Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Blaðsíða 25
9.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
ÍSLENSKT MÁL
S
tutt myndskeið sem standa
um þessar mundir til boða í
löngum röðum á ýmsum
samfélagsmiðlum eru merkt sem
reels. Á Instagram var „reel“
kynnt til sögunnar árið 2020 og lýst
sem stuttum, skemmtilegum mynd-
böndum (e. short, entertaining vid-
eos).
Band kemur auðvitað hvergi við
sögu, eins og var raunin þegar orð-
ið myndband var búið til á íslensku.
Þetta orð kom fyrst fram sem seg-
ulmyndband árið 1965 og átti þá
við um tækninýjung í kvikmynda-
gerð. Það var viðbót við filmur, en
segulbönd fyrir hljóðupptökur
höfðu þá verið til nokkuð lengi og
sú tækni var orðin á færi almenn-
ings. Orðið segulband er hins vegar
þekkt frá því á 19. öld í allt annarri
merkingu og var þá haft um ýmiss
konar krafta.
Kosmískt segulband
Elsta dæmið sem ég finn um orðið
segulband er í heimspekiriti í
bundnu máli eftir Björn Gunn-
laugsson: Njóla, edur audveld skod-
un himinsins, med þar af fljótandi
hugleidíngum um hátign Guds og
alheims áformid, eda hans tilgáng
med heiminn. Hún var gefin út
1842 og 1853 og þar segir í kafla
sem ber heitið Vort sólkerfi: „Svo
að kast, er setja vann/sólkerfinu‘ ei
grandi / þá nam fjötra þetta hann/
þyngdar segul bandi“ (bls. 6). Um
Vetrarbrautina er lögð fram svipuð
hugmynd, þótt orðið taumur sé not-
að í stað bands: „Mælt er sólna sól-
irnar / segultaums á eyki / ótal
kríngum eina þar / aðalsunnu leiki“
(bls. 8). Undir yfirskriftinni „Guð
stýrir stóru og smáu“ kemur fyrir
sagnorðið segulbinda: „Segulbatt
þín heima hönd / hörðum skrugg-
um ræður / ástar hjóna bindur
bönd / börnum tengir mæður“ (bls.
39).
Árið 1896 notaði höfundurinn
Hörður þetta orð einnig um kosm-
íska krafta í blaðinu Dagskrá, en
þá var ekki eins víst að Guð kæmi
við sögu. Hörður skrifaði: „Þeim
virðist fjölga meir og meir sem
vilja nú yrkja um stjörnurnar, sól-
ina og himininn. […] „Sálin í nátt-
úrunni felur í sér, eftir sjálfri
orðanna hljóðan, báðar hliðar þess
lífs sem nýju skáldmennirnir snúa
sér að með kærleika og rannsókn-
arþrá. – Einingin felur í sér ótal líf
og fjöldinn er tengdur fast í heild,
með segulböndum þess afls sem
eyðir og skapar.“ (24.12. bls. 167).
Fram undir 1950 sést orðið seg-
ulband aðallega í upphöfnum skáld-
skap um samband hins stóra og
smáa í alheimi.
Tæknilegt segulband
Svo gerist það það árið 1949 að
bæði Daði Hjörvar og Dagfinnur
Sveinbjörnsson nota orðin segulfón
og segulband yfir tækninýjungar
við upptökur og úrvinnslu við út-
varpsdagskrá (Útvarpstíðindi, 18.4.
bls. 129 og 30.5. bls. 200). Þeirri
tækni, sem kynnt var sem viðbót
við grammófónplötur, höfðu þeir
kynnst á ferðum sínum erlendis og
skömmu síðar var byrjað að senda
út dagskrá af segulbandi í útvarp-
inu. Eftir því sem best verður séð
við orðaleit á timarit.is hefur orðið
segulband ekki verið notað í ann-
arri merkingu síðan.
Segulband er einskis nýtt fyrr en
bandið hefur verið undið upp á sér-
stakar spólur sem settar eru í þar
til gert segulbandstæki. Á ensku er
tape algengt heiti fyrir þetta, en
orðið kann að vera skylt íslenska
orðinu að teppa, sem þýðir að
fjötra, festa (niður), hefta, binda og
annað álíka.
Þegar fram liðu stundir var farið
að setja lítil segulbönd í litla kassa
– kassettu – sem small inn í sam-
hæft kassettutæki og mátti þannig
spila hljóð af spólunni. Kassettan
var bylting í sjálfu sér og þetta
varð afar vinsælt hjá almenningi
upp úr 1970, einkum unglingum, og
um áratug síðar voru myndbönd
komin á almennan markað í sam-
bærilegum búningi. Þá mátti leika
bæði hljóð og mynd af einu og
sama bandinu, af þeirri gerð sem
rætt hafði verið á sjöunda áratugn-
um með orðinu segul-myndband
(Menntamál 1:1965, bls. 65). Nauð-
synlegt var að eiga rétt tæki til
þess að geta notið þessarar mynd-
bandstækni sem í almennu tali
gjarnan kallaðist vídeó (vídjó), en í
því heiti rann gjarnan allt saman
og orðið mátti nota yfir kassettuna,
bandið og afspilunartækið, en einn-
ig efnið sem sást á skjánum.
Búnaður og skynjun
Að horfa á vídjó var ekki nákvæm-
lega sami gerningur og að horfa á
sjónvarp, þótt sami skjár væri not-
aður og þannig er vídjó sambæri-
legt við reel. Þótt tæknin sé staf-
ræn táknar það enn hreyfimynd
(með hljóði) sem hægt er að horfa
á ef rétt tæki er við höndina og
kallar jafnframt fram sérstæða
stemningu. Í báðum tilvikum hefur
almenningur tileinkað sér hugtak
úr útlensku, því að vídeó/vídjó er
tekið eftir orði sem varð til á enskri
tungu fyrir miðja 20. öld í sam-
hengi við tilkomu og þróun tækni
sem gerði mönnum kleift að varpa
saman út hljóði og mynd. Á tækni-
sviðinu kallaðist video á við annað
nýyrði, audio, og bæði orðin voru
búin til úr latneskum orðum um
skynjun; að sjá og að heyra, videre
og audire. Orðið reel var hins vegar
dregið upp úr enskri verkfæra-
tösku.
Reel er gamalt orð í enskri
tungu og þýðir margt annað en
kvikmyndarbútur. Það mun vera
skylt íslenska fornyrðinu hræll,
sem samkvæmt orðabókum var
fyrrum haft um straut, prik, tein,
sem var oddmjór í báða enda og
notaður var til dæmis við vefnað
eða dúntekju. Til að gera langa
sögu stutta, hefur það sem á enskri
tungu kallast reel, spool, drum og
bobbin, svo eitthvað sé nefnt, einn-
ig mörg nöfn á íslensku, en í báðum
málum kallast þessi orð gjarnan á
við ýmis önnur sem flest tákna af-
langan hlut, þó helst sívalan, því að
hann þarf helst að geta hringsnúist.
Orð af þessu tagi virðast þó hafa
getað átt við mismunandi hlut í
hvers konar búnaði þar sem snún-
ingur kemur við sögu. Þannig kall-
ar leit að reel fram ýmiss konar
hluta margs konar tækni sem gerir
snúning mögulegan. Svipuð íslensk
orð hafa sama eiginleika og hafa oft
Reels, myndbönd og önnur bönd
Morgunblaðið/Arnaldur
Málferlar
Lára Magnúsardóttir
larama@gmail.com ’
Segulband er einskis
nýtt fyrr en bandið
hefur verið undið upp á
sérstakar spólur sem settar
eru í þar til gert seg-
ulbandstæki. Á ensku er
tape algengt heiti fyrir
þetta, en orðið kann að
vera skylt íslenska orðinu
að teppa, sem þýðir að
fjötra, festa (niður), hefta,
binda og annað álíka.
verið tekin úr erlendum málum til
notkunar við afar sértækar að-
stæður. Þar má nefna skoska dans-
inn sem á íslensku heitir ræll, en
einnig sílender og spildill, og enn
önnur eru gömul, svo sem öxull,
sem er skylt enska orðinu axis, en
kallast einnig ás (sem er t.d. bjálki
eða hryggur í landslagi) og möndull
(sem getur einnig þýtt skaft, sveif
og typpi). Tilgangurinn með snún-
ingnum er mismunandi, stundum
þarf að snúa hjóli, en í öðrum til-
vikum á að vinda bandi, snúru eða
línu, hvort sem er upp á eða ofan
af.
Úr mörgu að velja
Þessi sömu orð geta einnig staðið
fyrir andstæðan part í sams konar
tæki og þýða þá rúlla, kefli, spóla,
jafnvel hjól, til dæmis á veiðistöng,
og svo mætti lengi telja. Mæland-
inn hefur að minnsta kosti úr
mörgu að velja, vegna þess að orð-
in geta auk þess átt við snúninginn
sjálfan, öxulinn og keflið, allt eftir
því hvað hver vill. Nema fólk laðist
fremur að umræðum um kraftana
sem hnýta saman alheiminn og
ræður hver sjálfur hvort þeir eru
guðlegir eða lúta einvörðungu lög-
málum eðlisfræðinnar.
Höfundur er sagnfræðingur.
PROBI® vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum.
vinnur gegn lágum járngildum á nýjan máta með
því að auka upptöku járns en ekki eingöngu inntöku.
Konum á barneignaraldri
Barnshafandi konum
Unglingum
Eldra fólki
Fólki í mikilli þjálfun
Grænmetisætum/grænkerum,
ef lágt járnmagn er í fæðu
PROBI
®
JÁRN
PROBI
®
JÁRN hentar m.a: