Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Blaðsíða 29
2927.11.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR
Alltaf tekið réttar ákvarðanir
Ljósmynd/Markus Felix
Englaristirinn er ekkert blávatn.
STOLT „Ég sé ekki eftir neinu;
hef alltaf tekið réttar ákvarðanir
á hverjum tíma,“ segir Thomas
„Englaristir“ Such, forsprakki
Sodom, í samtali við málmgagnið
Blabbermouth en þýska þrass-
bandið heldur upp á fertugsaf-
mæli sitt um þessar mundir með
safnútgáfunni 40 Years At War
– The Greatest Hell Of Sodom.
Sodom hefur alla tíð feykt flösu í
skugga Kreators og Destruction
en á samt sína dyggu fylgjendur.
BÓKSALA 16.-22. NÓBEMBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Játning
Ólafur Jóhann Ólafsson
2
Reykjavík glæpasaga
Ragnar Jónasson/Katrín
Jakobsdóttir
3 Kyrrþey
Arnaldur Indriðason
4 Eden
Auður Ava Ólafsdóttir
5 Var, er og verður Birna
Ingibjörg Hjartardóttir
6 Amma glæpon enn á ferð
David Walliams
7 Húðbókin
Lára G. Sigurðard./Sólveig Eiríksd.
8
Á sporbaug – nýyrði
Jónasar Hallgrímssonar
Anna S.Þráinsd./Elín E.Einarsd.
9 The 13 yule lads of Iceland
Brian Pilkington
10 Gættu þinna handa
Yrsa Sigurðardóttir
1 Amma glæpon enn á ferð
David Walliams
2 Salka Tímaflakkið
Bjarni Fritzson
3 Lára fer í útilegu
Birgitta Haukdal
4
Orri óstöðvandi: Draumur
Möggu Messi
Bjarni Fritzson
5
Vala víkingur og hefnd Loka
Kristján Már Gunnarsson/Sól
Hilmarsdóttir
6 Hundmann og Kattmann
Dav Pilkey
7 Bannað að ljúga
Gunnar Helgason
8 Hrekkjavaka með Láru
Birgitta Haukdal
9 Snjókorn falla Laddi
Laddi
10
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét
Marinósdóttir
Allar bækur
Barnabækur
Bækur skipa mjög áhugaverð-
an sess innan veggja heimila
landsins. Og kannski eru bækur
heimila eins og fingraför okkar
mannanna. Engin tvö heimili
eru eins. Hjá minni fjölskyldu
sitja þær þétt saman og er að
finna í flestum herbergjum. Það
er hugsað vel um þær, þeim er
úthlutað hinu bestu svæði gegn
því að þær beri sig vel. Réttilega
eiga þær heimtingu á að verða
flett og líklegast vilja flestar fá
athygli spjaldanna á milli. Og með
hljóðlátum hætti hafa margar
náð sínum kröfum
fram en eftir
sitja of margar
öskrandi á athygli.
Þeirra bíður betri
tíð, vonandi.
Þær er ná að
fanga athygli
mína koma
flestar með í
svefnherbergið. Oftast tvær
eða þrjár saman. Um það ríkir
gott samkomulag á heimilinu.
Síðustu ár hafa Lærdómsrit
Bókmennafélagsins átt að
minnsta kosti einn fulltrúa í
þeirri samkomu. Sú sem nýtur
sín hvað mest þessa dagana er
rit þýska heim-
spekingins og
guðfræðings-
ins Friedrich
Schleiermacher,
Um trúarbrögðin.
Einstakt konfekt í
þýðingu Jóns Árna
Jónssonar. Það
kom því góða riti
í opna skjöldu þegar ég gerðist
svo djarfur að koma áhugaverðri
kilju á milli okkar. Sú glæsilega
kilja er Kommúnisminn – Sögu-
legt ágrip eftir Richard Pipes í
þýðingu Jakobs F.Ásgeirssonar
og Margrétar Gunnarsdóttur.
Á meðan þessar bækur ná að
fanga mig í svefnherberginu, hvor
með sínum
hætti, þá eru
aðrar tvær sem
kitla mig utan
þeirra veggja.Á
mjög aðgengi-
legum stað sitja
innbundnar
örsögur Daníil
Kharms, Gaml-
ar konur detta út um glugga,
í frábærri þýðingu Áslaugar
Agnarsdóttur og Óskars Árna
Óskarssonar. Þessi bók er mjög
ávanabindandi enda nærandi með
orkuskot á hverri blaðsíðu.
Að lokum má ég til með að
deila leyndarmáli. Ég hef verið að
stelast til þess að lesa fyrir annan
af mínum frábæru
unglingsdrengj-
um. Sú bók segir
frá ævintýrum
félaganna í Hund-
raðmetraskógi
og ber heitið
Bangsímon eftir
Alan Alexand-
er Milne og í
einstakri þýðingu Guðmundar
AndraThorssonar. Þetta er ekki
í fyrsta skiptið sem þessi bók er
lesin en rétt eins og lesendur
hennar vita þá er hún síbreytileg
og vekur alltaf hlátur og hug-
renningar hjá hverju aldursstigi.
