fyrir regnbogasilungseldi, sem Háafell hefur stundað með góðum árangri undanfarinn áratug. „Það auðveld- aði leyfisferlið að regnbogasilungur getur ekki fjölgað sér í íslenskri náttúru. Regnbogasilungurinn hefur reynst okkur vel en markaðurinn fyrir þá vöru getur verið kvikari og nær fiskurinn ekki sömu stærð og laxinn og laxinn er því á margan hátt fýsilegri valkostur.“ Fiskeldi á mikilvægu svæði Tíu ár eru langur tími til að bíða eftir leyfi og segir Gauti að Háafell hafi frá byrjun lagt ríka áherslu á að eld- ið færi fram í góðu samráði við alla hagsmunaaðila og að lagt væri upp með að nota bestu fáanlegu þekk- ingu og tækni sem völ væri á. „Við gerðum ótal mælingar og undir- bjuggum okkur mjög vel, en á þess- um tíu árum hafa áformin farið í gegnum tvö umhverfismöt og fjöl- margar rannsóknir. Þó við hefðum viljað að ákvörðun um veitingu leyf- isins kæmi fyrr þá getum við verið ánægð með að búið er að fara mjög nákvæmlega í saumana á öllum þátt- um eldisins og yfirvöld búin að margyfirfara áformin á öllum stjórn- sýslustigum.“ Gauti bendir á að sérstaða Ísa- fjarðardjúps réttlæti að sumu leyti langt og strangt leyfisferli. „Hrað- frystihúsið – Gunnvör hefur verið með starfsemi við Ísafjarðardjúp í yfir 80 ár og vill ekki að laxeldi hafi óafturkræf áhrif á lífríkið á svæðinu. Hefur félagið lagt sig fram um að koma til móts við ólíka hagsmuni eins og frekast er unnt og velja þær lausnir sem lágmarka möguleg áhrif laxeldisins á umhverfi sitt. Við erum meðvituð um þá ábyrgð sem okkur er veitt með því að fá leyfi til að ala fisk í verðmætri og viðkvæmri auð- lind eins og Ísafjarðardjúpi. Þeirri ábyrgð ætlum við að standa undir.“ Gauti segir að síðast en ekki síst hafi stjórnkerfið þurft tíma til að fóta sig og hefur mikið mætt á stofn- unum sem hafa þurft að bregðast við örum vexti í sjókvíaeldi undanfarinn áratug. „Mikil bylgja í laxeldi hefst upp úr 2010 og nær töluverðum krafti nokkrum árum seinna. Stjórn- kerfið var ekki undirbúið fyrir þessi auknu umsvif í greininni. Má helst gagnrýna að leyfisferlið kallar á að leita þarf til margra ólíkra stofnana sem horfa hver á sinn þátt en heild- aryfirsýnin getur týnst,“ útskýrir Gauti. „Það mætti ef til vill skoða hvernig tekist hefur að móta vandað og skilvirkt kerfi í kringum fiskeldi í Færeyjum þar sem ein miðlæg stofnun sinnir eldinu og samræmir allt sem því kemur við. Í gangi er vinna á vegum stjórnvalda er varðar stefnumótun í greininni og bindum við vonir að þar verði regluverk greinarinnar lagað og uppfært.“ Geta samnýtt markaðssambönd Þorskeldinu var ætlað að tryggja stöðugleika í hráefnisframboði fyrir fiskvinnslu HG en með laxeldi er nýrri stoð bætt inn í reksturinn. „Með því að stunda laxeldi má dreifa betur áhættu af sveiflum í veiðum og verði. Þó svo að þetta séu mismun- andi atvinnugreinar þá felast í þeim ákveðin samlegðaráhrif og til dæmis höfum við t.d. getað nýtt okkur traust markaðssambönd sem hafa verið mynduð í kringum hvítfiskinn til að selja eldisfiskinn.