Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Blaðsíða 12
12
VIÐTAL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
Erna MistYamagata
við aðalbyggingu
University College í
London, sem Slade-lista-
skólinn tilheyrir.
getur blandað saman því sem þú sérð og því
sem þú finnur og einhvern veginn skipulagt
tilveruna í myndlíkingar. Og þú getur safnað
saman svo miklu af táknrænum upplýsingum
á tvívítt yfirborð sem áhorfandinn, eða sá sem
horfir á verkið, innbyrðir strax. Mér finnst
svo áhugavert að geta einhvern veginn miðlað
þekkingu, eða tilfinningum, eða hugarástandi
í gegnum myndir og einhvern veginn talað við
fólk í gegnum málverkið.“
– Kemur þetta náttúrulega til þín eða þarftu
að hafa mikið fyrir þessu?
„Nei, ég held að verkin séu eðlilegt svar
við því sem er að gerast í kringum mig.
Þegar fólk lendir í einhverju, eða upplifir
eitthvað, tala margir við vin sinn og segja
honum frá því. En ég geri ekki mikið af því
heldur fer frekar að skrifa um það eða mála
það. Það er mín leið til að tjá mig. Þetta
kemur kannski svolítið í staðinn fyrir að
ræða málin við aðra. Sem er gott og slæmt
en fyrst og fremst leið til að skrásetja
veruleika sinn og einhvern veginn halda
utan um sjálfsmyndina. Halda utan um
hluti sem gerast, svolítið eins og sjónræn
dagbók.“
Eins og að tala
– Þarftu að hafa mikið fyrir því að mála?
„Ég myndi segja að þetta væri náttúrulegt.
Eins náttúrulegt fyrir manni og að skrifa
dagbók, ef maður er vanur að skrifa dagbók.
Ef maður vinnur í sjónlistum byrjar maður
gjarnan ungur að teikna og draga upp myndir
af því sem maður finnur eða sér. Og ég held
að það sé svolítið eins og að tala. Þetta er
visst tungumál. Sjónrænt tungumál sem
maður lærir.“
– Þannig að það er ekki erfitt fyrir þig að
skapa?
„Nei.“
– Og hvað ertu lengi að mála myndirnar?
„Það fer eftir því hvað þær eru stórar.“
– En sjálfsmyndin sem þú sýndir í Portfolio
galleríi á Hverfisgötu (sjá ljósmynd hér fyrir
ofan á síðunni)?
„Hún tók svolítinn tíma vegna þess að
þá vildi ég virkilega kafa ofan í smáatriðin
í sjálfri mér. Það var sjálfsmynd en meira
kannski stúdía á holdinu og andliti mínu en
ákveðin upplifun. Þannig að hún tók meiri
tíma. Vanalega tekur það skemmri tíma að
mála myndir vegna þess að ég er að bregðast
við einhverju og þarf að vera fljót að klára
myndina áður en hughrifin af þeirri reynslu
dvína og hverfa síðan.“
Þá verður myndin vond
– Þú vilt ekki mála mynd sem þú ert hætt að
hafa áhuga á?
„Nei. Þá verður myndin vond, eða öllu
heldur ósönn. Ég hef reynt það. Og í kjölfarið
hef ég þróað með mér þessa áráttu að þurfa
að klára hverja mynd eins fljótt og ég get,
að ég megi ekki stoppa, og þá er ég líkleg til
að missa úr máltíðir og svefn því ég verð að
klára myndina. Því ef maður klárar hana ekki
strax, þá klárar maður hana aldrei,“ segir
Erna.
Hún fylgir mér síðan í gegnum Soho-hverfið
að neðanjarðarstöð og hverfur svo inn í svart-
an leigubíl. Þokan í London, sem var ekki til
fyrr en Turner málaði hana, hylur efri hæðir
húsanna. Húmið ljósrák sker.
Sjálfsmynd
(2022)
„Sú manneskja fann mig í gegnum annan
safnara sem var rússneskur. Maður frá Rúss-
landi sá verkin mín á netinu og hafði samband
og vildi kaupa verk. Og vinur hans sem er líka
safnari og býr í Hong Kong vildi líka kaupa
verk. Það eru engin landamæri á netinu.
Netið er einn stór markaður.“
– Hvað varstu gömul þegar þú byrjar að selja
á netinu?
„Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að selja
fyrir alvöru á netinu. Þar fór verðmyndunin
á verkunum fram. Fólk var að bjóða í verkin
eða spurði hvort það mætti kaupa verk fyrir
tiltekna upphæð. Sem var kannski hærri en
ég hefði ímyndað mér að ég gæti selt verkin
mín á. Það skiptir líka máli hver safnar verk-
unum þínum. Ef þú ert heppin/n mun safnari
með mikið tengslanet kaupa verk eftir þig.
Þá er það auðvitað honum í hag að nafnið
þitt stækki og verð verkanna hækki, af því að
þegar hann kaupir listaverk eftir þig er hann
í raun að kaupa hlut í þér, sem er svolítið
áhugavert líka. Sá aðili þekkir aðra safnara og
þannig fer boltinn að rúlla. Ég held að málið
snúist ekki um fjölda fylgjenda á samfélags-
miðlum eða hversu mörg læk maður fær.“
Með einkasýningu í City
– Hvað er fram undan?
„Ég útskrifast eftir hálft ár og þá verð-
ur útskriftarsýning. En áður verð ég með
einkasýningu í Daniel Benjamin Gallery í City
of London. Og í desember mun uppboðshúsið
Phillips sýna tvö verk eftir mig í kringum
listamessuna Art Basel í Miami en þar ætlar
það að sýna blöndu af verkum þekktra og
yngri listamanna. Að því loknu verð ég með
sýningu í Los Angeles í mars, ásamt list-
málurum frá Bandaríkjunum og Kína.“
– Hvernig kom það til?
„Það kom þannig til að aðili frá galleríinu í
Los Angeles sá verkin mín hjá Daniel Benja-
min Gallery, þegar ég tók þátt í samsýningu
þar síðastliðið sumar, og spurðist fyrir um
mig. En síðasta sumar tók ég jafnframt þátt í
samsýningu Cassina Projects í Mílanó.“
Vildi selja fleiri verk
– Hvernig komstu í samband við Daniel
Benjamin?
„Daniel er mjög hrifinn af Slade-skólanum
eins og margir galleríistar hér í London. Af
því að þessi skóli hefur ákveðið orðspor. Svo
margir listmálarar hafa komið úr þessum
skóla. Daniel var að skoða skólann þegar ég
var að mála og hann stoppar við básinn minn
og fer að spyrja mig út í verkin mín og síðan
förum við að tala saman og höfum gaman
hvort af öðru. Svo spyr hann hvort hann megi
kaupa verkið sem ég var að mála og spurði
svo hvort hann mætti taka hin verkin og
reyna að selja þau fyrir mig. Og síðan selur
hann þau öll strax, sem var svolítið skemmti-
legt, og spyr svo hvort hann megi halda
áfram að selja verkin mín. Og þá verður hann
listaverkasalinn minn. Ég er heppin að hafa
kynnst honum svona snemma. Gerði það á
fyrsta árinu hér í Slade.“
Margir að safna list
– Eru margir að safna list hér í London?
„Já. Listaverkamarkaðurinn hér er svo stór
og alþjóðavæddur og aðeins þaklausari en á
Íslandi.“
– Þaklausari. Er það ekki nýyrði?
„Jú. Það er einn kosturinn við að tala
tvö tungumál dagsdaglega að maður fer að
blanda þeim saman og búa til orð sem eiga
kannski ekki heima í tungumálinu en það er
nýsköpun,“ segir Erna og brosir.
Við göngum síðan yfir á The National Gall-
ery en þar fer fram sýning á verkum Lucians
Freuds. Öryggisgæsla hefur verið hert vegna
mótmæla aðgerðasinna í loftslagsmálum –
þeir hafa skvett vökva á þekkt listaverk, að
vísu þau sem eru varin með gleri, og uppskor-
ið heimsathygli fyrir.
Það sem þú sérð og finnur
Eftir sýninguna spyr ég Ernu hvers vegna
hún heillist svo mikið af málverkinu.
„Það sem heillar mig mikið við málverk-
ið sem miðil er að það er einhvers konar
röntgenmynd af upplifunum þar sem þú
Erna við verk
eftir Lucian Freud.
Draumaborgin
II (2022)