Fréttablaðið - 05.01.2023, Síða 4
Íslensk stjórnvöld verða
að vakna og taka afstöðu.
Það er ekki hægt að vera
stikkfrí í þessu máli.
Kristinn Hrafns-
son, ritstjóri
Wikileaks
Við höfum okkar
ábyrgð og lagalega
skyldu.
Hjördís Guð-
mundsdóttir,
samskiptastjóri
almannavarna
kristinnhaukur@frettabladid.is
veður Hjördís Guðmundsdóttir,
samskiptastjóri almannavarna,
segir gagnrýni ferðaþjónustuaðila
ekki letja stofnunina að gefa út við-
varanir vegna veðurs í framtíðinni.
„Við höfum okkar ábyrgð og laga-
lega skyldu,“ segir hún.
Ferðaþjónustan hefur gagn-
rýnt almannavarnir og stjórnvöld
vegna þess að óvissustigi var lýst
yfir á gamlárskvöld. En óveðrið sem
varað var við á höfuðborgarsvæðinu
raungerðist ekki. Bjarnheiður Halls-
dóttir, formaður Samtaka ferða-
þjónustunnar, sagði þetta rýra
traust ferðaþjónustunnar til stjórn-
valda og að mikið tjón yrði þegar
samgöngum væri raskað með veg-
lokunum. Fyrirtæki aflýstu ýmsum
ferðum út af viðvörunum.
Hjördís segir að enginn sé yfir
gagnrýni hafinn. „Við tökum hvert
tilfelli og rýnum það til að sjá hvað
sé hægt að gera betur,“ segir hún.
„Við teljum okkur geta lært af öllu.“
Hún segir að óvissustig sé sett
á ekki síst til að koma öllum við-
bragðsaðilum á tærnar. Samhæfing
sé eitt helsta verkefni almanna-
varna. Almannavarnir eru í nánu
samtali við Veðurstofuna. Mat Veð-
urstofunnar sé ekki huglægt. Gular,
appelsínugular og rauðar viðvaranir
séu settar á út frá vissum skilyrðum.
Almannavarnarstigin miðast hins
vegar við samfélagsleg áhrif og fleiri
forsendur. Til dæmis ef það verður
óveður þar sem enginn býr er ekki
lýst yfir óvissustigi.
„Við erum alltaf að vinna með
þessar blessuðu spár og það er eng-
inn sem getur sagt til um hvernig
veðrið verður nákvæmlega,“ segir
Hjördís. Um áramótin hafi höfuð-
borgarsvæðið lent í miðju stormsins
en ekki á skilunum. n
Gagnrýni ferðaþjónustu letji ekki almannavarnir
Frumsýning
13. janúar
Tryggðu þér miða
borgarleikhus.is
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri
Wikileaks, ferðast um heim-
inn til að tala fyrir málfrelsi,
fjölmiðlafrelsi og fyrir vini
sínum, Julian Assange, sem
bíður niðurstöðu í framsals-
máli til Bandaríkjanna.
benediktarnar@frettabladid.is
fjölmiðlar „Við erum að vinna
í að fá Bandaríkjastjórn til þess
að fella niður þessa gölnu lög-
sókn gegn Assange,“ segir Kristinn
Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, um
stöðu máls Julian Assange, stofn-
anda Wikileaks.
Málfundur um stöðu tjáningar-
frelsis verður í Þjóðminjasafninu
á laugardaginn. Málfrelsi, sem
eru samtök um frjálsa og opna
umræðu, lýðræði og mannréttindi,
efna til fundarins. Meðal gesta
verða Toby Young, aðstoðarritstjóri
Spectator, Ögmundur Jónasson,
fyrrverandi innanríkisráðherra,
auk Kristins sjálfs.
Kristinn verður ekki á fundin-
um í eigin persónu því um þessar
mundir er hann á ferðalagi um
heiminn til þess að kynna málefni
Assange sem situr nú í einangr-
unarfangelsi í Bretlandi og bíður
niðurstöðu í framsalsmáli Banda-
ríkjastjórnar. Kristinn segir að víða
beinist spjót að upplýsingafrelsinu.
„Á málfundinum mun ég tala
um upplýsingafrelsi, aðgengi að
upplýsingum og réttindi manna á
því sviði. Einnig mun ég ræða um
þá pólitísku aðför sem beinist að
Julian Assange, sem er ein mesta
aðför að málfrelsi og fjölmiðlafrelsi
á síðari árum,“ segir Kristinn.
Undanfarið hefur Kristinn verið
í Suður-Ameríku að tala um mál-
efni Assange. Hann segir að fram
Biður heiminn að liðsinna Assange
Julian Assange bíður í fangelsi í Bretlandi eftir niðurstöðu úr framsalsmáli til Bandaríkjanna. Fréttablaðid/Getty
undan sé áframhaldandi slagur
um að koma vini sínum og félaga
úr fangelsi.
„Ég hitti fjóra forseta og varafor-
seta nokkurra ríkja Suður-Amer-
íku. Þeir tóku undir með okkur
og eru tilbúnir að aðstoða okkur í
þessum slag,“ segir Kristinn.
Að sögn Kristins eru radd-
irnar um málefni Assange að
verða háværari. Nú sé að myndast
þrýstingur á ríkisstjórn Joe Biden
Bandaríkjaforseta um að fella
málið niður.
Kristinn stefnir á að halda áfram
að ferðast um heiminn og berjast
fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi og
fyrir niðurfellingu á máli Assange.
„Ég vil að það verði lögð pressa á
alla pólitíska leiðtoga sem telja sér
vera annt um málfrelsi og fjölmiðla-
frelsi, að þeir taki afstöðu í þessu
máli og beiti sér í þessu máli,“ segir
Kristinn sem kveðst telja að mál-
fundurinn á laugardag verði mikil-
vægur til að opna umræðuna hér á
landi.
„Íslensk stjórnvöld verða að vakna
og taka afstöðu. Það er ekki hægt að
vera stikkfrí í þessu máli. Þau geta
ekki litið í aðra átt varðandi þessi
mannréttindabrot,“ segir Kristinn. n
erlamaria@frettabladid.is
Kjaramál Aðalsteinn Leifsson
ríkissáttasemjari segist ekki hafa
ákveðið hvenær boðað verði til
næsta fundar í kjaraviðræðum
Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.
Samninganefndir funduðu hjá
ríkissáttasemjara í gær, þar sem
Samtök atvinnulífsins gerðu Ef l-
ingu tilboð um gerð kjarasamn-
ings sem væri efnislega samhljóða
samningnum sem samtökin gerðu
við Starfsgreinasambandið fyrir
stuttu.
„Ef ling vildi fá tækifæri til þess
að kynna sér tilboðið og taka
afstöðu til þess. Þannig að ég gerði
samkomulag við samninganefnd
Eflingar um að ég yrði í sambandi
við þau og tæki ákvörðun um fram-
haldið þegar þau hafa haft tækifæri
til að skoða tilboðið betur. Ég geri
þó ráð fyrir því að það verði öðrum
hvorum megin við helgina,“ segir
Aðalsteinn. n
Funda næst fyrir
eða eftir helgi
Samninganefndir Eflingar og Sam-
taka atvinnulífsins funduðu í Karp-
húsinu í gær. Fréttablaðið/erNir
gar@frettabladid.is
dómsmál Kona ein í Brekkuhjalla
Kópavogi hefur verið dæmd til að
klippa ofan af trjám á lóð sinni
þannig að þau standi ekki meira
en í 48,6 metra hæð yfir sjávarmáli
fjórum metrum frá lóðamörkum
eins og segir í dómi Héraðsdóms
Reykjaness.
Tvenn hjón í parhúsi í Heiðar-
hjalla höfðuðu mál á hendur kon-
unni. Samkvæmt matsgerð skyggir
trjágróðurinn algerlega á dagsbirtu,
sól og útsýni á lóðum nágrann-
anna og verulegur óþrifnaður sé af
trjánum. n
Verði 49 metra
yfir sjávarmáli
4 Fréttir 5. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðið