Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 28
Sprúðlandi góðæri í bíó Kvikmyndaárið 2023 verður stærra en kvikmyndaárið 2022. Nú er enginn faraldur fyrir neinum og það sést á lista yfir stórmyndir sem væntan- legar eru í kvikmyndahús Íslendinga á nýju ári. Þær eru raunar svo margar að Fréttablaðið þurfti að helminga listann. Hér eru stærstu myndir ársins fram í mars. odduraevar@frettabladid.is toti@frettabladid.is Villibráð 6. janúar Aníta Bríem, Björn Hlynur Haraldsson, Hilmir Snær Guðnason, Gísli Örn Garðarsson og fleiri leikarar mæta saman í matarboð. Svo fer allt úr böndunum. Svona mynd sem allir Íslendingar munu eflaust vilja sjá. M3gan 13. janúar Lítil dúkka sem er vélmenni og fer svo brátt að lifa eigin lífi. Hrikalegur hryllingur beint inn í janúarstreðið. Knock at the Cabin 3. febrúar M. Night Shyamalan mætir enn og aftur með hryllingsmynd um stúlku og foreldra hennar sem tekin eru sem gíslar af vopnuðum mönnum. Þeir krefjast þess að fjölskyldan taki ákvarðanir til að koma í veg fyrir heimsendi í mynd þar sem Dave Bautista og Rupert Grint eru meðal leikara. Magic Mike’s Last Dance 10. febrúar Channing Tatum mætir í þriðja skiptið á hvíta tjaldið sem ómótstæðilegi dansarinn Mike í mynd sem byggir á ævi hans. Salma Hayek verður honum til halds og traust í mynd sem verður eflaust ægilega kynþokkafull. Ant-Man and the Wasp: Quantumania 17. febrúar Mauramaðurinn mætir í þriðja skiptið í heim Marvel. Nú fær hann aðalvondakallinn sem tekur við krúnu Thanosar en það er enginn annar en Kang. Þetta snýst allt um skammtaríkið að þessu sinni og munu Paul Rudd og Evangeline Lilly þurfa að taka á honum stóra sínum Creed III 3. mars Adonis Creed mætir aftur á tjaldið í þriðja kafla Rocky-afleggjarans sem við persónuna er kenndur. Þessi lærisveinn hnefaleikagoðsins Rocky Balboa mun þurfa að taka á öllu sínu þegar æskuvinurinn Damian mætir aftur á sjónarsviðið eftir langa fangelsisvist. Michael B. Jordan leikstýrir og fer með aðalhlutverkið en Sylvester Stallone er kominn í fýlu þannig að hann og Rocky verða langt utan hrings- ins ferkantaða og sjást hvergi. Shazam! Fury of the Gods 17. mars Shazam, léttgeggjaðasta ef ekki hreinlega fyndnasta ofurhetja allra tíma, mætir aftur í boði DC-myndasögurisans. Zachary Levi endur- tekur rullu titilpersónunnar og nú í félagsskap Helen Mirren og Rachel Zegler. John Wick: Chapter 4 24. mars Einhver ofsafengnasta andhetja síðari ára er ekki búin að gefast upp og gerir það varla á meðan Keanu Reeves nennir og nýtur þess að leika John Wick sem mætir nú nýjum og krefjandi áskorunum í tryllingslegri hasarmynd sem er sú fjórða í röðinni. Einnig væntanlegar n Speak No Evil n The Banshees of Inisherin n Shotgun Wedding n Plane n Un beau matin n Operation Fortune: Ruse de guerre n Babylon n The Fabelmans n The Whale n Napóleonsskjölin n Northern Comfort n Á ferð með mömmu n A Man Called Otto n Cocaine Bear n Empire of Light n 65 n Marlowe n Scream 6 n Volaða land The Super Mario Bros. Movie 31. mars Frægasta tölvuleikjapersóna veraldar, pípulagningamaður- inn Mario, fær sína eigin bíómynd í fyrsta sinn í mörg ár. Hann nýtur enn liðsinnis bróður síns, Luigi, í baráttunni um líf og limi prinsess- unnar góðkunnu við hinn illa Bowser. En ekki hvað? 280 Lífið 5. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttablaðiðLíFIð Fréttablaðið 5. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.