Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Blaðsíða 17
hversu mikill er þrýstingurinn á bak við tjöldin. „Við hófum samstarf við Google,“ sagði Melissa Flemming, yfirmaður tjáskipta hjá Sameinuðu þjóðunum, á upplýsingafundi í síðasta mánuði. Ástæðan var sú að þegar leitað var að „loftslags- breytingum“ á Google sá hún sér til skelfingar að „ótrúlega afbökuð svör birtust ofarlega á síð- unum“! Nú er búið tryggja að upplýsingar frá SÞ birtast efstar. Það er ekkert annað, segir WSJ, og nefnir að það séu varla falsfréttir, svo notaður sé þekktur frasi, að vekja athygli á að internetið er fullt af misgóð- um upplýsingum. Í leiðaranum er bent á að á netinu mátti í faraldr- inum finna ótraustar og jafnvel rangar upplýsingar varðandi veirumál sem Facebook og Twitter unnu með yfirvöldum við að fara yfir. Ritskoðunin stenst illa og er ill En þar voru einnig bönnuð sjónarmið um að veiran kynni upphaflega að hafa lekið út af kínverskri rannsóknarstofu. Öllu slíku tali var hent út sem rausi rugludalla. Ekki löngu síðar var fjöldi viðurkenndra vísinda- manna tilbúinn að staðfesta að slíkt kæmi mjög vel til greina og verðskuldaði rækilega skoðun. Það er afar slæmt merki og hringir aðvör- unarbjöllum þegar einn aðili í pólitískri umræðu telur sig eiga rétt til að skrúfa fyrir þann míkrófón sem hinn aðili umræðunnar hefur. Og vandinn sem þarf að hafa í huga er að ritskoð- unarmenn tæknirisa okkar koma nánast alfarið úr hjörð harðlínumanna til vinstri. Hvað loftslagsbeytingarnar varðar er rang- hugmyndastimpillinn notaður næsta ósparlega. Jafnvel þeir eru útskúfaðir sem viðurkenna að jarð- eldsneytið sé vandamál, en telja jafnframt að mannkynið geti lagað sig að breyttum veruleika, en heimsendaspár séu á hinn bóginn óverjandi öfgar og niðurgreiðslur „grænna orkugjafa“ standist illa fjárhagslegar kröfur. Gina McCarthy, ráðgjafi Hvíta hússins um lofts- lagsmál, sagði: „Við þurfum á því að halda nú að tæknifyrirtækin komi af krafti að málinu.“ Hún sagði að andstaðan hefði nú hvarflað frá lofts- lagsafneitun yfir í efasemdir um gagnsemi sólar- orku eða gildi vindmylla. Þau sjónarmið séu jafn hættuleg og afneitunin sjálf! Með öðrum orðum sé óhjákvæmilegt að herða enn á ritskoðuninni hafi fólkið vaxandi efasemdir um þær lausnir sem loftslagslobbíistar prédika. Þegar önnur eins yfirlýsing kemur frá æðstu mönnum í Hvíta húsinu er ekki að undra að þeir verði vissari í sinni sök, sem treysta tækni- og samfélagsrisunum sífellt verr, segir í leiðara WSJ. Og í lokin segir: „Þar með komum við á ný að Elon Musk, ef við gerum ráð fyrir að kaup hans á Twitter gangi upp eftir allt saman. Áform hans um félagslega miðilinn liggja ekki ljós fyrir. En hann hefur orðað það svo, að Twitter eigi að vera „umræðutorg“ samtímans og vera vett- vangur ólíkra skoðana í frjálsri umræðu. Góð byrjun á þessu gæti verið að kasta ritskoð- urum loftslagsfársins fyrir róða.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’ Smám saman er orðið ljóst að Twitter, Facebook, Google og allir þessir „risar“ hafa verið stórlega misnotaðir í þágu Demó- krataflokksins og einnig í þágu þeirra hug- mynda sem nýttar hafa verið síðustu árin til að vekja ótta og skelfingu hjá almenningi. 9.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.