Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Blaðsíða 20
20
HÖNNUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is
Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun
Það skiptir
máli hvað er
næst húðinni
og viðheldur
raka hennar
HÓTELREKSTUR OG HEIMILI
Morgunblaðið/Ásdís
Auður Gná hefur tekið
þátt í að breyta áhersl-
um Rammagerðarinnar.
Vettvangur
hönnuða
Allir Íslendingar þekkja
Rammagerðina og muna
margir eftir að hafa staðið
sem börn fyrir framan glugga versl-
unarinnar á aðventunni og horft
agndofa á jólasveinana. Áður fyrr
voru þar aðallega til sölu klassískar
íslenskar prjónaflíkur, handverk og
fjöldaframleiddar vörur sem ferða-
menn gætu verið ginnkeyptir fyrir.
En nú er öldin önnur því Ramma-
gerðin er orðin að búð sem selur
það besta sem íslensk hönnun hefur
upp á að bjóða, en það hefur þó ekki
fælt ferðamenn frá, nema síður sé.
Inn í nútímann
Blaðamaður lagði leið sína í
Hörpu þar sem Rammagerðin er
á 300 fermetra plássi og er búðin
smekklega hönnuð inn í rýmið.
Verslunin í Hörpu á einmitt eins árs
afmæli um helgina og haldið verður
upp á það með ýmsum uppákom-
um. Hönnuðir verða á staðnum á
laugardag og haldið verður happ-
drætti.
Auður Gná Ingvarsdóttir hóf störf
hjá Rammagerðinni sem listrænn
stjórnandi fyrir um þremur árum
og var þá hugmyndafræðin endur-
hugsuð.
„Rammagerðin var stofnuð 1940
og við grínumst með það að hún
sé eldri en lýðveldið sjálft, sem er
dálítið magnað. Hún byrjaði sem
rammagerð þar sem allir helstu
listamenn borgarinnar létu ramma
inn sín verk, eins og Kjarval. Seinna
var farið að selja handverk og vatt
það svo upp á sig. Svo muna auð-
vitað allir eftir jólasveinunum sem
voru settir upp löngu fyrir jól til að
minna fólk á að kaupa gjafir handa
ættingjum erlendis vel í tíma,
þannig að margir eiga minningar
héðan,“ segir Auður og segir að
eigendurnir, Bjarney Harðardóttir
og Helgi Rúnar Óskarsson, hafi
viljað breyta áherslunum eftir að
þau keyptu Rammagerðina fyrir
rúmum áratug.
„Þau byrjuðu aðeins að pæla í
hvernig væri hægt að þróa verslun-
ina og svo þegar covid kom vannst
tími til að vinna að þróun og ég
kom inn í verkefnið. Ég fór þá að
tala við fólk í hönnunarsamfélaginu
með það í huga að sjá hvaða vörur
væri hægt að taka í sölu og hvað við
gætum sjálf farið að búa til,“ segir
Auður og nefnir að allar vörur séu
tengdar íslenskum hönnuðum eða
framleiðendum á einn eða annan
hátt.
„Búðir Rammagerðarinnar
hafa breyst mikið undanfarið og
nýjar búðir bæst við, hér í Hörpu
og í Kringlu. Það er búið að færa
Rammagerðina meira inn í nútím-
ann og það er upplifun að koma
inn í búðirnar okkar, en þessi búð
hér í Hörpu er ennþá best geymda
leyndarmál borgarinnar.“
Fólk í fjársjóðsleit
Auður segir að áherslan í dag sé
mest á hönnun, en íslenski lopinn
fær þó enn að njóta sín.
„Handverkið er sagan og það
kemur ekki til með að hverfa og við
verðum alltaf með handprjónaðar
lopapeysur. Við erummeð tugi
kvenna sem prjóna fyrir okkur,“ segir
hún og segir þau einnig selja prjóna-
vörur sem búnar séu til í prjónaverk-
smiðjunni Glófa, en Rammagerðin
festi kaup á fyrirtækinu nýlega.
Fjölmargir íslenskir hönnuðir
hafa fengið tækifæri til að þróa og
hanna vörur fyrir Rammagerðina,
en Auður segir flesta hönnuðina
vera konur.
„Þetta er mikil kvennastétt, sér-
staklega á Íslandi,“ segir Auður og
telur að Rammagerðin sé lyftistöng
fyrir íslenska hönnun.
„Íslenskir hönnuðir hafa aldrei
áður haft álíka söluvettvang fyrir
sínar vörur. Hingað streyma inn
kaupendur sem hafa áhuga, bæði
Íslendingar og erlendir ferðamenn.
Vörurnar hér eru á heimsmæli-
kvarða,“ segir Auður og segir ferða-
menn þó helstu viðskiptavinina.
„Erlendir ferðamenn hafa
verið næstum 90% af kaupend-
um Rammagerðarinnar en okkar
hugmynd er að breyta því. Við
viljum að Íslendingar byrji að hugsa
um íslenska hönnun sem fyrsta
kost þegar kemur að því að kaupa
gjafavöru eða ef fólk er að leita að
einhverju fallegu fyrir sjálft sig.
Það er líka svo magnað hvað við
eigum mikið af góðum hönnuðum
og við leggjum mikla áherslu á að
velja það besta í íslenskri hönnun
og setja þær vörur á stall með því
að leggja mikinn metnað í búðirnar
sjálfar og útlit þeirra,“ segir hún.
„En talandi um ferðamenn, þá
hafa þeir margir ótrúlegan áhuga
á hönnun og eru að reyna að þefa
uppi eitthvað alveg einstakt; hluti
sem finnast ekki í heimalandi
þeirra. Það er ótrúlegt hvað fólk
er tilbúið að taka heim með sér í
handfarangri. Hér er fólk í smá
fjársjóðsleit,“ segir Auður.
„Við vitum líka að það þarf að
vera hægt að bjóða upp á vörur sem
fólk á ferðalagi um Ísland vill kaupa
til að gefa þegar komið er heim.
Það er búin að vera skemmtileg
áskorun að þróa þannig vörulínur
og við fengum í lið með okkur mjög
færan hönnuð til að útfæra vörulínu
sem tengist Reykjavík og hún hefur
algjörlega slegið í gegn, bæði hjá
Íslendingum og ferðamönnum, sem
er auðvitað mjög ánægjulegt að
sjá og við hyggjumst halda áfram á
þessari braut.“
Við römmum ekki inn
En hér eru engir rammar lengur?
„Nei, við römmum ekki inn,“ segir
Auður og brosir.
„Það er einmitt setning í einni
af okkar leiknu auglýsingum: „Við
römmum ekki inn.“ Það var mjög
fyndið að ég hringdi í söngkonuna
Bríeti til að biðja hana að sitja
fyrir í einni af okkar peysum fyrir
auglýsingu. Ég hélt langa ræðu um
breytta ásýnd búðarinnar og að við
vildum höfða til yngra fólksins líka.
Það kom bara þögn í símann og ég
hélt að henni litist ekkert á þetta.
Svo kom bara spurningin: „En eruð
þið þá ekki að ramma inn?“,“ segir
Auður og hlær og segir í framhaldi
að það sé mikið verk óunnið að
endurkynna Rammagerðina fyrir
yngra fólki.
Hún segir ekki standa til að
breyta nafninu, þó rammarnir séu
hvergi sjáanlegir, enda er nafnið
rammíslenskt og gott.
„Ferðamenn vilja eitthvað sem
er ekta. Þeir vilja ekki eitthvað
sem er sérsniðið fyrir ferðamenn
heldur vilja frekar versla þar
sem við verslum, alveg eins og
við viljum gera þegar við erum í
útlöndum.“
Rammagerðin hefur tekið miklum
breytingum undanfarið. Auður Gná
Ingvarsdóttir er listrænn stjórnandi versl-
unarinnar sem með breyttum áherslum er
nú orðin vettvangur íslenskra hönnuða.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Rammagerðin í Hörpu
er best geymda
leyndarmál borgarinnar.
Íslenkar
hönnunarvörur
er í fyrirrúmi í
Rammagerðinni.