Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Blaðsíða 10
STRÍÐ Í EVRÓPU 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022 K irkjuklukka glymur á torgi í rökkrinu í bænum Ísjúm í norð- austurhluta Úkraínu. Þar er fjöldi fólks á kreiki, enda verið að dreifa hjálpargögnum. Það eru einungis nokkrir dagar liðnir síðan úkra- ínski herinn hélt sigri hrósandi inn í borgina. Kveðjan Slava Úkraíný! – Gerojam slava! (Dýrð sé Úkraínu! – Dýrð sé hetjunum!) kveð- ur við oft og tíðum. Ísjúm var 50.000 manna borg fyrir stríð og var hertekin af Rússum í byrjun apríl. Fólkið á torginu er í góðu skapi en lúið eftir 6 mánaða hernám. Það er ekkert símasamband, rennandi vatn, gas eða rafmagn í stórum hluta bæjarins. Mikil eyðilegging er í miðborginni. Íbúðarhúsnæði, bæjarstjórn- arskrifstofur og sjúkrahús hafa orðið fyrir þungum sprengjuárásum. 80% bygginga hafa orðið fyrir tjóni og talið er að um þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið. Hernámið var grimmilegt. Úkraínsk stjórn- völd sýndu okkur pyntingarklefa í lög- reglustöð í borginni. Barefli og gasgrímur voru mikið notaðar, gasgrímurnar til að kalla fram köfnunareinkenni þegar fórnarlömb anda títt undir barsmíðum. Einnig bera fórn- arlömb því vitni að raflost hafi verið algeng pyntingaraðferð hjá hernámsyfirvöldum. Lík úkraínskra hermanna í fjöldagröf í skógi skammt frá Ísjúm bera merki um enn hrylli- legri pyntingar. Við fórum fyrst til bæjarins í 30 bifreiða bílalest með hjálpargögn. Vegurinn til Ísjúm var stráður rússneskum skriðdrekum, bryn- vögnum og stórskotaliðstækjum sem skilin voru eftir þegar rússneski herinn flúði undan leiftursókn Úkraínumanna í Karkív-héraði. Mörg hertólanna eru í fullkomnu lagi og eru kærkomin viðbót við hergögn Úkraínumanna. Leiftursókn Úkraínu frelsaði yfir 6.000 ferkíló- metra landsvæði á nokkrum dögum, svæði á stærð við Kýpur. Sóknin hefur sýnt fram á að úkraínski herinn getur samþætt sókn fót- gönguliðs, stórskotaliðs, skriðdreka og loft- varnarvopna (e. combined arms). Frelsun Ísj- úm hefur einnig hernaðarlega þýðingu, því nú getur Rússland ekki lengur ógnað Donbas- héraði úr norðri. Verstir voru hermennirnir frá Lúgansk og Donétsk Á torginu tökum við Stanislav tali. Hann er 50 ára og kominn á eftirlaun. Hvernig var lífið undir hernáminu? Virkaði almannaþjónusta og var nægur matur? „Það var eilíft vandamál með rafmagn, gas og rennandi vatn. Það kom og fór. Við fengum í upphafi tvisvar í mánuði matvælaaðstoð frá Rússlandi, sem hrökk varla til. Undir lokin fengum við matvælaaðstoð einu sinni í mánuði, þannig að matur var af skorn- um skammti. Örfáar matvöruverslanir opnuðu aftur en verðið var fimm sinnum hærra en fyr- ir stríð. Það var erfitt að komast frá borginni. Það kostaði 850 dollara að fara til Póllands í gegnum Rússland, nokkurra daga ferð.“ Hvernig var rússneska hernum tekið? „Fólk var almennt í áfalli yfir innrás Rússa. Það átti enginn von á þessu. Það tók enginn á móti þeim með brosi og blómum, enda voru þeir búnir að skjóta á borgina í þrjár vikur.“ Ég spyr hvernig rússneski herinn hafi kom- ið fram við íbúana. „Þetta var sundurleitur hópur. Þarna voru rússneskir atvinnuher- menn, sveitir frá Lúgansk og Donétsk-héraði (LDNR – margir óbreyttir borgarar hafa verið kvaddir í herinn frá þessum aðskilnaðarhér- uðum), málaliðar frá Wagner (að nafninu til einkarekið málaliðafyrirtæki), sveitir frá Tétséníu, Rosgvardíu (hervæddri óeirða- lögreglu) og FSB (innanríkisleyniþjónustu Rússlands). Verstir voru hermennirnir frá LDNR. Þeir voru illa útbúnir, yfirleitt í allt of stórum föt- um, fóru ránshendi um eignir íbúanna og voru ætíð að leita að áfengi. Þeir keyrðu á skrið- drekum um borgina í leit að vodka. Þetta er upp til hópa rumpulýður, fangar, fylliraftar og dópistar, sem var sópað upp af götum Lúgansk og Donetsk. Maður reyndi einnig að forðast öll samskipti við Wagner og Tétsénana. Allir stálu í einhverjum mæli og það virtist vera ríg- ur og fjandskapur á milli hinna ólíku sveita. Atvinnuherinn, til að mynda, fyrirleit LDNR. FSB virtust vera agaðir, en þeir sáu hins veg- ar um yfirheyrslur og pyntingar á borgurum og úkraínskum hermönnum sem teknir höfðu verið til fanga.“ Lýsing Stanislavs skýrir að hluta til þá erf- iðleika í stjórn og eftirliti (e. command and control), sem hrjáð hafa rússneska herinn frá upphafi innrásarinnar. Það eru margar ólíkar sveitir sem berjast í Úkraínu og frá mörgum herstjórnarhéruðum (e. military districts). Rússar hafa aldrei æft hernaðaraðgerð af þessari stærðargráðu áður. Flughersárásir eru þær skelfilegustu Skammt frá miðborg Ísjúm er íbúðarblokk, sem varð fyrir skæðri sprengjuárás í mars. 47 manns fórust og er þessi árás ein sú mann- skæðasta í stríðinu. Miðhluti blokkarinnar er hruninn til grunna. Við tökum Tetjönu tali, sem er að gefa köttum að borða. „Þessir kettir tilheyra fólki sem bjó hér. Það býr enginn í þessum blokkum lengur. Árásin eyðilagði ekki aðeins miðhlutann, heldur flestar aðrar íbúðir. Gluggar eru alls staðar brotnir og það er ekk- ert rennandi vatn, gas eða rafmagn. Ég bjó í þessari blokk. Ég og maðurinn minn höfðum leitað skjóls í kjallara blokkarinnar fyrir árás- Tugir líka í líkpokum. Líkin eru borin í flutningabifreiðar sem flytja þau til frekari rannsóknar í Karkív. Um hundrað manns frá Almannavörnum Úkraínu voru að störfum á svæðinu. „Þefur hins rússneska heims“ Aðkoman í Ísjúm og nágrenni eftir að úkraínski herinn frelsaði borgina undan innrásarher Rússa er skelfileg. Jón Gauti Jóhannesson, fréttaritari Morgunblaðsins, var þar á ferð eftir frelsunina ásamt Oksönu Jóhannesson ljósmyndara og var nályktin enn í vitum þeirra þegar þau héldu þaðan. „Þetta er þefur hins rússneska heims,“ sagði einn viðmælenda þeirra. Texti: Jón Gauti Jóhannesson Myndir: Oksana Jóhannesson Sjálfboðaliðar og hermaður við borgarmörk Ísjúm. Bílalest með 30 bifreiðum flutti hjálparaðstoð til borgarinnar strax og hún var frelsuð. Matarskortur var mikill í borginni. Hjálparaðstoð berst nú daglega.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.