Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
LESBÓK
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes • www.gaeludyr.is
Jólagjafir
gæludýranna
færðu hjá
okkur
Mannleg og hlý mynd
AFP/Tommaso Boddi
Michelle Williams
leikur mömmuna.
GÆÐI Vefur breska ríkisútvarpsins, BBC, splæs-
ir fimm stjörnum af fimmmögulegum á nýjustu
kvikmynd goðsagnarinnar Stevens Spielbergs, The
Fabelmans, en hún byggist sem kunnugt er lauslega
á æsku hans og unglingsárum. Gagnrýnandanum
þykir myndin mannleg og hlý og segir hana til alls
líklega á Óskarverðlaunahátíðinni í vor. Foreldrar
söguhetjunnar eru ekkert endilega spennt fyrir því að
hann gangi kvikmyndunum á hönd en í fjarlægðinni
er fyrirgefningin fólgin, segir í umsögninni. Gabriel
LaBelle fer með hlutverk ígildis Spielbergs, Sammys
Fabelmans, en MichelleWilliams og Paul Dano leika
foreldra hans. Þau ku öll fara á kostum.
Þá muntu fokking hata þig hér eftir!
AFP/Lucas Barioulet
Suki Water-
house er margt
til lista lagt.
FJÖLHÆF Flestir þekkja hina bresku Suki Water-
house líklega best sem leikkonu eða fyrirsætu en
fyrr á þessu ári steig hún fram sem tónlistar-
maður og sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu.
Í samtali við breska blaðið Independent segir
Waterhouse það hafa tekið tíma fyrir sig að
átta sig á því að hún „mætti“ gefa út músík
og vera séð í nýju ljósi. Hún sótti leyfið í
eigin smiðju í einu útgöngubanninu vegna
heimsfaraldurs kórónuveirunnar. „Ger-
ir þú þetta ekki núna, þá muntu aldrei
gera það og fokking hata þig allar
götur hér eftir!“
Þetta er gert í
virðingarskyni
AFP/Ethan Miller
Philip Anselmo söngvari Pantera.
VIRÐING Núna þegar innan
við vika er í endurkomu eins
áhrifamesta málmbands sögunn-
ar, Pantera, keppast menn við
að mæra eða lasta gjörninginn.
Sumir segja ófært að Pantera
troði upp án bræðranna Vinnies
Pauls og Dimebags Darrells
Abbotts, sem eru látnir, meðan
öðrum þykir það sjálfsagt. Scott
Ian úr Anthrax er einn þeirra
síðarnefndu. „Út af netinu geta
allir hent fram sínum sjónar-
miðum. Ritstjórar eru ekki til
lengur – þetta eru bara sjónar-
mið. Þannig að viljið þið mitt
sjónarmið þá er þetta gert í
virðingarskyni nákvæmlega eins
og það á að vera,“ sagði Ian við
Primordial Radio.
AFP/Vivien Killilea
Hin skoska
Lauren Lyle leik-
ur Karen Pirie.
Með allt upp
um sig
Áhugafólk um breska glæpamyndaflokka hefur
ábyggilega hvorki látið Karen Pirie á Stöð 2 né
Traces á RÚV framhjá sér fara. Og sjái menn lík-
indi er það engin tilviljun, báðir byggjast þeir á
sögum eftir glæpadrottninguna Val McDermid.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Sumarið 1996 finnst 19 ára göm-
ul barþerna myrt á víðavangi
í bænum St Andrews í Fife í
Skotlandi. Morðinginn næst ekki og
málið liggur óhreyft í aldarfjórðung,
eða þangað til vinsæll hlaðvarps-
þáttur fer að fjalla um það. Þá sér
lögreglan sæng sína upp reidda og
fær mann í verkið, án þess þó að
hafa mikla trú á því að það komi til
með að leiða til niðurstöðu.
Öfugt við svo marga rann-
sóknarlögreglumenn bókmennt-
anna og sjónvarpssögunnar er sá
maður ekki eldri karl, bugaður af
biturleika, óreglu eða ógurlegu
leyndarmáli úr fortíðinni og með
allt lóðbeint niðrum sig í einkalíf-
inu, heldur ung og fersk kona, sem
hefur bara, merkilegt nokk, býsna
gaman af þessari óvissuferð sem við
gjarnan köllum líf.
Karen Pirie heitir hún og hefur nú
sprottið fullsköpuð upp úr metsölu-
bókum skoska glæpasagnahöfundar-
ins Val McDermid og öðlast fram-
haldslíf á skjánum, þar á meðal á Stöð
2 og efnisveitu hennar, Stöð 2+.
Karakterar úr ranni McDermid
gera það raunar ekki endasleppt í
íslensku sjónvarpi en Ríkissjónvarpið
sýnir um þessar mundir þættina
Traces, sem einnig byggjast á hug-
mynd hennar, auk þess sem hún er
annar handritshöfunda. Þar er einnig
ung kona í forgrunni, Emma Hedges,
sem snýr eftir langa fjarveru aftur
til Dundee í Skotlandi til að sækja
sér menntun í réttarrannsóknum.
Það ýfir fljótt upp gömul sár enda
hvarf móðir hennar þar um slóðir
tæpum tuttugu árum fyrr og fannst
síðar myrt á víðavangi. Koma Emmu
kemur róti á menn og endurskoðun
málsins hefst fljótlega fyrir alvöru.
Laus við óþarfa leiðindi
Emma er vitaskuld ekki lögreglu-
maður en knýr þó rannsóknina
öðrum þræði áfram. Hún gæti mjög
auðveldlega verið frænka Karenar
Pirie, ung og spræk og hvorki að
bíða eftir því að Elli kerling leggi
hana að velli né rogast með allar
heimsins byrðar á herðunum, þrátt
fyrir raunir úr æsku. Skemmtilega
fersk nálgun í þáttum af þessu tagi.
„Það er svo mikill léttir þegar
glæpadrama er ekki hrætt við að
vera fyndið,“ segir í umsögn breska
blaðsins The Guardian um Karen
Pirie. Megnið af þeim falli nefnilega
í þá gildru að banna karakterum að
bregðast við með húmor enda séu
þeir of djúpt sokknir í eymd og vol-
æði þessa heims. „Það er stórfurðu-
legt og laugar okkur öll – í öllum
skilningi – í óþarfa leiðindum.“
Blaðið segir þættina knúna
áfram af sjálfsöryggi og sjarma og
söguhetjan fóti sig af mikilli fimi.
Ekki svo að skilja að Karen Pirie
sé einhver ofurpæja með allt sitt á
hreinu; þvert á móti er hún frekar
innhverf og púkaleg til fara. Er mik-
ið að vinna með lopavesti og gengur
kinnroðalaust um með belgbuddu.
Tja, einhvers staðar verður maður
að geyma símann sinn!
The Guardian ber líka lof á aðal-