Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Blaðsíða 22
Á Álftanesi býr þúsundþjalasmið- urinn Sigmundur sem fellur aldrei verk úr hendi, en það er greinilega fátt sem hann hefur ekki smíðað. Hús, húsgögn og handverk; allt leikur í hönd- unum á honum og á hann ekki langt að sækja það. Stól stolið af veitingastað „Pabbi minn var smiður og ég lærði hjá honum,“ segir Sigmund- ur en smíðin gengur greinilega í ættir því sonur Sigmundar og barnabarn hafa lært hjá honum handbragðið. Sigmundur segist alltaf hafa viljað verða smiður. „Alveg frá upphafi, það var aldrei neitt vafamál. Þetta er fjölbreytt starf. Ég hef leyfi til að taka læringa í húsgagna- smíði því ég hef smíðað svo mikið af borðum og stólum. Ég innréttaði ýmsa veitingastaði, eins og Grillmarkaðinn, Loft- ið í Austurstræti, Ostabúðina og Sand- holtsbakarí,“ segir Sig- mundur og bendir á stól og koll sem hann hefur sjálfur hannað og smíðað. Stólarnir hafa einmitt verið notaðir á veitinga- stöðum og eitt sinn kom fyrir að gestur einn reyndi að stela einum slíkum. „Það var einn fullur á leið- inni út með stól. Hann langaði svo í hann,“ segir Sigmundur og brosir út í annað. „Svo er ég að smíða tvo bú- staði fyrir austan en hér á Álftanesinu hef ég smíðað sex hús,“ segir Sigmundur, en hann á og rekur fyrirtækið SVK. ehf. Giftingarhringurinn hvarf Sigmundur býður blaðamanni inn í garðskála þar sem finna má alls kyns muni sem hann hefur smíð- að. Þar kennir ýmissa grasa en Sigmundur smíðar þverslaufur, kertastjaka, litlar skeiðar, bretti, jólaskraut og jólatré, skálar og bolla, svo eitthvað sé nefnt. Hann er hógvær þegar blaðamaður hrósar honum fyrir fallegt hand- verk. „Þetta er þjálfun. Þegar skrokk- urinn fór aðeins að gefa sig lærði ég að renna og hef gert það í meira en tvo áratugi. Ég renni alltaf eitthvað á hverjum degi. Ég byrja daginn á því og renni í svona klukkutíma og svo byrja ég daginn. Stundum enda ég líka daginn á því að renna. Þetta er mjög mikil ná- kvæmisvinna,“ segir Sigmundur og segist eitt sinn hafa slasað sig á hendi á spýtu sem hann var að renna. „Höndin bólgnaði öll upp og ég vaknaði um nóttina og þá var gift- ingahringurinnn að hverfa og fing- urinn orðinn blár. Ég fór fram og sagaði hringinn í sundur en náði honum ekki af fyrr en ég tók sil- ungakróka sem ég krækti hvor- um í sinn endann og kippti í. Það er ekkert mál að slasa sig á þessu.“ Tólf tíma með slaufu Handverkið selur Sigmundur aðallega heiman frá sér, en hann hefur sýnt og selt á sýn- ingum á borð við Handverk og hönnun, í Hrafnargili fyrir norð- an, á jólamarkaði í Norræna hús- inu og eins á jólamarkaði Skóg- ræktarinnar við Elliðavatn. Hann hyggst nota ágóðann af handverk- inu til að geta notið lífsins á Tene- rife með eiginkonunni á efri árum. „Svo hef ég stillt þessu upp hérna heima og fólk kemur bara. Þetta fréttist,“ segir Sigmundur, en sjá má handverkið á Insta- gram-síðunni svk.ehf og á Facebook undir sama nafni. Sigmundur segir þver- slaufur úr viði mjög vinsælar, en mikil vinna liggur að baki hverri og einni. „Það er tólf tíma vinna að klára eina slaufu, en þær eru keyptar mikið í tæki- færisgjafir,“ segir hann og sýnir blaða- manni slaufur úr öllum mögulegum viðarteg- undum. „Ég er líka mikið að búa til fyrir eldhús; skálar, sleifar, skeið- ar, bretti og frönsk kökukefli,“ Mér leiðist aldrei! Sigmundur V. Kjartansson er sannkallaður þúsundþjalasmiður. Þegar hann er ekki að smíða hús eða húsgögn, tálgar hann og rennir í erg og gríð. Ágóðann af handverkinu ætlar hann að nota til að ferðast. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sigmundur tálgar eina til tvær skeiðar á dag, í ýmsan við. Þessi stóll er hannaðar af Sigmundi, en eitt sinn var reynt að stela einum slíkum. Hálsmen úr hvala- tönnum eru flott! Slaufurnar hans Sigmund- ar eru vinsælar tækifæris- gjafir. Hann er tólf tíma að tálga eina slíka. Lítil skartgripaskrín eru unnin úr rekavið. ’ Höndin bólgn- aði öll upp og ég vaknaði um nóttina og þá var giftinga- hringurinnn að hverfa og fingurinn orðinn blár. Ég fór fram og sagaði hringinn í sundur en náði honum ekki af fyrr en ég tók silungakróka sem ég krækti í hvorum í sinn endann og kippti í. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022 HANDVERK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.