“ Horfurnar eru góðar og ekki er útlit fyrir að markaðurinn fyrir eld- islax sé að dragast saman heldur virðast nær ótmæandi vaxtarmögu- leikar fyrir hendi. Gauti segir að fyrst hafi kórónuveirufaraldurinn og svo innrás Rússa í Úkraínu gert að- föng fiskeldisstöðva dýrari en á móti hafi komið að afurðaverð fyrir eld- islax hefur verið hátt. „Það fóður sem notað er í fiskeldi samanstendur að stórum hluta af hráefni úr plöntu- ríkinu og svo úr fiskmjöli og lýsi. Þrátt fyrir miklar hækkanir á fóðri þá kemur það á móti að önnur mat- væli hafa hækkað líka, og er laxeldið ekkert í einstakri stöðu því nær allir aðrir matvælaframleiðendur glíma við að aðföng eru orðin dýrari.“ Segir Gauti einkar ánægjulegt að sjá hvernig vöxtur íslensks fiskeldis hefur orðið lyftistöng fyrir atvinnu- lífið í smærri byggðum víða um land. Eru áhrifin mjög greinileg á Vest- fjörðum þar sem ótal störf hafa orðið til bæði í fiskeldinu sjálfu og í at- vinnustarfsemi sem hefur orðið til í kringum þessa ungu grein. „Þetta hefur snúið öllu við hjá mörgum sveitarfélögum sem áður glímdu við stöðuga fækkun íbúa en þurfa núna að fást við vaxtarverki á borð við vöntun á húsnæði. Við í greininni þurfum líka að vera í góðu samtali við samfélögin sem við störfum í og leggjast á árar með þeim að þau fái sanngjarnar tekjur af starfseminni.“ Hefur orðið lyftistöng fyrir atvinnulífið í fámennari byggðum Gott væri að fara að fordæmi Færeyinga og fela einni miðlægri stofnun að hafa eftirlit með fiskeldi á Íslandi og annast úthlutun leyfa. Ljósmyndir/Háafell Gauti segir eðlilegt að fólk vilji sýna aðgát í laxeldi á Ísafjarðardjúpi. Fjölmörg störf hafa orðið til í kringum fiskeldið og laðað að nýja íbúa. Fiskeldi á Íslandi vex núna hröðum skrefum og fyrirtæki keppast um að nýta bestu svæðin fyrir sjókvíar. Gauti segir að í öllum uppganginum verði að gæta þess að greinin vaxi með skynsamlegum hætti og þannig að langtímastöðugleiki sé hafður að leiðarljósi. „Fiskeldisfyrirtækin og stjórnvöld þurfa að sameinast um að koma þannig skipulagi á eldið að áhætta vegna sjúkdóma sé lágmörk- uð. Þá verðum við að passa upp á að hafa góðar fjarlægðir á milli eldis- svæða og þróa verklagsreglur sem hindra að sjúkdómasmit geti borist á milli eldisstöðva. Það er engin óskastaða að lenda í því sem Fær- eyingar fengu t.d. að reyna þar sem vírus varð þess valdandi að fiskeldið missti niður framleiðsluna að stórum hluta, með tilheyrandi tapi fyrir alla.“ Gauti minnir á að lágmörkun áhættu vegna sjúkdóma og dýra- velferðar haldist í hendur og að ís- lenskt sjókvíaeldi sé almennt með lítinn þéttleika í kvíum. „Það er okk- ar hagur að fiskurinn þrífist sem best og hafi það gott, sé vel haldinn, fái hágæðafóður og nægt rými til að verða að sem bestri vöru í lokin. Við munum ekki geta keppt í magni við laxeldisþjóðir eins og Noreg, og verðum þá að leggja áherslu á gæðin og búa til jákvæða ímynd sem hjálp- ar til við að marka okkur sérstöðu sem skapar hærra og samkeppnis- hæfara afurðaverð.“ Vanda þarf til verka og hampa gæðunum Kvíar Háafells. „Þó við hefðum viljað að ákvörðun um veitingu leyf- isins kæmi fyrr þá getum við verið ánægð með að búið er að fara mjög nákvæmlega í saumana á öllum þáttum eldisins,“ segir Gauti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.