GUNNAR SIGURÐARSON ER AÐ LESA
Eins og fingraför
okkar mannanna
Gunnar Sig-
urðarson er
viðskiptastjóri
hjá Samtökum
iðnaðarins.
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Veldu
lífræna
hollustu
LKL, vegan, gluteinlaust
glugga og einn réttarrannsakend-
anna segir: „Þetta er gluggi!“ Þá
finnur einhver þriðja líkið og annar
sérfræðingur mælir: „Þá eru komin
þrjú lík!“
The Guardian sér ekki ástæðu
til að eyða dálksentimetrum í
frammistöðu leikaranna en Molly
Windsor fer með hlutverk Emmu
Hedges. Af öðrum leikurum má
nefna Lauru Fraser og Martin
Compston sem í eina tíð vann
fyrir sér sem knattspyrnumaður.
Lék heila tvo leiki fyrir Greenock
Morton veturinn 2001-02, þegar
liðið féll í þriðju deild í Skotlandi.
Fljótlega eftir það sneri hann sér af
fullum þunga að leiklistinni.
Þess má geta að önnur sería af
Traces hefur litið dagsins ljós og
mun án efa skila sér hingað með
hægðinni.
Molly Windsor, sem leikur
Emmu Hedges, er 25 ára gömul og
þekktust fyrir leik sinn í sjónvarps-
þáttunum Three Girls árið 2017 en
fyrir framgöngu sína þar hlaut hún
BAFTA-verðlaunin.
Lauren Lyle, sem leikur Karen
Pirie, er 29 ára gömul og margir
kannast líklega best við hana úr
sjónvarpsþáttunum Outlander. Hún
stjórnar líka vinsælu hlaðvarpi,
She's a Rec, þar sem hún ræðir við
konur um konurnar sem hafa haft
mest áhrif á líf þeirra.
leikkonuna, Lauren Lyle, sem ljái
Pirie sterkan tilgang. „Handritið og
Lyle hræra saman ákveðni, sjálfsör-
yggi og sjarma í fullkomnum hlutföll-
ummeðan hún þræðir sig gegnum
þetta gamla mál, pólitíkina í kringum
það og ljónin sem tíminn leggur í veg
hennar og einbeitta þrá morðingjans
til að komast upp með ódæðið.“
Líta laumulega undan
Traces fær ekki alveg jafn góða
dóma hjá The Guardian, svo við
höldum okkur við sanngjarnan
samanburð, en blaðinu þykir flokk-
urinn þó ekki alslæmur. Áður en
lagt var í’ann hefði hann þó betur
ákveðið hvort hann ætlaði sér að
verða The Killing eða CSI þegar
hann yrði stór.
Stærsti kostur Traces, að áliti
gagnrýnandans, er að hver sem er
gæti hafa framið morðið. „Vegna
þess að Traces er einn af þess-
um þáttum þar sem hver einasti
karakter venur sig á að svara
spurningum með því að gera aðeins
of langt hlé á máli sínu, líta laumu-
lega undan og skipta að lokum
vandræðalega um umræðuefni.“
Blaðinu þykir Traces þó gera nóg
til að viðhalda forvitni áhorfandans
og lóðsa hann milli þátta. Fullmikið
sé þó stafað ofan í okkur. „Í fyrsta
þætti sjáum við herbergi sem orðið
hefur eldi að bráð. Myndavélin er á
AFP/Valerie Hache
Enska leikkonan
Molly Windsor leikur
aðalhlutverkið í Traces.
Ekki fylgir sögunni
hvort hún sé skyld
Karli III kóngi og öllu
því ágæta fólki.
Vinsæll krimmahöfundur
Val McDermid fæddist í Kirkcaldy í Fife í Skotlandi árið 1955.
Hún er af verkafólki og varð á sínum tíma fyrsti nemandinn
úr skoskum ríkisskóla til að fá inngöngu í St Hilda's College
í Oxford, þar sem hún nam ensku.Að
útskrift lokinni gerðist McDermid
blaðamaður en vakti fyrst athygli
sem glæpasagnahöfundur með
bókinni Report for Murder:The
First Lindsay Gordon Mystery árið
1987. Meðal karaktera sem hún
hefur skapað eru blaðamaðurinn
Lindsay Gordon, einkaspæjar-
inn Kate Brannigan, klíníski sál-
fræðingurinn Tony Hill og okkar ko
rannsóknarlögreglumaðurinn Kare
Pirie. McDermid hefur hlotið fjölda
viðurkenninga fyrir skrif sín.
na,
n
Rithöfundurinn
Val McDermid.