Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.01.2023, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.01.2023, Qupperneq 22
Fólk erlendis heldur alltaf að skautamenning sé mjög stór á Íslandi og það er oft tilkomið vegna Mighty Ducks. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Þorbjörg J. Rafnar frá Seyðisfirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 22. desember. Útför hennar verður frá Neskirkju þriðjudaginn 10. janúar kl. 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild V2 á Grund fyrir kærleiksríka umönnun og hlýhug. Ásthildur S. Rafnar Þorsteinn Ólafsson Jónína Þ. Rafnar Guðmundur Þorgrímsson Andrea Þ. Rafnar Benedikt Hreinsson Halldór Friðrik Þorsteinsson Steindóra Gunnlaugsdóttir Bergljót Þorsteinsdóttir Magnús Stephensen Þórhallur E. Þorsteinsson Jóhanna Gunnlaugsdóttir Hallgrímur Guðmundsson Erna Valentínusardóttir Þórólfur Guðmundsson Áslaug Ákadóttir Áslaug Guðmundsdóttir Unnar Garðarsson Sunna Einarsdóttir Gunnar Örn Rögnvaldsson Stefán Arnar Einarsson Hrafnhildur Rafnsdóttir barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Bjarni Helgason og góðir félagar úr íshokkídeild Skautafélags Reykjavíkur í Laugardalnum í gær. Fréttablaðið/Valli Gunnar Stahl og félagar lita enn ímynd umheimsins af íslenskri skautamenningu. Næsta laugardag fagnar Skauta­ félag Reykjavíkur 130 ára afmæli sínu. Talsmaður félagsins segir nýtt æfingasvell vera forgangsat­ riði fyrir skautaíþróttir á Íslandi. arnartomas@frettabladid.is Skautafélag Reykjavíkur fagnar 130 ára afmæli sínu um þessar mundir þótt saga þess teygi sig enn lengra aftur. Fyrstu heimildir úr sögu félagsins eru frá miðri 19. öld þegar nokkrir nemendur úr Lat­ ínuskólanum stunduðu skautahlaup á Tjörninni. Félagið var fyrst stofnað 1873 en hætti starfsemi einhverjum árum síðar. Skautafélag Reykjavíkur var síðan end­ urvakið 7. janúar 1893 og var aðalhvata­ maðurinn þar að baki Axel V. Tulinius. Skautaáhugi landans var mismikill á 20. öldinni en lengi hafði verið barist fyrir almennilegu skautasvelli sem varð að veruleika með tilkomu svellsins í Laugardalnum 1990 sem var svo yfir­ byggt og vígt árið 1998 sem Skautahöllin. Þar verður einmitt stórafmæli Skauta­ félags Reykjavíkur fagnað næsta laugar­ dag þar sem gestum og gangandi verður boðið frítt á skauta og í kaffi og köku. Þétt setið svell „Skautafélag Reykjavíkur er stærsta skautafélag á landinu og þar af er list­ skautadeildin sú stærsta og telur yfir 300 iðkendur,“ segir Bjarni Helgason hjá Skautafélagi Reykjavíkur. „Íshokkí­ deildin er í kringum 150 til 170 svo þetta telur hátt í 500 manns sem fjölgar jafnt og þétt.“ Bjarni segir ístímann vera helsta þröskuldinn í íslenskri skautamenn­ ingu í dag. „Það er ekki eins og með fótboltann þar sem er farið út á gras og æft, heldur þarf alltaf að vera svell til að geta æft,“ segir hann. „Svellið okkar er þétt setið og þess vegna er helsta baráttumál félagsins núna að fá æfingasvell þarna við hliðina.“ Hugmyndirnar um æfingasvell segir Bjarni vera vel á veg komnar. „Það var gerð forgangsröðun á íþrótta­ mannvirkjum í Reykjavíkurborg fyrir nokkrum árum þar sem við skoruðum mjög hátt,“ segir hann. „Borgin hefur ítrekað að hún muni fara eftir þessari forgangsröð.“ Í því samhengi bendir Bjarni á að Skautafélag Reykjavíkur sé ekki hverfisfélag eins og f lest íþrótta­ félög í Reykjavík. „Þetta er svolítið eins og sundlaugar eða skíðasvæði – þetta er að þjóna öllu höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir hann. „Starfsemin hefur markast svolítið af því enda erum við með krakka úr Kópavogi, Hafnarfirði, jafnvel frá Reykjanesbæ og Hveragerði.“ Langlífur stimpill Þrátt fyrir ýmsar áskoranir segir Bjarni skautaíþróttir á Íslandi standa mjög vel. „Í íshokkíinu erum við sem dæmi að keppa við stórþjóðir í heimsmeistara­ mótunum þar sem Ísland hefur verið í kringum 30. sæti á heimslistanum sem er mjög gott miðað við hvað við erum fámenn,“ segir hann. „Ég held að gæðin séu mjög mikil í skautaíþróttum á Íslandi en það vantar bara fleiri svell.“ Þegar kemur að alþjóðlegri íshokkí­ ímynd Íslands er ekki hægt að skauta fram hjá klassísku fjölskyldumyndinni D2: The Mighty Ducks frá 1994. Þar þurftu bandarísku hetjurnar að taka á hinum stóra sínum í úrslitaleik gegn svartklæddu skúrkunum í íshokkíliði Íslands. Loðir þessi poppkúltúrstimpill enn þá við okkur? „Já alveg klárlega,“ segir Bjarni og hlær. „Fólk erlendis heldur alltaf að skauta­ menning sé mjög stór á Íslandi og það er oft tilkomið vegna Mighty Ducks.“ n Svellkalt stórafmæli á skautum Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Th. Mathiesen lést á Líknardeild Landspítalans, Kópavogi, fimmtudaginn 29. desember. Útförin fer fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 9. janúar klukkan 15.00. Victor R. Viktorsson Salbjörg Bjarnadóttir Júlíana S. Viktorsdóttir og ömmubörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, bróðir og frændi, Jón Sigurpáll Hansen Naustafjöru 2, Akureyri, lést á heimili sínu sunnudaginn 25. desember. Útför hans fer fram í Akureyrarkirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð. Birgitta Svandís Reinaldsdóttir Árni Freyr Jónsson Guðný Sara Birgisdóttir Erna Björk Friðriksdóttir Ingibjörg Elín Árnadóttir Birgir Ásþórsson Hafdís Steina Árnadóttir Einar M. Sölvason Guðrún Erna, Tómas Orri og Alexander Snær Ástkær eiginkona, móðir, tengdamamma, amma og langamma, Hallfríður Kristjana Sigurgeirsdóttir Suðurbyggð 10, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 21. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. janúar kl. 13.00. Einar Valmundsson Valmundur Einarsson Elsa Pálmey Pálmadóttir Sólveig Einarsdóttir Pétur Jóhannsson Steinunn Einarsdóttir Filippus Þór Einarsson Svanhildur Svansdóttir Kristjana Ívarsdóttir barnabörn og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra Guðjóns Þorleifssonar vélstjóra, áður til heimilis að Lækjargötu 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir hlýja og góða umönnun. Börn, tengdabörn og afabörn Ástkær eiginkona mín, Heiður Anna Vigfúsdóttir er látin. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Birgir Guðjónsson 1874 Fyrsta stjórnarskrá Íslands er staðfest af konungi. 1909 Kólumbía viðurkennir sjálfstæði Panama. 1931 Fyrsta barnið fæðist á Landspítalanum sem tekinn var í notkun tveimur vikum áður. 1978 Nýlistasafnið er stofnað í Reykjavík. 1979 Breska hljómsveitin Queen gefur út lagið Don’t Stop Me Now. 1983 Ein dýpsta lægð sem vitað er um gengur yfir landið, en veldur ekki teljandi tjóni. Loftþrýstingur miðju lægðarinnar er 932 hektópasköl (millibör). 1985 Richard Stallman segir starfi sínu hjá MIT lausu og hefur á fullu vinnu við GNU-verkefnið. 2005 Hópur vísindamanna í Palomar-stjörnuathugunar- stöðinni uppgötvar dvergreikistjörnuna Eris. 2006 Intel Core-örgjörvinn kemur fyrst á markað. 2010 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjar lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga staðfestingar. Merkisatburðir TímamóT Fréttablaðið 5. janúar 2023 FImmTUDaGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.